Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Side 46
=4 afmæli LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 JjV Regína Stefánsdóttir Regína Stefánsdóttir, fyrrv. hús- freyja á Grímsstöðum í Hornafirði, nú vistmaður á Skjólgarði, dvalar- heimili aldraðra á Hornafirði í Aust- ur-Skaftafellssýslu, varð áttatíu og fimm ára í gær. Starfsferill Regína fæddist á Kálfafelli i Suður- sveit, ólst þar upp við almenn bústörf og sá snemma um heimilishaldið ásamt systkinum sínum vegna veik- inda móður sinnar. Hún bjó í tvö ár með Gísla Jónssyni frá Borgarhöfn, en hann lést. Regína stundaði nám í Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað í tvo vetur, 1932-34, og var þar kennari veturinn á eftir. Þá kenndi hún bömum í Suð- ursveit í tvö ár. Regína flutti að Grímsstöðum á Höfn til Gísla Björnssonar 1938 sem þá var ekkjumaður með fjóra ung- linga. Þar vom auk þess foreldrar hans, aldraðir, og einn óskyldur öld- ungur og annaðist Regina þau öll síð- ustu árin. Regína tók mikinn þátt í fé- lagsmálum. Hún söng í kirkjukór, sat í stjórn Kvenfé- lagasambands Aust- ur-Skaftfellinga, var formað- ur kvenfélagsins Tíbrár í tutt- ugu ár og sat lengi í sóknar- nefnd á Höfn. Hún er heið- ursfélagi í Tíbrá og Kvenfé- lagasambandi íslands. Þá skráöi Regína ásamt Gísla, manni sínum, félagatal og Regína Stefánsdóttir. æviágrip látinna félagsmanna í Kaupfé- lagi Austur-Skaítfellinga og lauk hún því verki ári eftir að Gísli lést. Regína og Gísli fluttu frá Grímssstöð- um að Vesturbraut 13 1976 og bjó hún þar þangað til hún flutti á Skjólgarð 1993. Fjölskylda Regína giftist 19.4. 1945 Gísla Bjömssyni, f. 18. 3 1896, rafveitu- stjóra, en þau vom í sambúð frá 1938. Foreldrar hans voru Björn Gíslason og Borghildar Pálsdóttur, bændur á Austurhóli og Meðalfelli í Nesjum í Aust- ur-SkaftafelIssýslu. Börn Regínu og Gísla eru Kristín, f. 29.7.1940, kennari í Nesjaskóla, gift Hreini Ei- ríkssyni kennara og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- böm; Baldur, f. 20.8. 1947, kennari við Fjölbraut í Breiðholti, kvæntur Þóreyju Aðalsteinsdóttur og á hann tvö böm með Elísabetu Sveinbjörns- dóttur. Stjúpbörn Regínu: Arngrímur, f. 10.8. 1919, d. 18.3. 1997, vélstjóri á Hornafirði, var kvæntur Hrafnhildi Gísladóttur og átti með henni tvo syni; Katrin, f. 11.1.1922, d. 27. 5.1996, húsmóðir í Reykjavík, var gift Guð- mundi Pálssyni og átti með honum fjögur böm; Borghildur, f. 1.4. 1923, húsmóðir á Stöðvarfirði og í Reykja- vík, gift Jóni Kristjánssyni og eiga þau fjögur börn; Björn f. 8. 2.1925, raf- virkjameistari á Höfn, kvæntur Auði Jónasdóttur og á hann tvo syni. Systkini Regínu: Eyjólfur, f. 14.7. 1905, d. 31. 1. 1994, lengst af bóndi á Kálfafelli, organisti þar og á Höfn; Steinn, f. 11.7. 1908, d. 1.8. 1991, skóla- stjóri og organisti á Seyðisfirði; Magnea, f. 21.4.1914, d. 14.2.1993, hús- móðir í Suðursveit og á Höfn; Guðný, f. 16.4. 1917, húsmóðir og símamær á Akranesi og Reykjavík en dvelur nú á dvalarheimilinu Eir í Reykjavík. Foreldrar Regfnu vom Stefán Jóns- son, f. 14. 4. 1877, d. 14. 2. 1943, hrepp- stjóri og bóndi á Kálfafelli i Suður- sveit, og Kristín Eyjólfsdóttir, f. 10.1. 1874, d. 23. 4. 1938. Ætt Stefán var ættaður frá Sævarhólum í Suðursveit, sonur Jóns Þorsteins- sonar bónda þar. Kristín var frá Reynivöllum, dóttir Eyjólfs Runólfssonar, hreppsstjóra og hómópata frá Mariubakka í V.