Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997
mtal
23
I
Amerískur útivistarfatnaður eins og hann gerist bestur
Könnuðurinn
200 MHz MMX örgjörvi
• 3.8 GB harður diskur
ET 6000 4MB slqákort
15" lággeisla skjár
20 hraða geisladrif
Soundblaster 16
200 w hörkuhátalarar
ISDN spjald m/faxhugbúnaði
+ einn mánuður frír á netinu
• 6 íslenskir leikir
Sama vél nema með mótaldi í
stað ISDN korts
• 33.6 bás mótald
• Fjórir mánuðir fríir á netinu
_ - Microsoft* _ _ _ íSiíár1 ■
Internet Explorer$2.
Kr. 139.900
eða 137.700 m/mótaldi í staðinn fyrir ISDIM
ÖRUGGT OG ODYRT
Grensásvegi 3 • Sími 588 5900 • Fax 588 5905
Opið virka daga 10-19 • Laugardaga 10-16 • www.bttolvur.is
myndi þetta ekki ganga og ég ákvað
að færa mig yfir á Dagblaðið," segir
frúin og bætir við að þótt ekki séu
nema um sautján ár síðan hafi allir
blaðamennirnir unnið á handknún-
ar ritvélar. Atli rifjar upp að blaða-
mönnunum hafi verið boðið upp á
rafmagnsritvélar en ekki tekið í mál
að fara að breyta til. Anna neitaði
strax að vinna á slíkt fornaldartæki
og fékk rafmagnsritvél.
„Við vorum svo fastir í þessu
gamla að við gátum ekki hugsað
okkur að breyta til. Ég fór að vinna
á fréttastofu útvarpsins 1983 og þá
var tekið á móti mér með nýrri og
flottri rafmagnsritvél. Ég spurði
hvort ekki væri til eitthvað eldra en
varð að gera svo vel að laga mig að
þeirri nýju. Ég efast um að vika hafi
liðið áður en ég henti minni gömlu
heima og fékk mér nýja.“
Atli segir að nokkrum árum siðar
hafi hann farið að vinna á bókaút-
gáfu. Þar varð hann aftur fyrir
sjokki tæknibyltingarinnar. Útgef-
andinn tilkynnti honum að þar
Anna er hér í einu herbergjanna í stóra húsinu. Það
stendur ferðamönnum til boða. „Þetta er draumahús."
væri ailt unnið á tölvur og gamli
blaðamaðurinn varð að gera svo vel
að tileinka sér þær. Hann segist
hafa talið að hann gæti sloppið við
tölvumar í sínu lifi en svo varð alls
ekki. „Og þvílíkur munur, maður.“
Of mikið brennivín
Undirritaður hefur eins og svo
margir heyrt miklar sögur af brenn-
vínsþambi blaðamanna á þessum
tíma. Anna og Atli eru .sammála um
að það hafi staðið stéttinni fyrir
þrifum. Atli segist sjálfur hafa
drukkið allt of mikið um tíma og
Anna segir drykkjuskapinn hafa
einskorðast við karlmennina.
„Ég féll í þetta eins og margir
kollega minna. Þetta voru hasar-
vinnubrögð, kapphlaup við tímann
og lélegar vinnuaðstæður. Það var
mikið boðið upp á vín í sambandi
við vinnuna, alls staðar þar sem
voru t.d blaðamannafundir. Þess
voru dæmi meðal annars að á fund-
um klukkan níu á morgnana væri
boðið upp á allar tegundir af víni,
viskí, koníak og hvaðeina. Þá var
allur vinnudagurinn fram undan.
Þetta þótti sjálfsagt þá og margur
blaðamaðurinn féll fyrir þessu.
Þetta þekkist sem betur fer ekki í
dag,“ segir Atli.
Anna og Atli höfðu átt heima í
stóru húsi í Mosfellsbænum og eins
og hjá svo mörgum var það skyndi-
lega orðið allt of stórt, börnin voru
flogin úr hreiðrinu.
„Við stóðum á ákveðnum tima-
mótum og mig hafði lengi langað til
þess að flytja til útlanda,“ segir
Anna og skýrir það svo að hún hafi
verið lítil stelpa i stríðinu. Þá hafi
bara verið sýndar hér amerískar
bíómyndir og leikin amerísk lög.
Hún hafi verið áhugasöm um tónlist
og átt pennavini um allan heim.
„Mér fannst það hlyti að vera dá-
semdardraumur að búa í Ameríku.
Mig langaði til að fara þangað en
Atli var aldrei tilbúinn. Á endanum
sagðist ég ætla að fara, hann réði
hvað hann gerði.“
Hann vildi vera lengur
„Ég fór með og var alveg viss um
að ég yrði ekki nema eitt ár, í mesta
lagi tvö. Við fengum atvinnuleyfi til
fimm ára, ætluðum þá heim og vor-
um meira að segja sérstaklega
kvödd á fundi Islendingafélagsins.
En þá kom upp vandamál. Við gát-
um ekki selt húsin. Landvistarleyfið
fékkst endurnýjað í önnur fimm ár
og að þeim árum liðnum vildi Anna
fara heim en ég vildi vera lengur,“
segir Atli og hjónin hlæja við að
rifja þetta upp.
