Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Qupperneq 15
MIÐVTKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 15 Kórdrengir Hæstaréttar Fyrir skemmstu rit- aði Jónas Kristjánsson ritstjóri leiðara hér í blaðinu þar sem hann ber blak af ákvörðun Hæstaréttar að hafna beiðni Sævars Ciesi- elskis um endurupp- töku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Ritstjór- inn telur fátt nýtt hafa komið fram sem styðji upptökumálið og hefur af þvi áhyggjur að „sumt ungt fólk virðist hins vegar ímynda sér, að í þetta sinn hafi rétt- urinn verið með nýjar upplýsingar í hönd- unum.“ Gefið er í skyn að eldri og fróðari menn viti betur. Þetta er eflaust sagt í trausti þess að fólk þekki ekki málavexti og lagareglur. Og það jafnvel þótt um málið hafi verið skrifaðar bækur og fjöldinn allur af blaða- greinum, og sjónvarpsþáttur sýnd- ur, þar sem fram koma staðreynd- ir og gögn, sem lágu ekki fyrir þeg- ar dómar voru kveðnir upp á sín- um tíma. Hall og kaupið Hér er ekki olnbogarými til að rifia upp þá býsn af nýjum upplýs- ingum sem fylgdu endurupptöku- beiðninni, en vísað þess í stað á bók Sævars, Dómsmorð, þar sem ítarlega og vel rökstudda greinar- gerð Ragnars Aðalsteinssonar hrl. er að finna. Greinargerðin er mesti áfellisdómur á vestrænt rétt- arfarskerfi sem fallið hefur á síð- ari tímum og ber þess merki að Ragnar hafi unnið starf sitt af vandvirkni. Sama verður ekki sagt um vinnubrögð skipaðs rík- issaksóknara, Ragnars H. Halls, sem réttilega hefur verið nefndur hirðfifl Hæstaréttar. Heilu ári eft- ir að hann var settur til verksins sendir hann loks til Hæstaréttar fjögurra síðna snepil þar sem hann tiltekur ekki mikiivæg gögn sem honum voru afhent og með augljósum rangfærslum ef ekki vísvitandi lygum leggur til að beiðninni verði hafnað. Erfitt er að átta sig á því hvað Hail aðhafðist allan þennan tíma. Freistandi er að álykta að hann hafi ætlað sér að svæfa málið enda hafði barátta Sævars þá ekki vakið athygli útbreiddustu fjöl- miðla landsins, eins og síðar varð. Hall hefur jafnvel trúað því að endurupp- tökukrafan yrði ekki tekin alvarlega og því ekki nennt að setja sig inn í málið. Hæstarétti hefur líklega mis- likað skussaskapur- inn og skipsir Sævari löglærðan talsmann, þó honum væri það ekki skylt lögum samkvæmt. Formlegur snobbstimpUl var þar með kominn á málið. Ragnar Hall þurfti að fara að vinna fyrir kaup- inu sínu. Clausen og kokkteilboöin Öm Clausen er annar lögmaður sem telur almenning í landinu svo heimskan að óhætt sé að bera á torg hvaða kjaftæði sem er. Hann fullyrðir að játningamar hafi ekki verið fengnar með bolabrögðum því þá hefðu „einhverjir þessara saklausu manna sem sátu einnig í gæsluvarðhaldi játað líka“! Viður- kennt er að meðferðin á þeim var önnur og betri. Einangrunarvistin og ruddaskapurinn dugði þó til þess að skömmu áður en Einari Bollasyni var sleppt var hann far- inn að trúa því að hann væri sek- ur um mannshvarf sem hann vissi ekkert um. Clausen þykist vita allt miklu betur en fangaverðimir sem störfuðu í Síðumúlafangelsi á þessum tíma og vitnuðu um mis- þyrmingarnar sem þar fóru fram. Hann staðhæfir einnig að Guð- jón Skarphéðinsson og skjólstæð- ingur sinn, sem ákærður var fyrir aðild að málinu, hafi aldrei dregið játningar sínar til baka. Þetta er einfaldlega ekki rétt. í málsskjöl- um sem fylgdu upptökumálinu neita þeir báðir að hafa nokkra vitneskju um þessi mál. Vitnis- burður þeirra hafi á sínum tíma komið frá rann- sóknaraðilum sjálfum. Clausen lét einu sinni í umræðu um Geir- finnsmálið