Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 41
T LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 t- J , v - j~\H -J 49 Merkilegt einkaframtak á Reykjum íTungusveit: Gamli bærinn verður minjasafn DV, Fljótum „Ég er lengi búinn að hafa áhuga á að koma upp bæ í líkingu við gamla bæinn sem ég ólst upp í og það var svo árið 1992 sem ég lét verða af þessu. Þá var baðstofan byggð ásamt skála. Síðan kom hlé þar til i fyrra. Þá var aftur hafist handa og þá lét ég reisa þau hús sem á vantaði, þ.e. bæjargöng, hlóðaeldhús og svokallaðan vestur- skála. Þar með var bærinn orðinn þriggja bursta og mjög líkur þeim gamla í útliti,“ sagði Kristján Jó- hannesson á Reykjum í Lýtings- staðahreppi þegar hann var inntur Nýr flugvöllur Nú styttist í að Biggin-flug- vöflur verði tilbúinn til að þjóna áætlunarflugi. Flugvöllurinn er í 20 kílómetra fjarlægð frá Lund- únum og eru þá flugvellir borg- arinnar orðnir sex talsins. Biggin-flugvöllur var reistur í seinni heimsstyrjöldinni og hef- ur þangað til nú aðeins þjónað smærri vélum í leiguflugi. Flug- völlurinn er þó langt frá því að vera stór í sniðum, til dæmis tekur brottfararsalurinn aðeins um 140 farþega. Forráðamenn vaflarins vonast þó til að með auknum umsvifum verði hægt að stækka völlinn í framtíðinni. Nettengd kaffitería í framtíðinni mun það færast í aukana að flugfarþegar hafi að- gang að tölvum á meðan þeir bíða flugs. Flugkaffiterían Host Marriot Services er þessa dag- ana að setja upp tölvur á nokkrum af útibúum sínum. Host Marriot Services reka kaffiteríur á 73 flugvöflum víðs vegar um heiminn. Tölvumar verða allar tengdar símalínu og ætlar fyrirtækið að rukka 25 krónur á mínútuna. Fljúgandi hótel Þótt það hljómi undarlega þá er fljúgandi hótel nokkuð sem flugfélagið Virgin Atlantic ætlar að bjóða farþegum sínum upp á i framtíðinni. Fyrirtækið er að láta hanna svefnherbergi, æf- ingasali og gufuböð í 16 nýjar flugvélar. Það sem í boði verður er sem sagt tveggja manna her- bergi með uppábúnum rúmum og öðrum þægindum sem menn eiga að venjast á hótelum á jörðu niðri. Fyrstu vélamar fara í loftið árið 2002 ef áætlun stenst en reikna má með að þjónusta sem þessi verði í dýrari kantinum. Sitja einir að Flórens í kjölfar þess að flugfélögin Alitalia og Air UK hafa lagt nið- ur flugferðir á milli borganna London og Flórens hefur ítalska flugfélagið Meridiana óskastöðu enda situr félagið nú eitt að þessari vinsælu flugleið. Ekki dugar minna en að bjóöa upp á þrjár ferðir á dag og á næsta ári bætist sú fjórða við. Sjálfsafgreiðsla á Hilton Hilton-hótelkeðjan í samstarfi viö kortafyrirtækið American Express og IBM gera nú tilraun með nýtt plastkort sem gera hót- elgestinum kleift að skrá sig inn á hótelið, panta þjónustu og borga reikninginn án þess aö hitta einn einasta hótelstarfs- mann. Fyrirtækin völdu um þrjú þúsund manns til þess að láta reyna á þessa nýju tækni. Niðurstöðu tilraunarirmar er aö vænta í upphafi næsta árs. eftir stórframkvæmd sem hann hef- ur staðið að undanfarin ár. Bærinn sem hann lét reisa frá gmnni er 14x14 metrar að stærð, burðarveggir og gólf er steypt en að utan em eins'metra þykkir veggir úr torfi og grjóti. Veggina hlóð Kristján sjálfur á sama hátt og gert var i gamla daga, en hann var van- ur þess háttar vinnu frá fyrri tíð. I þakinu eru öflugar sperrur, 5x5, og á þær klætt með skarsúð nema í baðstofunni þar er klætt með svo- kallaðri reisifjöl og tyrft yfir. Að innan er bærinn að hluta til klædd- ur með timbri með því fyrirkomu- lagi sem tíðkaðist áður fyrr. I þessum myndarlega bæ hefur Kristján komið upp minjasafni og má finna þar margt fágætra muna. Má þar t.d. nefna skatthol sem er um 200 ára gamalt, kistil Símonar Dalaskálds, merkilegt byssusafn og altarishurðir úr kirkjunni á Reykj- um sem gætu verið frá því um eða fyrir 1700. Þá er þarna að finna mjög gamlar guðsorðabækur og er þar væntanlega merkust Steins- bibilía frá árinu 1728. Flestir mun- irnir í bænum eru úr búi foreldra Kristjáns, þeirra Jóhannesar Krist- jánssonar og Ingigerðar Magnús- dóttur en einnig eru munir sem hann hefur fengið frá öðrum á und- anfömum ánrni og haldið til haga. K r i s t j á n sagði í samtali að hann hefði byrjað að hafa bæinn til sýnis fyrir almenning í