Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 25 íþróttir Iþróttir rr#' ENGLAND Manchester United er í miklum vanda þessa dagana því svo gæti farið að ekkert í verði úr því að hinn brasilíski jí Celio Silva spili með liðinu á , næsta tímabili. Silva hefur ekki enn fengið atvinnuleyfl í || Englandi og því gera menn á Old Trafford lítið annað þessa : ■ stundina en að bíða og vona : það besta eins og Alex Fergu- son, framkvæmdastjóri liðsins, II orðaði það. Ferguson er hins vegar bú- jjj inn að finna sér varamann fyr- ir Silva ef illa fer því í næstu f viku mun Dante Poli, landsliðs- • maður Chile, æfa með liðinu en hann þykir öflugur vamarmað- ur. Það verður ekkert mál að fá ;: atvinnuleyfi fyrir hann þar É sem hann er á ítölsku vega- bréfi. Svíinn Tomas Brolin hjá Leeds er nú loks mættur á æf- ingar á Elland Road til að standa við síðasta árið af samn- ingi sínum við liðið. Brolin hef- ur ekki átt sjö dagana sæla hjá | Leeds frá þvi hann kom til liðs- ins, fyrir metfé, frá Parma á Ítalíu sem stórstjarna en : frægðarsólin hefur farið ört : hnignandi síðan. Brolin hefur ekki verið í náðinni hjá George Graham íft framkvæmdastjóra og verið j|| mjög óánægður með hlutskipti ( sitt undanfarið. Hann hótaði að :; hætta í knattspyrnu fyrir fuUt . og allt en úr því varð ekkert eftir að forráðamenn Leeds hót- uðu því að lögsækja hann þá fyrir samningsrof. Roy Keane, hinn nýi fyrir- liði ensku meistaranna í Man- chester United, virðist ekki | ætla að ná að hemja skap sitt þrátt fyrir að bera nú fyrirliða- bandið. Hann var bókaður í æf- íí: ingaleik liðsins gegn Inter Mil- : an um helgina eftir að hafa |j traðkað ofan á Fransmannin- um markheppna, Youri Djorka- eff. „Ég ber engan kala til Kea- ne eftir þetta en tel hann bara ekki réttu týpuna sem fyrirliði stórliðs. Hefði ég brugðist verr við hefði hann lent í alvarlegri ■ málum,“ sagði Djorkaeff um írann skapbráða. Kenny Dalglish, fram- kvæmdastóri Newcastle, ætlar að veðja á hinn 21 árs gamla Keith O'Neill, leikmann Nor- wich, sem arftaka Alans Shear- er á meðan Shearer er frá vegna meiðsla. Búist var við | stórlöxum á borð við Batistuta, Ravanelli eða Ostenstad en Dalglish borgaði þess í stað 480 milljónir króna fyrir O'Neill og á svo hefur hann líka Bjarna Guðjónsson tilbúinn í slaginn. „Les Ferdinand er maður- inn sem getur fyllt skarðið sem Shearer skilur eftir sig i enska landsliðinu," segir Gerry Fran- cis, framkvæmdastjóri Totten- : ham. Hann er líklega sá maður | sem þekkir Ferdinand sem knattspyrnumann hvað best ; eftir að þeir félagar voru í nokkur ár saman hjá QPR og P nú aftur hjá Tottenham. ® Blackburn Rovers hefur nú geflst upp á því að halda enska ) landsliðsmanninum, Graeme Le Saux sem verið hefur eftir- sóttur af mörgum stórum félög- um undanfarið. „ Viö þurfum ekkert að selja en við höfum engin not fyrir leikmenn sem eru óánægðir hjá félaginu,“ sagði Roy Hodg- son, framkvæmdastjóri j; Blackburn Rovers, í gær. -ÖB Bönn og sektir hjá Leiftursmönnum