Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1997, Blaðsíða 33
32 ihielgarviðtalið
* Á:- -k
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 V
1-lV LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997
Qslgarviðtalið
„ Vissulega hafa leitað á okkur margar spurningar
sem við höfum ekki getað fengið svör við. Við höfum
staðið þétt saman í þessari miklu sorg og nú gleðjumst
við saman yfir því kraftaverki að Bjarni Dagur sé
fceddur, svo heilbrigður og yndislegur sem hann er, “
segja Laufey Guðmundsdóttir og Jóhann Bjarnason, 27
ára gömul hjón í Reykjavík. Þau hafa gengið í gegnum
mikla sorg frá því þau tóku þá ákvörðun að eignast
barn fyrir um tveimur árum síöan. Laufey er fœdd og
uppalin á Akureyri og Jóhann í Skagafirði. Hún er
sjúkraliði og hann tónmenntakennari. Ungu hjónin
féllust á að segja DV hvað það var sem gerðist og
hvernig þeim tókst að vinna sig út úr þeirri miklu sorg
sem þau urðu fyrir.
„Við sáumst fyrst á fundi hjá
KFUM og K 1994. Við fórum bæði á
einn og einn fund á þeim tíma, fór-
um aö gefa hvort öðru auga og þetta
þróaðist svona smám saman,“ segir
Jóhann og Laufey neitar því hlæj-
andi aðspurð hvort þetta hafi verið
ást við fyrstu sýn. Þrátt fyrir að svo
hafi ekki verið voru þau ekki í nein-
um vafa og gengu í hjónaband í maí
ári síðar. Laufey varð fljótlega ófrísk
og við tók spennandi tími væntan-
legra foreldra.
Áfallið kom þegar Laufey var
gengin 32 vikur. Hún fór í tíma í
mæðraskoðun og þá fannst enginn
hjartsláttur. Fylgjan var framan-
áliggjandi og í slíkum tilvikum getur
verið að tækin nemi hreinlega ekki
hjartsláttinn.
„Við trúðum ekki öðru en allt
væri í lagi, fengum strax tíma í són-
ar og þar voru okkur sagðar fréttir
sem aÚir tilvonandi foreldrar óttast.
Bamið okkar var dáið. Sem betur
fer hafði ég alltaf farið með Lauf-
eyju í skoðun þannig að við gátum
farið strax saman í sónarinn og ver-
ið saman frá upphafi," segir Jó-
hann. Hann segir þau hafa fengið
þá niðurstöðu að allt hefði verið
eðlilegt hjá baminu nema ef vera
kynni örlítill snúningur á nafla-
streng og örlítill bjúgur. Það var
samt ekki talin nægileg ástæða fyr-
ir því sem gerðist.
Ólýsanlegt áfall
„Okkur var einfaldlega sagt að
þetta væri slys sem alltaf gæti komið
fyrir. Þetta var ólýsanlegt áfall. Þetta
er bam sem komið var sjö mánuði á
leið og hefði átt að eiga miklar lífslík-
ur, jafnvel þótt það hefði fæðst fyrr,“
segir Jóhann.
Laufey tekur undir með manni sín-
um að erfitt sé að lýsa því sem fer í
gegnum hugann á sorgarstund sem
þessari. Hún segir þau hafa fengið
strax mikla og ómetanlega hjálp á
sjúkrahúsinu. Ljósmóðir hafi tekið á
móti þeim og hugsað um allt í sam-
bandi við jarðarfórina, fót á bamið og
fleira sem skipti þau miklu máli.
„Við fengum að ráða hvort fæðing-
in yrði sett strax í gang eða hvort við
færum heim og reyndum að átta okk-
ur á því sem hafði gerst. Okkur
fannst betra að ljúka þessu af sem
fyrst,“ segir Laufey og bætir við:
„Viö vissum ekkert hvemig þetta
yrði, hvort litið væri á það sem bam
eða fóstur, hvort jarða ætti það sér-
staklega, hvort við fengjum að sjá
það eða yfirleitt hvað við ættum að
gera. Eftir fæðinguna fannst okkur
ofsalega mikilvægt að við fengum
þann tíma með baminu sem við vild-
um. Við nefndum hana Engilráð,"
segir Laufey og Jóhann bætir við að
hefðu þau ekki fengið að sjá stúlkuna
hefði verið mun erfiðara fyrir þau að
vinna úr erfiðleikunum. Mikilvægt
sé að vita hvemig hún leit út og svo
framvegis. „Við eignuðumst þetta
barn, því var ekki ætlað að lifa en
minningin verður ekki tekin frá okk-
ur. Hefðum við ekki séð það hefði
hún kannski ekki lifað eins sterkt."
