Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 58
66
il&yndbönd
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997
Donnie Brasco:
Undir fölsku flaggi
Alríkislögreglumaður-
inn Joe Pistone yfirgefur
fjölskyldu sína og tekur á
sig gervi glæpamannsins
Donnie Brasco til að
smeygja sér í raðir mafí-
vunnar. Lefty Ruggiero er
éinn af morðingjum
mafiunnar. Hann er far-
inn að eldast og sér í
Donnie Brasco nýja fram-
tíð. Donnie ávinnur sér
traust Lefty sem gerist
lærifaðir hans og kemur
honum í sambönd innan
mafiunnar. Þetta er ná-
kvæmlega það sem Joe er
að sækjast eftir, en þeir
mynda með sér vináttu
sem á eftir að draga dilk
á eftir sér. Eftir því sem
hann vinnur sig dýpra
inn í raðir mafiunnar
verður honum ljóst að
uppljóstranir hans munu dæma vin
4ians Lefty til dauða. Mörkin milli
alríkislögreglumannsins og glæpa-
mannsins verða óljós og tengsl hans
við fjölskyldu sína eru nánast eng-
in. Hann verður að lokum að gera
upp við sig hvar hollusta hans
liggur - hjá íjölskyldunni, alríkis-
lögreglunni, Lefty eða mafiunni.
Sönn saga
Myndin er byggð á bókinni
Donnie Brasco, My Undercover Life
in the Mafia, eftir Joe Pistone, þar
«em hann segir frá reynslu sinni.
Hann var leynilegur útsendari al-
ríkislögreglunnar og tókst á áttunda
áratugnum að vinna sig inn í raðir
Bonanno-glæpafjölskyldunnar í
New York. Mike Newell leikstýrir
og Paul Attanasio skrifar handritið.
Framleiöendur eru Mark Johnson,
Barry Levinson, Louis Di Giaimo og
Gail Mutrux. í aðalhlutverkum eru
West og An Awfully Big
Adventure og loks sú
mynda hans sem mest-
um vinsældum hefur
náð, Four Weddings and
a Funeral, sem var til-
nefnd til tvennra ósk-
arsverðlauna og gerði
stjörnu úr Hugh Grant.
Ný hlið á
mafíósanum
launatilnefningar og einu sinni
hlotið óskarinn, fyrir Scent of a
Woman. Tilnefningamar hlaut
hann fyrir leik í myndunum And
Justice for All, The Godfather, The
Godfather Part 2, Dog Day Af-
temoon, Serpico, Dick
Tracy og Glengarry
Glen Ross.
Einnig hefur
hann átt eft-
irminnileg
í
Al Pacino, fyrir miðri mynd, leikur Leftyr Ruggiero, sem
tekur Donnie Brasco upp á sina arma.
Johnny Depp í hlutverki Joe Pist-
one/Donnie Brasco og A1 Pacino í
hlutverki Lefty Ruggiero. í helstu
aukahlutverkum eru Michael Mads-
en, Brano Kirby, James Russo og
Anne Heche.
Enski leikstjórinn Mike Newell
fékk vinnu hjá Granada-sjónvarps-
stöðinni eftir að hann lauk háskóla-
námi. Hann leikstýrði nokkrum
sjónvarpsmyndum áður en hann
leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd,
The Man in the Iron Mask. Eftir
The Awakening og Bad Blood vakti
hann árið 1984 mikla athygli með
Dance with a Strcmger sem vann til
verðlauna á kvikmyndahátíðinni í
Cannes. Næsta ár leikstýrði hann
Anthony Hopkins í The Good
Father og í kjölfarið fylgdu
Amazing Grace and Chuck og Sour-
sweet. 1991 gerði hann Enchanted
April, sem var tilnefnd til þrennra
óskarsverðlauna. Þá komu Into the
Johnny Depp hefur
getið sér orð sem einn af
Qölhæfustu leikurum
yngri kynslóðarinnar í
Hollywood fyrir hlut-
verk í myndum eins og
Edward Scissorhands,
Ed Wood og Benny &
Joon, sem allar öfluðu
honum Golden Globe-til-
nefninga sem besti leik-
arinn. Meðal annarra mynda hans
eru Cry Baby, 21 Jumpstreet,
What’s Eating Gilbert Grape?, Don
Juan DeMarco, Nick of Time og
Dead Man. Hann settist nýlega í
leikstjórastólinn í fyrsta skipti og
gerði The Brave. Hann lék einnig
aðalhlutverkið í myndinni og skrif-
aði handritið ásamt bróður sín-
um, D.P. Depp.
A1 Pacino hefúr
hlotið samtals
átta ósk-
arsverð-
hlutverk
myndum
eins og The
Godfather
Part 3,
Revolution,
Scarface og
Author! Aut-
hor! Meðal
nýjustu
mynda hans
eru Heat,
Two Bits og
City Hall
Hann hef-
ur oft
leikið mafiósa og má þar nefna Guð-
föðurmyndimar, Scarface og Car-
lito’s Way, en Lefty Ruggiero er
ólíkrn- öllum þeim mafiósum sem
hann hefur leikið. Pacino hefur
ávallt leikið mafiósa sem
em við toppinn á píra-
midanum, en Lefty
Ruggiero er undir-
málsmaður sem
aldrei hefur
náð að vinna
sig upp í
virðingar-
stöðu innan
fjölskyld-
unnar. -PJ
Johnny Depp
leikur titilhlutverk-
ib, lögreglumann
sem kemur sér í
mjúkinn hjá
mafíunni.