Tveir leikmanna Leifturs, Hörður Már Magnússon og Slobodan Milisic, voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Þeir leika því ekki með Ólafsfirðingum gegn Val i úrvalsdeild- inni í knattspymu þann 7. ágúst. Leiftur fékk að auki 14 þúsund króna sekt vegna refsistiga og brottvísunar liðsstjóra í leiknum við Skallagrím í síðustu viku. Margir leikmenn úr neðri deildum fengu leikbönn. Þrír þeirra voru úrskurðaðir i tveggja leikja bann, þeir Zoran Micovic úr Fjölni, Grétar Þórsson frá Sel- fossi og Stefán Ragnarsson úr Neista á Hofsósi. -VS Víkingar sendu Sló- venann heim Kolar Bomt frá Slóveníu leik- ur ekki meira með Víkingum í 1. deildinni í knattspymu en þeir hafa ákveðið að senda hann heim. Bomt kom til Víkinga í júní, sem sóknarmaður. Hann skoraði ekki mark en fékk hins vegar fjögur gul spjöld í flmm leikjum og var einmitt úrskurðaður í leikbann í gær. -VS ÍA með sterkara lið gegn Kosice á Akranesi Skagamenn mæta Kosice frá Slóvakíu í kvöld í síðari leik liðanna í for- keppni meistaradeildar Evrópu í knattspymu. Leikið er á Akranesi og hefst viðureignin kl. 18.30. Kosice vann fyrri leikinn, 3-0, þannig að ólíklegt er að ÍA nái að komast áfram. Lið Kosice er fimasterkt, langbesta lið Slóvakíu, og með sex landsliðs- menn í sínum röðum. Þeir Ólafin- Adolfsson, Aleksandar Linta og Haraldur Ingólfsson, sem misstu af fyrri leiknum, verða með í dag. Hins vegar verður Sigursteinn Gíslason ekki með vegna nárameiðsla og útlit er fyrir að hann verði frá keppni enn um sinn. Lið Kosice kom til landsins meö leiguflugi í gær og vora um 50 manns með í fór. -VS Knattspyrnudeild BÍ gjaldþrota - Flugleiðir fóru fram á gjaldþrotaskipti vegna mikilla skulda - kröfur um 4 milljónir Knattspymudeild BI á Isafirði hefur verið lýst gjaldþrota. Það voru Flugleið- ir sem fóru fram á gjaldþrotaskiptin en BÍ skuldaði fyrirtækinu umtalsverðar fjárhæðir vegna ferðalaga liðsins. Sam- kvæmt heimildum DV voru kröfur í bú BÍ um fjórar milljónir króna. Knattspyrnufélög á ísafirði hafa löng- um átt erfitt uppdráttar fjárhagslega en knattspyrnudeild ÍBÍ var lýst gjaldþrota árið 1988. Þá var Bl stofnað og fljótlega fóru skuldirnar að hrannast upp. Þegar ný stjórn tók við deildinni árið 1994 námu skuldirnar um 4-5 milljónum króna. Stjórninni tókst að saxa nokkuð á þann skuldahala en áfram var reksturinn þungur. í fyrrasumar freistuðu BÍ-menn þess að koma liðinu upp úr 4. deild og fengnir vora tveir leikmenn frá Júgóslavíu og kunnur þjálfari auk fjölda aðkomu- manna. Liðið komst í úrslitakeppni 4. deildar en náði ekki að vinna sér sæti í 3. deild. Rekstrarkostnaður, sem aðallega fólst í dýram ferðalögum, reyndist það mikill að ekki varð komist hjá gjaldþroti. Þrátt fyrir gjaldþrot knattspyrnudeild- ar BÍ er aðalstjórn félagsins, BÍ 88, enn til svo og unglingaráð sem er sérdeild inn- an félagsins. Sú deild sendir fjölda flokka til keppni í sumar á Islandsmótið. Framtíð meistaraflokksliðs á ísafirði er nokkuð óljós en samkvæmt heimildum DV eru