Sjálfsagt að reyna aftur
Þeim var ráðlagt að taka myndir
af Engilráð litlu. Það gerðu þau og
segja það skipta sig miklu máli í dag.
Stúlkan fæddist 11. janúar 1996 og
var jörðuð í Fossvogskirkjugarði átta
dögum síðar í grafreit hjá afa Lauf-
eyjar og bróður sem lifði aðeins þrjá
mánuði.
Aö sögn hjónanna var tómleikinn
eftir fæðinguna mikill. Það hafi ver-
ið erfitt að koma tómhent heim. Þau
segjast hafa verið búin að fá lánaðan
vagn og eitthvað hafi verið komið af
bamafótum í skúffur.
„Mamma hennar bauðst til þess að
fara heim og láta allt hverfa, taka
vagninn og pakka niður þeim fotum
sem við höfðum fengið lánuð. Okkur
fannst það ekki rétt leið. Við vildum
frekar vinna úr þessu og alls ekki
loka bara augunum og vakna síðan
eins og þetta hefði verið vondur
draumur. Þetta var veruleikinn og
við vildum fást við hann i rólegheit-
unum,“ segir Jóhann.
Sorgarferlið heldur áfram en samt
taka þau ákvörðun um að reyna
strax aftur að eignast barn. Var það
sjálfsögð ákvörðun?
„Sjálfum fannst okkur sjálfsagt að
reyna strax aftur. Okkur var hins
vegar ráðlagt að gefa okkur góðan
tíma, átta okkur á hlutunum og leyfa
þessu svokallaða sorgarferli að líða
áður en við færum aftur af stað. Við
vomm bráðlát," segir Laufey. Þau
neita því bæði aðspurð hvort þau
hafi verið of bráðlát.
Þráðum barn
„Við hugsuðum þetta aldrei svo að
annað barn gæti komið í stað þess
sem við misstum eða minnkað sárs-
aukann að einhverju leyti. Við þráð-
um að eignast barn og þess vegna
ákváðum við að reyna strax aftur,"
segir Jóhann.
Þegar rúmur mánuður var liðinn
frá því að Engilráð fæddist varð
Laufey ófrísk á ný. Þau segjast ekki
hafa óttast þá meðgöngu.
„Við trúðum því ekki að svona
nokkuð myndi gerast aftur,“ segir
hún og hann skýrir það svo að þau
hafi fengið þær upplýsingar aö dauði
Engilráðar hafi verið slys og að það
væru 99 prósent líkur á að nú myndi
allt ganga eðlilega fyrir sig. Annað
átti þó eftir að koma á daginn.
AÍlt hafði virst eðlilegt í mæðra-
skoðun, rétt eins og í fyrra skiptið,
en vegna þess sefn gerst hafði hjá Jó-
hanni og Laufeyju var þeim boðið
upp á aukaskoðun í sónar. Sú skoð-
un var í raun bara hugsuð til þess að
sýna þeim fram á að allt væri í lagi,
ekki það að læknarnir teldu að eitt-
hvað væri að. Laufey var nánast upp
á dag jafn langt gengin og þegar Eng-
ilráð fæddist, um 32 vikur.
„í sónarnum kom í ljós að bamið
var lítið og hjartslátturinn hægur.
Þeir þorðu ekki að bíða og vildu
drífa mig í keisaraskurð strax þetta
sama kvöld," segir Laufey.
Lifði í fjóra tíma
Jóhann segir að vissulega hafi þau
orðið hrædd við þessar fréttir en þau
hafi þó glaðst yfir að veikleikinn
uppgötvaðist strax. Þeim hafi verið
sagt að í langflestum tilvikum væri
hægt að hjálpa börnum sem fæddust
lifandi.
Piltur fæddist og um leið og hann
kom í heiminn varð mönnum ljóst að
eitthvað var að. Strax og hann byrj-
aði sjálfur að anda fór hann að fram-
leiða einhverjar óæskilegar sýrur og
bamalæknir sem er sérmenntaður í
gjörgæslu fyrirbura annaðist hann.
„Við áttum erfitt með að fylgjast
með því sem fram fór. Læknirinn
kom einu sinni til okkar og sagði að
eitthvað væri að. Hann sagði að þeir
þekktu þessi viðbrögð, þau væra að
vísu óvenju sterk en þeir ættu þó að
geta bragðist við,“ segir Jóhann. Þau
biðu inni á stofu á milli vonar og
ótta og eftir að læknamir höfðu
reynt hvað þeir gátu í fjórar klukku-
stundir var þeim tilkynnt að því mið-
ur hefði ekki verið hægt að bjarga
drengnum. Þau nefndu hann Guð-
bjart. Þetta var 26. september, um
átta mánuðum eftir að þau jörðuðu
Engilráð.
