Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 55
DV LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997
afmæli -
Til hamingju
með afmælið
19. október
95 ára
Guðný Helgadóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavik.
85 ára
Guðbjörg Franklínsdóttir,
Suðurgötu 12, Siglufirði.
80 ára
Emilía K. Kristjánsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Þorvarður Guðmundsson,
Stífluseli 14, Reykjavík.
Hörður Davíðsson,
Víghólastíg 5, Kópavogi.
75 ára
Halldóra Sigurjónsdóttir,
Móabarði 6 B, Hafnarfírði.
70 ára
Jón Björgvin Stefansson,
Skólavegi 22, Keflavík.
Rósmundur Stefánsson,
Skíðabraut 9, Dalvík.
Guðrún Ingibjörg
Sigurðardóttir,
Þinghólsbraut 38, Kópavogi.
60 ára
Auður Ketilsdóttir,
Lambanesi, Fljótahreppi.
Jóna Kristín Haraldsdóttir,
Grýtubakka 2, Reykjavík.
Birgir Hartmannsson,
Álftarima 6, Selfossi.
Eiginkona hans er Lára
Bjamadóttir.
Þau taka á móti gestum að
heimili sínu sunnud. 19.10.
eftir kl. 16.00.
50 ára
Jóhann G. Óskarsson,
Brekkustíg 3, Sandgerði.
Áslaug Ármannsdóttir,
Látraströnd 52, Seltjamamesi.
Jóhanna Ólafsdóttir,
Hraunbraut 19, Kópavogi.
Bjarni Hallfreðsson,
Torfufelli 23, Reykjavík.
40 ára
Hrafnhildur Óskarsdóttir,
Digranesvegi 48, Kópavogi.
Sigmar Þormar,
Hlíðarhjalla 76, Kópavogi.
Ásta Sigrún Erlingsdóttir,
Kirkjuvegi 49,
Vestmannaeyjum.
Björg M.L. Ragnarsdóttir,
Nýbýlavegi 100, Kópavogi.
Páll Skúlason,
Suðurhvammi 7, Hafnarfirði.
Guðmundur Þórður
Ragnarsson,
Huldubraut 19, Kópavogi.
Jóhanna Birgisdóttir,
Laugavegi 126, Reykjavik.
Kristín Halla
Sigurðardóttir,
Kelduhvammi 13, Hafnarfirði.
Margrét Beatrice Guido,
Tunguvegi 18, Reykjavík.
Smáauglýsingar
550 5000
Kristinn Morthens
Guðbrandur Kristinn Morthens
listmálari, Fjallkofanum við Meðal-
fellsvatn, er áttræður í dag.
Starfsferill
Kristinn fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í stómm systkinahópi á
Grímsstaðaholtinu. Þessi timi í
sögu landsins var fátæku verkafólki
erfiður og möguleikar til að sinna
öðm en brauðstriti litlir. Snemma
varð Kristinn því að hefja vinnu til
að létta undir með heimilinu og í
kreppunni varð að taka þá vinnu
sem gafst.
Lífsviðhorf Kristins mótuðust á
þessum árum og jafnffamt baráttan
við að láta kjörin ekki hlekkja sig.
Af þrautseigju braust Kristinn und-
an oki umhverfisins og hlýddi kalli
löngunar sinnar til myndlistar.
Hann fékk tilsögn ágætra málara og
hefur helgað sig myndlistinni í
meira en hálfa öld. Náttúra íslands
er honum jafnan hugleikin og þang-
að sækir hann efnivið málverka
sinna. Kristinn hefur haldið mál-
verkasýningar um allt land og er
verk hans að finna á
fjölda heimila um land-
ið.
Um miðja öldina nam
Kristinn sumarbústað-
arland í grýttum hlíð-
um Meðalfells við Með-
aifellsvatn sem hann
hefur ræktað upp með
þeim hætti að aðdáun
vekur. í Fjallakofanum
hefur listmálarinn dval-
ið síðustu áratugi í
skjóli fjallsins og Kjós-
inni.
Fjölskylda
Fyrri kona Kristins var Gíslína
Guðrún Ágústsdóttir.
Börn Kristins og Gíslinu
Guðrúnar eru Hjördís Emma, f.
26.10. 1936, húsmóðir í Reykjavík;
Ágúst Rósmann, f. 5.1. 1943,
verslunarmaður og málari á
Selfossi..
Seinni kona Kristins var Grethe
Skotte Pedersen, f. 18.3. 1928 á Lá-
landi í Danmörku, nú látin. Þau
skildu.
