Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Síða 11
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
11
við Alþýðuflokkinn um sameig-
inleg framboð við þingkosning-
amar 1999. Hjörleifur ríður tæp-
ast einhesta yfir lækinn Það
væri hinsvegar óheppilegt fyrir
Margréti og skoðanasystkin
hennar innan og utan Alþýðu-
bandalags ef flísaðist úr
flokknum rétt ofan í sveitar-
stjórnarkosningar.
Tæpast er við því að búast að
þauireyndir stjómmálamenn á
borð við Hjörleif Guttormsson
leggi í svo afdrifaríka sjóferð
nema með lúðrablæstri og söng.
Slik atburðarás gæti fellt langan
skugga yfir kosningabaráttuna í
aðdraganda sveitarstjórnarkosn-
inga, og kynni að draga mjög úr
sigursæld þeima. Væntanlega
hefur það ráðið hversu skammt
tillaga hennar gekk.
Leikfláttan
Átök eru aðalsmerki lands-
funda Alþýðubandalagsins. Eng-
um duldist, að þaulreyndir her-
foringjar andstæðinga Margrét-
ar hugðust sjá til þess, að á
landsfúndinum kæmi fram önn-
ur tillaga um að landsfundurinn
tæki afdráttarlausa ákvörðun
gegn sameiginlegu framboði. Sú
tillaga kom fram í gær, borin
fram af fótgönguliðum úr öllum
kjördæmum. í henni var að vísu
tekið undir nauðsyn á öflugu
samstarfi flokka stjórnarand-
stöðunnar, en jafnframt lagt til
að Alþýðubandalagið byði eitt
fram að þessu sinni.
Með þessari atburðarás var
komin upp sérkennileg staða.
Formaður flokksins lagði til að
unnið yrði að sameiginlegu
framboði og hafði sett for-
mennsku sína að veði. Gegn
henni var hinsvegar beint til-
lögu, sem gekk í þveröfuga átt.
Margrét með undirtökin
Sameining vinstri flokkanna
virðist á öruggu skriði eftir sögu-
lega niðurstöðu landsfundar Al-
þýðubandalagsins um helgina.
Hótanir Hjörleifs Guttormssonar
um að kljúfa flokkinn fengu að-
eins dauft bergmál af köldum
veggjum Rúgbrauðsgerðarinnar
við Borgartún. Hinn ótvíræði sig-
urvegari var Margrét Frímanns-
dóttir, sem gengur af fundinum
sem fullþroska stjómmálamaður,
eftir að hafa skákað andstæðing-
um sínum út af taflborðinu með
óvæntum leikfléttum, sem fáir
sáu fyrir.
Afleiðingarnar munu draga
langan slóða. Innan þingflokksins
hefur hún farið halloka í veiga-
miklum málum, til dæmis varð-
andi auðlindagjald, þar sem mik-
ill meirihluti þingflokksins hefur
haft allt aðra skoðun en hún. Nið-
urstaða landsfundarins er því
ekki aðeins söguleg fyrir samein-
ingu á vinstri vængnum, heldur
kann hún að skipta sköpum um
lykilmál á borð við veiðileyfa-
gjald, taki jafnaðarmenn sæti í
ríkisstjórn að loknum næstu
kosningum.
Formaður í kastþröng
Engum dylst að Margrét hefur
sótt undir högg þingflokksins frá
því hún kom, sá og sigraði í for-
mannskjöri fyrir tveimur árum.
Kjör hennar var einsog kjaftshögg
fýrir marga úr gamla kjarnanum,
og minnihluti núverandi þing-
manna studdi hana þá. Þeir hafa
ekki reynst henni fúsir í taumi,
og staða hennar innan þingflokks-
ins hefur hægt og bítandi þrengst
síðustu misserin. Hún hefur
einnig lagt til atlögu við gömul vé
og heilög, og það hefur ekki
hækkað hana á vinsældalista
þingflokksins.
