Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 Fiskur og franskar í Moskvu Hingað til hefur ekki verið hægt að fá fisk og ffanskar að enskum . hætti í Moskvu. Nú ætlar breskur iðnjöfur, John McBride, að ráða bót á því með opnun slíks veitinga- staðar í borginni. McBride ætlar ekki að láta einn staö nægja því ætlunin er að opna 12 slíka staði í Moskvu á næstu árum. Á matseðlinum verður klassískt enskt hráefhi, svo sem ýsa, þorsk- ur, skarkoli og súrsaður laukur. Rússar munu hafa hæstu tiðni hjartasjúkdóma í heiminum og kenna menn þá helst um vodka- drykkju og rússneskum pönnukök- um. Þarinig að fiskur og ffanskar -, mun liklega flokkast undir heilsu- fæði þar í borg. Guggenheim opnar í Bilbao í síðustu viku opnaði Guggen- heim-safiiið útibú í spænsku borg- inni Bilbao. Eins og flestir vita er Guggenheim-safriiö nú í New York og í Feneyjum. Nýja safriið þykir ákaflega til- þrifamikið en það var hönnuður- inn Frank Gehry sem teiknaði þaö. Safriið, sem er þakið títaníumflís- um, er í laginu eins og skip. Bygg- ing þess kostaði litlar 75 milljónir Bandarikjadala en það er liður í áætlim borgaryfirvalda í það búa borginni menningarlegt umhverfi . , til þess að vega upp á móti yfir- bragði stóriðnaðar sem hingað til hefur viljað einkenna hana. Strandaglópar Um fjórtán þúsund ferðamenn, flestir ffá Skandinavíu, Bretlandi og Þýskalandi, eru nú strandaglóp- ar á Tyrklandi. Ástæðan er skyndi- legt gjaldþrot ferðaskrifstofunnar Sun Tours sem hefur verið um- svifamikil í sumarleyfisferðum undanfarið. Tyrknesk stjómvöld hafa ákveð- ið að sjá aumur á ferðalöngunum og hafa heitið að tryggja örugga heimferð allra. Safnið á Palatínhæð ~yJ Hið þekkta fomminjasafn á Palatínhæð í Rómaborg var opnað almenningi í síðustu viku eftir að hafa verið lokað í heil þrettán ár. Safninu var lokað vegna viðhalds en það dróst úr hömlu að ljúka verkinu. Gestir Rómaborgar geta nú lagt leið sína í safnið og barið augum stytturnar sem fundust við upp- gröftinn á Palatínhæð fyrir margt löngu. Einnig hefur Metropolitan- safniö í New York ákveðið að skila öllum þeim 16. aldar ffeskum sem tilheyra Peruzzi- skólanum, eftir áratuga lán. ----C- - ' _J W, JLm -~*lurr'ira Flugleiðir bjóða ferðir til hins vinsæla skíðastaðar Kitzbuhel í vetur. DV-mynd GVA Aukin eftirspurn í skíðaferðir hjá Flugleiðum: Skíðafjör í vetur Flugleiðir bjóða þrjá nýja staði í skíðaferðum vetrarins, auk vinsælla skíðastaða sem verið hafa i boði und- anfarin ár. Alls býður ferðaþjónusta Flugleiða, Út f heim, sex skíðastaði í fimm löndum. í samtali við Kristínu Aradóttur, forstöðumann Út í heim, kom ffam að Flugleiðir bjóða i vetur um 25% fleiri sæti í skíðaferöir vetrarins og er þar verið að mæta aukinni eftirspum. Vítamínsprauta „Fólk er ekki eins fastheldið og oft áður. Það virðist tilbúið að prófa ný skíðasvæði og íhaldssemin í skíðaferðunum er í mörgum tilvik- um að víkja fyrir nýbreytni enda úrvalið afar fjölbreytt. En það eru líka fleiri sem fara á skíði til út- landa ár hvert enda hefur verðið lækkað að raungildi og smáfrí síð- ari hluta vetrar er á við vítamin- sprautu," segir Kristín. Meðal nýrra staða sem boðið er upp á í nýjum