Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 35
DV LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 enning Umdeild glæsiútgáfa Halldórs Laxness á Njálu hefur verið endurútgefin: Útgáfa Halldórs Laxness á Brennu-Njálssögu frá 1945 er komin út í nákvæmri endurgerð hjá Vöku- Helgafelli. Og hún kemur beint inn i það sem helst má líkja við „þjóðaræði" umhverfls þetta ríflega sjö hundruð ára gamla listaverk. Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur varði doktorsritgerð sína „The Saga of Njal’s Saga“ við Massachussetts-háskóla 1995. Það var samanburðarrannsókn á þýðingum á Njálu. Hann vinnur nú að bók á is- lensku, Hetjan og höfundurinn, þar sem hann skoðar viðtökur á Njálu hér á landi á breiðum grunni. Jón Karl tók útgáfu Halldórs Lax- ness á Njálu með í doktorsritgerð sinni vegna þess að hún er „þýðing“ Halldórs á sögunni á nútímaíslensku, og við báðum hann að segja okkur sögu þessarar glæsilegu bókar. r I nafni laganna „Útgáfa Halldórs Laxness á Njálu kom út 1945,“ segir Jón Karl, „en ætli saga hennar heflist ekki strax 1935 þegar Halldór gerir athugasemd við stafsetningu á útgáfu Hins íslenska fornritafélags á íslendingasögum. Hann bendir á að hin samræmda forna stafsetning sem hafði tíðkast á erlendum útgáfum á sögunum, þetta „hvimleiða málfræðinga-esperantó", eins og hann segir, sé í fyrsta lagi allsendis ólik því sem finna megi í viðkomandi handritum og þess vegna sé hún fölsuð, og í öðru lagi standi hún í vegi fyrir því að íslend- ingar njóti sagnanna eins vel og efni standi til. En þetta var bara stutt Jón Karl Helgason: Nú skiptir máli hver á Halldór Laxness. DV-mynd GVA blaðagrein og hafði engin áhrif á rit- stjómarstefnu íslenskra fomrita. Svo líða árin og 1941 kemur til- kynning þess efnis í blöðunum að Ragnar í Smára, bókaútgefandinn góðkunni, hafi ráðið Halldór Laxness til að gefa Laxdælu út fyrir almenn- klókir vorið 1943 þegar Hæstiréttur er að bræða málið með sér að fá leyfi til að gefa út Njálu. Samkvæmt nýju lögunum þmfti að fá leyfi hjá kennslumálaráðherra til að gefa út íslensk fornrit. Þannig stóð á í íslenskri pólitík á þessum „Stafsetningin á hatursútgáfunni er bastarður milli samræmdrar staf- setningar fornrar og nútímastafsetn- ingar,“ heldur Jón Karl áfram. „Það stendur „ok“ og „þaf ‘ en hins vegar stendur „maður“ en ekki „maðr“. En það er greinilegt að þessi Njála var gefln út sem sagnfræði. Hún er með ljósmyndum frá söguslóðum og afar ólík útgáfu Halldórs sem bein- línis leggur Njáls sögu fram sem listaverk. Hjá honum er enginn for- máli; menn fá að lesa bókina ótrufl- aðir og í eftirmála sínum hnykkir Halldór á því að sagan sé afbragðs skáldverk og nútímalegt í þokka- bót.“ - En var það ekki gegn upphafleg- um márkmiðum að hafa bókina svona flotta? „Eitt af því sem Halldór var gagn- rýndur fyrir eftir Laxdæluútgáfuna var að hún væri óvönduð og prentuð á lélegan pappir; útlitið samræmdist ekki þeim dýrgrip sem sagan væri. Svo mikið er víst að ekki er hægt að saka þá félaga um að rýra gildi forn- ritanna í útgáfu sinni á Njálu. Hún er með vissum hætti að þykjast vera gamalt skinnhandrit! Þessi útgáfa er afurð af flóknu menningarlegu og pólitísku ferli - og það er erfitt núna að gera sér grein fyrir um hvað deilan stóð í raun og veru. Stóð hún um það hvort einstakir „smjörlíkiskallar", eins og Ragnar var kallaður á þingi, mættu ekki græða á „sameign þjóð- arinnar"? Eða stóð hún um að Hall- dór væri að eyðileggja sögulegar heimildir einstakra héraða með því að sleppa ættartölum? Þær röksemd- ir heyrðust. Líklega snerist málið þó ing með nútímastafsetningu og auk þess eitthvað stytta. Líklega fór eink- um síðara atriðið illa í ýmsa menn, þar á meðal Jónas frá Hriflu sem hafði í hyggju að gefa út fornsögur fyrir almenning á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs sem hann stýrði. Jónas var líka þingmaður, og það skipti engum togum: lög voru sett á Alþingi sem áttu að koma i veg fyrir útgáfu Halldórs og Ragnars. En þeir brugðu líka skjótt við, og með því að leggja nótt við dag komst Laxdæla út áður en lögin tóku gildi. Ári síðar gáfu þeir Halldór út Hrafnkötlu, beinlinis til að storka