uppi hugmyndir um að sameina þau félög sem nú senda meistaraflokkslið til keppni, Erni og Reyni i Hnífsdal, í eitt sterkt knattspyrnufélag. -BL Valur rauf varnarmúr KR - og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Flestir hafa eflaust tippað á sigur KR-stúlkna fyrir bikarleikinn gegn Val á Hliðarenda í gærkvöld þar sem þær höfðu ekki fengið svo mik- ið sem eitt mark á sig í allt sumar. Á því varð hins vegar breyting í þessum leik, Valur sigraði, 2-1, og mætir Breiðabliki í úrslitáleiknum. Leikurinn var nokkuð rólegur á upphafsmínútunum en þau róleg- heit reyndust aðeins vera lognið á undan storminum þar sem leikur- inn varð síðar bráðfjörugur og vel leikinn. Eftir að Valsstúlkur komust yfir með góðu marki Lauf- eyjar Ólafsdóttur tóku þær öll völd á vellinum, spiluðu mjög skemmti- lega saman og Ásgerður H. Ingi- bergsdóttir náði að bæta við öðra marki fyrir leikhlé. Til síðari hálfleiks mættu heima- menn með varamarkvörð sinn, Ragnheiði Jónsdóttur, í markinu þar sem Bima M. Bjömsdóttir varð að fara af leikvelli vegna meiðsla. Það kom hins vegar berlega í ljós að Ragnheiður er engu minni skörung- ur í markinu en Bima og sýndi frá- bær tilþrif sem áttu stóran þátt í því að KR-stúlkur náðu aðeins að klóra í bakkann með einu marki Guðlaug- ar Jónsdóttur í síðari hálfleik þrátt fyrir urmul af góðum færum. „Niðurstaðan hræðileg" „Það var erfitt að fá tvö mörk á sig svona snemma og það eiginlega sló okkur út af laginu. Þetta voru klaufamörk, sérstaklega annað markið, en þetta er nú bara boltinn og niðurstaðan er hræðileg," sagði Ásdís Þorgilsdóttir, leikmaður KR, vonsvikin eftir leikinn. „Það er auðvitað toppurinn að komast í úrslitaleikinn og kannski bara við sjálfar sem höfðum trú á þvi að við gætum þetta. Þær kannski mættu of sigurvissar en við spiluðum mjög vel, baráttan var frá- bær og mörkin falleg. Það er alveg á hreinu að við ætlum ekki að láta leikinn endurtaka sig frá því í bik- arnum í fyrra,“ sagði Laufey Ólafs- dóttir, einn besti maður Vals í leiknum, sigurreif í lokin. Blikastúlkur í basli Breiðablik vann ÍBV, 4-1, á Kópa- vogsvellinum en var þó í basli lengi vel. Fanný Yngvadóttir kom ÍBV yfir en Ásthildur Helgadóttir jafn- aði með fallegu skallamarki fyrir hlé. í síðari hálfleik skoraði Ásthild- ur tvö mörk til viðbótar og Katrín Jónsdóttir eitt. -ÖB /VS Sterar í norskum görpum: Norðmenn bannfærðir? Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur nú hótað norska frjálsí- þróttasambandinu því að setja allt norskt frjálsíþróttafólk í bann á al- þjóða vettvangi skili sambandið ekki skýrslum úr jákvæðum lyfjaprófum til höfuðstöðvanna innan tilskilinna tímamarka. IAAF er mjög óánægt með að Norðmenn voru aðeins nýlega að skila inn nöfirum íþróttafólks sem greindist meö ólögleg lyf í blóöi sínu þann 14. maí sl. Talsmaður IAAF, Giorgio Reineri, sagði á mánudaginn að stjórn sam- bandsins hefði sent Norðmönnum mjög harðort viðvörunarbréf þess efn- is að ef þeir bættu ekki ráö sitt umsvifalaust