Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 JjV
2« ífréttaljós
DV, Akureyri:
„Okkar reynsla af Kínverjum í
viðskiptum er sú að þeir eru viili-
menn!“
Þetta er hreinskilin skoðun at-
hafnamanns á Akureyri sem var
einn þeirra er stóðu að uppbyggingu
á sælgætisverksmiðju í Kína
snemma á tíunda áratugnum, verk-
smiðju sem starfaði í um eitt ár að
framleiðslu á lakkrís áður en íslend-
ingamir sáu sig tilneydda að hverfa
úr rekstrinum vegna framkomu Kín-
verja. Áður höfðu íslendingamir sem
stóðu að fyrirtækinu sett í það upp-
hæð sem er samkvæmt heimildum
DV á annað hundrað milijónir króna.
Fyrirtækið sem um ræðir hét
Skandinavian Guangzhou Candy
Company, skammstafað SGCC, og
fyrirtækið gekk einnig undir nafninu
„Skandi-Candy". Stefnan var sett á
framleiðslu á lakkrís fyrir alþjóðleg-
an markað og auk þess að moka inn
í fyrirtækið peninginn komu hinir ís-
lensku eignaraðilar inn i fyrirtækið
með þá þekkingu sem þurfti til að
Innlent
fréttaljós
Gylfi Kristjánsson
hefja framleiðslu á lakkrís.
Þekktir aðilar
íslendingamir sem hlut áttu að
máli voru Pétur Bjömsson í Hull, at-
«hafnamennimir og bræð-
umir Halldór og Stefán
Jóhannssynir, Gísli
t Baldur Garðarsson lög-
k maður, Kolbeinn Páls-
K son, athafnamaður í
Reykjavík, Björgúlf-
ur Jóhannsson, nú-
verandi starfsmaður
Samherja, Ragnar Sverrisson,
kaupmaður á Akureyri, Pétur
Bjarnason, athafnamaður á Akur-
eyri, og fyrirtækin Samherji á Akur-
eyri og Sólco í Reykjavík, og e.t.v.
fieiri.
Þama em innan um þekktir aðilar
úr viðskiptalífmu. Sumir þeirra
komu þama einungis inn sem fjár-
festar, aðrir höfðu meiri afskipti af
fyrirtækinu og þeir Gísli Baldur og
Björgólfur sátu í stjóm þess.
Þegar íslendingarnir voru komnir
inn í fyrirtækið lá fyrir að eignarað-
ild var jöfh, þannig að íslendingamir
áttu helming þess og Kínverjar helm-
ing. Kínverjamir lögðu til gamalt
húsnæði sem var að niöurlotum
komið en þar haföi áður farið fram
sælgætisframleiðsla. íslendingarnir
lögðu fram fjármagn til að endur-
byggja húsnæðið nánast frá gmnni,
kaupa vélar og koma fyrirtækinu í
gang, auk þess sem þekking til fram-
leiðslu á lakkrís kom frá íslandi. Ak-
ureyringamir komu þama inn meö
fjármagn snemma árs 1991 en fram-
leiðsla hófst í mars árið 1993 þegar
Það vantaði ekki flottheitin þegar verksmiðjan var formlega opnuð. Árni Johnsen alþingismaður og borgarstjórinn í
Guangzhou klipptu ó rauða boröa í viðurvist fjölda prúðbúinna gesta.
verksmiðjan var opnuð formlega.
Brot á öllum reglum
Til þess að koma fyrirtæk-
inu af stað og efla það á fyrstu
stigum var ákveðið að efna til
hlutafjáraukningar meðal
hluthafanna, það vantaði fjár-
magn til að hefja framleiðsl-
una af fullum krafti, mark- ;
aðssetningu og þess háttar. ......
