Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 40
48
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997
Fiskur og franskar í
Moskvu
Hingað til hefur ekki verið hægt
að fá fisk og ffanskar að enskum
. hætti í Moskvu. Nú ætlar breskur
iðnjöfur, John McBride, að ráða
bót á því með opnun slíks veitinga-
staðar í borginni. McBride ætlar
ekki að láta einn staö nægja því
ætlunin er að opna 12 slíka staði í
Moskvu á næstu árum.
Á matseðlinum verður klassískt
enskt hráefhi, svo sem ýsa, þorsk-
ur, skarkoli og súrsaður laukur.
Rússar munu hafa hæstu tiðni
hjartasjúkdóma í heiminum og
kenna menn þá helst um vodka-
drykkju og rússneskum pönnukök-
um. Þarinig að fiskur og ffanskar
-, mun liklega flokkast undir heilsu-
fæði þar í borg.
Guggenheim opnar í Bilbao
í síðustu viku opnaði Guggen-
heim-safiiið útibú í spænsku borg-
inni Bilbao. Eins og flestir vita er
Guggenheim-safriiö nú í New York
og í Feneyjum.
Nýja safriið þykir ákaflega til-
þrifamikið en það var hönnuður-
inn Frank Gehry sem teiknaði þaö.
Safriið, sem er þakið títaníumflís-
um, er í laginu eins og skip. Bygg-
ing þess kostaði litlar 75 milljónir
Bandarikjadala en það er liður í
áætlim borgaryfirvalda í það búa
borginni menningarlegt umhverfi
. , til þess að vega upp á móti yfir-
bragði stóriðnaðar sem hingað til
hefur viljað einkenna hana.
Strandaglópar
Um fjórtán þúsund ferðamenn,
flestir ffá Skandinavíu, Bretlandi
og Þýskalandi, eru nú strandaglóp-
ar á Tyrklandi. Ástæðan er skyndi-
legt gjaldþrot ferðaskrifstofunnar
Sun Tours sem hefur verið um-
svifamikil í sumarleyfisferðum
undanfarið.
Tyrknesk stjómvöld hafa ákveð-
ið að sjá aumur á ferðalöngunum
og hafa heitið að tryggja örugga
heimferð allra.
Safnið á Palatínhæð
~yJ Hið þekkta fomminjasafn á
Palatínhæð í Rómaborg var opnað
almenningi í síðustu viku eftir að
hafa verið lokað í heil þrettán ár.
Safninu var lokað vegna viðhalds
en það dróst úr hömlu að ljúka
verkinu.
Gestir Rómaborgar geta nú lagt
leið sína í safnið og barið augum
stytturnar sem fundust við upp-
gröftinn á Palatínhæð fyrir margt
löngu. Einnig hefur Metropolitan-
safniö í New York ákveðið að skila
öllum þeim 16. aldar ffeskum sem
tilheyra Peruzzi- skólanum, eftir
áratuga lán.
----C-
- ' _J
W, JLm
-~*lurr'ira
Flugleiðir bjóða ferðir til hins vinsæla skíðastaðar Kitzbuhel í vetur. DV-mynd GVA
Aukin eftirspurn í skíðaferðir hjá Flugleiðum:
Skíðafjör í vetur
Flugleiðir bjóða þrjá nýja staði í
skíðaferðum vetrarins, auk vinsælla
skíðastaða sem verið hafa i boði und-
anfarin ár. Alls býður ferðaþjónusta
Flugleiða, Út f heim, sex skíðastaði í
fimm löndum.
í samtali við Kristínu Aradóttur,
forstöðumann Út í heim, kom ffam að
Flugleiðir bjóða i vetur um 25% fleiri
sæti í skíðaferöir vetrarins og er þar
verið að mæta aukinni eftirspum.
Vítamínsprauta
„Fólk er ekki eins fastheldið og
oft áður. Það virðist tilbúið að prófa
ný skíðasvæði og íhaldssemin í
skíðaferðunum er í mörgum tilvik-
um að víkja fyrir nýbreytni enda
úrvalið afar fjölbreytt. En það eru
líka fleiri sem fara á skíði til út-
landa ár hvert enda hefur verðið
lækkað að raungildi og smáfrí síð-
ari hluta vetrar er á við vítamin-
sprautu," segir Kristín.