gætu þeir átt bann yfir höfði sér. Hugsanlegt keppnisbann myndi meina öllu norsku frjálsíþróttafólki aðgang að öllum hlaupakeppnum á vegum LAAF, þ.m.t. heimsmeistara- keppninni. Nöfn þeirra sem féllu á lyfjaprófinu hafa ekki verið gerð op- inber en talið er að í þeim hópi sé ekki neinn af fremstu afreksmönnum Norðmanna á þessu sviði. Þeir seku eiga yfir höfði sér allt að fjögurra ára keppnisbann. -ÖB Margrét Jónsdóttir og íris B. Eysteinsdóttir, varnarmenn Vals, í baráttu við Olgu Færseth, sóknarmann KR, í gær. Valur varð fyrsta liðið til að skora hjá og sigra KR og mætir Breiðabliki í úrslitaleik bikarkeppninnar. DV-mynd Pjetur Flokkast sem hneyksli ef Dinamo fellur út - leggjum allt í sölurnar, segir Kristján Finnbogason KR-ingar freista þess í dag að verja 2-0 forskot sitt gegn Dinamo Búkarest. Félögin leika síðari leik sinn í for- keppni UEFA-bikarsins kl. 14 að ís- lenskum tíma á Dinamo-leikvanginum í Búkarest. Úrslitin í fyrri leiknum era eitt mesta áfallið í sögu Dinamo. Eins og fram hefur komið var þjálfarinn settur af og forseti félagsins stýrir liðinu sjálf- ur gegn KR í dag. Þorsteinn ekki meö KR-ingar komu til Búkarest í gær- morgun eftir sólarhringsdvöl í Amster- dam. Þeir æfðu á velli Dinamo á leik- tíma í gær. Þorsteinn Jónsson getur að öllum líkindum ekki spilað með KR í dag vegna meiðsla í læri og þar er skarð fyrir skildi. Á móti kemur að Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórs- son eru orðnir leikfærir eftir meiðsli. „Þetta verður örugglega erfitt og við erum með gott veganesti og leggjum allt í sölurnar til að komast áfram,“ sagði Kristján Finnbogason, markvörð- ur og fyrirliði KR, við DV í gærkvöld. „Við munum spila sömu leikaðferð og heima, með Óskar Hrafn fyrir fram- an vömina og reynum að halda þeim sem lengst í núilinu. Þeir verða að sækja og þá opnast eflaust vömin hjá þeim og það reynum við að nýta okk- ur,“ sagði Kristján. Búist er við 12-15 þúsund áhorfend- um á leikinn en völlur Dinamo rúmar 18 þúsund manns. Rúmenskir fjölmiðl- ar hafa fjallað mikið um viðureign lið- anna og þar er tónninn sá að það flokk- ist undir algert hneyksli ef Dinamo fellur úr keppni fyrir áhugamönnun- um frá íslandi. -VS Langþráð hola í höggi Hannes Ingibergsson, 75 ára gamall kylfingur, fór holu í höggi á öldungamóti sem haldið var að Flúöum um síðustu helgi. Draumahöggið kom á 8. braut vallarins. Hannes, sem er fyrram íþróttakennari, hefur stundað golf í áraraðir en aldrei náð þess- um merka áfanga áður. -VS 3. DEiLD KARLA A-riðill; Léttir-Framherjar 3-2 Haukar 11 9 2 0 39-13 29 Léttir 11 6 2 3 25-15 20 Framherjar 11 6 2 3 35-28 20 Ármann 11 6 1 4 28-23 19 Smástund 11 5 1 5 24-25 16 ÍH 11 2 3 6 18-29 9 KFR 11 1 3 7 17-32 6 Hamar 11 2 0 9 19-40 6 Samvinna milli Hauka og ÍH Handknattleiksdeildir Hauka og ÍH hafa gert með sér samkomulag um nána sam- vinnu um meistaraflokka hjá félögunum á komandi tímabili. Petr Baumrak, leikmaður Hauka, verður þjálfari ÍH, sem leikur í 2. deild, og sama