„Ég brotnaði saman í fyrra skiptið
en þama var ég alveg dofin. Því var
öfugt farið með Jóhann. Hann var al-
veg dofinn í fyrra skiptið," segir
Laufey. Jóhann segir að afneitun sé
eitthvað sem vissulega komi upp í
hugann en hún haldi vitanlega ekki.
Reið út í Guð
Líkt og þegar Engilráð fæddist
fundu læknamir ekki neitt sem gat
talist óeðlilegt. Krufning leiddi ekk-
ert í ljós. Frumusýni var tekið úr
barninu og sent út til frekari rann-
sóknar.
„Það kom mjög lítið út úr þeirri
rannsókn og niðurstaðan var út-
skýrð sem ófullnægjandi. Það sem
við fengum þó að vita var að um
erfðagalla væri að ræða og að 25 pró-
sent líkur væra á því að þetta kæmi
fram í bömum sem við eignuðumst
saman. Okkur var jafnframt sagt að
ekkert væri hægt að gera fyrir bam
sem er með þennan litningagalla,
hvorki á meðgöngu né eftir hana.
Það bam getur ekki lifað,“ segir Jó-
hann.
Undirritaður velti því fyrir sér
hvað það væri sem hefði fleytt þeim
í gegnum þessa miklu erfiðleika og
þau era ekki í vafa. Án trúarinnar á
Guð viti þau ekki hvemig þau hefðu
farið að.
„Við voram samt reið og bitur út í
Guð. Okkur fannst hann óréttlátur
og við skildum ekki af hverju hann
hjálpaði okkur ekki. Kraftaverkin
gerast alls staðar í kringum okkur
en samt voru tvö börn tekin frá okk-
ur með svo skömmu millibili," segir
Laufey.
Jóhann segir að ótal spumingar
hafi vaknað, biturðin hafi verið mik-
il og sorgin ólýsanleg. Laufey segir
þau ekkert hafa vitað hvað þau ættu
til bragðs að taka eftir að Guðbjartur
hafi verið jarðaður við hlið Engilráð-
ar.
Hefur styrkt sambandið
Við vildum helst bara láta okkur
hverfa og ég man að ég vildi helst fá
að deyja líka. Fjórum dögum eftir
jarðarforina fóra mamma og pabbi
til Flórída og þau tóku okkur með,“
segir Laufey og Jóhann bætir við að
nauðsynlegt hafi verið fyrir þau að
skipta um umhverfi. Þar hafi þau
getað verið í ró og næði og hugsað
sitt. Hann segist engan veginn hafa
verið hæfur til þess að fara að
vinna.
Stundum er talað um að i kjölfar
sorgar og erfiðleika lendi fólk í vand-
ræðum með samband sitt viö mak-
ann. Jóhann segir að samband þeirra
hafi styrkst við erfiðleikana.
„Við unnum mikið saman úr sorg-
inni. I þeim bæklingum sem við feng-
um og áttu að hjálpa okkur og styðja
kom fram að misjafnt sé hvemig fólk
vinni úr sorginni. Hjón upplifi sorg-
ina kannski á gerólíkan hátt og því
eigi konan kannski erfitt með að
skilja hvemig manninum líður og öf-
ugt. I okkar tilfelli hefur þessi
reynsla styrkt okkur fekar en hitt,“
segir Jóhann.
Börnin í góðum höndum
Þau era sammála um að trúin á að
bömin þeirra séu i góðum höndum
hafi hjálpað þeim mikið. Það sé mik-
ils virði að eiga trúna á Guð, trúna á
líf eftir dauðann og vonina um að
þau fái að hitta þessi litlu börn sín á
nýjan leik.
„Við fórum mjög oft í kirkjugarð-
inn til að byrja með en þegar frá líð-
ur nægir okkur að fara sjaldnar. Við
eigum myndirnar af þeim hér heima
og ég reikna með að héðan í frá tök-
um við frá ákveðna daga til þess að
vitja þeirra í garðinum, afmælisdaga
þeirra og eitthvað slíkt," segir Jó-
hann.
Aðspurð hvort þau eigi ólíkar
minningar um bömin tvö segir Lauf-
ey að henni hafi fundist sárt að Eng-
ilráð skyldi fæðast andvana.
„Það var svo sárt að fá ekki að
heyra í henni. Guðbjartur tók i putt-
ann á mér og ég heyrði hann gráta.
Þar era strax komnar minningar um
hann sem við eigum og geymum. Það
hljómar kannski ekki mikið en er
það samt,“ segir Laufey.
