Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Page 55
i
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
63
lil hamingju með afmælið 12. október
85 ára
Fjóla Guðmundsdóttir, Berugötu 6, Borgarnesi.
80 ára
Ragnheiður Jónsdóttir, Ásbraut 13, Kópavogi.
75 ára
Friðrik Ingimar Jónsson, Naustahlein 18, Garðabæ.
70 ára
Sigríður H. Jónsdóttir, Háagerði 21, Reykjavík. Bjöm Helgason, Furugrund 54, Kópavogi. Sigmar Ólason, Brekkugötu 13, Reyðarfirði.
60 ára
Teitur Símonarson, Nýbýlavegi 50, Kópavogi. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, írabakka 4, Reykjavík.
50 ára
Sigríður Ármannsdóttir, Þverholti 7, Mosfellsbæ. Páll Björnsson, Hringbraut 113, Reykjavík. Hafdís Edda Eggertsdóttir, Sæviðarsundi 9, Reykjavik. Þórir Haraldsson, Ásabyggð 11, Akureyri. Hallgrímur Hallgrímsson, Mýrarási 7, Reykjavík.
40 ára
Guðmundur Guðmundsson, Brekkusiðu 14, Akureyri. Karl Löve, Sigluvogi 7, Reykjavík. Ólafía Sigríður Hjartardóttir, Lágholti 13, Mosfellsbæ. Ragnheiður A. Þorsteinsdóttir, Laugavegi 157, Reykjavík. Pétur Björnsson, Hveralind 13, Kópavogi.
--------TWWWWWl
Smáauglýsinga
deild DV
er opin:
• virka daga kl. 9-2 ff
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Skilafrestur smáauglýsinga
er fyrir kl. 22 kvölaið fyrir
birtingu.
AHl. Smáauglýsing í
Helgarblað DV verður þó að
berast okkur fyrir kl. 17 á
föstudag.
Smáauglýsingar
rspi
550 5000
Sigurður Demetz Franzson
Sigurður Vincenzo Demetz Franz-
son, tenórsöngvari og söngkennari,
Fossagötu 8, Reykjavík, er áttatiu og
fimm ára í dag.
Starfsferill
Sigurður fæddist í fjallaþorpinu
Ortisei í Gardenadal í Suður-Týról
þar sem hann ólst upp. Hann var
skírður Vincenz og kenndur við bæ-
inn Four en tók upp íslenskt nafn
þegar hann tók sér staðfestu hér á
landi.
Sigm-ður stundaði söngnám vetr-
arlangt í Padova á Ítalíu, fór síðan í
læri til Vincenzo Pintomo, nafntog-
aðs flautuleikara og hljómsveitar-
stjóra í Mílanó.
Söngferill Sigurðar hófst mjög
snemma en berklaveiki og hörm-
ungar stríðsins töfðu
mjög fyrir honum. Þó
þáði hann vegtyllur af
heimsþekktum hljóm-
sveitarstjórum eins og
Karajan og Böhm og
söng við ýmis virtustu
óperuhús Evrópu, svo
sem í Zúrich, Bem og
Barcelona. Hann söng
einnig við Scala-óper-
una, fyrst 1949.
Sigurður kom til ís-
lands 1955 í þeim erinda-
gjörðum að kenna söng
og ílengdist hér síðan. Hann hefur
m.a. starfað við söngkennslu og kór-
stjóm í Reykjavík, Keflavík, á Akur-
eyri og víðar.
Hann söng í óperunum Tosca eft-
ir Puccini í Þjóðleikhús-
inu; í Rigolettó eftir
Verdi í Austurbæjar-
bíói og í Ævintýrum
Hoffmanns eftir Offen-
bach í Þjóðleikhúsinu.
Þá hefur sungið á fjölda
tónleika hér á landi og í
Ríkisútvarpið.
