Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 Magnús Björnsson, bóndasonur frá Hólabaki í Vatnsdal: Lék mafíósa í kung-fu mynd í Kína kínverskunni og er reiðu- búinn til að hefja annað nám. Á síðustu tveimur árum hefur maður fundið fyrir miklum breytingum í Kína. Landið hefur orðið fyrir sterkum vestrænum áhrifum, því miður verð ég að segja. Fyrst þegar ég kom hérna var verið að opna fyrsta McDonalds staðinn í Peking. Nú er ekki þverfótað fyrir þeim og alls staðar biðröð í hádeginu. Annars skilur maður að Kín- Magnús við tökur á sjónvarpsmynd í Kína, umkringdur heimamönnum. verjar vilji upplifa eitthvað nýtt. Er það ekki einnig með okkur íslendinga?" spyr Magnús og á sennilega kollgátuna. Magnús er sonur hjón- anna Björns Magnússonar og Aðalheiðar Ingvarsdótt- ur, elstur fjögurra systkina. Fjölskyldan hefur alla tíð átt heima að Hólabaki. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akur-. eyri og lauk námi í stjórn- málafræði og fjölmiðla- fræði frá Háskóla íslands. Magnús er ólofaður. -bjb Magnús Björnsson er nú kominn að nýju til Peking eftir sumarfrí á íslandi. Á leið sinni kom hann við á helgarblað- inu og sagði okkur frá ævintýrum í Kína. DV-mynd BG Magnús Björnsson,28 ára Húnvetn- ingur frá bæn- um Hólabaki í Vatnsdal, hefur síðustu tvo vet- ur stundað nám í kínversku í háskóla I Pek- ing. Hann fór að loknu sumarfríi hér heima aftur til Peking í vikunni, nú til að hefja þriggja ára mastersnám í stjórn- málafræði við annan háskóla í sömu borg. Samfara námi hefur hann dundað sér við ýmislegt, m.a. komið fram í sjónvarpsmyndum, kvikmyndum og auglýsingum. Stærsta hlutverkið er i kung-fu kvikmynd sem verið er að vinna í samstarfi Kínverja og Taívana. Þar leikur hann evrópskan mafíósa sem á í höggi við kínverskan bardaga- mann. Við hittum Magnús í vikunni, skömmu áður en hann fór utan, og fengum hann til að segja okkur nán- ar frá þessum ævintýrum i Kína. „Það er mikið af útlendingum í skólanum sem ég var í. Þangað er oft leitað til að fá útlend andlit í kín- verskar bíómyndir. Ég komst í kynni við fólk sem var í því að leita að svona andlitum fyrir kvikmynda- að prófa hann í þessu hlutverki, hvernig hann kemur út sem kin- verskur Bruce Lee. Hann er að minnsta kosti mjög fimur. Mitt hlut- verk í myndinni er aðallega að hjálpa Japönum að gera honum lif- ið leitt. Leik yfirmann bardagas- stofnunar sem er talsvert illmenni. Ég þurfti ekki að beita fyrir mér austurlenskum bardagalistum held- ur eingöngu hnefabrögðum,“ segir Magnús, sposkur á svip. Hann hefur oft sést á skjánum í kínversku sjónvarpi, þó ekki það oft að hann sé stöðvaður úti á götu af almenningi. Segist miklu frekar vera orðinn þekkt andlit innan skól- ans. Góð búbót Kvikmyndaleikurinn hefur verið góð búbót fyrir Magnús meðfram náminu, sem reyndar hefur verið Magnús umkringdur börnum í suöurhéruöum Kína. Kínverskur vinur hans tók hann með sér á heimaslóöirnar þar sem Magnúsi var tekið meö kostum og kynjum, fyrsti útlendingurinn sem þangaö haföi komiö í áratugi! gerðarmenn,“ segir Magnús um til- urð þess að hann var fenginn til að koma fram í þessum myndum. Oftast óhljóð! Hann segist sjaldan hafa þurft að fara með texta, oftast að gefa upp „einhver óhljóð“. Mestur tími hjá honum fór í upptökur á kung-fu myndinni eða hátt í 10 dagar. „Ég veit ekki alveg á hvaða stig vinnsla þessarar myndar er komin. Aðalleikari hennar þykir mjög líkur Bruce Lee. Það má segja að sé verið styrkt af kínverskum og islenskum stjórnvöldum sem hluti af stúdenta- skiptum. Hann segist stundum hafa náð mánaðarlaunum kennara sinna á tveimur til þremur dögum! Hann segir ekki ólíklegt að hann haldi áfram að gefa kost á sér í myndir eða auglýsingar, meiri timi muni þó fara í námið en hingað til. „Þetta er búinn að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Ég hefði alls ekki viljað missa af honum. Stefnan er auðvitað sett á stjórnmálafræði og eitthvað því tengdu, hitt er ágæt- is hobbí. Ég hef náð góðum tökum á Skólinn er byrjaður! ■gir Gerðu góð kaup í nauðsynjavörum fyrir skólavertíðina. Fjöidi tilboða. Supertech vekjaraklukka fylgir með í kaupbaeti fyrir þá sem versla fyrir 10.000 kr. eða meira. DANTAX 14“ sjónvarp Verð áður: 26.500 kr. 23.650 Tilboð ídag laugardag! SANYO ferðatæki m. geislaspilara Verð áður: 16.900 Ar.stgr. 13.900 LASER Pentium MMX | margmiðlunartölvur Verð frá: kr.stgr. M119.900 LASER ■■194.9001 SUPERTECH útvarpsvekjari Verð áður: 1.990 kr. Verð nú: i 1.490 Heimilistæki hf opið io-ie SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 15% afsláttur af öðrum CASIO reiknivélum CASIO reiknivél Grafísk Verð áður: 6.900 kr. 3.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.