Margrét hefur þannig reifað ít-
rekað nauðsyn þess að endur-
skoða viðhorf flokksins til rekstr-
arforms ríkisfyrirtækja, um þátt-
töku ríkisins í rekstri, um afstöð-
vma til Evrópu og nú síðast boðaði
hún merkilega tillögu sem felur í
sér stórt skref að auðlindagjaldi.
Þegar hugmyndir hennar frá síð-
ustu misserum eru skoðaðar í
heild kemur í ljós samfelld stefiia,
sem miðar að því að hrista
drunga fortíðarinnar af Alþýðu-
bandalaginu og breyta því i hreyf-
ingu sem er í bærilegum takti við
nútímann. Um leið þjónar hún
þeim tilgangi að ýta burt steinum
málefnalegs ágreinings, sem ella
hefðu gert leiðina til aukinnar
samvinnu við aðra flokka vinstri
vængsins mjög torfæra.
Margrét og helstu stuðnings-
menn hennar hafa því ekki farið
dult með þá skoðun, að það bæri
að ffeista sameiginiegs framboðs
með Alþýðuflokknum og öðrum
hreyfingum á vinstri kanti stjóm-
málanna þegar við næstu þing-
kosningar.
í þeim efnum getur hún hins-
vegar ekki reitt sig á mikinn
stuðning innan þingflokksins.
Helsti stuðningsmaður hennar
innan þingflokksins er Bryndís
Hlöðversdóttir, en auk þess hefur
Kristinn H. Gunnarsson stutt
sameiginlegt framboð með af-
dráttarlausum hætti. Andstæðing-
amir hafa hinsvegar verið miklu
skeleggari. Hjörleifur Guttorms-
son hefur verið atkvæðamestur i
hópi þeirra, og sömuleiðis dylst
engum, að Steingrimur J. Sigfús-
son er á móti sameinuðu fram-
boði. Svavar Gestsson hefur ekki
tekið skýra afstöðu til þess, en
virðist telja það ótímabært. í þess-
um hráskinnaleik vekur það at-
hygli að Ragnar Amalds hefur
ekki stutt afstöðu Margrétar.
Teningunum kastað
Ágreiningurinn milli þing-
flokks og formanns Alþýðubanda-
lagsins kom fram með afgerandi
hætti þegar Margrét boðaði til-
lögu þar sem hún steig stórt skref
Laugardagspistill
Össur Skarphéðinsson
ritstjóri
í átt að veiðileyfagjaldi. Hún tók
mikla áhættu með tillögunni, því
helstu andstæðingar hennar í Al-
þýðubandalaginu eru eindregið
gegn slíku gjaldi. Með tillögunni
sendi hún jafnframt skýr skilaboö
til Alþýöuflokksins um vilja sinn
til sameiginlegs framboðs.
Meirihluti þingflokksins svar-
aði því með að leggja á Alþingi
fram aðra tillögu, sem gekk miklu
skemur. Um leið var óhjákvæmi-
lega sett alvarlegt spurninga-
merki við styrk og áhrif Margrét-
ar Frímannsdóttur. Formaður,
sem ekki nær fram afstöðu sinni í
einu veigamesta máli stjómmála
dagsins, er ekki lengur marktæk-
ur og tæpast á vetur setjandi. Þó
tillaga þingmannanna hafi ef til
vill ekki verið hugsuð sem van-
traust á formanninn var þó ljóst,
að með henni braust alvarlegur
ágreiningur hennar og meirihluta
þingflokksins upp á yfirborðið.
Þessi tillaga, ásamt ágreiningi um
afstöðuna til sameiginlegs fram-
boðs, sýndi einfaldlega að for-
mennska Margrétar var komin á
ystu nöf. Hún átti því um tvo
kosti að velja: Beygja sig fyrir
þingmönnunum og veikja sig um
leið þannig að henni yrði tæpast
sætt nema til næsta landsfundar,
eða leggja til atlögu.
