Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Page 24
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
24 ffikarkafli
★ ir
mm
Sigurður A. Magnússon rithöfundur heldur áfram að segja þroskasögu sína í nýrri bók:
Klausturdvöl í Aþenu
Siguröur A. Magnússon rithöf-
undur hefur sent frá sér æviminn-
ingabókina Með hálfum huga. Útgef-
andi er Mál og menning. Héma er
Sigurður að halda áfram þroska-
sögu sinni sem hófst með bókinni
Undir kalstjömu. Nýja bókin er þó
ekki í skáldsögubúningi. Hann lýsir
mótunarárunum í Kaupmannahöfn,
Stokkhólmi, New York og á íslandi
auk þess sem hann lýsir því hvern-
ig Grikkland fangaði hjarta hans.
Við grípum niður í kafla í bók-
inni þar sem hann lýsir klaustur-
dvöl í Aþenu:
„Jim Gribble ók mér til Aþenu í
lok september, enda átti hann fleiri
erindi í miðstöð menningarinnar.
Ferðin suður gekk stórslysalaust,
en tvívegis voram við hætt komnir
á kröppum beygjum, og kenndi Jim
þreytu og svefnleysi um tvisýnuna
sem hann stofnaði okkur í. Til að
hvíla hann um stund fékk ég í
fyrsta sinn á ævinni að taka í stýri
og var skemmtileg reynsla, en vit-
anlega lögleysa jafht í Grikklandi
sem anníirstaðar.
Við komum til Aþenu í niða-
myrkri seint um kvöld. Ég vissi mér
engan stað vísan, en afréð að heim-
sækja góðvin minn af pílagríma-
skipinu, Tassos Maltezos, í Pangratí
sem þá var nýbyggð útborg uppaf
Ólympíuleikvanginum, en er nú ná-
lega miðsvæðis. Ég gerði mér vonir
um að foreldrar hans gætu hýst mig
fyrstu nóttina. Daginn eftir var ætl-
unin að hafa samband við Jannís
Poulos og herma uppá hann loforð-
ið um að útvega mér hæli í Móní
Petrakí. Þó komið væri frammundir
miðnætti tók Tassos mér opnum
örmum og kynnti mig fyrir foreldr-
unum sem sýndu mér staka alúð,
bjuggu um mig á bedda í stofunni
og buðu mér góða nótt. Húsbóndinn
var kaupmaður í miðborginni og
þurfti að fara til vinnu árla morg-
uns.
Sigurður fær gullkross grísku Fönixorðunnar voriö 1955 úr hendi Christians Palamas.
Kosningabarátta
Við Tassos tókum daginn
snemma og héldum inní miðborgina
að leita uppi Jannís Poulos. Ég vissi
sem var að þingkosningar vora í
uppsiglingu, en Tassos sagði mér
þau óvæntu tíðindi að Jannís væri á
kafi í kosningaslagnum og styddi
frambjóðanda íhaldsaflanna, Alex-
ander Papagos hershöfðingja, sem
sigrað hafði kommúnista í
borgarastyrj öldinni
með dyggum
stuðningi banda-
rískra hersveita
undir yfirstjórn
Van Fleets. Við fé-
lagar fundum kosn-
ingaskrifstofuna eftir
stutta leit og hittum
þar fyrir hinn unga
prest, sem mér þótti hafa
tekið umtalsverðum
stakkaskiptum síðan í
júní. Nú óð hann í sílinu og
hafði naumast tóm til að
kasta á okkur kveðju, hvaðþá
sinna erindi mínu. Eftir japl
og jaml og fúður kom uppúr
dúmum að hann hafði stein-
gleymt loforðinu, en kvaðst
mundu vinda að því bráðan bug að
ná tali af erkibiskupi og koma mál-
inu í höfn. Við svo búið urðu kveðj-
ur heldur snubbóttar og við Tassos
héldum stúmir útí miðdegissvækj-
una.
Samfelld píslarganga
Næstu tvær vikur urðu nálega
samfelld píslarganga. Daglega lagði
ég leið mína á kosningaskrifstofúna
og fékk ævinlega sömu svör: Jannís
hafði ekki unnist tími til að ná tali
af erkibiskupi, en mundi reyna það
daginn eftir. Þegar nær dró kosn-
ingum sá ég frammá að vonlaust
væri um nokkra niðurstöðu fyrren
þær væru afstaðnar, en hélt samt af
einskærri kergju áfram að angra
prestinn með daglegum heimsókn-
um, enda hafði ég fátt
annað við tímann
að gera en
arka glorsoltinn um sólböðuð og
mcmnmörg strætin í miðborginni,
ýmist yfirkominn af vonleysi eða al-
tekinn þeim ásetningi að komast
klakklaust úr sjálfheldunni. Á þess-
ari píslargöngu kom mér iðulega í
hug kviðlingur Jóns gamla á Bæg-
isá:
Margur fengi mettan kvið,
má því nærri geta,
yrði fólkið vaniö við
vind og snjó að éta.
Támhentur og vegalaus
í þessum ófyrirséðu þrengingum
kom áþreifanlega á daginn hversu
traustum vináttuböndum ég hafði
bundist mörgum Grikkjanna á píla-
grímaskipinu. Ég var bæði tómhent-
ur og vegalaus, en nú bragðu góöir
vinir við skjótt og forðuðu mér frá
útigangi og hungurdauða. Sálar-
ástandið var vægast sagt bágbor-
ið vikurnar tvær sem ég arkaði
milli misjafrilega birgra heim-
ila og fékk náttból á sófa eða
bedda, en hvarvetna mætti ég
hjartahlýrri gestrisni og
samúð foreldra og annarra
aðstandenda sem ekki
þekktu mig nema af orð-
spori. Fyrstu tvær næt-
urnar svaf ég heima hjá
Tassosi, aðrar tvær
heima hjá Effi þeirri
sem að ósekju var
óbein orsök vand-
ræðanna, og
þannig koll af kolli
uns þar kom að Jannís náði
fundi erkibiskups og mér var heim-
iluð langþráð vist í Móní Petrakí.
