Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Qupperneq 27
JL>V LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 enmngi Dario Fo, málsvari smælingja og stjórnleysingja, fær æðstu bókmenntaverðlaun í heimi: Sænska akademían hefur sannað að hún hefur húmor. Hún hefur verðlaunað rúmlega sjötugan ítala sem áreiðanlega hefur komið fleira fólki til að hlæja hjartanlega en nokkur annar núlifandi maður. Fyr- ir kom að það þurfti að bera fólk út af sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Þjófum, líkum og fölum konum i Iðnó 1965-6, svo máttlaust var það af hlátri. Ég hef hvorki fyrr né síðar séð fólk detta úr stólum sínum af hlátri eins og það gerði á sýningu á Stjórnleysingi ferst af slysförum í London. Eða á Við borgum ekki! upprunalegu sýningunni í Lindar- bæ á vegum Alþýðuleikhússins 1978, þar sem Gísli Rúnar Jónsson lék sín Qögur hlutverk af tærri snilld. Þann leik lék svo Eggert Þor- leifsson eftir í Borgarleikhúsinu 1995. Frelsandi hlátur Það góða við þennan hlátur var að maður þurfti ekkert að skamm- ast sín fyrir hann á eftir. Því það var ekki verið að hlæja að óláni ves- alinga eins og venjan er. Við vorum að hlæja að lögregluforingjum, góð- borgurum, fólki sem venjulega er hafið yfir hlátur en hér var afhjúp- að í heimsku sinni og grimmd. Best var þegar við hlógum með smæ- lingjunum að valdsmönnunum sem þeir voru að stríða og hrekkja. Þá leið manni eins og maður væri ofan á í lífinu. Dario Fo var sjálfur af alþýðu- fólki kominn. Hann fæddist 1926, faðir hans var járnbrautarstarfs- maður og móðirin vann við land- búnaðarstörf. En svo varð faðirinn stöðvarstjóri og sonurinn fékk tæki- færi til að ganga menntaveginn. Hann lagði stund á arkitektúr en lauk ekki námi, leiksviðið heillaði. Hann fór að leika í atvinnuleikhúsi 1952 og um það leyti varð fyrsta leikritið hans til sem vakti strax deilur og reiði ihaldsafla á Italíu. 1954 kynnntist hann konu sinni, Fröncu Rame, sem er af rótgróinni leikhúsætt. Hjá tengdafólki sínu lærði hann að meta commedia dell- ’arte, þá fornu leikhúslist, og skrif hans sjálfs þróuðust hratt í þá átt. Þau Franca stofnuðu leikhús 1958 sem lék út um alla Ítalíu, Franca lék og töfraði áhorfendur með sinni hásu rödd og Dario skrifaði verkin, leikstýrði þeim, teiknaði leikmynd- ina og samdi meira að segja stund- um tónlistina líka. Formið tók hann frá ítölsku alþýðuförsunum en sótti áhrif víðar, meðal annars til Moliéres og Brechts. Hárbeitt þjóðfálagsgagnrýni En þó að formið væri gamalt var efnið nýtt. Leikhús Dario Fo og Fröncu Rame var lifandi leikhús. Þau hlönduðu sér í öll baráttumál alþýðunnar af krafti. Þegar verð- hækkanir riðu yfir í kjölfar gengis- fellingar á lírunni á áttunda ára- tugnum opnuðu þau dyr leikhússins fyrir hverfafundum verkafólks og atvinnuleysingja sem ekki gátu lengur keypt brýnustu nauðsynjar. Fyrir orð þessara gesta sinna skrif- aði Dario Fo eitt sitt vinsælasta verk, Við borgum ekki! sem hefur verið sýnt tvisvar hér á landi. Þar var beinlínis ýtt undir ólöglegar að- gerðir almúgans til að þvinga niður verð á nauðsynjum, og sem oftar fylgdust yfirvöld grannt með leik- húsinu. Gísli Halldórsson og Bríet Héðinsdóttir í Þjófum, Ifkum og fölum konum í Iðnó 1965. Sagan segir að Gfsli hafi uppgötvað óviðjafnanlega hæfileika sína sem gamanleikari í þessari sýningu; hann hafi eingöngu leikið dramat- ísk hlutverk fram að þessu. sviðsljós Lára Margrét fimmtug Þingmenn, núverandi sem fyrrverandi, voru eðlilega