Meðal nýrra staða sem boðið er
upp á í nýjum skíðabæklingi Flug-
leiða er Avoriaz í Frönsku Ölpun-
um. Avoriaz er litið þorp sem var
skipulagt og reist eingöngu fyrir
skíðafólk þar sem bílnum er lagt og
eingöngu er leyft að aka hestvögn-
um á götum úti. í ár er boðið upp á
jóla- og áramótaferð til Avoriaz og
fararstjóri verður Þorfinnur Ómars-
son.
Rómantík á Ítalíu
Á Italíu ætla Flugleiðir að bjóða
þrjár vikuferðir til Val di Fassa í
Dólómítafjöllunum á Norður-Ítalíu.
Dalurinn þykir einn sá fegursti í
Dólómítafjallaklasanum með hrika-
leg hamrabelti allt um kring. í Val
di Fassa eru níu skíðasvæði en ná-
grannabæirnir Campitello og Can-
azei eru dvalarstaðir Flugleiða-
gesta. Bæirnir tveir eru ekki stórir
en þykja rómantískir. Þeir státa af
klassískri italskri matar- og gleði-
menningu.
Þeir sem vilja leita á náðir
frænda okkar í Austurvegi geta far-
ið til Geilo í Noregi þann 5.-13.
mars. Fararstjóri í ferðinni verður
Sigurður Hall.
Geilo er eitt þekktasta og vinsæl-
asta skíðasvæðið í Norður-Evrópu.
Aðbúnaður fyrir alla fjölskylduna,
skíðabrekkur og gönguskíðabrekk-
ur eru til mikillar fyrirmyndar eins
og vænta má af Norðmönnum.
Brekkur fyrir alla
í fyrra var í fyrsta skipti boðið
upp á ferðir til Killington sem er í
fjallahéruðum Vermont á Nýja-
Englandi. Killington hefur lengi tal-
ist til vinsælustu skíðasvæða í aust-
urhluta Bandaríkjanna. Staðurinn
þykir afar fjölskylduvænn og þar
eru brekkur og lyftur við allra hæfi
og skiptir þá engu hvar menn eru
staddir á braut skíðaiþróttarinnar.
„Síðast en ekki síst bjóðum við
svo ferðir til Mekka skíðamanna,
Austurríkis en þar verða tveir
skíðastaðir í boði í vetur,“ segir
Kristín. Frá janúarlokum til 7. mars
verða vikulegar ferðir í beinu skíða-
flugi til Múnchen, til
Kirchberg/Kitzbúhel (6 km á milli)
og Saalbach Hinterglemm en þessa
staði þarf vart að kynna fyrir skíöa-
görpum. Á þessum stöðum er að
finna náttúrufegurð, góða aðstöðu,
fiölda veitingastaða og fiörugt næt-
urlíf. -aþ
Farfuglaheimili í Bandaríkjunum:
Gisting á góðu verði
Bandaríkin verða sífellt vinsælli
þegar kemur að skíðaferðum enda
margir skemmtilegir möguleikar í
boði. Farfuglar (Hostelling
International) hafa sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem þeir
minna fólk á ódýra gistingu á sann-
gjömu verði á allflestum skíða-
svæðum Bandaríkjanna. Alls er 41
staður í boði og kostar nóttin frá
500-1800 krónum. Einnig bjóðast
samtökin til þess að setja saman
skíðaferðir fyrir alla aldurshópa
fólks en flestir gististaðanna bjóða
einnig einkaaðstöðu fyrir fiölskyld-
ur. Sammerkt með öllum gististöð-
unum er sameiginlegt eldhús og
setustofur auk þess sem margir
bjóða nú einnig upp á heita potta.
Hvað eru farfuglar?
Farfuglar, Hostelling Int-
emational, er félagsskapur áhuga-
manna um ferðalög og era félagar
víðs vegar úr heiminum. I allt
bjóða Farfuglar upp á fimmtíu þús-
und gististaði í sjötíu löndum
heims. Það skal tekið fram að þeir
sem era félagar í Farfuglum greiða
ívið lægra verð fyrir gistingu og
þjónustu en aðrir.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að
kynna sér þjónustu Farfuglanna er
bent á slóðina
http://www.hiayh.org.