Hjónin fluttu til Denver þegar
þau komu vestur um haf, voru þar í
eitt ár og ætluðu að hafa viðurværi
sitt af því að skrifa fréttir og senda
heim. Síðan harðnaði heldur á
blaðamarkaðnum hér heima og
menn fóru að skera niður aðkeypt
efni. Þar fyrir utan voru þau illa
staðsett upp á að senda póst heim
með flugi.
Flugleiðir voru nýfamar að fljúga
til Orlando og því ákváðu hjónin að
flytja þangað eftir þetta eina ár í
Denver. Þau leigðu 24 feta gámabíl
og keyrðu suður til Flórída á fjórum
dögum.
Keypti 5000 gallabuxur
„Við höfðum tekið ákvörðun um
að kaupa hús og fengum tvö sam-
liggjandi, annað
sem við ætluðum að
nota til að taka á
móti ferðamönnum,
hitt fyrir okkur.
Alls gistu um 700
manns hjá okkur
þessi átta ár. Sumir
voru þrjár til fjórar
vikur en flestir í
viku,“ segir Atli.
Hjónin gáfu löndum
sínum góð ráð um
hvert væri best að
fara, neytendafröm-
uðurinn sagði fólki
hvar best væri að
versla, hvar bestu
gallabuxurnar
fengjust. „Ég hugsa
að ég hafi keypt um
fimm þúsund galla-
buxur á meðan við
bjuggum þarna,“
segir Anna brosandi.
Það er á þeim hjónum að heyra
að þau hafi verið afar ánægð ytra.
Hvers vegna voru þau þá að æða
heim?
„Ég var alveg búin að fá nóg af
hitanum. Maður finnur verulega
fyrir því þegar hitinn fer yfir lik-
amshita. Þá lá ég inni með dregið
fyrir alla glugga, í ískaldri íbúðinni,
þvöl af rakanum en hann gat verið
úti að slá,“ segir Anna og þrátt fyr-
ir að bóndi hennar hafi verið vel
sáttur við hitann segir hann að lík-
lega sé veðrið hvergi betra en
einmitt á íslandi. Hann segir vind-
inn aö vísu hvimleiðan en kannski
sé það svo að íslendingar þurfi að
flytjast burt um tima til þess að átta
sig á því við hvers konar kjörað-
stæður þeir búi hér. „Þetta er besta
land í heimi. Fólk er öruggt hér,
a.m.k. hér á Flúðum," segir Anna og
þá vaknar spumingin. Af hverju að
Flúðum?
Henti tilboðinu
„Það er alger tilviljun. Ég bað ís-
lenskan fasteignasala að athuga
hvort hann gæti selt fyrir okkur
húsið. Við fengum tilboð upp á ein-
ar tólf síður á faxi þar sem okkur
var boðið að skipta á þessu húsi og
húsunum okkar úti. Ég rétt leit yfir
þetta, sagði við konuna: Hér er
hann að bjóða okkur 400 fermetra
húsnæði í tveimur húsum og meira
að segja með gróðurhúsi. Okkur
leist ekkert á þetta og ég henti þessu
í körfuna," segir Atli. Fasteignasal-
inn gafst ekki upp, hringdi og sagði
þeim blessuðum að skoða þetta nán-
ar. Með þessu gætu þau skapað sér
atvinnu, t.d. sett upp ferðamanna-
hótel. Þau fengu lítinn tíma en
ákváðu eftir örstutta umhugsun að
slá til.
Taka áhættu
Nú er tilbúin aðstaða fyrir ferða-
menn í húsinu. Þar er þriggja her-
bergja íbúð á efri hæðinni og niðri
ætla þau að útbúa tvö herbergi og
eldhús. í stóra húsinu geta þau síð-
an leigt út tvö góð herbergi.
„Við bjuggum á fámennum stað
úti og þess vegna fannst okkur upp-
lagt að fara hingað. Við erum ekki
lengur borgarfólk. Ef ég væri ung
færi ég til New York en hér finnst
mér ég’ vera komin í paradís. Við
getum tekið á móti hverjum sem er,
þeir sem vilja geta búið hér inni hjá
okkur, geta fengi að borða hjá okk-
ur og haft hlutina eins og þeir vilja.
í kyrrðinni getur verið upplagt að
lesa fyrir próf, skrifa bækur, mála
myndir eða bara hvíla sig. Okkur
finnst við svo sannarlega vera kom-
in heim,“ segir Anna um leið og
hún játar fyrir blaðamanni að vissu-
lega sé í stórt ráðist. Þau séu að
taka áhættu.
„Umhverfíð er yndislegt hérna.
Við erum ung í anda, lífsglöð, bjart-
sýn og ánægð. Það gerir þetta allt
léttara," segir Anna að lokum.
-sv
BYLTING
í s@mskiptum
Risatölva með ISDN korti, Microsoft Explorer 4,
einn kynningarmánuður á netinu o.fl. o.fl.
Vissirðu að þú getur haft samband
við vini og kunningja erlendis jyrir
aðeins nokkrar krónur með því að
nota tölvupóst, net- eða
myndsíma. Hið geysiöfluga forrit
Hicrosoft Intemet Explorer 4 gerir
þér kleift að hafa samskipti við
vini og kunningja á auðveldari
hátt en áður. Það er ekki nóg að
vera með ISDN tengingu ef tölvan
er ekki nógu öflug og hröð.
Könnuðurinn er útbúinn öflugum
örgjörva, miklu geymslurými og
ótrúlegu vinnsluminni. Þess vegna
hentar hún afar vel við leik og
störf á netinu sem og annars
staðar.