vor og tals- verður fjöldi hefði lagt þang- Bærinn á Reykjum baðstofu, fjær sér í að leið sína þrátt fyrir að þetta hefði sáralítið verið auglýst enn sem komið er. Viðbrögð gesta í Tungusveit. Rokkur og hesputré i kistil Símonar Dalaskalds. ^ DV-myndir Örn hafa verið mjög jákvæð en honum virðist að þetta höfði þó frekar til eldra fólks, það virðist gefa sér mun meiri tíma til að skoða safnið og spyrji mun meira um ýmsa hluti en þeir sem yngri eru. -ÖÞ Enska borgin Bath: Sígildur glæsileiki og sögulegar minjar' Hin 2000 ára gömlu rómversku böð. Það er sagt um ensku borgina Bath að þeir sem þangað leggi leið sína komi ávallt aftur og aftur. Það er kannski ekki skrýtið því Bath býr yfir ein- stökum töfrum auk þess að geyma gríðarlega menningarlegan og sögulegan arf. Það er auðvelt fyrir þá sem dvelja í London að skreppa til Bath en lestar- ferðin tekur að- eins um 80 minút- ur. Lestir fara á klukkustundar- fresti frá Padd- ington-lestarstöð- inni og kostar ferðin frá 25 til 50 pund eftir því hvenær dags far- ið er. Ferðast aftur í tímann Bath hefur í aldir dregið að sér ferðamenn og er það ekki síst glæsileika og merkilegum söguminjum borgarinnar að þakka. Borgin Bath hefur verið viður- kennd sem „World Heritage" svæði (heimssögulegar minjar) en það er viðurkenning sem afar fáir staðir hafa öðlast. Þegar gengið er eftir götum Bath- borgar er auðvelt að hverfa langt aftur í timann því það hefur lítið breyst síðan Jane Austen og Beau Nash, hinn frægi 18. aldar siða- meistari borgarinar, gengu um göt- ur borgarinnar. Hinn gregoríanski byggingarstíll borgarinnar er mikilfenglegur og blasir við hvert sem litið er. í Bath er mikill fjöldi góðra gisti- húsa og veitingahús eru á hverju strái. Dagsferð til Bath Fyrir þá sem hafa skemmri tíma er upplagt að fara í dagsferð til borgarinnar. Þegar komið er til Bath liggur beinast við að byrja í miðbænum. Það er ágætt að hefja gönguferð- ina í Victoria Park en Bath hefur þann ágæta kost að stutt er í allar áttir og því auðvelt að ferðast fót- gangandi um borgina. Victoria Park er stærsti garður borgarinnar og þykir afar fallegur. Þá er ánægjulegt að staldra við í Pump Rooms sem er klaustur í miðju borgarinnar. Klaustrið er einstakt og fagurlega myndskreytt. í næsta nágrenni er síðan að finna hinar merku rómversku minjar, Roman Baths, en þau voru í senn baðhús, musteri og fundarstaðir. Öldum saman leituðu sjúkir til borgarinnar í von um heilsubót í böðunum. í tvö þúsund ár hafa böð- in yljað gestum og gangandi í Bath og verða að teljast ótrúlega heilleg en umhverfi þeirra hefur nánast ekkert breyst síðan þau voru byggð. Allt umlykjandi er svo arargrúi minjagripaverslana og markaða sem margir hverjir þykja hinir áhugaverðustu. Auk þeirra staða sem hér hafa verið nefndir er margt fleira að sjá. Fjöldinn allur af söfnum er i Bath og ber þar hæst búningasafnið Museum of Costumes. Þeir sem vilja afla sér nánari upplýsinga um Bath geta haft sam- band við upplýsingamiðstöð borgar- innar í síma 90 44 225 48 10 62. MFA-SKOLINN 1997-1998 MFA-skólinn er fyrir fólk án atvinnu, eldra en 20 ára, með skamma skólagöngu að baki. MFA-skólinn er fyrir þá sem vilja: ★ auka almenna menntun sína ★ auka sjálfstraust og hæfni í samskiptum ★ nýta hæfileika sína og takast á við spennandi verkefni. MFA-skólinn hefur verið haldinn sex sinnum áður með góðum árangri. Reynt er að skapa gott og hlýlegt andrúms- loft þar sem nemendur taka virkan þátt í öllu starfi skólans. Kennslan miðast við þarfir og getu hvers nemanda. Námsgreinar: íslenska, tölva, starfsráðgjöf, reikningur, enska, samfélagsfræði og þjónusta. Auk þess er áhersla lögð á sjálfsstyrkingu, tjáningu og skipulögð vinnubrögð. Tími Teknir verða inn tveir hópar í skólann. Annar starfar frá 3. nóvember 1997 til 27. febrúar 1998. Hinn starfar frá 17. nóvember 1997 til 13. mars 1998. Kennslan ferfram í gamla Stýrimannaskólanum, Öldugötu 23 í Reykjavík, alla virka daga frá 8.30 til 12.15. Umsóknir Umsóknareyðublöð fást hjá Menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu, Grensásvegi 16a og Vinnumiðlun Reykjavík- ur. Umsóknarfrestur er til 21. október. Nánari upplýsingar fást hjá MFA í síma 533 1818.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.