Synir Kristins og
Grethe eru Arthúr
Willy, f. 27.1. 1948,
forstöðumaður á
Fræðslumiðstöð
Reykjvíkur; Sveinn All-
an, f. 10.6. 1951,
forstöðumaður
Svæðistjórnar um
málefhi fatlaðra á
Norðurlandi vestra;
Þorlákur Hilmar, f. 3.10.
1953, myndlistarmaður
að Álafossi í
Mosfellsbæ; Ásbjöm, f. 6.6. 1956,
tónlistarmaður, búsettur á
Seltjamarnesi.
Fóstursonur Kristins og Grethe
er Bergþór, f. 22.8. 1959,
hljómlistarmaður og
bílaviðgerðarmaður, búsettur í
Hafnarfirði.
Barnsmóðir Kristins er Hlíf
Ólafsdóttir, f. 14.2. 1924. Sonur
þeirra er Ævar Hólm Guðbrands-
son, f. 28.9. 1946, myndmennta-
kennari við Fellaskóla í Reykjavík.
Systkini Kristins era, Carla •
Magnea Morthens Colding, f. 23.10.
1913, nú látin, var búsett í Asker í
Noregi; Esther Morthens Elliot, f.
10.8. 1916, búsett í Englandi; Emilía
Ruth Morthens Mason, f. 6.9. 1919,
látin, búsett í Englandi; Emanúel
Morhens, f. 14.1. 1921, búsettur i
Reykjavík; Haukur Morthens, f.
17.5. 1924, látinn, söngvari i
Reykjavík; Húbert Morthens, f. 26.2.
1926, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Kristins voru Rósa
Guðbrandsdóttir, f. 28.10. 1892 á
Tjörvastöðum í Landsveit, og Ed-
vard Wiig Morthens, f. 15.5. 1882 í <-
Nærð í Noregi.
Ætt
Foreldrar Edvards vora Morten
Hofstad Viig og Emilie Lovise Sofie
Jakobsen.
Foreldrcir Rósu vora Guðbrandur
Sæmundsson og Margrét Hinriks-
dóttir, Tjörvastöðum i Landsveit.
Kristinn Morthens.
Helgi Rögnvaldsson
Helgi Rögnvaldsson,
smurverkstæðismaður
hjá Samskipum, Öldu-
götu 44, Hatharfirði,
verður fimmtugur á
morgim.
Starfsferill
Helgi fæddist á Gils-
stöðum í Staðarhreppi
en ólst upp á Borðeyri
við Hrútaíjörð. Hann
stundaði nám við
Grunnskólann á Borð-
eyri.
Helgi vann um skeið hjá
flutningum og hjá Kúdógleri.
hóf störf hjá Samskip-
um 1972 og hefúr starf-
að þar síðan, nú á
smurverkstæði fyrir-
tækisins.
Fjölskylda
Eiginkona Helga er
Helga Jónsdóttir, f. 13.7.
1944, starfsmaður við
gæsluvöll og ræsti-
tæknir. Þau hófu sam-
búð 1969 en giftu sig
*"*elgi 13.6.1971. Helga er dótt-
Rögnvaldsson. jóns Eyjólfssonar,
Land- sem er látinn, og Huldu Guðbjöms-
Hann dóttur sem búsett er í Reykjavík.
Börn Helga og Helgu eru Hulda
Helgadóttir, f. 28.3. 1972, húsmóðir
og ræstitæknir í Hafnarfirði, gift
Haraldi Hafsteini Haraldssyni og
era synir þeirra Anton Haralds-
son, f. 6.10. 1992, og Fannar Öm
Haraldsson, f. 4.4.1997; Rögnvaldur
Helgason, f. 11.4. 1974, starfsmaður
hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél-
um, i foreldrahúsum; Smári Helga-
son, f. 22.4. 1982, nemi í Öldutúns-
skóla.
Alsystkini Helga era Dagmar
Rögnvaldsdóttir, f. 21.11. 1946,
bóndi að Bæ í Hrútafirði; Anna
Inga Rögnvaldsdóttir, f. 8.12. 1950,
starfsmaður við Hótel Sögu, búsett
i.
í Reykjavík; Valgerður Ásta Rögn-
valdsdóttir, f. 24.3. 1953, kaupmað-
ur í Kópavogi; Ingólfur Kristinn
Rögnvaldsson, f. 20.5. 1959, húsa-
smiður á Hellu.
Hálfsystur Helga, samfeðra, era
Gunnhildur Rögnvaldsdóttir, f.