Reyndu enn á ný
„Fyrst vissum við ekki hvað við
áttum að gera. Okkur fannst allt vera
svart. Við voram búin að missa tvö
böm og töldum um tíma að þetta
hlyti að vera ómögulegt. Við þorðum
ekkert að gera fyrr en við fengjum
niðurstöður úr rannsóknunum sem
gerðar voru úti. Eftir að mánuðir
liðu og ekkert heyrðist fóram við á
fund erfðafræðings og hann sagði að
ef þetta væri vegna litningagalla
væru líkumar aldrei meiri en 25%.
Bjarni Dagur kann rassaþvottinum vel og pabbinn fylgist meö aö allt fari vel
fram.
Laufey Guömundsdóttir og Jóhann Bjarnason segjast hafa fariö mjög oft í kirkjugaröinn til aö byrja meö en nú nægi þeim aö fara sjaldnar. Engilráö og Guö-
bjartur hvíla í Fossvogskirkjugaröi í grafreit hjá afa Laufeyjar og bróöur sem liföi aðeins þrjá mánuði. Hjónin vitjuöu leiöa barna sinna í vikunni og tóiku aö
sjálfsögöu nýfæddan soninn meö. DV-myndir E.ÓI
Það voru miklar gleðifréttir fyrir
okkur, úr því sem komið var,“ segir
Jóhann.
Laufey varð ófrísk í þriðja sinn og
þá fengu þau sérstaklega mikla að-
stoð. Fylgst var reglulega með vexti
bamsins í sónar þar sem í ljós hafði
komið að hin höfðu vaxið hægar en
reiknað hafði verið með. Fljótt kom í
ljós að bamið var yfir meðaltali í
vexti. Róaði það ekki væntanlega for-
eldra?
„Það gerði það að vísu en hins veg-
ar höfðum við engan samanburð um
vaxtarhraða. Við höfðum bara farið
einu sinni i sónar í hvort skipti og þá
kom ekkert fram fyrr en á 32. viku.
Óttinn blundaði því kannski í okkur
undir niðri allan tímann,“ segir Jó-
hann. Laufey minnir á að á 24. viku
hafi þetta bam verið orðið allt af þvi
jafn þungt og þegar hin fæddust og
það hafi bent til þess að þarna væri
allt í lagi.
Bjarni Dagur kom í heiminn 23.
september síðastliðinn. Hann vildi
endilega vera sitjandi og því var
hann tekinn með keisaraskurði eftir
39 vikna meðgöngu. Hann var rúmar
18 merkur og 54 sentímetrar.
Hann er kraftaverk
Það er ljóst að lítill sólargeisli er
kominn til þess að lýsa upp hjá
þessari litlu fjölskyldu. Foreldrarn-
ir ráða sér vart fyrir gleði yfir þess-
um litla manni. Hann er greinilega
sæll og ánægður og honum líður
vel.
„Hann bara sefur og borðar, al-
veg eins og þetta á að vera og það er
yndislegt að vita af honum. Hann er
kraftaverk í okkar augum,“ segir
móðirin sæl og ánægð. Hún segir
gaman að fá að geta þess að ljós-
móðirin sem hjálpaði þeim sem
mest með Engilráð hafi tekið við
Guðbjarti. Hún hafi þá verið að
koma á næturvakt. Hún sé nú flutt
til Siglufjarðar en ekki látið sig
muna um að koma suður til þess að
taka á móti Bjarna Degi. Laufey og
Jóhann vilja nota tækifærið og
þakka öðru starfsfólki Landspítal-
ans fyrir þeirra hlýju og umhyggju.
Þeim þótti vænt um að fólk af öðr-
um deildum skyldi gefa sér tíma til
að líta við hjá Laufeyju eftir að
Bjarni Dagur fæddist.
Laufey og Jóhann segjast hafa
fengið ómetanlegan stuðning víða
að, frá fiölskyldu og vinum, og ekki
síst frá prestinum sem þau vinni
með, séra Gísla Jónassyni. Fólk hafi
verið ófeimið við að tala við þau um
missinn og fyrir það eru þau þakk-
lát.
„Sorgin býr alltaf innra með
manni og það er vissulega erfitt að
hugsa til baka um hvernig þetta var.
Þetta verður samt auðveldara þegcir
frá líður og nú ætlum við að leyfa
okkur að njóta litla drengsins okkar.
Það verður ekki erfitt,“ segja Laufey
Guðmundsdóttir og Jóhann Bjama-
son. Hann situr með prinsinn í fang-
inu og mamman sleppir ekki takinu
af þeim feðgum.
-sv'