Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 fótbolti 47 DV,Ósló:__________________ „Ég lít svo á að dvölin hér í Noregi geti verið eins konar stökkpallur lengra út i heim en ég er ekki að velta þessu fyrir mér á hverjum degi. Ég gerði þriggja ára samning við Stabæk í vor og reikna með að vera allan þann tíma,“ segir Helgi Sigurðsson, Framarinn sem heillað hefur norska knattspyrnuáhuga- menn í sumar, i samtali við DV. „Heppnir með Helga“, sagði Aftenposten í risafyrir- sögn i sumar skömmu eftir að Helgi kom til liðsins og Stabæk hafði sigrað i þremm- leikjum í röð. Og Aftenposten bauð upp á einfalda skýringu á velgengninni: „Mikil vinna, þétt vörn og Helgi Sigurðs- son!“ Vonir og vonbrigði Helgi er að vonum sáttur við veru sína hjá Stabæk. DV hitti hann á Nadderud, heimavelli liðsins í Bærum, í einu af úthverfum Óslóar. Hann var þá búinn að ávinna sér viðurnefnið „Helgi rauði“ meðal félaganna eftir að hafa fengið rautt spjald í miklum baráttuleik við Molde, lið Bjarka Gunnlaugssonar. Það er orðið svo að nær hvert úr- Innrás íslenskra knattspyrnumanna í Noreg: eru fleiri og umfram allt er æfingatímabilið mun lengra en á íslandi. Norskir leik- menn fá aðeins stutt frí eftir leiktíðina og svo jólafrí. Ann- ars er æft allt árið. Æfingahallir „Hér hafa félögin komið sér upp æfingahöllum til að geta æft allan veturinn. Á ís- landi er það lykilatriöi til að bæta árangurinn að byggja slíkar hallir,“ segir Helgi. Honum þykir og mikið til um hve skipulagðir Norð- menn eru. Þeir hafa á tíu til fimmtán ára tímabili byggt upp knattspyrnuna í land- inu, allt frá unglingastarfi til landsliðs. » " Sægreifi í boltanum Fólksflöldinn hefur auðvit- að líka sitt að segja og á ís- landi eru tæpast forsendur fyrir atvinnumennsku. Það koma einfaldlega ekki nógu margir á völlinn til að grundvöllur sé fyrir rekstri atvinnufélaga. Hjá Stabæk og Molde, lið- um þeirra Helga og Bjarka, eru sjaldan fleiri en 3000 áhorfendur á leik. Minna má það ekki vera. Stærri lið eins og Rosenborg og Brann geta státað af 12.000 áhorfendum valsdeildarlið í Noregi hefur fengið íslending í sínar raðir. Þeir Helgi og Bjarki hafa vakið mesta athygli í sumar. Helgi var einn þeirra sem fóru ungir til útlanda að freista gæfunn- ar á fótboltavöllunum. Hann virtist vera að hefja glæsilegan feril hjá Stuttgart í Þýskalandi þegar ólánið dundi yfir: Brotin rist og eitt ár af ferlinum tapað. Nú er Helgi orðinn 23 ára og frammistaða hans í Noregi í sumar vekur vonir um enn ný afrek á kom- andi árum. Helgi segist hafa náð sér að fullu af meiðslunum og hann nýt- ur sín vel hjá Stabæk. Millilending íslenskir knattspymumenn geta litið svo á að þeir séu komnir hálfa leið út í heim þegar þeir eru komn- ir til Noregs. Helgi telur að ungir menn eigi ekki endilega að byrja spreyta sig fyrst meðal stórþjóð- anna þar sem samkeppnin er hörð- ust. „Ég lærði mikið af að fara til Stuttgart en það getur verið skyn- samlegra að bíða og taka út þrosk- ann i minni löndum eins og íslandi eða Noregi. Sumir fara of snemma utan og ná aldrei að njóta sín,“ seg- ir Helgi, sem hiklaust mælir með Noregi sem millilendingu eða sem framtíðarlandi. Ungir og efnilegir Norðmenn hafa t.d. farið til Eng- lands án þess að ná þar árangri. Þeir eldri og reyndari standa sig hins vegar yfirleitt vel. Hættulegur framherji Þjálfari Helga er Svíinn Hans Backe. Hann hefur náð góðum ár- angri með lið Stabæk þótt Noregs- meistaratitillinn sé ekki innan seil- ingar. Backe hældi Helga á hvert reipi í viðtali við DV og kallaði hann „hættulegan framherja". „Við sáum Helga bara á mynd- bandi og ákváðum að ráða hann. Strákurinn gat greinilega hlaupið og hann hefur svo sannarlega ekki valdið okkur vonbrigðum. Helgi hefur auðvitað hæfileika til að skora mörk og er ódrepandi vinnu- hestur að auki,“ sagði Backe. Dugnaðurinn ókeypis Backe sagði að íslenskir knatt- spyrnumenn féllu vel að leikstíln- um í Noregi. Því þyrfti engum að koma á óvart þótt norsk lið leituðu til íslands eftir leikmönnum. Leikstíll Norðmanna er „enskur" og það sama gildir um íslendingana. „Tæknin er yfirleitt góð og við bætist að íslendingarnir virðast hafa þennan óbilandi vilja til að sigra. Sigurviljann og dugnaðinn fá menn ókeypis með því að kaupa ís- lendinga," sagði Backe. Fleiri hafa orðið til að taka undir með Backe að hugafar islendinganna sé eftirsókn- arverður kostur. Það er gömul saga að íslenskir fótboltamenn leiti eftir frægð og frama í Noregi. Ólafur og