þau orð falla að „menn bakki ekki út úr játningum". Furðuleg um- mæli sem lýsa mikilli fáfræði því til er sérstök fræðigrein i rétt- arsálfræði sem fjallar um ósannar játningar. Öm Clausen er sáttur við niðurstöðu Hæstaréttar, niður- stöðu sem gengur þvert á hags- muni hans eigin skjólstæðings. Hann gefur hugtakinu höfðingja- sleikja nýja merkingu. Guðmundur Sigurfreyr Jónasson „Clausen þykist vita allt miklu betur en fangaverðirnir sem störfuöu í Síðumúlafangelsi," segir m.a. í greininni. - Frá niðurrifi fangelsisins. Kjallarinn Guðmundur Sig- urfreyr Jónasson rithöfundur „Erfítt er að átta sig á því hvað Hall aðhafðist allan þennan tíma. Freistandi er að álykta að hann hafí ætlað sér að svæfa málið enda hafði barátta Sævars þá ekki vakið athygli útbreiddustu fjölmiðla landsins, eins og síðar varð.u Sigurður Líndal og siðferðis- frekja yfirstéttarinnar i l I í DV 23. júlí svarar Sigurður Líndal, prófessor í lögum, þeirri spurningu hvort íslenskir dóm- stólar séu traustsins verðir. Svar hans er ískyggilegt timanna tákn. Prófessorinn segir meðal ann- ars: „Þegar ég hef í huga hvers konar fólk hefur hæst í gagnrýni á dómstóla sýnist mér auðsætt að ís- lenskir dómstólar eru mikils trausts verðir ... í samræmi við hagsmuni.hvatir og siðferði gagn- rýnendanna er málflutningur þeirra frumstæður.ómálefnalegur og umfram allt ómerkilegur. Hann er hafður uppi í trausti þess að menn þekki hvorki málavexti né lagareglur ... Traust mitt á dóm- stólunum vex í réttu hlutfalli við kynni mín af gagnrýnendunum og gagnrýni þeirra." Ómerkilegur málflutningur Ekki ætla ég að fetta fingur út í dómstólana. En ég fæ bara ekki séð að málflutningur sumra þeirra er verja þá sé nokkuð merkilegri en sumra þeirra sem gagnrýna þá. Orð saksóknarans Ragnars Halls um einstaklinga sem tekið hafa út refsingu sína voru til dæmis ein- göngu sögð til að særa og lítil- lækka fólk er átti erfiðan félagsleg- an bakgrunn, en hefur fyrir löngu svarað fyrir afbrot sín og lifir nú góðu og gegnu lífi, ekki síður en saksóknarinn. Og hann skynjar ekki að nokkuð sé athugavert við ummæli sín fremur en kyn- þáttahatari skil- ur að það sé ekki allt í lagi að tala niðrandi um svertingja. Ragn- ar hefði aldrei sagt svona nokk- uð um fólk úr hópi „betri borg- ara“. Eg þekki nú allt mitt heima- fólk í þessum Kardimommubæ! Og Sigurður Líndal hneykslast ekki á orðum hans af því að hann er sama sinnis. Svar hans í DV sýnir það glögglega. Látum vera þótt hann fyrirlíti málflutning fólks sem hann telur ekki hafa vit og þekkingu á málun- um. Reyndar man ég ekki eftir því að Sigurður hafi þráttað svo opin- „Reyndar man ég ekki eftir því að Sigurður hafí þráttað svo opinber- lega að hann hafí ekki talið mái- flutning andstæðinga sinna ómerkilegan. Hann er besserviss- er allmikill.u berlega að hann hafi ekki talið málfutning andstæðinga sinna ómerkilegan. Hann er besservisser all- mikill. En það eru nú margir góðir menn og það er bara sætt og krúttlegt. Hjartanleg fyrirlitn- ing prófessorsins á þeim manneskjum sem hafa aðrar skoð- anir en hann sjálfur er hins vegar hrein- skilin nýlunda i op- inberum skrifum. Hann segir beinum orðum, án nokkurr- ar aðgreiningar, að málflutningur þeirra er gagnrýna dóm- stólana sé ómerkilegur af því að einstaklingamir sjálfir séu ómerkilegir; hvatir þeirra, hags- munir og siðferði. Og það leynir sér ekki að hann fyrirlítur þá af öllu hjarta. Yfirstéttar siðfræði Hvað heldur Sigurður eiginlega að hann sé? Jú, það liggur í augum uppi: Hann er hreint afbragð ann- arra