Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 17
3 ' \ ' LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 17 Kalifomíu þar sem ég dvaldi næstu árin. Það sem kom mér áfram var að Steven Spielberg sá skólamynd mína, Proof, og hjálpaði mér við að fjármagna mína fyrstu kvikmynd, Fandango, sem byggð var á Proof. Einnig fékk hannn mig síðar til að leikstýra einum þætti í sjónvarps- þáttaröð sinni Amazing Stories. Ke- vin Costner lék aðalhlutverkið í Fandango. Hann var lítt þekktari en ég á þessum tíma og var myndin stökkpallur bæði fyrir mig og hann. Um sama leyti skrifaði ég handrit sem ég nefndi Ten Soldiers og var svo heppinn að United Artist keypti það strax. Mig langaði ógurlega til að leikstýra sjálfur myndinni en fékk það ekki. Handritið lenti í höndunum á John Milius sem breytti því mikið. Meðal annars breytti hann nafninu í Red Dawn og úr varð allt önnur kvikmynd en ég hafði hugsað mér.“ - Þegar þú tókst að þér að leik- stýra Robin Hood: Prince of Thi- eves, hafði ekki komið kvikmynd frá þér í þrjú ár. „Það er rétt. Það var þó ekki vegna þess að ég væri verkefnalaus heldur, eins og oft vill verða, varð ekkert úr framkvæmdum. Þegar Costner hafði samband við mig og bað mig um að leikstýra Robin Hood: Prince of Thieves var ég ekk- ert ailtof uppveðraður en handritið var gott og það sem meira virði var, myndin yrði örugglega gerð. Þetta tvennt gerði það að verkum að ég tók að mér leikstjóm hennar. Allt gekk eins og vel smurð vél við gerð myndarinnar og varð hún mjög vin- sæl.“ Lengi haft áhuga á ís- lanm - Hvað er það sem dregm- Kevin Reynolds á fjörur okkar ís- lendinga? „Ég hef alltaf haft áhuga á landi ykkar, lesið mikið um það og kynnt mér menningu landsins. Það var svo fyrir um það bil tveimur árum að ég hitti Jón Ólafsson (forstjóra Skífunnar) í Los Angeles og við tók- um tal saman um ísland. Þegar hann frétti af áhuga mínum á landi og þjóð bauð hann mér í heimsókn, boð sem ég hef nú þegið. Ég hef dvalið hér í nokkra daga, alltof stutt að mínu mati, og notiö gestrisni Jóns. Hef meðal annars farið í stutt- ar skoðunarferðir sem hefur gert það að verkum að mig langar að sjá meira af landinu og jafnvel veiða bæði á stöng og með skotvopni en ég er mikill áhugamaður um skot- veiði og vonast ég eftir að koma á næsta ári hingað aftur.“ - Þú býrð í Seattle en starfar í HoUywood? - Los Angeles er borg sem aldrei hefur heillað mig. Það vill svo til að þar slær hjarta kvikmyndaiðnaðar- ins í Bandaríkjunum og ég er kvik- myndagerðarmaður og það er fátt annað sem kemst að í huga mínum en kvikmyndir. Má segja að það að gera kvikmyndir sé hjá mér nokk- urs konar þörf eða álög. Ég ólst upp í Texas þar sem yfirleitt er alitof heitt fyrir minn smekk og þegar kom að því að ég fór að velja mér framtíðardvalarstað varð Seattle fyrir valinu. Þetta er einstaklega fal- leg borg og gott að búa þar. Veðrátt- an hér á landi hefur ekki komið mér á óvart. Það er oft rigning og vinda- samt í Seattle og er ég viss um að Is- lendingum muni líka vel við þá borg. - Ertu byrjaður að huga að næstu kvikmynd? „Ég er ekki með neitt ákveðið enn þá, ég er að skoða handrit og tilboð. Sjálfúr hef ég verið með tvö handrit í smíðum í nokkurn tíma sem ég hef mikinn áhuga á að gera. Annað er drama um bandaríska konu sem bú- sett er í London en hitt er svört kómadía, mjög svo svört sem ég vil ekki útlista nánar á þessu stigi. Hvort annað hvort þessara handrita verður mitt næsta verkefhi á eftir að koma í ljós. Ef upp á borð hjá mér kemur tilboð um að leikstýra góðu handriti eftir annan höfúnd þá er ég alltaf tilbúinn í slaginn svo það getur orðið bið á að ég geti sinnt eigin handritum." -HK MikU verðUekkun! Samstarf PFAFF við ítölsku Candy heimilistækjaverksmiðjumar hefur verið afar farsælt. íslendingar kunna að meta góða ítalska tækni og útlitshönnun, það sýnir mikil sala á þremur áratugum. Þeir kunna einnig að meta hagstætt verð, sem einkennt hefur Candy framleiðsluvömr á íslenska markaðnum. Síðast, en ekki síst kunna þeir að meta trausta þjónustu PFAFF við viðskiptavini sína. í tilefhi þessarra tímamóta efnum við nú til Candy daga í samvinnu við Candy verksmiðjumar. Mikill afmælisafsláttur frá verksmiðjunum gerir okkur kleift að veita verulega verð- lækkun á um 50 gerðum heimilistækja. Hér eru nokkur dæmi: IAOI'VAVHAK vindu. „eSMO.SOOo^'0^”® frá 39.000r EtDAVEL,OFN OGUPPPVOTIAVÉL Allt í einu tæki. 9490ft- iirva] ELDAVELAR með helluborði og ofni. frá47.310r S1wyv. -8P rið W arsu ' 69800,- cHeimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Hér er miðað við staðgreiðsluverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.