íslenski hópurinn greiddi
ávailt sinn hlut í hlutafjáraukning-
unni á umsömdum tíma en Kín-
verjamir borguðu aldrei neitt. „Svo
komu þeir 8-10 mánuðum seinna
með eitthvað sem hét skuldajöfnun
en okkar eignarhlutur í verksmiðj-
unni hækkaði aldrei enda þótt við-
bótarfjármagnið kæmi allt frá okkur.
Þetta var auðvitað brot á öllum
viðskiptareglum en sýnir ásamt
öðru
þá þurftu þeir að ræða það í sínum
hópi í 2-3 daga og síðan komu þeir
með tillögu á sama grunni, e.t.v. ör-
lítið breytta, sem átti að samþykkja.
Það þurfti allt að koma frá
þeim sem átti að samþykkja.
Það var nánast eins og öll mál
þyrftu fyrir einhverja alræðis-
nefnd áður en hægt var að taka
ákvarðanir," segir viðmælandi
DV.
Fyrirtækið var í 3 þús-
und fermetra húsnæði í
miðborg Guangzhou. Þegar ís-
lendingamir voru famir að
þreytast á samstarflnu við Kín-
verjana og þær raddir vom fam-
ar að heyrast i þeirra hópi að
draga sig út úr fyrirtækinu var
fengið japanskt fyrirtæki sem er
staðsett í Beijing til að skera úr um
fermetraverð í verksmiðjunni. Fyrir-
tækið mat mál þannig að allt aö 5
þúsund dollarar gætu fengist fyrir
hvern fermetra verk-
Hluti
siðferði Kínveijanna í
viöskiptum. Þeir breyttu bara kin-
verskum reglum eins og hæfa þótti
hverju sinni, fóm bara sínu fram
hvað sem öllu siðferði leið,“ segir
einn af íslendingunum sem þama
áttu hlut að máli.
Milljarður í húsnæðinu
„Það var líka sama hvað kom
upp í fyrirtækinu sem taka þurfti á,
þeir höfðu alltaf sama háttinn á. Við
lögðum e.t.v. eitthvað ákveðið til en
Tveir starfsmenn verksmiðjunnar við lakkrísframleiöslu.
smiðj-
unnar sem þýddi að verðmæti henn-
ar gæti verið rúmlega milljarður ís-
lenskra króna.
Þeirra sanngirni
„Við fórum aldrei fram á að
fá það greitt heldrn- fórum við
fram á að viö fengjum sann-
gjarnt verð fyrir okkar hlut x"-
miðað við hvað við höfðum lagt til
fyrirtækisins. Svar Kínverjanna við
þessu var að þeir hefðu lagt til hús-
næðið og þeir héldu því. Við hefðum
komið þama inn með tæki og þekk-
ingu og það gætum við tekið.
Þeir hlustuðu ekki á það að við
hefðum tekið við ónýtu húsnæði sem
við gerðum upp fyrir okkar fjár-
magn, teikningar voru m.a. unnar
hér á landi og húsnæðið var orðið
fyrsta flokks að því loknu og upp-
fyllti m.a. alla Evrópustaðla. Þetta
var þeirra sanngimi, og síðan
hefur hnífurinn staöið í kúnni
og ekkert gerst í okkar málum
þama. Við höfum ekki fengið
eina einustu krónu út úr fyrir-
tækinu," segir viðmælandi DV.
Algjör leynd hvílir yfir því
hversu mikið fjármagn íslending-
arnir lögðu í fyrirtækið, það segja
þeir trúnaðarmál. Þeir vilja heldur
ekki ræða málið opinberlega, enda sé
þaö á viðkvæmu stigi þar sem enn sé
reynt að ná til baka a.m.k. einhverju
því fjármagni sem í fyrirtækið var
lagt.
