Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 D*V" WigHngar___________________________________________________ Tvær fimmtán ára stúlkur gefa saman út skáldsögu: Auöur Magndís Leiknisdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir, afar I skemmtilegar ungar konur sem pP gefa út sína fyrstu skáldsögu um þessar mundir. DV-mynd GVA Hugmyndin varð til í draumi ■ r mn ■ ■ 0 _ ■ M -V- m m armmmmmrm segja Bryndís Björgvinsdóttir og Auðor Magndís Leiknisdóttir Orðabelgur Ormars (ofurmennis) er skáldsaga sem kemur út um miðj- an mánuðinn. Bókin þykir stór- skemmtileg aflestrar og ekki síður skemmtilegt er að höfundamir era tvær fimmtán ára stelpur, Bryndís Björgvinsdóttir og Auður Magndís Leiknisdóttir. „Hugmyndin kviknaði eiginlega í fáránlegum draumi. Mig dreymdi að við Auður værum að taka á móti verðlaunum fyrir bamabók. Við fór- um eitthvað að tala um þetta í gamni og síðan þróaðist þetta bara þannig að á endanum stóðum við uppi með heila bók,“ segir Bryndís. Hún teiknaði myndimar í bókina og Auður litaði. Fimm daga að skrifa Auður segist aðallega reikna með að krakkar frá 6 til 13 ára geti haft gaman af bókinni en von- andi ýms- ir fleiri líka. Bókin segi frá 9 ára strák, geng- ið sé út frá stafróf- ~"ð*s. aarsögur inu og hver kafli beri upphafsstaf eins stafs. Fyrsti kaflinn heiti Afmæli, næsti Ágúst, þriðji Boltaleikir og svo hin hliðin c - iiii framvegis. Hún segir hvern kafla sjálfstæðan en ailir fjalli þeir þó um sömu persónumar. „Okkur fannst þetta svo góð hug- mynd en það hvarflaði aldrei að okkur i byrjun að fara að gefa hana út. Við fórum bara af stað til þess að skrifa sögur fyrir okkur sjálfar,“ segir Auður og Bryndís bætir við: „Þegar við byrjuðum vomm við ekki nema fimm daga að ljúka við söguna. Ég var alltaf að reyna að segja frá því heima hjá mér að við væmm að semja sögu í bók en fékk frekar hversdagsleg viðbrögð: „Komdu að borða“ eða „Við eram að horfa á fréttirnar.“ Fólkið varð því heldur hissa þegar ég sagði að við vær- um búnar með bókina,“ segir Bryndís og Auður bætir við að mamma hennar hafi strax viljað að þær færu með bókina til út- gefanda. í Hafnarfirði en hafa i raun aðeins verið vin- konur frá því um síðustu jól. „Við kynntumst alveg óvart í gegnum sameiginlega vinkonu. Hún heitir Rut og er best. Ef við Vorum bara að fikta „Við vomm bara að fikta og vissum því ekki hvort þetta væri nóg. Við fómm til Silju Aðalsteinsdóttur (menningar- ritstjóra DV) og báðum hana að lesa bókina yfir. Henni leist það vel á að hún hvatti okkur til þess að fara með hana til útgefanda. Við slógum til, fómm til Máls og menningar og þar er verið að ganga frá bókinni þessa dagana. Hún verður liklega 70-80 síður,“ segir Auður. Auður og Bryndís eru báðar í 10. bekk, Auður í Tjamarskóla, Bryn- dís í Víðistaðaskóla. Þær búa báöar emm ems og samlokur þá er Rut áleggið," segja vinkonurnar hlæjandi. Þær segja að skólafélagarnir hafi ekki hugmynd um að væntanleg sé frá þeim bók. Stúlkum þessum er ýmislegt til lista lagt. Auk þess að vera efni í fma rithöfunda em þær báðar í námi í Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar. Auður er að taka 4. stig á fíðlu og hefur að auki tekið fimm stig á píanó. Hún er nýkomin heim með fiðluna sina úr háifsmánaðar dvöl i Þýskalandi þar sem hún var með öðrum ungmennum að æfa. Bryndís er á 3. stigi i pían- ónámi, er nýbyrjuð á klarínett og ætlar að skipta yfir á sax- ófón þegar hún hefur náð betri tökum á klarínettinu. Hún sækir síðan leiklistar- námskeið