UPPÁHALDSMYNDBANDIÐ MITT
Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir
fatahönnuður
If These Walls
Could Talk
Frankie the Fly
Island
„Ég er mjög hrifin af mörgum
evrópskum myndum sem flokka
má undir svokallaðar tímabila-
myndir. Ég vil hafa rómantík og
gjarnan einhverja sagrtfræðilega
tilvísun í myndunum. Einnig vil
ég hafa góða uppbyggingu í þeim
og að þær lýsi vel andrúmsloftinu
á þessu ákveðna tímabili með
flottum búningum, umhverfi og
tónlist.
Ég er gefin fyrir myndir sem
hafa hæga stígandi og vissa sál-
ardýpt. Ég get t.d. nefnt myndir
eins og A Room with a View,
The English Patient,
Howard’s End, Age of Inn-
ocence og Jane Austin-mynd-
irnar.
Aðrar myndir sem koma
upp í hugann eru m.a. ítalska '||
myndin Cinamo Paradiso ®
sem mér finnst alger perla,
Schindler’s List, sem var
mjög áhrifamikil,
og Secrets and
Lies sem mér
fannst mjög
smart og hafa
svolítið kjöt á
beinunum.
Ég er einnig
mikill aðdáandi
Hitchcock því
ayndir hans hafa þessa hægu
stígandi sem ég er hrifin af.
Ég er yfirleitt ekki hrifin af
bandarískum spennumyndum en
get þó nefnt eina sem mér fannst
mjög góð. Það
var myndin
Lömbin
þagna sem
mér fannst
afar vel
gerð.“
-glm
Cher er
bæði þekkt
söngkona og
leikkona en
hingað til
hefur hún
ekki bæði
leikið og
leikstýrt
kvikmynd.
Afrakstur-
inn er If |
These Walls
Could Walk og hefur Cher fengið
tvær vinkonur sínar úr stjömuliði
Hollywoods, þær Demi Moore og
Sissy Spacek, til að leika í myndinni
sem er þriskipt. Sameiginlegt með
köflunum þremur er að þeir fjalla
allar um konur sem standa and-
spænis því að taka ákvörðun um
fóstureyðingu.
Demi Moore leikur í fyrstu sög-
unni sem gerist 1954 og fjallar um
konu sem missir eiginmann sinn,
leitar huggunar hjá mági sínum og
verður ófrísk. Önnur sagan gerist
1970 og fjallar um fertuga konu sem
alið hefur upp þrjú höm og verður
ófrísk fyrir slysni. Sissy Spacek
leikur í þessum hluta. Síðasta sagan
gerist í nútímanum og segir frá
lækni sem kemur inn á deild þar
sem er fyrir ung stúlka sem vill láta
eyða fóstri. Cher leikur lækninn.
Háskólabíó gefur út If These Walls
Could Talk og er hún bönnuð
börnum innan 16 ára. Útgáfudag-
ur er 21. október.
Frankie the Fly er svört kómedía
með mörgum þekktum leikurum og
sýnir myndin i i
tfiA m m\
þá hlið
Hollywood
sem fæstir
þekkja. Aðal-
persónan er
Frankie, góð-
hjartaður ná-
ungi sem hef-
ur lifibrauð
sitt af því aö
vinna fyrir
óforskammað-
jS
luMUtuiMi
WHlKm
X
Prúðu leikaramir em komnir á
fulla ferð eina ferðina enn og nú er
það klassík-
in sem tekin
er fyrir en
myndin er
byggð á
hinni frægu
skáldsögu
Roberts Lou-
is Steven-
sons, Gull-
an mafíósa, Sal að nafni, sem fram-
leiðir og selur svæsnar klámmynd-
ir. Frankie er fyrir löngu búinn að
fá nóg af yfirgangi Sals og ákveður
að fara sjálfur út í framleiðslu klám-
myndar. Til að aðstoða sig fær hann
til liðs við sig leikstjóra sem er
skuldugur og lofar Frankie að borga
reikninga hans. Sal fréttir af þessu
tiltæki fyrrum starfsmanns síns og
rænir því aðalleikkonunni og leik-
stjóranum og um leið og hann pynt-
ar þau niðurlægir hann Frankie
sem á þó tromp í pokahominu.
Með aðalhlutverkin fara Dennis
Hopper, Kiefer Sutherland, Daryl
Hannah og Michael Madsen. Leik-
stjóri er Peter Markle.
Skífan gefur út Frankie the Fly og
er hún bönnuð börnum innan 16
ára. Útgáfudagur er 22. október.
Muppet Treasure
eyjunm.
Söguþráður-
inn er í
stuttu máli á þá leið að hinn ungi
Jim Hawkins eignast fjársjóðskort.
Til að hrinda í framkvæmd áætlun
um að nálgast fjársjóðinn hóar
hann í félaga sína, Gonzo og Rizzo. í
för með þeim slást síðan stýrimað-
urinn Trelawney, sem Fossa bjöm
leikur, og kafteinninn Smollett sem
Kermit leikur. Einn bætist til við-
bótar í hópinn, ekki eins viðkunn-
anlegur og hinir félagar Jims, Long
John Silver. Ekki þarf lengi að bíða
þess að Langi-Jón taki öll völd.
Smollet á samt ráð undir hverju rifi
og með aðstoð hinnar herskáu
Benjamínu Gunn, sem Svinka leik-
ur að sjálfsögðu, er blásið til hern-
aöar.
Mótleikarar Prúðu leikaranna
em Tim Curry, sem leikur Langa-
Jón, og Kevin Bishop sem leikur
Jim.
Sam-myndbönd gefa út Muppet
Treasure Island og er hún leyfð öll-
um aldursflokkum. Útgáfudagur er
23. október.