Um svipað leyti sá ég í blöðunum
að kominn væri til Aþenu bekkjar-
bróðir minn, Öm Clausen, sem víð-
þekktur var orðinn fyrir afrek sín í
tugþraut. Átti hann að keppa á al-
þjóðlegu íþróttamóti sem ég hafði
ekki tök á að sækja, en afréð að líta
inn til hans á Hotel King George.
Kom honum greinilega á óvart að
hitta fyrir gamlan skólabróður á
þessum breiddargráðum, en tal-
drýgst varð honum um hitann sem
þjakaði hann, enda nálgaðist hita-
stigið 50 gráður og ekki enn komin
loftkæling nema í anddyri hótelsins.
Örn kynnti mig fyrir grískum þjálf-
ara sem annaðist um hann, þó mál-
stirður væri á öðrum tungum en
móðurmálinu. Sá var sérlega altil-
legm- og barnslega forvitinn einsog
Grikkja var háttur. Lék honum
einkum hugur á að fá skýringu á
nafninu Örn sem virtist heilla
hann. Þegar hann fékk að vita að
það merkti aetos á grísku, ljómaði
hann einsog tungl í fyllingu og kvað
þama komna skýringu á fimi og
léttleik hins unga garps. Öm þurfti
að fara á æfingu fyrir keppnina, svo
ég hafði stutta viðdvöl. Á leiðinni
heim í klaustrið fann ég í svipinn
fyrir heimþrá sem lengi hafði legið
í dvala. Mér varð líka hugsað til
Rúnu og vonbrigðanna sem ég hlaut
að hafa bakað henni með því að
vera um kyrrt í Grikklandi.
Vistaður í tveggja
manna klefa
í Móní Petrakí var fátt munka, en
þeim mun fleiri guðfræðistúdentar
hvaðanæva af Grikklandi, sem lutu
ströngum klausturaga undir forsjá
siðavands biskups. Var ég vistaður í
tveggja manna klefa með ungum
manni úr fjarlægu héraði sem ekki
gat státað af öllu meiri menntun en
gengur og gerist meöal grískra al-
múgamanna, kunni til dæmis ekki
orð í annarri tungu en móðurmál-
inu. Kom það mér vitanlega til góða
í viðleitninni við að ná valdi á
grískunni. Grískir prestar eru að
jafnaði ekki langskólagengnir, held-
ur valdir af ibúum heimabyggðar-
innar og sendir á sérstök tveggja
vetra námskeið sem guöfræðideildir
háskólanna gangast fyrir. Eiginlegir
guðfræðingar grísku kirkjunnar
eru flestir óvígðir menn.
Petros klefanautur minn var
sannkallað gæðablóð, vinhlýr,
hrekklaus og skrafhreifur, en ótrú-
lega fáfróður um guðfræðileg efni.
Ég ræddi við hann á minni bjöguðu
grísku og tókst furðuvel að gera mig
skiljanlegan, enda umræðuefnin
ekki tiltakanlega háfleyg. Fyrsta
eða annað kvöldið í klefanum lét ég
þess getið í spaugi, að kannski ætti
ég að útvega mér jámbent náttfot
úrþví ég væri kominn í sambýli við
Grikkja, og þótti Petrosi það með
eindæmum fyndin athugasemd sem
hann átti eftir að rifja upp í tíma og
ótíma með miklum hlátrasköllum.
Matur af skornum
skammti
Vetrarvistin í Móní Petrakí var
annars ekki giska söguleg nema fyr-
ir þá sök, að matur var af ákaflega
skornum skammti, þó margir
klaustumautanna væru smurtuleit-
ir og pattaralegir, enda fengu þeir
nálega allir vikulega matarpinkla
aö heiman. Vesalingur minn hafði
ekki uppá neitt slíkt að hlaupa og
varð að una þvi að horast dag frá
degi uns þar kom undir vorið að
telja mátti í mér hvert einasta rif.
Hef ég ekki í annan tíma orðið svo
holdgrannur, en það virtist ekki
baga heilsufarið.
Ég var frjáls allra minna ferða á
daginn, en klukkan sjö að kvöldi
var klaustrinu lokað og snæddur
kvöldmatur með tilheyrandi tíða-
gerð undir vökulu auga Grígórís
biskups. Síðan las maður eða lét sér
leiðast þartil ljós vora slökkt klukk-
an ellefu. Við voram vaktir klukkan
sjö á morgnana og hófst þá mikill
handagangur við morgunþvott og
klósettsetur. Af einhverjum dular-
fullum orsökum þurftu allir klaust-
Við fréttalestur hjá Sameinuöu
þjóöunum.
urbúar að ganga öma sinna fyrir
morgunverð og var mikil þröng fyr-
ir dyrum. Verst var þó að vatn var
skammtað í Aþenu og kom einungis
úr krönum tvo tíma síðdegis annan-
hvem dag. Vora þá öll tiltæk ílát
fyllt vatni sem endast skyldi til
tveggja daga. En í klaustrinu hafði
vatnseklan þann hvimleiða fylgi-
fisk, að allar klósettskálar barma-
fylltust af saur með tilheyrandi
fnyk, og var sannast sagna umtals-
verð þolraun að stunda morg-
unsnyrtingu í þvottasalnum fram-
anvið klósettin.
Skotsilfur frá fornleifa-
fræðingi
Meðþví að útlendingar vora til-
i
i
i
4
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i