-Skaft. Sigurður Skagfjörð Bjarnason Sigurður Skagfiörð Bjarnason, verkamaður á Breiðabliki á Skaga- strönd, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist á Skagaströnd og ólst þar upp fram á unglingsár. Hann fór fimmtán ára til starfa hjá S.R., fyrst á Siglufirði og síðan á Reyð- arfirði. Sigurður vann siðan ýmsa almenna verkamannavinnu víða um land. Hann hóf störf hjá Rækjuvinnslunni á Skagaströnd er hún var sett á laggim- ar árið 1972 og hefur starfað þar síð- an, lengst af sem vélamaður. Fjölskylda Sigurður kvæntist 1.10. 1972 Sig- rúnu Kristínu Lárusdóttur, f. 25.2. 1951, verkakonu. Foreldrar Sigrún- ar eru Lárus Björnsson og Svava Steinsdóttir. Þau bjuggu áður að Neðra-Nesi, Skaga. Lárus er nú lát- inn en Svava býr að dvalarheimil- inu Sæborg á Skagaströnd. Börn Sigurðar og Sigrúnar eru Svava Guðrún, f. 30.5. 1972, lauk B.A. prófi frá H.í. 1996; Inga Lára, f. 28.11.1973, nemi f þjóðfræði við H.Í., en unnusti hennar er Stefán Ómar Stefánsson, kjötiðnaðarmaður í Reykjavík. Systkini Sigurðar eru Jóhann Karl, f. 19.7. 1935, múrari í Reykjavík; Anna, f. 18.12.1939, póstmeistari í Reykjavík; Sævar, f. 28.7. 1944, verkamaður í Kefla- vík; Ragna, f. 7.8. 1943, læknaritari í Reykjavík; Ingólfur, f. 24.10. 1938, er nú látinn, var sjómaður á Skagaströnd; Fritz, f. 13.10. 1951, bifvélavirki í Reykja- vík. Foreldrar Sigurðar: Bjarni Jóhannsson, f. 21.11. 1900, d. 12.9. 1970, verkamaður, og Rósa Pálsdóttir, f. 1. 9. 1911, húsmóðir. Þau bjuggu á Bjargi, Skagaströnd, en áður að Þverá, Hallárdal. Rósa býr nú að dvalarheimilinu Sæborg. Ætt Föðursystkini Sigurðar: Gunnar, alþm. á Siglufirði; Ingibjörg, húsfreyja á Más- stöðum; Lilja, bóndi að Á í Unadal; Guðbjörg, hús- freyja að Hafragili í Laxár- dal. Móðursystkin Sigurðar eru Pétur, trésmiður; Jónína, hús- móðir á Blönduósi og Hulda, hús- móðir í Reykjavík. Hálfbróðir móður Sigurðar er Knútur Bemdsen, Blönduósi. Siguröur Skagfjörð. Steinunn G. Kristiansen Steinunn G. Kristian- sen, starfsmaður á gesta- móttöku Hjálpræðishers- ins, Eskihlið 33, Reykja- vík, verður sjötug á mánu- dag. Starfsferill Steinunn er fædd að Refsteinsstöðum í Víðidal, V.-Hún. Hún er 6. bam í hópi 9 systkina. Hún dvaldi í for- eldrahúsum fyrstu æviárin en á fiórða ári var hún tekin í fóstur að Umsvölum i Þingi og dvaldi þar uns fósturfaðir hennar lést 18. 11. 1942. Þá var jörðin seld og fluttu þær fóst- urmæðgur til Reykjavikur 1943. Steinunn stundaði ýmis störf uns hún lauk brottfararprófi frá Sam- vinnuskólanum vorið 1947. Þá hóf hún skrifstofustörf hjá Dósaverk- smiðjunni hf. og starfaði þar uns hún giftist Baldri Ingólfi Kristian- sen pípulagningameistara. Hann lést 30. 6. 1975. Fjölskylda Steinunn og Baldur gengu í hjónaband 1.4.1954. Baldur var sonur hjónanna Mattíu Þóra Þórðardóttur og Jentoft Kornelíusar Kristiansen. Þau bjuggu á Steinunn G. Seyðisfirði allan sinn bú- Kristiansen. skap. Baldur lést 30. 6.1975 Sambýlismaður Stein- unnar frá 1987 var Steingrímur Þ. D. Guðmundsson listmálari. Hann lést 13. 2. 1996. Böm Steinunnar og Baldurs eru 5; Þorsteinn Kornelíus, f. 1954, út- varpsvirki í Noregi, var giftur Agn- esi Jensdóttur þroskaþjálfa, þau slitu samvistum og eiga tvö böm; Halldór Helgi, f. 1956, bankamaöur, kvæntur Auði Magnúsdóttur hár- greiðslumeistara, þau eiga einn son; Þorgerður Mattía, f. 1958, bók- ari, hún er gift Óttari Magna Jó- hannssyni sölumanni, þau eiga þrjú börn; Selma Ósk, f. 1960, leikskóla- kennari, hennar maki er Helgi Kristjánsson, M.A. sagnfræðingur og stálvirki, þau eiga tvö böm; Helga Árdís, skrifstofustúlka, henn- ar maður var Einar D. Bragason, húsasmiður, þau slitu samvistum og eiga þrjá drengi. Systkini Steinunnar vora átta en einn bróðir hennar er látinn. Þau era Þrúður Elísabet, f. 1917, lengst húsmóðir á Siglufirði; Ólöf María, f. 1919, húsmóðir i Kópavogi, Selfossi og Reykjavík; Vilhjálmur, f. 1922, fyrrv. bóndi á Gauksmýri, V.