fjöl- mennir í veislunni í KR-heimilinu. Hér eru þeir Stefán Guðmundsson, Ingi Björn Albertsson og Árni Mathiesen. Afmælisbarnið ásamt Garðari Cortes óperustjóra. Lára Margrét hefur einmitt verið í stjórn íslensku óperunnar sl. 10 ár og því mikill óperuunnandi. DV-myndir ÞÖK Egill Jonsson og Össur Skarphéð- insson heiðruöu Láru meö nærveru sinni. Án efa hafa samræður þeirra snúist um pólitík. Dario Fo faðmar lífsförunautinn, Fröncu Rame, af fögnuði yfir hinum mikla heiðri sem honum var sýndur. Sfmamynd Reuter Alla tíð hefur Dario Fo haft ein- staklega góða lögregluvernd á leik- sýningum sínum! Þó keyrði fyrst um þverbak þegar hann samdi og sýndi leikritið Stjórnleysingi ferst af slysförum sem var byggt á því hörmulega atviki þegar ungur jám- brautarstarfsmaður „féll“ út um glugga undir yfirheyrslum lögregl- unnar. Áhorfendur skemmtu sér konunglega yfir háðulegri meðferð- inni á lögreglunni - en yfirvöldum var ekki skemmt. Alþýðuleikhúsið sýndi líka þetta verk og lék Þráinn Karlsson eftirminnOega vel aðalper- sónuna sem þykist vera galinn eins og Hamlet til að fá lögregluna til að koma upp um glæp sinn. Þegar lætin út af sýningum urðu hvað mest yppti Dario Fo öxlum og sagði: „Leikhús á að hræra upp í fólki!" Hann kærði sig kollóttan þó að honum væri árum saman bannað að koma fram í ítölsku sjónvarpi og þó að bandarísk yfirvöld neituðu honum um vegabréfsáritun vegna róttækni hans. Nú er Dario Fo búinn að fá nóbelsverðlaunin - og enn er yfir- völdum ekki skemmt. Á Reuternum berast viðbrögð Páfagarðs og ann- arra geistlegra og veraldlegra yfir- valda í föðurlandi hans og þau eru ekki kurteisleg. „Alveg er það yfir- gengilegt - fyrir utan hvað það er siðlaust - að veita leikara nóbels- verðlaunin, þó að hann semji sjálfur sína umdeildu texta,“ segir i dag- blaði Páfagarðs, Osservatore. „Ég sé í anda svipinn á dómurum og stjórnmálamönnum sem ég kann- ast við. Þeir hafa árum saman reynt að plástra fyrir munninn á mér - og nú koma Svíamir og gera þeim þennan skemmtilega grikk!“ segir Dario Fo, alsæll með verðlaunin sin. Og alþýða landanna, sem hefur hlegið sig máttlausa að yfirvöldum í spéspegli hans í nærri 40 ár, fagnar með honum. -SA Heildarjóga Jóga fyrir alla ,Jóga og hugleiMa er það besta sem e'g hef upplifað til að ná úr mér streitu og þreytu og kyrra hugann eftir eril dagsins. Ég fyllist orku ogfinn fyrir meira jafnvxgi. Ég mceli meðjóga fyrir alla. “ Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt og dagskrárgerðarkona Heildarjóga samanstendur af teygjuæfmgum, öndunaræfmgum, hugleiðslu og slökun, sem hjálpa m.a. til að: • endurnæra sál og líkama • sigrast á kvillum svo sem streitu, svefnleysi, vöðvabólgu, orkuleysi, kvíða og bakverkjum. Næsta grunnnámskeið byrjar 21. okt., þriðjud. og fimmtud. kl. 20-21:30. 7 skipti. Leiðbeinandi: Daníel Bergmann. Tækjasalur með splunkunýjum tækjum ; hlaupabrautir, hjól og æfíngastöð. TILBOÐ í TÆKJASAL KORT FRAM TIL 23. DES. Á KR. 6.900. (Gildir til 1. nóv.) Stundaskrá; opnir tímar í jóga nsi Mánud. Þri&jud. ni&vikuar Fimmtud. f-óstud. Laugard. 10:30-11:45 Ýmsir 1Z:10-13J0 Ásmundur Dsa Dsa Daníel Ásmundur 16:45-17A0 Lisa Lísa 17:15-18:15 Ásmundur Lísa Daniel Lisa Lárus 17:40-10:10 Hugleiösla 1855-19:35 Ásmundur Daníel Ásmundur Daniel Ásmundur YOGA^ STU D 10 BúOln okkar/algrelðsla Opin 9:15-13:15 og 14:30-20, Laug. 8:30-12:30 Yoga Stúdió Hátúnl Bfl, 105 Reykiavík, síml 511 3100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.