í aðdraganda landsfundarins
var ljóst, að Margrét hafði ákveð-
ið að láta skríða til skarar. Alvara
málsins speglast gerst í tveimur
yfirlýsingum hennar í síðustu
viku. í viðtali við RÚV kvaðst hún
einfaldlega leggja sjálfa sig undir
varðandi afdrif auðlindamálsins.
Byssurnar voru hlaðnar fastari
skotum þegar hún beindi þeim að
andstæðingum sínum í viðtali í
Degi, og sagði skorinort að klofn-
ingshættan væri ekki aðeins á
annan veginn.
Þegar' landsfundurinn hófst
gengu menn því ekki gruflandi að
því, að ekki aðeins var mögulegt
að Margrét léti innan tíðar af for-
mennsku ef sjónarmið hennar
yrðu undir, heldur gæti svo farið
að hún og liðsmenn hennar gengu
af skútunni og fengu sér skiprúm
annars staðar.
Klofningshætta
Fyrir landsfundinn hafði Mar-
grét óskað eftir óskoruðu umboði
til viðræðna við aðra flokka með
það fyrir augum að kanna grund-
völl sameiginlegs framboðs. Nið-
urstaða þeirra yrði kynnt á auka-
landsfundi í júní, sem tæki endan-
lega afstööu til þátttöku Alþýðu-
bandalagsins i framboði með Al-
þýðuflokknum og öðrum á vinstri
vængnum. Mörgum fannst tillaga
Margrétar ganga of skammt, því
með henni var sameiginlegu
framboði ekki slegið fostu.
Varkámi Margrétar var hins-
vegar grunduð. Það er í hæsta
máta ólíklegt, aö Alþýðubandalag-
ið gangi i heilu lagi til samvinnu
Það þarf mikið hugmyndaflug til
að túlka þetta ööruvísi en ein-
beitta atlögu að formennsku Mar-
grétar. Félli tillaga hennar var
einboðið, að hún myndi innan tíð-
ar víkja úr formennskunni.
Margrét hafði hinsvegar unnið
heimavinnu sína til hlítar. Þegar
fundurinn hófst á fimmtudag
vakti það mikla athygli, að allir
helstu forystumenn sem Alþýðu-
bandalagið á í verkalýðshreyfing-
unni voru mættir. Skömmu eftir
að Margrét hafði flutt ræðu sína
kvaddi Guðmundur Þ. Jónsson,
formaður Iöju, sér hljóðs öflum á
óvart. Erindi hans í ræðustól var
afdráttarlaust. Hann kynnti til-
lögu, þar sem formanni Alþýðu-
bandalagsins var falið mun ein-
dregnara umboð til viðræðna um
samvinnu að framboði við þing-
kosningamar, en hún hafði sjálf
óskað eftir í varkárri tillögu
sinni.
ÞesscU- sviptingar komu mörg-
um úr gamla kjamanum bersýni-
lega í opna skjöldu. í einu vet-
fangi breytti þetta atburðarás
fundarins. Auk hins afdráttar-
lausa stuðnings sem Margrét
hlaut með þessu, var tillaga henn-
ar skyndilega orðin hin eðlilega
málamiðlun. Langlíklegasta nið-
urstaða fundarins, sem lýkur á
morgun, er því að Margrét fái
fuflt umboð ásamt stjórn flokks-
ins til að ganga til samningavið-
ræðna við hina flokkana á vinstri
vængnum. Landsfundurinn í Rúg-
brauðsgérðinni er því sögulegim,
og gæti skipt sköpum um þróun
íslenskra stjórnmála á næstu
ámm.
í dag hefur því Margrét Frí-
mannsdóttir undirtökin í Alþýðu-
bandalaginu. Andstæðingar henn-
ar innan og utan þingflokksins
verða að stíga hægt til jarðar, og
hafa það hugfast að 80% af fylgi
Alþýðubandalagsins eru sammála
henni í helsta átakamáli lands-
fundarins.