29.8. 1935, húsmóðir á Seltjamar-
nesi; Ester Rögnvaldsdóttir, f.
31.12.1936, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Helga: Rögnvaldur
Ingvar Helgason, f. 17.6.1911, d. 4.1.
1990, húsasmiður á Borðeyri, og
Sigríður Jóna Ingólfsdóttir, f. 22.10.
1922, lengst af húsmóöir á
Borðeyri, nú búsett í Borgarnesi.
Ragnar Kjærnested, verkstjóri
hjá Eimskipafélagi íslands, Engja-
seli 64, Reykjavík, verður fertugur á
morgun.
Starfsferill
Ragnar fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í Laugarneshverfinu.
Hann lauk grunnskólaprófi frá
Laugamesskóla, gagnfræðaprófi frá
Laugalækjarskóla og prófum frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Ragnar hóf störf hjá Eimskipafé-
lagi íslands 1974 og sigldi á skipum
félagsins til 1981. Þá kom hann í
land og hefur síðan stundað skrif-
stofustörf og verið verkstjóri hjá
Ragnar Kjærnested
Eimskipafélaginu en hann er nú
verkstjóri hjá Eimskipafélaginu í
Hafnarfirði.
Fjölskylda
Ragnar kvæntist 27.8.1983 Ástríði
Jóhönnu Jensdóttur, f. 18.6. 1960.
Þau hófu sambúð 1980. Ástríður Jó-
hanna er verslunarmaður, dóttir
Jens Jónssonar, f. 1.5. 1921, og Sól-
veigar Ásbjamardóttur, f. 26.1. 1926
í Reykjavík.
Böm Ragnars og Ástríðar Jó-
hönnu era Jens Pétur Kjærnested,
f. 16.8. 1981, framhaldsskólanemi;
Sólveig Lára Kjærnested, f. 3.11.
1985, nemi; Guðrún
Helga Kjærnested, f.
13.12. 1991, nemi.
Systkini Ragnars:
Magnús Kjæmested, f.
29.1. 1947, stýrimaður á
Seltjarnarnesi; Emilía
Kjæmested, f. 24.3. 1951,
skrifstofumaður í
Reykjavík; Sigrún
Kjæmested, f. 5.3. 1955,
húsmóðir og listakona í
Reykjavík.
Foreldrar Ragnars Ragnar Kjærnested.
era Láras Lúðvík Kjærnested, f. Sigrúnar
20.3. 1920, fyrrv. verkstjóri hjá
Málningarverksmiðjunni Hörpu,
búsettur í Reykjavík,
og Guðrún Kjæmested,
f. 4.12. 1918, húsmóðir.
Lárus er sonur
Magnúsar Kjærnested
skipstjóra og k.h.,
Emilíu Lárusdóttur
húsmóður.
Guðrún er dóttir
Egils Marbergs
Guðjónssonar
málarameistara og k.h.,
Sigurðardóttur húsmóður.
fólk
Álftageröisbræöur eru komnir til Reykjavíkur til aö halda sína fyrstu söngskemmtun á Hót-
el (slandi. Hér eru þeir á hagyröingamóti á Vopnafiröi í sumar. DV-mynd GVA
Alftagerflisbræður
á Hótel íslandi
Hinir síkátu, skagfirsku
söngbræður frá Álftagerði
skemmta á Hótel íslandi
núna um helgina. Komu
fram fyrir fullu húsi í gær-
kvöldi og verða aftur á staðn-
um í kvöld. Hljómsveit Geir-
mundar leikur fyrir dansi
eins og henni er einni lagið.
Stemmningin því skagfirsk
frá toppi til táar!
Álftagerðisbræður eru sem
kunnugt er Óskar, Pétur, Sig-
fús og Gísli Péturssynir og
undirleikari þeirra er Stefán
Gíslason, stjómandi Karla-
kórsins Heimis með meira.
Með þeim köppum í för til
Reykjavíkur eru sr. Pétur
Þórarinsson í Laufási og
Gísli Sigurgeirsson frétta-
maður sem sjá um kynningu
og gamanmál á milli söngat-
riða.
Söngdagskráin er afar fjöl-
breytt. Meðal laga má nefna
Undir dalanna sól, Caprí Kat-
arína, Hamraborgin, O sole
mio, í Hallormsstaðaskógi og
einnig flytja þeir syrpu af
„barber- shop“ lögum.
Hótel ísland er opnað fyrir
matargesti kl. 19 í kvöld og
skemmtunin hefst kl. 21.30.