hjá Hermóði og Háðvör í Hafnarfirði. En hvað er framundan hjá þeim stöllum? Allt óráðið „Við höfum eiginlega ekki hug- mynd um það. Við ætlum saman í menntaskóla á næsta ári en vitum eiginlega ekki meira en það. Við ætlum okkur bara að gera eitthvað skemmtilegt," segja þessar hressu vinkonur. Auður segist vera mikill bókaormur og Bryndís segist hafa verið það. Hún lesi reyndar minna nú. Það sé svo dæmalaust mikið að gera í öðra. Aðspurðar um vænting- ar í ritlistinni segja þær allt óráðið. „Við vonum bara að bókinni verði vel tekið. Við kvíðum því ekki að lesa dóma um hana. Þetta er allt svo saklaust. Ef hún fær góða dóma og fólki líkar hún er aldrei að vita nema við geram eitthvað meira í þessum dúr,“ segja Auöur og Bryn- dís að lokum. -sv Jón Víktor Gunnarsson skákmaður: Vill verða stórmeistari „Ég stefni að því að verða stór- meistari en hvenær það gerist verður eiginlega bara að koma í ljós. Vonandi gerist það þó á næstu árum,“ segir skákmaður- inn Jón Viktor Gunnarsson. Hann náði þeim ágæta árangri að veröa efstur íslendinga á alþjóðlega Hellismótinu sem lauk um síðustu helgi. Jón Viktor varð sjötti á mót- inu. Hann byrjaði að tefla sjö ára gamall og segist líklega taka þátt i um tveimur mótum á mánuði. Jón sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn:Jón Viktor Gunnars- son. Fæðingardagur og ár: 18. júlí 1980. Maki: Engin kærasta, enn sem komið er. Er enn að leita. Böm: Engin. Bifreið: Nei, enda ekki einu sinni kominn með bílpróf. Starf: Nemi í Fjölbraut í Ár- múla. Laun: Tekur því vart að nefna það. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Vann eitt sinn 5.000 krónur i happaþrennu. Það er allt og sumt. Hvað flnnst þér skemmtileg- ast að gera? Finnst gaman að veiða silung en taflið á hug minn allan. Hvað flnnst þér leiðinlegast að gera? Fátt þykir mér leiðin- legra en að taka til. Uppáhaldsmatur: Pitsa með skinku og ananas. Uppáhaldsdrykkur: Gamla góða kókið. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Michael Jordan kemur fyrst upp í hugann. Uppáhaldstímarit: Séð og heyrt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Carmen Electra hjá MTV. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Ég er frekar á móti henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Robert De Niro er ofarlega á óskalistanum. Uppáhaldsleikari: Það er De Niro, engin spuming. Uppáhaldsleikkona: Sandra Bullock. Uppáhaldssöngvari: Helgi Bjöms er flottur. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ætli ég segi ekki bara Davíð Odds- son. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Hómer Simpson er góður. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Pitsahúsið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Það er nú það. Hef ekki spáð í það. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 957. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eng- Jón Viktor Gunnarsson er vaxandi skákmaöur. DV-mynd Pjetur inn sérstakur. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöð 1. Uppáhaldssj ón varpsmaður: Ómar Ragnarsson er skemmtileg- astur. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Stunda þá staði lítið. Uppáhaldsfélag f íþróttum: Valur að sjálfsögðu. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Verða stúd- ent og stórmeistari og síðan verður framhaldið að koma í ljós. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Danmerkur og tók þátt í skákmóti. Það gekk mjög vel. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.