Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 26 uhglingar Eins og komfram í DV í gœr flykktust aðdáendur hljómsveitarinn- ar Skunk Anansie aö höfuðstöðvum blaðsins þegar hún lék þar í fyrrakvöld. Hljómsveitin Vínyll hitaði upp og ekki veitti af í kuldan- um. Að stuttum tónleikum loknum sátu Skunkarar fyrir svörum á beinni línu DV. Spjallið var sent beint út á Internetið og nú gefst einnig kostur á að heyra úrdrátt á Símatorgi DV í síma 904-1750. Ljósmyndarar DV, þeir Þorvaldur Örn og Hilmar Þór, voru aö sjálfsögðu á staðnum og festu stemninguna á filmu. Hér á síðunni getur að líta brot af því. hin hliðin Skin og félagar hennar í Skunk fengu aö gjöf vandaöar lopapeysur frá prjóna- konunni Eddý. Peysurnar, sem voru vel þegnar í kuldanum, hafa veriö kenndar viö IRK, spjallrásina á Internetinu, þar sem þær seldust fyrst í gegnum hana. Sýningarhópurinn lce, sem skipaöur er krökkum frá 3-17 ára, hefur sýnt peys- urnar víöa undir stjórn Rósu Ingólfs fjöllistakonu. DV-mynd PÖK Hér á landi hefur Skífan selt hátt í 9 þúsund eintök af plötunni Stoosh. Af því tilefni fengu þau Mark, Cass, Ace og Skin afhentar gullplötur á þaki DV-húss- ins í beinni útsendingu á Stöð 2. Stutt er í aö þau fái platínuplötur fyrir 10 þús- und seld eintök. DV-mynd PÖK Aöalsöngvari Skunk Anansie, Skin, tók lagiö fyrir íslenska aödáendur sína sem þustu upp á þak DV-hússins. Par flutti hún m.a. All I Want við mikinn fögnuö. DV-mynd PÖK Fjölmargir aödáendur hljómsveitarinnar létu sig hafa þaö í kuldanum aö bíöa í góðan klukkutíma eftir átrúnaðargoöunum fyrir utan DV-húsiö þar til aö beinni línu lauk. DV-mynd Hilmar Pór Pegar Skin gægöist út um gluggann vildu allir fá aö snerta hönd hennar eins og sjá má. DV-mynd PÖK Anansie á DV Kjartan Guðjónsson, Veðmálsleikari með meiru: Skemmtilegast á bílasölum Kjartan Guöjónsson leikari sýn- ir hina hliðina á sér að þessu sinni. Hann leikur' sem kunnugt er eitt fjögurra aðalhlutverkanna í Veðmálinu sem Leikfélag íslands sýnir í Loftkastalanum við góða aðsókn. Leikur þar Ron Stevens, efnilegan ungan vísindamann. Kjartan hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Hann er einnig hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og er um þessar mundir að æfa eitt af hlutverkunum i Galdrakarl- inum í Oz sem frumsýndur verður í næsta mánuði. Hann hefur áður getið sér gott orð fyrir leik í Stone Free og Konur skelfa. -bjb Fullt nafn: Kjartan Guðjónsson. Fæðingardagur og ár: 2. febrúar 1965. Maki: Svava Ingimarsdóttir. Börn: Ég á þriggja ára fósturson sem heitir Steinar. Bifreið: Audi 100 CD, árg. ’87. Starf: Leikari. Laun: Mjög góð ef skatturinn tæki ekki svona mikið. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara á bílasölur. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara á bUasölur á veturna og það er snjór á öUum rúðunum. Uppáhaldsmatur: Makkarónu- grautur. Uppáhaldsdrykkur: Kaffl. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Tiger Woods. Uppáhaldstfmarit: Premier. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Það er alveg sama hverju ég svaraði, ég yrði aUtaf í vondum málum. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Kenneth Branagh. Uppáhaldsleikari: Ámi Pétur Guðjónsson, Baltasar Kormákur og ég. Uppáhaldsleikkona: Mamma, þó hún hafi aldrei stigið á sviö. Uppáhaldssöngvari: David Bowie. Uppáhaldsstjómmálamaður: Svavar Gestsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og fréttatengt efni. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Enginn sérstakur. Hvaða bók langar þig mest að lesa? The Rise and FaU of the Third Rich. Hver útvarpsrásanna finnst þér Kjartan Guöjónsson leikari ásamt félögum sínum í Veömáljnu. DV-mynd Hilmar Þór best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Steinn Ármann. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssj ónvarpsmaður: Gísli Rúnar Jónsson. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Enginn. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Arsenal og Fram. Stefnir þú að einhverju sér- stöku 1 framtíðinni? Já. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Ítalíu og Frakklands í því stutta fríi sem ég fékk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.