Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 Siguröur Flosason leikur ásamt félögum sínum í Hótel Björk í kvöld. Djass í Hveragerði Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss stendur fyrir djasstónleik- um í Hótel Björk kl. 21 í kvöld. Það er kvartett Sigurðar Flosa- sonar sem leikur en auk hans skipa kvartettinn Kjartan Valde- marsson, píanó, Þórður Högna- son, kontrabassa, og Matthías Hemstock, trommur. Leikhús Djassguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju Á morgun verður sungin djass- guðsþjónusta í Hafnarfjarðar- irkju. Tríó Ólafs Stephensens leikur ásamt söngvurum sem túlka sálma kirkjunnar á nýjan hátt. Tríóið hefur nýlega getið sér gott orð í ferð utanrikisráð- herra til Argentínu og fleiri Suð- ur-Ameríkuríkja. Þar var tríóið fulltrúi íslenskrar tónlistarmenn- ingar. Fyrir altari þjóna sr. Þór- hildur Ólafs og sr. Gunnþór Inga- son. Guðsþjónustan hefst kl. 20.30. Hin tælandi Mose, lektor við Óslóarháskóla, fyrirlestur í Norræna húsinu sem hún nefnir Den forforende fortælling og fjallar um tvær eft- irtektarverðar sögur. Októben/aka KFUM og KFUMK í Reykjavík bjóða til októbervöku á morgun Samkomur kl. 20 í húsi félaganna, Holtavegi 28. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og Hrönn Sigurðardóttir flytur hugleiðingu. Faxafélagar Almennur félagsfundur verður haldin í Brún, Bæjarsveit, á morgun kl. 21. Málverkauppboð Gallerí Borg heldur málverka- uppboð á Hótel Sögu á morgun kl. 20.30. Um 90 verk verða boðin upp. Biblían, menningin og samfélagið er yflrskrift málþings sem guð- fræðideild Háskóla íslands gengst fyrir í fyrirlestrarsal Þjóðabókarhlöðunnar kl. 14 í dag. Ævintýra-Kringlan Tanja tatarastelpa kemur í heimsókn 1 Ævintýra-Kringluna í dag. Hún fer meðal annars í leiki við krakkana. Leikritið hefst ki. 14.30. Hausthátíð varnarliðsmanna Vamarliðsmenn halda árlega hausthátíð sína með „karnival“ sniði í dag og eru allir velkomn- ir. Hátíðin fer fram í stóra flug- skýlinu og hefst kl. 11. Láttskýjað í norðangolunni Skammt suðvestur af Færeyjum er 992 mb lægð sem hreyfist norð- austur, en á Grænlandshafi og Grænlandssundi er dálítið lægðar- drag og mun það þokast í austurátt. Veðrið í dag í dag er gert ráð fyrir norðangolu, dálítil slydduél verða á Norður- og Norðausturlandi, en víðast hvar léttskýjað yfir daginn. Ekki verður heitt í veðri, hitinn frá frostmarki í sex til sjö stig, hlýjast á Suðurlandi, en kaldast á norðausturhorninu og Vestfjörðum. Sólarlag í Reykjavík: 17.58 Sólarupprás á morgun: 08.30 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.52 Árdegisflóð á morgun: 08.13 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri heióskírt 2 Akurnes .skýjað 2 Bergsstaöir hálfskýjaö 2 Bolungarvík léttskýjaö 1 Egilsstaöir skýjaö 1 Keflavíkurflugv. léttskýjað 3 Kirkjubkl. skýjaó 5 Raufarhöfn skýjaö 1 Reykjavík léttskýjaö 3 Stórhöföi úrkoma í grennd 4 Helsinki Kaupmannah. alskýjaö 8 Ósló rigning 6 Stokkhólmur skýjaö 6 Þórshöfn súld 9 Faro/Algarve skýjaö 24 Amsterdam þokumóða 15 Barcelona léttskýjaö 23 Chicago alskýjað 7 Dublin rign. á síó. kls. 17 Frankfurt þokumóöa 9 Glasgow rign. á síö.kls. 16 Halifax skýjað 9 Hamborg alskýjaö 9 Jan Mayen léttskýjaö -0 Las Palmas skýjað 23 London skýjað 19 Lúxemborg skýjaó 10 Malaga léttskýjaö 23 Maliorca skýjaö 24 Montreal heiöskírt 2 París skýjaö 17 New York heiöskírt 8 Orlando þokuruöningur 19 Nuuk snjóél -1 Róm hálfskýjaö 22 Vín skýjaö 9 Winnipeg heiðskírt 6 Mats Vinding djassar á Jómfrúnni Einn af bestu bassaleikurum Evrópu, Daninn Mads Vinding er á leið til landsins og mun skemmta ásamt Ghitu Norby í ; Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöld. ’ Djassunnendur fá þó tækifæri til : að heyra í honum áður en hann heldur tónleika á Jómfrúnni ann- að kvöld. Með honum leika saxó- Ifónleikarinn Jan zum Vohre, Ey- þór Gunnarsson, píanó og Matthí- as Hemstock, trommur. Mads er sá eini af stóru dönsku djassbassaleikurunum sem ekki hafa komið til íslands. Hann er fæddur 1948 og hefur leikið á bassa frá ellefu ára aldri. Stíll hans er ekki óskyldur stíl Niels- Hennings og hann tók sæti hans — I Skemmtanir um tima í Radioens big band. Und- anfarin ár hefur hann leikið í tríói píanistans Thomasar Clausen ásamt trommaranum Alex Riel. Hann hefur hljóðritað með mörg- : um af helstu djassleikurum ver- aldar og gefið út tvær plötur und- ir eigin nafni. Jan zum Vohrde : kom til íslands 1979 með Mirror, Thomasar Clausens. hann leikur nú með Radioens big band. Tón- leikarnir heflast kl. 21. Mats Vinding ieikur ásamt kvartett á Jómfrúnni í kvöld. Halli Reynis á Fógetanum kvöld. Leikur hann meðal annars Trúbadorinn Halli Reynis lög af nýútkominni plötu sinni. skemmtir á Fógetanum annað Mál fyrir dómara. Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki. dagsönn « Þröstur Leo Gunnarsson leikur vafasaman bakara. Perlur og svín Nýjasta íslenska kvikmyndin, Perlur og svín, er sýnd í þremur ; kvikmyndahúsum við miklar vin- sældir þessa dagana. Um er að ræða gamanmynd um hjón sem leitast við að upplifa íslenska Kvikmyndir drauminn: að auðgast hratt og komast í langt frí til heitari landa. Þau kaupa niðurnítt bak- arí og byrja að baka, meira af vilja en getu, og komast að þvi að sumum er sýnd veiði en ekki gef- Íin. Hjónin eru þau Lísa og Finn- bogi, sem leikin eru af Ólafíu | Hrönn Jónsdóttur og Jóhanni Sig- urðarsyni. Auk þeirra leika í ’ myndinni Ólafur Darri Ólafsson, sem leikur son þeirra hjóna, Edda Björgvinsdóttir leikur eig- j ■ anda bakarís sem ekki þolir sam- Íkeppnina, Þröstur Leo Gunnars- son, leikur bakara með fortíð, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, er í hlutverki aðstoðarkonu sem . leikur tveimur skjöldum og Ingv- ar Sigurðsson leikur foringja rússnesku sjómannanna. Óskar Jónasson er leikstjóri og handritshöfundur. Háskólabíó: Volcano Laugarásbíó: Money Talks Kringlubíó: Contact Saga-bíó: Face/Off Bíóhöllin: Addicted to Love IBíóborgin: Conspiracy Theory Regnboginn: Með fullri reisn Stjörnubíó: Perlur og svtn Kirkja og kirkjuskrúð Um helgma lýkur sýningunni Kirkja og kirkjuskrúð - Miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. Á sýningunni getur að líta úrval miðaldakirkjugripa og þar gefst einnig tækifæri til þess að skoða þjóðardýrgripi samankomna auk kirkjulíkana, bæði stórra og Sýningar smárra. Sérstaka athygli hefur vakið líkan af íslenskri miðalda- kirkju í fullri stærð og af þeirri gerð sem vitað er að tíðkuðust víða við bæi á miðöldum hér á landi. Þjóðminjasafnið er opið frá kl. 12-17 í dag. Gengsð Almennt gengi LÍ nr. kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,560 71,920 71,580 Pund 115,620 116,210 115,470 Kan. dollar 51,620 51,940 51,680 Oönsk kr. 10,6830 10,7400 10,6660 Norsk kr 10,1570 10,2130 10,0660 Sænsk kr. 9,4290 9,4810 9,4210 Fi. mark 13,5560 13,6360 13,5970 Fra. franki 12,1340 12,2030 12,0920 Belg.franki 1,9720 1,9838 1,9683 Sviss. franki 48,8700 49,1300 49,1500 Holl. gyllini 36,1000 36,3200 36,0600 Pýskt mark ít. líra 40,7000 40,9000 0,041620 0,041880 40,6000 0,04151 Aust. sch. 5,7780 5,8140 5,7720 Port. escudo 0,3992 0,4016 0,3991 Spá. peseti 0,4818 0,4848 0,4813 Jap. yen írskt pund 0,594200 0,597700 104,800 105,450 0,59150 104,4700 SDR 97,320000 97,910000 97,83000 ECU 79,8800 80,3600 79,5900 Símsvari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.