Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 Fréttir Hjalti Zóphoníasson, f dómsmálaráðuneytinu, viö kjörkassann sem geymir kjörseóla f biskupskjörinu. Pab veröur ekki fyrr en laugardaginn 6. septem- ber sem taliö veröur. Fastlega er reiknaö meö aö ekki komi til annarrar um- ferbar heldur muni Kari Sigurbjörnsson veröa kjörinn í fyrstu umferö. DV-mynd Hilmar Pór. Biskupskjör langt komið: Karl talinn sigra strax í fyrstu umferö - er mat þeirra presta sem DV ræddi við Séra Karl Sigurbjömsson er tal- inn mjög sigurstranglegur í bisk- upskjörinu sem nú stendur yfir. Meirihluti hefur þegar kosið og þyk- ir þeim prestum sem DV ræddi viö ekki ólíklegt að Karl muni ná hrein- um meirihluta, strax í fyrstu um- ferð. Talsverðar hreyflngar hafa verið á fylgi frambjóðendanna síðustu daga og vikur, aðallega þó frá séra Sigurði Sigurðarsyni yflr til Karls. Þeir sem DV ræddi við fullyrða að margir fylgismanna Sigurðar hafi skipt um skoðun og kosið eða ætli að kjósa Karl. Ástæðurnar er nokkrar, en helst er rætt um að þjóðkirkjunni komi best að einn frambjóðandi sigri ótvirætt. Þar sem Karl hefur haft nokkurt forskot og alltaf verið reiknað með að hann næði kjöri, þótt það yrði ekki í fyrstu umferð, hafi margir þeirra sem kosningarétt hafa komist að þeirri niöurstöðu að best fari á að hann sigri strax og Karl Sigurbjörnsson viröist ætla aö sigra I biskupskosningum, strax í fyrstu umferö. Fylgi hefur færst frá Siguröi Siguröarsyni yfir til Karls. með því megi koma í veg fyrir frek- ari átök innan kirkjunnar. Þeir prestar sem rætt var við voru þeirrar skoðunar að Karl mundi ef- laust sinna embættinu af sóma. Séra Karl Sigurbjörnsson vildi ekkert segja annað en að hann fyndi góðan hljómgrunn fyrir framboði sínu. Þegar hann var spurður hvort hann teldi að fylgi sitt hefði aukist á lokaspretti kosningabaráttunnar, sagðist hann geyma það með sjálf- um sér hvað fólk segöi við sig. Hann lagði áherslu á að kjörfundur væri í gangi og því sé ekki rétti tíminn til að ræða framboðsmál. Séra Sigurður Sigurðarson sagð- ist ekki hafa orðiö var við að hann væri að tapa stuðningi. Kjörfundi lýkur á föstudag og at- kvæði verða talin viku síðar. Þá verður ákveðið hvenær næsti kjör- fundur verður, það er komi til hans. Síðdegis í gær höfðu 155 greitt at- kvæði af þeim 192 sem er á kjör- skrá. -sme Gunnar meb eitt geitungabúiö. DV-mynd S. Eyðing geitungabúa: Aðaltörnin eftir „Það kemur fyrir aö adrenalín- streymið tekur kipp. Þótt ég sé í galla fannst mér nóg um á öðru bú- inu sem ég eyddi, þegar 1500 bál- reiðir geitungar reyndu að koma á mig biti,“ segir Gunnar Birgisson geitungabúaeyðir. Hann er einn þeirra sem aðstoða fólk við að losa sig við geitungabú og hefur gert mn tveggja ára skeið. Fram undan eru háannir í eyðingunni. Gunnar segir algengast að jarðgeitungar geri sér bú í hol- um og steinhleðslum. Ef fólk sér þá skríða ofan í holur bendir það til þess að bú sé fyrir innan. Trjágeitungar leita mikið í hlýja hússtafna með sin bú en líka í tré og grindverk. Fyrst þarf að komast að bú- inu, þá svæfa flugumar og síðan að fjarlægja búin ef mögulegt er. Hann svæflr flugurnar með eter, fyrst varðflugumar sem vakta opið á búinu og síöan sprautar hann eter inn í allt búið til að svæfa afganginn af flugunum. Kostnaður við eyöingu bú- anna hjá Gunnari er á bilinu 3.000-6.000 kr. -ST Steiners-skýrsla Atla Gíslasonar enn hjá saksóknara: Böndin berast að Böðvari - ekkert bendir til alvarlegra brota Arnars og Björns Trúnaöarskýrsla Atla Gíslasonar um meint samskipti lögreglunnar í Reykjavík og Franklíns Steiners upplýsir, samkvæmt heimildum DV, aö engar alvarlegar ásakanir hafi sannast á Bjöm Halldórsson og Arnar Jensson. Hins