meistaraflokksráð starfar fyr- ir bæði félögin. Markmiðið er að auka styrk og breidd beggja félaga og gefa fleiri leik- mönnum tækifæri á að spreyta sig. -VS Alsírbúi til KA - örvhenta skyttan Karim Yala samdi við KA í gærkvöld Islandsmeistarar KA í hand- knattleik sömdu í gærkvöld við al- sírska landsliðsmanninn Karim Yala um að leika með liðinu í vet- ur. Karim Yala er örvhent skytta og geysilega öflugur leikmaður. Hann er þrítugur að aldri og gerði íslend- ingum heldur betur skráveifu á heimsmeistaramótinu í Kumamoto i vor. Hann skoraði átta mörk þeg- ar ísland og Alsír skildu jöfn, 27-27, í riðlakeppni HM. Þar með hefur KA náð í tvo öfl- uga erlenda leikmenn fyrir vetur- inn. Hinn er Vladimir Goldin, rétt- hent skytta frá Hvíta-Rússlandi, sem væntanlegur er til Akureyrar nú á næstu dögum. KA hefur sem kunnugt er misst marga lykilmenn frá síðasta tíma- bili, svo sem Róbert Julian Dura- nona, Sergei Ziza og Heiðmar Felix- son og Erling Kristjánsson, að ógleymdum þjálfaranum Alfreð Gíslasyni. Þessi liösstyrkur er þeim þvi afar kærkominn. -BL/VS Hibs greiddi 23 milljónir fyrir Ólaf - kurr í aödáendum félagsins vegna kaupanna Skoskir fjölmiðlar greindu frá þvi í gær að Hibernian hefði keypt Ólaf Gottskálksson frá Keflavík fyrir 200 þúsund pund eða tæpar 23 milljónir króna. Þetta er hærri upphæð en flestir reiknuðu með og ljóst að bæði Keflavík og Ólafur geta verið mjög sátt við sinn hlut. Samkvæmt reglu- gerð KSÍ er hlutdeild leikmanns i greiðslunni tíu prósent, eða 2,3 milljónir króna. Þegar er kominn upp kurr meðal stuðningsmanna Hibernian vegna fregna um að Ólafur verði í marki Hibs gegn Celtic í fyrstu umferð úr- valsdeildarinnar á sunnudaginn kemur. Chris Reid hefur verið vara- markvörður liðsins í mörg ár og flestir töldu að núna væri röðin loksins komin að honum. Ólafur þarf því að sýna sig strax og sanna til að verða tekinn i sátt hjá mörg- um aðdáenda félagsins. Skotarnir eru þegar búnir að ein- falda hið erfiða eftirnafn Ólafs. Stungið hefur verið upp á að Gott- skálksson verð breytt í „Got- Kicks-Son“. -VS ÍA fær ekki útlending Ólíklegt er að Skagamenn nái að verða sér úti um sterkan er- lendan framherja áður en frestur um félagaskipti í knattspyrn- unni rennur út á miðnætti ann- að kvöld. Gylfi Þórðarson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, sagði við DV í gærkvöld að leit að nægi- lega öflugum leikmanni hefði engan árangur borið. „Þeir sem eru nógu góðir eru of dýrir til þess að við fórum að sækja þá fyrir sjö leiki. Það bendir allt til þess að við látum þann leikmannahóp sem nú er til staðar nægja út tímabilið," sagði Gylfi. -VS Júgóslavnesk skytta til ÍBV - og landsliösmarkvörður kvenna frá Litháen Körfubolti: Grindavík fær sterk- DV Eyjum: Karlalið ÍBV í handbolta fær júgóslavneska skyttu, Anton Bukilic, til reynslu um miðjan ágúst. Bukilic hefur leikið 18 landsleiki fyrir Júgóslavíu. Síðasta vetur lék hann með Lugi í Svíþjóð og skoraði 7 mörk að meðaltali í leik. Hann er 28 ára og hefur