Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Page 32
r 40 II77H7 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 DV Vesturbæjarlaugarhópurinn: w Atti drjúgan skerf af verðlaununum Þekktasti hlaupahópur landsins er eflaust sá sem kenndur er við Vestur- bæjarlaugina. Sá hópur æfir reglulega og hlauparar úr öðrum hópum fá jafn- vel að taka þátt i æfmgum hópsins. Flosi Kristjánsson, aðstoðarskóla- stjóri í Hagaskóla, hefur æft með hópnum frá árinu 1991. „Við æfum að jafnaði fjórum sinn- um í viku, þrisvár sinnum á virkum dögum og einu sinni um helgi. Aldrei er hlaupið minna en 5 km, helgar- sprettirnir eru 17 km en vegalengd- imar á æfingunum fara upp í allt að því 35 km vikurnar fyrir Reykjavíkur maraþon," segir Flosi. „Hópurinn samanstendur af um 40 Umsjón ísak Öm Sigurðsson manns, en harðasti kjarninn er um 10-12 manns. Við hlaupum jafnan frá Vesturbæjarlauginni og það gerist oft að hlauparar úr öðrum hópum æfi með okkur, ef þeir hafa misst af æf- ingu í sínum hópi. Það eru allir vel- komnir að hlaupa með ef þeir vilja.“ Flestir úr Vesturbæjariaugarhópnum tóku þátt í lengri vegalengdum Reykjavíkur maraþons. DV-mynd Pjetur Keppa víða Hlauparar úr hópnum láta sér ekki nægja að hlaupa aðeins í Reykjavíkur maraþoni. „Margir úr hópnum taka 30. ágúst. Reykjalundarhlaup sem hefst klukkan 11 að 1 Reykjalundi, nema 14 km i hlaup sem hefst klukkan 10.40. Vegalengdir eru 0,5 km, 2 km, 3 km, 6 km og 14 km. Upplýs- ingar í síma 566 6200. 30. ágúst. Dalvíkurhlaup. | Upplýsingar hjá Vilhjálmi Björnssyni á Dalvík i síma 466 oft þátt keppni. í ár var fyrst hlaupið sem kennt var við Húsasmiðjuna, síð- an kom Krabbameinshlaupið, Mið- næturhlaupið, Mývatnshlaupið, Skag- inn og í lok ársins verður hlaupið á gamlársdag. Fimm eða sex úr hópn- um tóku þátt í Laugavegshlaupinu (á milli Landmannalauga og Þórsmerk- ur) í júlí og náðu þar ágætis árangri (Ólöf Þorsteinsdóttir úr hópnum var til dæmis fyrst kvenna þar). Nokkrir okkar hafa einnig keppt erlendis. Sá sem mesta hefur reynsl- una á því sviði er eflaust Ágúst Kvar- an, en hann er fæddur 1952. Hann fór í sumar í svokallað Comrad-hlaup í Suður-Afríku, en það er 89 km langt. Það er mikið þrekvirki, meir en tvö- falt maraþon. Ágúst hefur einnig tek- ið þátt í London maraþoninu." Hápunktur ársins hjá hlaupahópn- um er þó örugglega Reykjavíkur maraþonið, en hlauparar úr hópnum náðu að tryggja sér drjúgan skerf af verðlaunum sem veitt voru. „Nánast allir úr hópnum voru með í einhverri vegalengdanna, 10 km, 21 km eða 42 km. Um fimm þeirra hlupu heilmara- þon. Við áttum methafann í 10 km í aldursflokknum 50-59 ára, Ólöf Þor- steinsdóttir varð fyrst í kvennaflokki í heilmaraþoni og við vorum í öðru sæti sveita (Vinir Dóra) í heilmara- þoni. Ég hljóp sjálfur hálfmaraþon og bætti persónulegt met um eina mín- útu (1 klst., 35 mín. og 35 sek.). Ég er ánægður með þann árangur því besta tímanum áður náði ég á Selfossi árið 1992. Samheldinn hópur Vesturbæjarlaugar hlaupahópur- inn er mjög samheldinn og gerir ým- islegt annað en hlaupa saman. „Ólaf- ur Þorsteinsson (1951), sem við köll- Nokkrir úr harðasta kjarnann úr hlaupahópnum sem kenndur er við Vestur- bæjariaugina. Lengst til hægri er Flosi Kristjánsson en Gísli Ragnarsson, sem hlaupið hefur 10 heilmaraþon í röð, er þriðji frá hægri. um formann hópsins, sér alltaf um að boða menn í grillveislu á vorin og á árshátíðir á haustin." Rúmur einn og hálfur áratugur er síðan Flosi fór að skokka sér til heilsubótar. „Ég byrjaði að skokka árið 1981 og var í þessu einn í heilan áratug. Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að hlaupa einsamall, enda voru æfmgarnar stopular hjá mér á þessu tímabili. Árið 1991 fór ég að hlaupa með Vesturbæjarlaugar- hópnum og síðan hef ég æft reglulega. Það má segja að hópurinn haldi manni við efnið. Ég er alveg viss um að ég hefði ekki nennt að halda þessu áfram einsamall og það gefur hlaup- inu mikið gildi að hlaupa í hóp. Við miðum ávallt hraðann við að hægt sé að ræða saman á leiðinni. Ég ætla samt ekki að fara að endurtaka um- ræðuefni hópsins í fjölmiðlum, sum þeirra eiga ekkert erindi á prent,“ segir Flosi. Kópavogssundið: Velja sjálfir vegalengdina Verölaunahafar Kóöavogssundsins 1996 samankomnir á sundlaugarbakkanum. Askrifendur fá aukaafslátt af Smóouglýsingar smáauglýsingum DV lr////////////////y OV1 vvW vvvv Sunnudaginn 7. september verð- 1 ur Kópavogssundið haidið í 4. sinn. | Sundið stendur yfir frá klukkan 7 að morgni til klukkan 22 að kvöldi. Kópavogssundið er almennings- fe keppni í sundi þar sem þátttakend- Bur velja sjálfir þá vegalengd sem þeir synda. Engin tímatakmörk eru sett keppendum til þess að Ijúka sundinu aðrar en tímamörk keppn- | innar. Keppendur fá verðlaunapen- :! ing í samræmi við þá vegalengd I sem þeir synda. Brons fá þeir sem synda 500 m sund, silfur fyrir 1.000 metra sund : og gull fyrir 1.500 m sund. Allir þátt- takendur fá viðurkenningarskjal, T- bol með merki keppninnar og Spari- ■; .. .. -, sjóðs Kópavogs og Gatorade íþrótta- drykk frá Sól. Sunddeild Breiöa- bliks býður upp á kaffi og verður með kökusölu. Afreksverðlaun verða veitt þeim sem synda lengstu vegalengdina í hverjum aldursflokki. Þátttökugjald er 700 krónur fyrir fullorðna (fædd- ir 1981 og fyrr), 500 krónur fyrir elli- lífeyrisþega og 300 krónur fyrir börn (fædd 1982 eða síðar). Á síðasta ári tóku 725 manns þátt í sundinu, þar af syntu 76% þeirra 1500 metra eða lengra, 13% á bilinu 1.000-1.500 metra og 11% syntu á bil- inu 500-1.000 metra. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.