Meðal þekktra ís-
lenskra óperusöngvara
sem stundað hafa nám
hjá Sigurði má nefna
Kristján Jóhannsson,
Gunnar Guðbjörnsson,
Guðjón Óskarsson, Erling Vigfús-
son og Jón Sigurbjömsson.
Þá hefur Sigurður stjómað fjölda
kóra hér á landi, og stjómað lúðra-
sveit.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 1960 Þóreyju
Sigríði Þórðardóttur, f. 26.11. 1912,
d. 15.10.1992, húsmóöur.
Systkini Sigurðar: Ulrice, f. 1923,
húsmóðir; Ivo, f. 1927, kaupmaður;
Franz, f. 1929, listamaður; Giancar-
lo, f. 1931, d. 1981, húsvörður, öll bú-
sett i fæðingarbæ sínum Ortisei.
Foreldrar Sigurðar vom Franz
Demetz, f. 1888, d. 1958, kaupmaður
og bæjarstjóri í Ortisei, og k.h.,
Maria Demetz, f. Mauroner, 1890, d.
af slysforam 1938, verslunarmaður.
Sigurður heldur móttöku fyrir
vini sína og samstarfsmenn um ár-
in í Fóstbræðraheimilinu í dag,
laugardaginn 11.10. kl. 17.00. Þar
munu ýmsir taka lagið.
Siguröur Demetz.
Tryggvi Benediktsson
Tryggvi Benediktsson járnsmið-
ur, Hamraborg 26, Kópavogi, verður
sjötíu og fimm ára á morgun.
Starfsferill
Tryggvi fæddist í Broddanesi í
Strandasýslu og ólst þar upp. Hann
stundaði nám við Iðnskólann í
Reykjavík 1945-49, lærði járnsmíði
og lauk prófum í þeirri iöngrein.
Tryggvi starfaði lengst af við
jámsmíðar í Hamri og Landssmiðj-
unni.
Tryggvi hóf búskap í Reykjavík
1949. Hann flutti í Kópavoginn 1955
og hefur átt þar heima siðan.
Tryggvi sat um árabil í stjórn Fé-
lags jámiðnaðarmanna, fyrst frá
1954 og síðast 1987. Hann var ritari
félagsins 1955-63 og varaformaður
þess 1963-87. Þá sat hann í stjóm
Málm- og skipasmíðasambandsins
1965-85 og er formaður Iðnráðs frá
1976.
Fjölskylda
Eiginkona Tryggva var Sigríður
Kjartansdóttir, f. 17.3. 1926, d. 18.12.
1988, húsmóðir. Hún var dóttir
Kjartans Vigfússonar, sjómanns í
Reykjavík, og Þorsteinu Árnadóttur
húmóður.
Börn Tryggva og Sig-
ríðar era Þórann Björk
Tryggvadóttir, f. 18.12.
1951, aðstoðarskóla-
stjóri í Sandgerði, gift
Reyni Þór Ragnarsson
raftækni og eiga þau
fjögur börn; Kjartan
Tryggvason, f. 23.12.
1956, bílstjóri í Kópa-
vogi, kvæntur Þóranni
Guðnýju Tómasdóttur
og á hann fimm böm og
eitt fósturbarn; Gyða
Tryggvi
Benediktsson.
Dröfn Tryggvadóttir, f. 20.4. 1963, 1879, d.
blaðamaður, í Kópavogi
og á hún eitt bam.
Systkini Tryggva era
Ingibjörg Sigríður
Benediktsdóttir, f. 14.1.
1917, húsmóðir í Dan-
mörku; Torfi Benedikts-
son, f. 1.1. 1918, jám-
smiður í Reykjavík.
Foreldrar Tryggva
voru Benedikt Friðriks-
son, f. 26.9. 1889, d. 1979,
bóndi og verkamaður í
Strandasýslu, og Magða-
lena Jónsdóttir, f. 6.2.
1967, húsfreyja.