skíðabæklingi Flug- leiða er Avoriaz í Frönsku Ölpun- um. Avoriaz er litið þorp sem var skipulagt og reist eingöngu fyrir skíðafólk þar sem bílnum er lagt og eingöngu er leyft að aka hestvögn- um á götum úti. í ár er boðið upp á jóla- og áramótaferð til Avoriaz og fararstjóri verður Þorfinnur Ómars- son. Rómantík á Ítalíu Á Italíu ætla Flugleiðir að bjóða þrjár vikuferðir til Val di Fassa í Dólómítafjöllunum á Norður-Ítalíu. Dalurinn þykir einn sá fegursti í Dólómítafjallaklasanum með hrika- leg hamrabelti allt um kring. í Val di Fassa eru níu skíðasvæði en ná- grannabæirnir Campitello og Can- azei eru dvalarstaðir Flugleiða- gesta. Bæirnir tveir eru ekki stórir en þykja rómantískir. Þeir státa af klassískri italskri matar- og gleði- menningu. Þeir sem vilja leita á náðir frænda okkar í Austurvegi geta far- ið til Geilo í Noregi þann 5.-13. mars. Fararstjóri í ferðinni verður Sigurður Hall. Geilo er eitt þekktasta og vinsæl- asta skíðasvæðið í Norður-Evrópu. Aðbúnaður fyrir alla fjölskylduna, skíðabrekkur og gönguskíðabrekk- ur eru til mikillar fyrirmyndar eins og vænta má af Norðmönnum. Brekkur fyrir alla í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á ferðir til Killington sem er í fjallahéruðum Vermont á Nýja- Englandi. Killington hefur lengi tal- ist til vinsælustu skíðasvæða í aust- urhluta Bandaríkjanna. Staðurinn þykir afar fjölskylduvænn og þar eru brekkur og lyftur við allra hæfi og skiptir þá engu hvar menn eru staddir á braut skíðaiþróttarinnar. „Síðast en ekki síst bjóðum við svo ferðir til Mekka skíðamanna, Austurríkis en þar verða tveir skíðastaðir í boði í vetur,“ segir Kristín. Frá janúarlokum til 7. mars verða vikulegar ferðir í beinu skíða- flugi til Múnchen, til Kirchberg/Kitzbúhel (6 km á milli) og Saalbach Hinterglemm en þessa staði þarf vart að kynna fyrir skíöa- görpum. Á þessum stöðum er að finna náttúrufegurð, góða aðstöðu, fiölda veitingastaða og fiörugt næt- urlíf. -aþ Farfuglaheimili í Bandaríkjunum: Gisting á góðu verði Bandaríkin verða sífellt vinsælli þegar kemur að skíðaferðum enda margir skemmtilegir möguleikar í boði. Farfuglar (Hostelling International) hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir minna fólk á ódýra gistingu á sann- gjömu verði á allflestum skíða- svæðum Bandaríkjanna. Alls er 41 staður í boði og kostar nóttin frá 500-1800 krónum. Einnig bjóðast samtökin til þess að setja saman skíðaferðir fyrir alla aldurshópa fólks en flestir gististaðanna bjóða einnig einkaaðstöðu fyrir fiölskyld- ur. Sammerkt með öllum gististöð- unum er sameiginlegt eldhús og setustofur auk þess sem margir bjóða nú einnig upp á heita potta. Hvað eru farfuglar? Farfuglar, Hostelling Int- emational, er félagsskapur áhuga- manna um ferðalög og era félagar víðs vegar úr heiminum. I allt bjóða Farfuglar upp á fimmtíu þús- und gististaði í sjötíu löndum heims. Það skal tekið fram að þeir sem era félagar í Farfuglum greiða ívið lægra verð fyrir gistingu og þjónustu en aðrir. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þjónustu Farfuglanna er bent á slóðina http://www.hiayh.org.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.