áður leikið með Rauðu stjörnunni í Júgóslavíu og með félögum á Spáni og í Portúgal. Þá hefur kvennalið ÍBV fengið góðan liðsstyrk. Eglé Plegiene, 26 ára landsliðsmarkvörður frá Litháen, hefur gengið til liðs við ÍBV og var skrifaö undir samning i síðustu viku. Plegiene á 322 leiki að baki meö félagsliði sínu, Vilnius, og hefur spil- að 26 Evrópuleiki og 32 landsleiki. Mjög gott orð fer af henni og bindur ÍBV miklar vonir við hana. Þá er ljóst að Andrea Atladóttir leikur með ÍBV næsta vetur. Hins veg- ar missir liðið Söru Guðjónsdóttur, sem er flutt til Danmerkur, og Lauf- eyju Jörgensdóttur. Verið er að leita að frekari liðsstyrk í útlöndum. -ÞoGu Meistaradeild Evrópu ÍA-Kosice ..................18.30 UEFA-bikarinn: Dinamo Búkarest-KR .........14.00 Úrvalsdeildin í knattspymu: iBV-Leiftur.................20.00 2. deild karla: Þróttur, N.-HK .............20.00 íkvöld Stórsigur Celtic Glasgow Celtic vann auð- veldan sigur á Inter Cardiff frá Wales, 5-0, í forkeppni UEFA-bikarsins í knatt- spyrnu í gærkvöld. Celtic vann 8-0 samanlagt. Ferencvaros vann Boh- emians frá írlandi, 5-0, í Ungverjalandi og samanlagt 6-0. KR-ingar geta dregist gegn Ferencvaros ef þeir komast áfram í dag. -VS an bakvörð - lék í 4-liða úrslitum háskólakeppninnar Grindvíkingar hafa fengiö öflug- an bandarískan bakvörð til liðs við úrvalsdeildarlið sitt í körfubolta. Sá heitir Darryl Wilson og er 1,84 m hár bakvörður. Wilson lék með Missisippi State-háskóla sem komst í 4-liða úrslit NCCA-háskólakeppn- innar 1996. Þar beið liðið lægri hlut gegn Syracuse sem síðan tapaði fyr- ir Kentucky í úrslitaleik. Wilson, sem var fastur maður í byrjunarliði Missisippi, lék mjög vel i þessum leik og skoraði 27 stig. Það kom því mjög á óvart að Wil- son skyldi ekki vera valinn í nýliða- vali NBA-deildarinnar eftir góða frammistöðu í háskóla en almennt var hann talinn í hópi bestu bak- varða Bandaríkjanna. í fyrra reyndi Wilson fyrir sér á Ítalíu en fékk ekki samning þcir og sneri því heim til Bandaríkjanna. Bevis til ísafjarðar Fleiri félög í úrvalsdeildinni hafa gengið frá málum hvað varðar er- lenda leikmenn. ísfirðingar fá til liös við sig bandarískan framherja, David Bevis frá Arkansas Tech-há- skóla í 2. deild. Bevis er 1,98 m á hæð og skoraði 22,3 stig að meðatali í leik fyrir skóla sinn, auk þess sem hann tók 11,7 fráköst. Hann er væntanlegur til ísafjarðar um helgina. Þá er allar líkur á því að miðherj- inn Friðrik Stefánsson leiki áfram með liðinu, en til stóð að hann færi til Bandaríkjanna í háskóla. Þórsarar bíða eftir Williams Þórsarar á Akureyri eru með bandarískan leikmann, Jo Jo Chamber, 1,98 m háan framherja frá Christopher Newport-háskóla í sigtinu. Ekki er ljóst hvort af komu Chambers til Akureyrar verður en samkvæmt heimildum DV gera menn þar á bæ sér enn vonir um að Fred Williams snúi aftur til Akur- eyrar. Hann er að reyna að komast að á meginlandi Evrópu en er enn samningslaus. -BL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.