íslensk stjórnvöld hrædd
„Við höfum reynt að leita eftir
aðstoð íslenskra yfirvalda í þessu
máli en því miður verður að segjast
eins og er að þar tölum við fyrir dauf-
um eyrum. Það er eins og
„kerfiskarlarnir" óttist það að
styggja Kínverjana vegna við-
skiptahagsmuna. Við erum að
selja Kínverjum vörur fyrir
400 milljónir króna á ári og
við gætum selt þeim vörur
fyrir þá upphæð hvort sem
við stöndum á okkar rétti
gagnvart þeim eða ekki því
það er alltaf hægt að selja í
gegmun milliliði.
í utanríkisráðuneytinu virðast all-
ir vera á tánum þegar minnst er á
þetta mál og einn af þingmönnum
okkar hér á Norðausturlandi segir að
þegar hann hafi minnst á þetta mál
þar hafi honum fundist viðmótið í
ráðuneytinu nánast vera þannig að
þar vildu menn ekki vita af þessu. ís-
lensk yfirvöld eru hrædd við þessa
menn og fylgja þessari alþjóðlegu
vinsemd gegn Kínverjum sem alls
staðar viðgengst."
Siðferði á lágu plani
„Við erum ekki þeir einu sem
hafa gefist upp á viöskiptum við Kín-
verja, fjöldamörg bandarísk fyrir-
tæki hafa t.d. farið úr úr landinu
vegna líkra mála sem upp hafa kom-
ið. Staðreyndin er einfaldlega sú að
siðferði Kínveija er á afar lágu plani.
Við gátum ekki staðið í því lengur að
moka fé inn í fyrirtækiö sem komst
aldrei almennilega á legg vegna þess
að Kínveijarnir settu ekki pening í
það á móti eins og þó var búið að
semja um. Verksmiðjan skil-
aði því aldrei hagnaði þrátt
fyrir að sölusamningar um
framleiðsluna hefði verið fyr-
ir hendi. Kínveijamir bjuggu
bara til sínar eigin reglur
fram og aftur að eigin geðþótta
til að losna undan því að
leggja fé í fyrirtækið. Þetta eru villi-
menn sem verða að gjörbreyta sínu
siðferði til þess að það sé hægt að
eiga við þá viöskipti.
Við erum enn þá að reyna að fá
leiðréttingu á okkar málum í Kína og
erum með mann á okkar vegum í því
máli. Við höfum hins vegar gefist
upp á íslenskum stjómvöldum og
sendiherra íslands í Kína, þaðan er
enga aðstoð að fá og framkoma yfir-
valda hér er til háborinnar skammar.
Ég sé t.d. enga ástæðu til að vera með
sendiherra í Kína sem gerir
ekki neitt þegar leitað er eftir
aðstoð hans eins og við gerðum
án árangurs.
Ég sé ekki eftir því að hafa
tekið þátt í þessu því þetta
hefur verið fróðlegur lær-
dómur. Því miður létum við
Kínveijana fifla okkur upp
úr skónum þannig að það hálfa
hefði verið nóg og þetta mál okkar
ætti að vera öðrum víti til vamaðar,"
sagði viðmælandi DV. -gk
AUKIN
ÖKURÉTTINDI
LEIGUBIFREIÐ
VÖRUBIFREIÐ
HÓPBIFREIÐ
Ökuskóli íslands býður
haqnýtt nóm unair
leiosögn færra og
reynslumikilla
lcennara.
NámskeiS eru
aS hefjast.
GóS kennsluaðstaða og
úrvals æfingabifreiSar.
EÁöMENNS/f^
Ökuskóli
Islands
í FYRIRRÚMI
Öll kennslugögn innifalin.
Hagstætt verS og góS
greiSslukjör.
Mörg stéttarfélög taka þátt
í kostnaSi félaga sinna.
HafSu samband og viS
sendum þér allar nanari
upplýsingar um leiS.
Dugguvogi 2
104 Reykjavík
S: 568 3841
Reynsla Islendinga af viðskiptum við Kínverja:
Þetta eru
villimenn
- segir einn eigenda lakkrísverksmiðjunnar í Kína