Teitur Þórðarsynir gerðu hér garðinn frægan og nú er Birkir Kristinsson hættur hjá Brann eftir langa þjón- ustu. Það sem er nýtt er að nú eru nær öll stærri lið í norska fótbolt- anum á höttunum eftir íslending- um. Helgi skýrir málið: „Árangur Norðmanna undanfar- in ár hefur leitt til þess að erlend lið, einkum ensk, hafa keypt tugi leikmanna. Við það skapast ákveðið tómarúm sem við íslendingar fyll- um að hluta,“ segir Helgi. í sumar hafa Ágúst Gylfason, Rúnar Kristinsson og Bjarki Gunn- laugsson auk Helga allir leikið í Noregi. Fyrir næstu leiktíð bætast Óskar Hrafn Þorvaldsson, Ríkharð- ur Daðason og Brynjar Bjöm Gunn- arsson við. Brynjar mun hafa kost- að hið nýja lið sitt, Válerenga, 15 milljónir íslenskra króna. Þá er lík- legt að Hilmar Bjömsson og Guð- mundur Benediktsson verði og á norskri grand næsta sumar. Þetta er fríður hópur og stærsta „útlendingaherdeildin“ sem íslend- ingar eiga og ef til vill bætast enn þrír leikmenn í þennan hóp. Það era Sigurður Jónsson, Einar Þór Daníelsson og Lúðvík Jónasson. Ekki fjárhagsáhyggjur Launin ráða auðvitað miklu um að margir yfirgefa ættjörðina til að spila fótbolta. í Noregi eru öll úr- valsdeildarliðin skipuð atvinnu- mönnum þótt launin i Noregi séu vissulega lægri en meðal stórþjóð- anna sunnar í Evrópu. Helgi segir að hann „þurfi ekki að hafa áhyggj- ur af fjármálunum" og hann fær húsnæði og bíl í launauppbót. í Noregi eru nokkrir leikmenn sem hafa „góð laun“. Það eru lykil- mennirnir í sínum liðum. Bæði Helgi og Bjarki era meðal þeirra. Aðrir vinna hlutastörf með fótbolt- anum til að láta endana ná saman. Lægst launaði úrvalsdeildarmaður- inn hefur að sögn 90 þúsund íslensk- ar á mánuði. Þeir sem hafa góð laun era „með það sem vel menntaður ungur mað- ur í góðri stöðu hjá einkafyrirtæki mundi hafa“, gat norskur blaðamað- ur upplýst DV um. Það eru um 300.000 íslenskar krónur á mánuði. Nokkrir af íslendingunum sem nú era á leið til Noregs munu falla í þennan flokk. Betri aðstæður Helgi segir að aðstaðan hjá norsku félögunum sé og mun betri en hjá þeim íslensku. „Það er betur hugsað um leikmennina og þeir fá betri möguleika á að þroskast sem fótboltamenn," segir Helgi. Munurinn felst m.a. í að æfingar að meðaltali allt leiktímabilið. Molde reiknar að vísu með að styrkja stöðu sína á næsta keppnis- tímabili þegar nýr og helmingi stærri leikvangur verður tekinn í notkun. Völlurinn er gjöf frá sægreifanum Kjell Inge Rokke og kostar tvo millj- arða íslenskra króna. Rokke er einn af ríkustu mönnum Noregs og sér til þess að smábæjarliðið heima i Molde geti keppt við önnur lið um kaup á leikmönnum. Segja má að Rokke hafi keypt Bjarka. Hlutafélögin taka við í Noregi hefur nokkrum liðum verið breytt í hlutafélög og bréfin seld á almennum markaði. Stabæk er t.d. hlutafélag sem þó nýtur stuðnings fyrirtækja í bæjarfélag- inu. Þannig er það yfirleitt að liðin eru rekin sem fyrirtæki en fá fjár- hagsstuðning. Helgi fær t.d. bíl frá sínu en bíllinn er með auglýsingum! Norski umboðsmaðurinn Lars Pett- er Fosdahl hefur ráðið sex íslend- inga til norskra liða. Hann segir að yfirleitt verði að borga um fimm milljónir íslenskra króna fyrir samningsbundinn leikmann frá ís- landi. Það er líkt verð og fyrir leik- menn sem skipta um lið innan Nof- egs. Norsk lið geta hins vegar ekki keppt við ensk og þýsk lið um dýr- ustu leikmennina sína. Þá eru margir íslenskir leikmenn án samninga og þeir geta samið við félög í Noregi og gengið til liðs við þau án endurgjalds. íslensku „frels- ingjamir" eru nú hvað eftirsóttastir í Noregi. Straumur íslenskra leikmanna til Noregs vekur æ meiri athygli. í Noregi er menn á einu máli um að þessi „innrás" sé fótboltanum i Nor- egi til framdráttar. Með því að flytjaÁ inn leikmenn megi bæta upp tapia- sem verður með leikmannaflóttan- um til Englands. Innflutningurinn kann hins vegar að koma illa við knattspyrnuna á íslandi. Gísli Kristjánsson íslenskir knattspyrnumenn í Noregi Tromsö Hilmar Björnsson (tilboö) *>•% tf Bodö-Gllmt (Bodö) GuBmundur Benediktsson (tilb.) Molde Bjarki Gunnlaugsson Brann (Bergi Ágúst Gylfasoi Bijkir Kristinssol Tryggvi GuBmundi (tilb.) Stabæk (Óslö) “ Helgi SigurBsson Valerengen (Óslé) Brynjar B. Gunnarsson ' Raufoss (1. delld) Tómas Ingi Tómasson Einar Páll Tómasson Páll GuBmundsson Lllleström Rúnar Kristinsson Vlklng (Stavanger) RíkharBur DaBason Strömgodset (Drammen) Óskar Hrafn Þorvaldsson EESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.