Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Page 18
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 DV dagur í lífi Bikarúrslitadagur í lífi Sæmundar Víglundssonar knattspyrnudómara: Hnúturínn stærri en venjulega á spennunni og á leiðinni inn stóðst ég ekki mátið og kíkti til áhorfenda þar sem stemningin var mikil og fólk virtist skemmta sér hið besta. Veðrið var eins og best varð á kosið, stillt og hlýtt, kannski of hlýtt, eins og einhver komst að orði. Misjöfn viðbrögð Nú, leikurinn hófst svo kl. 14 og fljótlega, eða við fyrsta flaut, hvarf hnúturinn í maganum. Leikurinn stóð í 120 mín. og endaði með jafn- tefli þar sem jöfnunarmarkið var skoraö þegar innan við 30 sekúnd- ur lifðu af leiknum. Slik dramatík kallar fram æði misjöfn viðbrögð eins og sást og heyrðist á vellin- um. Um gæöi þessa leiks læt ég aðra dæma um en að hafa fengið tækifæri til að spreyta sig við að- stæður sem þessar, þetta er jú rjómi sumarsins í íslenska bolt- anum, verður mér ógleymanlegt. Það var þreyttur dómari sem gekk af velli að leik loknum. Ég gaf mér góðan tíma til að teygja á lúnum vöðvum en það geri ég alltaf til að fyrirbyggja van- líðan þegar frá líður. Tæpri klst. eftir að leik lauk var ég sestur upp i bíl og lagður af stað heim. Á leið- inni renndi ég eins og alltaf í gegn- um leikinn í huganum meö augirni gagnrýnandans. Ég kom heim rétt tímanlega til að geta séð fréttamyndir frá leikn- um en einnig hafði ég í höndunum upptöku af leiknum sem ég mun skoða síðar. Ég hafði boðið konu og syni út að borða þetta kvöld, sem ég að sjálfsögðu stóð við, og áttum við ánægjulega kvöldstund yfir góðum mat þeirra Langa- sandsbræðra. Um kl. 23 var skrið- ið í rúmiö eftir erfiðan en mjög ánægjulegan dag.“ „Vekjarinn gaulaði rétt fyrir klukkan 8 og þar sem ég var einn heima (fjöldskyldan flúði að heim- an daginn fyrir leik) kom það í minn hlut að slökkva á honum. Eins og góðra bænda er siður var það mitt fyrsta verk að kíkja til veðurs sem oft hefur sést betra hér á Akranesi en þennan morgun. Vonaði ég að veörið yrði betra þeg- ar líða tæki á daginn. Eftir góða sturtu og afar lítinn morgunverð (banana og lýsi) var lagt af stað til Reykjavíkur. Þar hafði ég mælt mér mót við aðstoðarmenn mina kl. 10. Á leiðinni fyrir Hvalfiörð upphugsaði ég hinar ýmsu uppá- komur sem hent gætu í væntanleg- um bikarúrslitaleik og hvernig best væri að bregðast við þeim. Það er ekkert mál að dæma svona leiki á leiðinni fyrir Hvalfjörð en ég vissi betur því bikarúrslitaleik er ekki hægt að líkja við neina aðra leiki. Ekki var laust við að hnúturinn í maganum væri heldur stærri en venjulega en undir slík- um kringumstæöum líður mér ekkert vel. Rátta skapið Rétt fyrir kl. 10 renndi ég í hlað við Hótel Loftleiðir þar sem ég hitti aðstoðarmenn mina, þá Pjet- ur Sigurðsson, Ara Þórðarson og Ólaf Ragnarsson. Eftir að við höfð- um kastað kveðju hver á annan var ákveðið að snæða síðbúinn morgunverð sem samanstóð af eggjum og beikoni. Meðan á morgunverðinum stóð voru hin ýmsu mál tekin fyrir en allt miðaði þetta samt að því að koma sér i rétta skapið fyrir leik- inn. Um 11.30 var haldið á Valbjarn- arvöll þar sem fram fór árlegur leikur i knattspymu milli dómara og þjálfara og líkt og i fyrra voru þjálfaram- ir gjörsigraðir. Kl. 12.30 var mætt til leiks á aðalleikvang- inum í Laugardal. Þar hafa verið gerðar stórkostlegar breyt- ingar bæði utan og innan dyra. Fljótlega eftir komuna þangað sáust leikmenn lið- anna tínast til leiks. Biðin erfið „Bikarúrslitaleikjum er ekki hægt að líkja við neina aðra leiki,“ segir Sæmundur Víglundsson dómari sem hér er meö fiautuna á réttum stað.. Gunnar Oddsson fylgir honum eftir. Eitt fyrsta verk okkar dómaranna var að kanna aðstæður og hvort ásand leik- vangs væri eins og regto segja til um. Ástand vallarins og aðrar aðstæður vom eins og búast mátti við - 100%. Eftir þessa venjubundnu skoðun var haldið til búningsherbergis þar sem við hittum Pál Júlíusson, eftirlits- mann KSÍ. Hann reyndi að slá á spenn- una með því að nudda aðeins axlir dómarans og svei mér ef það haföi ekki áhrif. Nú tók við versti timi dagsins, þ.e. biðin þar til leik- urinn hæfist, og ágerðist nú hnúturinn í maganum sem fyrst hafði látiö að sér kveða um morguninn. Nú voru góð ráð dýr Er við voram að fara í gegnum búningamálin og þann útbúnað sem við notum við starf okkar kom í ljós að leðurreim sem ég hef um hálsinn og flautan hangir i fannst ekki. Nú vora góð ráð dýr. Það kom ekki til greina að fara út í breytingar fyrir þennan leik og ég vissi strax að ekki þýddi að biðja félagana um leðurreim þvi þeir nota ekki slíkt. Fór ég að leita lausna og niðurstaðan varð sú að notast yrði við reimina úr öðram spariskónum, sem ég og gerði. Þeg- ar um klst. var til leiks hófst upp- hitun að hætti Pjeturs sem brást ekki frekar en fyrri daginn. Að henni lokinni fór aðeins að slakna Finnur þú fimm breytingar? 427 Dóttir baö mig um að þeyta lúðurinn þegar ég næð i f hana, en þar sem ég á engan bíl.... Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrír getraun nr. 425 eru: Pétur Stefánsson. Matthildur Óskarsdóttir, Álakvísl 11, Faxabraut 38d, 110 Reykjavík. 230 Reykjanesbær Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau meö krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagiö meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 427 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.