Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Page 31
39
eftirliti og þótt hann verði líklega
seint réttur við er þess að minnsta
kosti freistað að hefta frekari halla.
Nýjustu aðgerðir, sem minnka eiga
hættuna á hruni turnsins, eru eins
konar styrktarbelti um neðstu hæð-
irnar og svo hefur blýbitum, sem vega
tugi tonna, verið staflað á undirstöð-
ur turnsins að norðanverðu í því
augnamiði að vinna á móti siginu.
„Þeir segja að hann hafi rétt sig
við um sentímetra síðan þeir hlóðu
þessum blýstöngum upp,“ kallaði
foskinn íssölukarl til mín þaðan
sem hann sat undir sólskýli með
greiparnar spenntar um umfangs-
mikla ýstru.
„Nei, afi, hann hefur ekki mjakast
nema 3 millímetra," leiðrétti ungl-
ingspiltur sem stóð að baki þess
gamla upp við girðinguna sem varn-
ar aðgangi að Skakka turninum.
upp í lampa, auk annarra minja-
gripa.
Straumurinn er stöðugur. Fullir
strætisvagnar ganga til og frá torg-
inu og bílstjórarnir eru gjarnan við
það að aka niður álkulega útlend-
inga sem hafa staðnæmst á miðri
götu til þess að ná ...bara einni
mynd í viðbót“. Síðustu ljósmynd-
irnar vilja þó verða heldur
brenglaðar því eftir að hafa einblínt
í gegnum linsuna á turninn, sem
brýtur gegn lögum um lóðrétt og lá-
rétt, bilar innbyggður hallamælir
ljósmyndarans um síðir.
En borgin fóstrar fleira en ská-
settan tum. Þar er erkibiskupsskrif-
stofa, herflugvöllur og almennur
flugvöllur og miðstöð lestaferða
milli Rómar, Flórens og Genóvu.
Háskóli hefur verið starfræktur í
Pisa frá því á 12. öld og er því einn
Skakki turninn íklæddur súkkulaðiumbúöum.
Strákur var vel í holdum enda að-
gangurinn að ískistu afa ótakmark-
aður.
„Nújæja, hvað veit ég. Kannski
hefur hann ekki haggast neitt, bless-
aður,“ tautaði karl en hafði þó ekki
tæmt umræðuefnið.
Smitandi sjónskekkja
í Pisa blómstrar ferðaþjónusta
að ógleymdum þeim iðnaði sem
sprottinn er af ásókn túrhesta til
staðarins. Eftir endilangri götunni
meðfram Torgi kraftaverkanna
teygir sig tjaldmarkaður sem sel-
ur Skakka turninn í mismunandi
útfærslum, allt frá lyklakippum
elsti og jafnframt einn þekktasti há-
skóli á ítaliu. Kirkjumar skipta tug-
um og svo má ekki gleyma íbúunum
sem reyndar eru ekki mikið fleiri en
100 þúsund.
Þægilegt, temprað loftslag á sinn
þátt í ásókn ferðamanna til borgar-
innar og boðið er upp á góða gistiað-
stöðu. Mikið er um að ferðamenn
bregði sér í stuttar ferðir á meðan á
dvöl þeirra stendur. Til að mynda
eru aðeins 10 kílómetrar frá mið-
borginni niður að strönd Týrena-
hafsins. Um 12 kílómetrar í gagn-
stæða átt má svo fmna hús tón-
skáldsins Puccini þar sem gefur að
líta ýmsa persónulega muni og lista-
verk, píanó tónskáldsins og grafhýsi
fjölskyldunnar.
í skökkum skugga
Frægð Pisa grundvallast ekki
hvað síst á merkri fortíð. Borgin er
talin eiga sér lengri sögu en sjálf
Rómaborg og hefur gegnt mörgum
mikilvægum hlutverkum í gegnum
aldirnar. En samt er það svo að
hinn skakki turn arkitektsins Bon-
anno Pisano hefur lengst af haldið
nafni Pisaborgar á lofti manna á
meðal. Aðrar perlur borgarinnar
hafa fallið i hans skakka skugga og
hefur mörgum þótt það miður,
þeirra á meðal prófessor nokkrum
sem fyrir skömmu skrifaði grein í
ítalskt tímarit undir fyrirsögninni
„Mætti ég biðja um tumlausa Pisa-
borg ...?“
Og einhver orti:
Með hruma að foldu hnígur
sá halti turn og stígur
í fætur þær ei framar
sem frægðin hefur lamað.
En fimmtán tonna turnhúsið hjar-
ir enn og heldur áfram að vekja að-
dáun gesta og gangandi. Þeir smella
af. Þegar að því kemur að örlögin
láta af miskunnsemi sinni við tum-
inn eins og Babelsturninn forðum
mun þjóðsagan alltént standa eftir.
Og ljósmyndirnar.
-Sigurbjörg Þrastardóttir
! Með Tirtual PC opnar þú
i windows*forritin á
Macintosh!
Virtua
hugbúnaður sem gerir
Macintosh-eigendum kleift
að nota Windows-forrit, svo
sem leiki, viðskiptaforrit o.m.fl. án
þess að þurfa að bæta við vélbúnaði
eða spjöldum. Auðvelt i uppsetningu
og inniheldur Windows 95.
Apple-umboðið
Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111
Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is
i
*6
I
m
!
|
■■
!
í
I
m
I
i
i
1
Xt>%; staðgreiðslu- og greiðslu-
kortaafsláttur og stighœkkandi $KÉ«<igilísi«$st
birtingarafsláttur 111
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík
Kynningarfundur nýliöa veröur haldinn í húsnæöi
sveitarinnar viö Flugvallarveg þann
10. september kl. 20.
Krefjandi og
skemmtileg þjálfun í
fjalllendi og víðar.
y Cortina Sport J
Eg er
á réttum
stað...
Brnutarholti 1 • Sími 511 7000 • Fax 511 7070
centrum @ centrum.is • www.centrum.is
Iris Guðmundsdóttir söngkona er nýkomin á Netið.
Hún komst að því að með Internettengingu Miðheima
og tölvupóstinum gæti hún haldið áfram samstarfi við
félaga sinn sem fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna.
írisi finnst Netið spennandi.