manna að þroska, víðsýni og viturleika. Það er því ekki að furða þótt hann tali oftast í þeirra þágu sem mest mega sín en þegi þunnu hljóði um hag þeirra sem verst eru settir. Hann nýtur þess að vera laga- viskubrunnur góð- borgaranna. Og kannski er hann ekki svo vitlaus. Vissulega er hann hvorki illur né ómerkilegur. En hann er í einu og öllu mótaður af lifsgildum, viðhorfum og hags- munum góðborgar- anna. Það er stundum sagt að tvær þjóðir búi í landinu. Annars veg- ar þeir sem ráða og ríkja í krafti peninga, valds og virðingar og hins vegar alþýða manna. Þeir sem ráða og ríkja færa sig sífellt upp á skaftið. Þeir láta sér ekki nægja efnaleg forrétt- indi. Þeir vilja líka ákvarða sið- ferðið og manngildiö í þjóðfélag- inu. Þeir sjálfir em dyggðugir og hafa manngildi mikið. Hinir era ómerkilegar mannleysur. Þessi heimspeki yfirstéttarinnar verður æ meira áberandi í ræðu hennar og riti. Svar Sigurðar Líndals í DV er sláandi dæmi um hana en jafn- framt vitnisburður um hættulega þjóðfélagsþróun. Sigurður Þór Guðjónsson Kjallarinn Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur Með og á móti Á að byggja lúxushótel á íslandi? Tvímæla- laust „Það eru mörg ár síðan það hafa verið byggð hótel á íslandi. Það vantar lúxushótel á landinu af stærri gráðu. Slík hótel eru til í öllum sam- keppnislöndun- um okkar. Túrismi til ís- lands er dýr og við þurfum að geta boðið upp á hótel sem á við þennan markaðshóp Hnar GÚ8tavs#on> sem VIÖ sækj- förstö&uma&ur umst eftir. Fer&amálará&s ís- Þessi markaðs- Ba™ta'iKF hópur skilar sér ekki að öllu leyti til landsins vegna þess að okkur vantar lúxushótel sem þyrfti helst að vera hluti af al- þjóðlegri hótelkeðju. Ég tel þetta svo mikið þjóðþrifafyrirtæki fyr- ir íslendinga, gjaldeyrisskapandi og atvinnuaukandi að þjóðfélagið í heild ætti að athuga mjög gaumgæfilega hvort ekki væri rétt, t.d. fyrir Reykjavíkurborg, að leggja til lóð undir slíkt hótel og hvort ríki og borg myndu byggja upp ráðstelhuaðstöðu og létta þannig möguleikana á því að þetta gæti borgað sig. Við byggingu svona hótels hlýtur kostnaðurinn að liggja á bflinu 7-10 milljónir á bak við hvert herbergi. Ég lít á þetta sem heildarmál fyrir íslensku þjóðina. Alveg eins og teknir eru rándýrir togarar út á landsbyggöina. Það er ekki rekstur togarans sjálfs sem skipt- ir máli, heldur heildarútkoma byggðarlagsins. Óábyrgt „Það væri afskaplega gaman að geta byggt hótel þar sem hvert herbergi kostaði á bilinu 15-20 milljónir. Ef einhver treystir sér til að tjár- magna og markaðssetja slíkt ævintýri og vera viðbú- inn því að fá ekkert til baka í nokkur ár er það þeirra mál. Hins veg- ar tel ég það með öllu óá- byrgt að fara út í slíka fjárfestingu. Þróunin í byggingu hótelherbergja hér á landi er öllu heldur í þá átt að minnka herbergin frekar en að stækka og það er ekki skortur á gistirými hérlendis nema ein- hverja örfáa daga á ári. Vertíðin er mjög stutt og hjá kaupendum okkar gengur allt út á að prútta niður verð á hótelherbergjum. Við höfum farið út í það að stækka nokkur herbergi á hótel- um okkar og breytt þeim í svítur en það er ákaflega lítil eftirspurn eftir þessum herbergjum. Við erum ekki í stakk búin að fara út í byggingu lúxushótels. Mér þætti það frekar óvarlegt og við verðum að gæta þess að hlaupa ekki af okkur tæmar.“ -ST Einar Olgeirsson, hótelstjóri Flug- lei&ahótelanna. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðiö nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centmm.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.