vegar er eitt og annað í skýrslunni, samkvæmt sömu heim- ildum, sem sýnir að yfirstjórn lög- reglunnar í Reykjavik hafi verið ábótavant í nokkrum tilfellum. Hvað það er varast menn að ræða enda er skýrslan trúnaðarmál. Sam- kvæmt því sem DV kemst næst er ekkert þar að frnna sem lýtur aö störfum yfirmanna fíkniefnadeild- ar, sem Arnar og Bjöm eru ábyrgir fyrir. Það er að segja, hlutir sem falla undir ábyrgð þeirra sem lög- reglufulltrúa, sem er ekki há staða innan lögreglunnar. Þá mun ekkert hafa komið fram við rannsóknina sem sannar að Amar og Bjöm hafi veitt Franklín Steiner skjól til að stimda fíkniefnasölu. Ekki heldur að þeir hafi þegið fé af fíkniefnasöl- um. Hafi þeir gert eitthvað gagnrýni- vert í starfí, þá væri það þess eðlis að það félli undir húsbóndaábyrgð Böðvars Bragasonar lögreglustjóra. Ríkissaksóknaraembættið hefur haft skýrslu Atla Gíslasonar um tengsl lögreglunnar og Franklíns Steiners til meðferðar í rúma tvo mánuði. Þrátt fyrir þetta langan tima er ekki að vænta ákvörðunar um hvort ákært verður vegna rann- sóknarinnar eða ekki. Ekki heldur hvort óskað verði frekari rann- sóknar. Hjá embætti ríkissaksókn- ara fengust einungis þær upplýsing- ar að engra frétta væri að vænta af málinu á næstunni. -sme Siggi dipló á nýrri drossíu - níu sinnum hefur lögregla tekið af honum farþega „Ég gefst ekki upp. Núna er ég með tvo bíla á götunni þar sem ég er ekki á neinni stöð. Fólk kemur til mín og skorar á mig að berjast áfram og það mun ég gera. Það eru margir eldri bílstjórar sem fylgjast vel með hvemig mér gengur," sagði Sigurður Jónsson, Siggi dipló, leigu- bílstjóri, en hann hefur fest kaup á nýjum bíl, Lincoln Continental, sem verður tilbúinn i leiguakstur innan skamms. Sigurður er í máli gegn íslenska ríkinu þar sem Sigurður telur að lög sem banna leigubílstjórum að vinna eftir að þeir eru 75 ára standist ekki, en Siggi varð 75 ára í október í fyrra. Sigmður segir að tapi hann málinu í Hæstarétti skjóti hann því til mann- réttindadómstólsins. „Ég hef lagt allt undir, íbúðina, æruna og bílana og gefst ekki upp. Það hafa margir leigubílstjórar á móti því að ég sé að vinna. Álls hef- ur lögreglan tekið mig niu sinnum síðan í október og þá taka þeir far- þegana úr bílnum. Sami bílstjórinn hefur kært mig sex sinnum af þess- um níu skiptum," sagði Sigurður. -sme Stuttar fréttir Kvótinn dýr Verðmæti fiskveiðikvótans í lögsögmmi er alls um'158 millj- arðar króna. Þau fyrirtæki sem ráða mestri kvótaeign eru Sam- herji og Þormóður rammi-Sæ- berg hf. Viðskiptablaðið segir frá þessu. Stöðvar 2 og 3 Uppgjöri vegna sameiningar Stöðvar 2 og Stöövar 3 er nú lok- ið og þurftu eigendur Stöðvar 3 að greiða um 35 milljónir til að halda hlut sínum í Stöð 2, að því er Viöskiptablaðið segir. Nauða- samningar Stöðvar 3 hafi ekki dugað til að þeir slyppu á sléttu. Mínní bóksala Heildarvelta I bóksölu rýrnaði um 39% á árunum 1991-1995, samkvæmt skýrslu Hagfræði- stofhunar. Skýrslan var unnin fyrir samtök bókaútgefenda en þeim hugnast ekki niðurstöðurn- ar, að sögn viðskiptablaösins. Þenslan byrjuð, segir VSI Afkoma fyrirtækja fer versn- andi vegna hækkandi launa, seg- ir VSÍ og heitir á forsætisráð- herra að lækka vexti og afgreiða fjárlög með tekjuafgangi. Stöð 2 sagði frá. Eitt háskólasjúkrahús í nýrri skýrslu um skipulag sjúkrahúsa í Reykjavík og ná- grenni er lagt til að eitt öflugt há- skólasjúkrahús starfi á íslandi og sinni m.a. bráðaþjónustu en minni sjúkrahús sinni einfaldari aðgerðum og sjúkraþjónustu. RÚV sagði frá. Hugverkasýning í Helsinki Forseti íslands opnaði í gær ís- lenska bóka-, tónlistar- og hug- búnaðarsýningu í Helsinki. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.