Guðmundur Sörli Harðarson
Guðmundur Sörli
Harðarson húsasmiða-
meistari, Hólabraut 14,
Hafnarfirði, er fertugur
í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í
Reykjavík og ólst upp í
Selásnum og síðan í
Heiðarbænum til tólf
ára aldurs. Þá flutti
hann með fjölskyldu
sinni að Kverngrjóti í
Saurbæ í Dölum.
Guðmundur var í Árbæjarskóla,
lauk skyldunámi að Laugum í Sæl-
ingsdal, stundaöi nám við Héraðs-
skólann í Reykjanesi í einn vetur,
stundaði siöar nám við Iðnskólann
á Patreksfirði og lauk
þar sveinsprófi í húsa-
smíði.
Guðmundur bjó á
Akranesi um hríð og
vann þar við pípulagn-
ir. Hann flutti síðan til
Patreksfjaröar þar sem
hann átti heima í fjögur
ár. Þar var hann fram-
kvæmdastjóri fyrir tré-
smíðafyrirtæki sem
hann starfrækti, ásamt
tveimur félögum sínum.
Guðmundur flutti til
Reykjavíkur 1988 og hefur síðan átt
heima á höfuðborgarsvæðinu. Þar
hefur hann stundað húsasmiðar,
m.a. hjá Kristni og Pétri og hjá
Markholti. Að undanfornu hefur
hann verið verktaki fyrir Haghús
sem byggir raðhús úr steyptum ein-
ingum.
Fjölskylda
Guðmundur hóf sambúð 1979 með
Ingibjörgu Ólafsdóttur, f. 23.3. 1961,
nema. Þau giftu sig 7.4. 1985. Ingi-
björg er dóttir Ólafs Tr. Elíassonar
og Ólafar Guðlaugar Sigurðardóttur
sem bæði eru sérhæfðir fisk-
vinnslustarfsmenn.
Börn Guðmundar og Ingibjargar
era Ema Lóa Guðmundsdóttir, f.
22.5. 1979, nemi við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti; Heiða Ösp Guö-
mundsdóttir, f. 21.8. 1981, nemi við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti;
Hildur Sif Guðmundsdóttir, f. 31.7.
1994.
Systkini Guðmundar era Sigur-
björg Daðey Harðardóttir, f. 5.9.
1956, verkakona í Reykjavík; Þröst-
ur Harðarson, f. 25.11. 1958, bóndi í
Dölum; Steinunn Harðardóttir, f.
2.3. 1963, ritari í Reykjavík; Hörður
Harðarson, f. 22.11. 1966, sprengju-
fræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Guðmundar eru Hörð-
ur Guðmundsson, f. 25.7. 1932, bif-
vélavirki og fyrrv. bóndi að Kvern-
grjóti í Saurbæ, og Erna Sörladóttir,
f. 3.7.1938, gangavörður og húsmóð-
ir.
Ætt
Hörður er sonur Guðmundar Jón-
atanssonar og Daðeyjar Guðmunds-
dóttur frá Fossum í Skutulsfirði.
Erna er dóttir Sörla Ágústssonar
og Sigurbjargar Guðmundsdóttur
frá Djúpuvík og síðar að Kirkjubóli
i Valþjófsdal í Önundarfirði.
Guðmundur Sörli
Harðarson.
Hans Kristján Arnason
Fjölskylda
Hans kvæntist 24.6.
1994 Kristínu Petersen,
f. 17.6. 1952, en hún
starfrækir listaverka-
sölu og gallerí í Reykja-
vík. Kristín er dóttir
Óskars Petersen, f. 12.9.
1917, d. 29.8. 1985, full-
trúa hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, og k.h.,
Ingibjargar Finns Peter-
sen, f. 3.3. 1924, húsmóð-
ur.
Hans Kristján Árnason.
I afmælisgrein sem birtist í síð-
asta helgarblaði um Hans Kristján
Árnason fórust fyrir mikilvægar
upplýsingar um fjölskylduhagi af-
mælisbamsins. Greinin er því birt
hér leiðrétt, og viðkomandi beðnir
velvirðingar á mistökunum.