-Hún.; Pétur Kristófer f. 1923, bóndi á Hraunum, Fljótum; Sigurvaldi, f. 1925, pípulagningamaður í Kópa- vogi; Sigurbjörg, f. 1929, húsmóðir í Öxl, Þingi A.-Hún.; Jón Unnsteinn, f. 1931, d. 1988, pípulagningamaður í Garðabæ, og Klara, f. 1935, húsmóð- ir í Kópavogi. Foreldrar Steinunnar vora Guð- mundur Pétursson, f. 24.12. 1888, d. 1963, bóndi á Refsteinsstöðum í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, og Sigurlaug Jakobína Sigurvalda- dóttir, f. 17.12. 1893, d. 28.12. 1968, húsfreyja. Ætt Guðmundur var sonur hjónanna Péturs Kristóferssonar og Þrúðar Elísabetar Guðmundsdóttur sem bjuggu á Stóru-Borg í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Sigurlaug Jakobína var dóttir hjónanna Sigurvalda Þorsteinsson- ar og Ólafar Sigurðardóttur sem bjuggu á Gauksmýri í Vestur-Húna- vatnssýslu. Steinunn tekur á móti gestum í félagsheimili Hallgrimskirkju á af- mælisdaginn, mánudaginn 8.9. nk. kl. 17.00-20.00. Vegna framkvæmda við Hall- grímskirkju eru bílastæði einungis við suðurhlið kirkjunnar þar sem einnig er greiðfær aðgangur að fé- lagsheimilinu. Hl hamingju með afmælið 6. september 85 ára Guðbjörg Guðmundsdóttir, Skólabraut 3, Seltjarnamesi. 80 ára Stefania Sigurþórsdóttir, Kirkjuhvoli, Hvolhreppi. Kjartan S. Jónsson, Brekku, Öxarfiarðarhreppi. 75 ára Magnea Benía Bjarnadóttir, Stigahlíð 32, Reykjavik. Helga Svanlaugsdóttir, Kársnesbraut 27, Kópavogi. Ragnhildur Pétursdóttir, Háaleitisbraut 71, Reykjavík. 70 ára Einar Daníelsson, Heiðarhvammi 7 B, Keflavík. Sigurður Ingvarsson, Egilsbraut 18, Þorlákshöfn. 60 ára Guðfreður Hjörvar Jóhannesson, Vatnsstíg 11, Reykjavík. Sigrún Þorsteinsdóttir, Glæsibæ 5, Reykjavík. Pétur Behrens, Höskuldsstöðum, Breiðdalshreppi. Elsa Hjörleifsdóttir, Grenigrund 9, Akranesi. Sigurjón Lárusson, Tindum, Svínavatnshreppi. 50 ára Sveinbjörg Sveinbjömsdóttir, Funafold 27, Reykjavík. Valgerður Kristín Jónsdóttir, Hringbraut 39, Reykjavík. Ingibjörg Sigurbergsdóttir, Hverfisgötu 72 B, Reykjavík. Guðrún Þorvarðardóttir, Ásbraut 2, Kópavogi. Emilia Ólafsdóttir, Jörundarholti 46, Akranesi. Ingibjörg Þorláksdóttir, Brekkugötu 42, Þingeyri. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu í kvöld kl. 18-23. Eva Eugenia Estrada, Njálsgötu 35, Reykjavík. Dóra Þórhallsdóttir, Hlynsgerði 9, Reykjavík. Jóhanna Einarsdóttir, Efstasundi 36, Reykjavík. 40ára Hulda Maggý Gunnarsdóttir, Mýrarási 13, Reykjavik. Skúli Ágústsson, Bragavöllum 12, Keflavík. Jónína Ingibjörg Ámadóttir, Kirkjubraut 8, Njarðvík. Andrés I. Guðmundsson, Hlíðarhjalla 10, Kópavogi. Þráinn Hafsteinsson, Fjóluhvammi 3, Hafnarfirði. Gísli Jónsson, Álftamýri 22, Reykjavík. f Astkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, Halldór Bragason prentari, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 4. september. Þorbjörg Jónasdóttir Dóra Halldórsdóttir Ingibjörg Lilja Halldórsdóttir Hörður Valsson Þóra Björg Jónasdóttir Ólafur Gfsli Sveinbjörnsson Yngvi Halldórsson Linda Jónsdóttir Halldór Halldórsson Sunna Björg Gunnarsdóttir SVAR M 903 « 5670 m Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð tyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.