lögunum. Fyrir það voru þeir, ásamt Stefáni Ögmundssyni prentara, kærðir og dæmdir í undirrétti til að greiða þús- und krón- ur í sekt eða sifla 45 daga í fangelsi. Þeir áfrýjuðu dómnum strax haustið 1942 en eru tíma að við völd sat umdeild utan- þingssflóm, en svo vel vildi til að fyrrverandi tengdafaðir Halldórs, Einar Arnórsson, var kennslumála- ráðherra og veitti þeim leyfið. Jónas frá Hriflu og þingmenn í liði hans trompuðust algerlega við þær fréttir. Þarna var Halldór, dæmdur maðurinn, kominn með löglegt leyfi til að halda áfram sinni „skemmdarstarfscmi" - sem Jónas taldi auðvitað vera beint framhald af illræmdu niðurrifsstarfi komm- únista. Og í kjölfarið samþykkti Al- þingi að fela ríkisstjórninni að fela Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins að gefa út Njálu eins og þeir vildu hafa hana, „þar sem ekki finnist flngraför þeirra manna, sem allt vilja draga niður í sorpið," eins og stendur í þingsá- lyktunartillögunni um þessa útgáfu. Halldór kallaði hana „hatursútgáf- una“ á Njálu, því henni var beinlín- is stefnt til höfuðs útgáfu hans.“ - Og varð Jónas á undan? „Mönnum sýndist helst vorið 1943 að það yrði kapphlaup um að koma þessum tveim útgáfum á prent, en fljótlega eftir þetta upphlaup voru Halldór, Ragnar og Stefán Ögmundsson sýknaðir af Hæstarétti, og lögin sem kváðu á um að leyfi þyrfti til að gefa út fomrit voru dæmd ómerk. Þá sagðist Halldór vera búinn að ná þvi fram sem hann vildi og var þess vegna ekk- ert að flýta sér að gefa út sína Njálu. tjála Alþingis kom út 1944, u broti og útgáfur Halldórs á Laxdælu og Hrafnkötlu. En Ragn- ar og Halldór fóm allt aðra leið með sína Njálu, gerðu hana eins glæsi- lega bók og íslenskir bókagerðar- menn gátu framast gert á þessu fyrsta ári lýðveldisins." Sagnfræði eða skáld- verk Þorvaldur Skúlason: „Hann hljóp upp á skip Hrúts.“ I grein um myndlýsing- ar í íslenskum fornritaútgáfum segir Júlíana Gottskálksdóttir aö myndir hans séu „persónulegastar og áhrifamestar", stfllinn af síðkúbískum toga og voldug formin ýmist ávöl eöa hvöss. Gunnlaugur Scheving: „Honum varð litið upp til hlíðarinnar." Snorri Arinbjarnar: „Hildigunnur lagöi yfir Flosa skikkjuna." aðallega um hatrammar persónuleg- ar og pólitískar deilur Halldórs og Jónasar frá Hriflu á þessum tíma. Mestu deilurnar urðu 1940-42 þegar Jónas var hálfgerður einvald- ur í menntamálaráði og stóð í striði við róttæka listamenn. Þessar deil- ur setja mark sitt á eftirmála Hall- dórs að Brennu-Njálssögu. Hluti af átökunum stóð um það hvort ís- lensk menning ætti að vera þjóðleg og íhaldssöm eða ögrandi og fram- sækin. Halldór hefur mörg orð um það í eftirmálanum að myndir Þor- valdar Skúlasonar, Gunnlaugs Schevings og Snorra Arinbjarnar í útgáfu hans séu jafnmerkileg lista- verk og sagan sjálf. Að vissu leyti er hann þá að varpa ljóma sögunnar yfir á íslenska samtimalist. Hann er að segja: Þeir voru frábærir þessir gömlu meistarar - en við erum það líka! Og við megum ekki gleyma þvi að hann er að tala um listamenn sem voru á svörtum lista hjá Jónasi frá Hriflu. Jónas sýndi til dæmis verk eftir Þorvald og Gunnlaug á um- deildri sýningu á „úrkynjaðri list“ í Alþingishúsinu nokkrum árum fyrr. Þessar deilur segja líka aðra sögu undir niðri. Sögu um breyttan skiln- ing á íslenskri menningu og átök um hvar sé miðja þeirrar menningar, hver eigi hana. Hver á Njálu? Um leið og þú átt Njálu og getur stjómað túlkun hennar þá geturðu líka stjórn- að þjóðinni." - Skiptir enn þá máli hver á Njálu? „Ekki með sama hætti og áður. Nú skiptir meira máli hver eigi Halldór Laxness. Eru það vinstri menn eða hægri menn, tiltekið bókaforlag, þjóðfélagshópur eða þjóðin öll? Mér finnst gaman að Njála skuli koma út aftur í svona nákvæmri endurgerð. Þó spyr maður sig hvort þetta sé sama bókin og 1945. Fyrir mér er þessi bók sögulegur minnis- varði. Til dæmis er vert að muna að Friðrik Þór valdi einmitt þessa út- gáfu til að brenna í kvikmyndinni Brennu Njáls sögu. Hann var auðvit- að að fremja margfalt „fóðurmorð" - á höfundi Njálu, Halldóri Laxness og jafnvel myndlistarmönnunum þrem- ur!“ -SA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.