Hans Kristján Ámason varð
fimmtugur á sunnudaginn var.
Starfsferill
Hans Kristján fæddist I Reykja-
vík og ólst þar upp. Hann lauk stúd-
entsprófi frá VÍ 1969, prófi í við-
skiptafræði frá Hí 1973 og stundaði
framhaldsnám í viðskipta- og hag-
fræði við London Business School
1973-75.
Hans var viðskiptafræðingur hjá
Sambandi veitinga- og gistihúsaeig-
enda 1973, aðstoðarframkvæmda-
stjóri hjá SÍS 1975-78, kennari við
VÍ 1978-80, framkvæmdastjóri Hans
Eide hf. 1978-84, og Alþýðuleikhúss-
ins 1984-85, stofnandi, fram-
kvæmdastjóri og stjómarformaður
Stöðvar 2 og í stjórn íslenska mynd-
versins hf. 1985-90, stundaði ráðgjöf
og sinnti ýmsum verkefnum frá
1991 og starfrækir nú listaverka-
verslunina daDa ehf., í Kirkjuhvoli
ásamt eiginkonu sinni.
Hans veir aðstoðarmaður við aðal-
ræðismannsskrifstofu Hollands á ís-
landi, vararæðismaður Hollands
1979-83, sat í stúdentaráöi HÍ
1970-72, stjóm Vöku 1971-72, í fjár-
öflunamefnd Rauða kross íslands
1978, í stjórn Lífs og lands 1980-82,
er félagi i The American-Scandinav-
ian Society í New York og í The
LBS Alumni Association, var þátt-
takandi í fjölþjóðlegri vinnustofu
listamanna, MOB-SHOP, 1981 og
hefur átt frumkvæði og haft umsjón
með fjölda listaviðburða hér á landi
og erlendis.
Hans skrifaði bókina Að elska er
að lifa. Hans Kristján Ámason ræð-
ir við Gunnar Dal, útg. 1994. Hann
hefur skrifað fjölda blaðagreina,
flutt útvarpserindi og haft umsjón
með og stjórnað sjónvarpsþáttum
fyrir Stöð 2 og Ríkissjónvarpið. Þá
gaf hann út bókina um Vilhjálm
Stefánsson landkönnuð 1995.
Fyrri kona Hans var Anna Sigríð-
ur Pálsdóttir, f. 16.7. 1947. Þau
skildu.
Synir Hans og Önnu: Árni Páll, f.
27.12. 1968, kvikmyndagerðarmaður
í Los Angeles; Gunnar, f. 26.5. 1971,
leikari, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Lárasdóttur og
eiga þau tvö böm, Snæfríði Sól og
Kormák Jarl; Ragnar, f. 29.3. 1978,
dvelur nú í Washington DC.
Stjúpdóttir Hans og dóttir Krist-
ínar er Ástríður Viðarsdóttir, f.
23.10. 1985, nemi.
Systkini Hans: Ing-
unn, f. 3.12. 1948, skrif-
stofumaður; Guðrún, f.
28.4. 1950, háskólanemi;
Einar, f. 3.2. 1956, hag-
fræðingur.
Foreldrar Hans: Ámi
Kristjánsson, f. 19.1.
1924, fyrrv. fram-
kvæmdast. og aðalræð-
ismaður í Reykjavík, og
k.h., Kristine Eide
Kristjánsson, f. 22.10.
1921, húsmóðir.
Ætt
Foreldrar Áma vora Kristján
Einarsson, framkvæmdastjóri Sölu-
sambands islenskra fiskframleið-
enda og ræðismaður í Reykjavík, og
k.h., Ingunn Ámadóttir húsmóðir.
Kristine er dóttir Hans Eide,
kaupmanns í Reykjavík, og k.h.,
Guðrúnar Vilborgar Jónsdóttur
Eide húsmóður.
f