Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Síða 32
44 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 DV imm 96 ára gamall göngugarpur: ikil hreyfing og engin „eiturlyf" - segir Guðmundur Daðason að sá meginástæða góðrar heilsu Þeir sem komnir eru á sextugs- eða sjötugsaldurinn telja margir að timi sé til kominn að setjast í helg- an stein og stunda helst enga hreyf- ingu nema nauðsyn beri til. Til alir- ar hamingju eru þeir þó margir sem gleyma ekki hlutverki hollrar hreyf- ingar þó aldurinn færist yfir. Meðal þeirra er Guðmundur Daðason, fyrrum bóndi á Ósey á Vestfjörðum, nú búsettur í Hraunbænum í Reykjavík. Guðmundur verður 97 ára gamall í næstu viku. Guðmundur er ótrúlega hress og fer í röska göngutúra á hverjum degi, 2-3 kílómetra í hvert sinn og stundum lengra. Guðmundur lætur 15. nóvember: Stjörnuhlaup FH Hlaupið hefst klukkan 13 við íþróttahúsið við Kaplakrika í Hafnarfirði. Vegalengdir (tímataka á öll- um vegalengdum) og flokka- skipting bæði kyn. 10 ára og yngri hlaupa 600 metra, 11-12 ára hlaupa 1 km, 13-14 ára hlaupa 1,5 km, 15-18 ára hlaupa 3 km, 19-39 ára og 40 ára og eldri hlaupa 5 km. All- ir sem ljúka hlaupinu fá verð- laun. Upplýsingar gefur Sig- urður Haraldsson í síma 565 1114. 31.desemben Gamlárshlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 13 við ÍR-húsið. Hlaupnir eru 9,5 km með tímatöku, flokka- skipting fyrir bæði kyn. Upp- lýsingar um hlaupið gefa Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson í síma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31. desember: Gamlárshlaup UFA Hlaupið hefst klukkan 12 við Dynheima á Akureyri og hlaupnir verða 4 og 10 km með tímatöku. Upplýsingar um hlaupið gefur Jón Áma- son í síma 462 5279. 31.desemben Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13 viö Akratorg á Akranesi. Vegalengdir í hlaupinu era 2 og 5 km. Upplýsingar um hlaupið gefur Kristinn Reim- arsson í síma 431 2643. -ÍS ekkert aftra sér frá göngutúrunum nema þá aðeins að geri snarvitlaust veður. Ef svo illa vill til að veður sé slæmt reynir Guðmundur að hregða sér í sund til að fá hina nauðsyn- legu hreyfingu. „Ég er ættaður af landsbyggðinni, var lengst af ævinni í sveit og fékk þar af leiðandi næga hreyfingu við bústörfin. Þegar maður var bóndi fékk maður næga hreyfingu og þurfti ekkert að bæta á hana með aukahreyfingu. Ég er fæddur að Dröngum á Skógarströnd á norðan- verðu Snæfellsnesinu 13. nóvember aldamótaárið 1900. Ég fluttist siðan misserisgamall til Narfeyrar á Skóg- arströnd og var þar næstu 4 árin,“ sagði Guðmundur. Umsjón Isak Örn Sigurðsson „Síðan bjó ég að Setbergi, vestar á Snæfellsnesinu, fram til ársins 1933 en það ár kvæntist ég Sigurlaugu Mariu Jónsdóttur og við stofnuðum búskap að Ósey. Þar héldum við hjónin bú fram til ársins 1968 er við fluttum til Reykjavíkur í Barðavog- inn. Ég hafði enn fúllt starfsþrek og vildi vinna áfram. Fyrst um sinn fékk ég vinnu við harðfiskgerð í Hafharfirðinum, síðar vann ég hjá fyrirtækinu Júpíter og Mars á Kirkjusandi. Þar á eftir réð ég mig til Gúmmísteypu Þorsteins Krist- jánssonar í Súðarvogi." Tók aldrei bflpróf „Ég hef aldrei tekið bílpróf á æv- inni, eiginlega aldrei séð ástæðu til þess. Ég átti svo stutta vegalengd i vinnuna þegar ég vann á Kirkjus- andi og í Súðarvogi að ég fór jafnan gangandi í vinnuna og það hefúr ef- laust gert mér gott. Ég hætti reglu- legri vinnu árið 1982, var þá búinn að vera 13 ár hjá Gúmmísteypunni. Ég var þó ekkert á því að setjast í helgan stein. Um svipað leyti og ég hætti hjá Gúmmísteypunni flutti ég hingað í Hraunbæinn og hef verið þar síðan. Það var enginn til að taka við Óseynni eftir að við hjónin bragð- um búi en vorum lengi vel með kindur eftir að við fluttum suður. Sigurlaug dvaldist lengst af á sumr- in á Ósey eftir að við fluttum í bæ- inn og ég hef alla tíð verið tíður gestur þar. Sláttur á túnum hélst lengi eftir að bærinn lagðist í eyði og ég fékk góða hreyfingu við hey- skapinn. Kartöflur hef ég sett niður á Ósey eftir að ég flutti í bæinn og hef að mestu séð um kartöflugarðinn sjálf- ur. Tvö síðustu árin hef ég að vísu fengið hjálp við að taka upp í garð- inum. Kartöflumar nægja mér allan ársins hring og ég hef jafnvel getað geflð eitthvað af kartöflum á hverju ári. Ég er samt að hugsa um að af- henda dóttursyni mínum afnot af garðinum." Teflir og spilar bridge „Sigurlaug kona mín lést fyrir tæpum 8 árum og ég hef verið einn síðan. Ég legg mikla áherslu á að vera á ferðinni, fer í mina reglulega göngutúra og reyni að komast út á meðal fólks.“ Guðmundur spilar reglulega bridge hjá öldraðum, reynir helst að spila 1-2 i viku. „Ég hef mjög gaman af að spila bridge og tefla. Það er afskaplega gott til þess að halda huganum við,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Daðason hefur alla tið verið heilsu- hraustur og sjaldan kennt sér nokkurs meins á langri ævi. Hann fékk þó blóðtappa fyrir tveimur árum, missti máttinn og málið um stundar- sakir en hefur þó náð ágætri heilsu á ný. „Það er svolítið sér- stakt að þú skulir koma að máli við mig í dag (viðtalið tekið 5. nóvember) því það era nákvæm- lega tvö ár siðan ég fékk blóð- tappa héma heima hjá mér. Þann örlagaríka dag hafði ég skroppið út í búð að versla og fann fyrir einhverjum slappleika. Ég komst heim og ákvað að leggjast stund- arkom til að ná þessu úr mér. En það bráði ekki af mér og ég komst rétt með naumindum í síma og hringdi í dóttur mína. Ég var fluttur á Borgarspítalann og var þar í endurhæfingu í 2 mánuði. Ég er orðinn vel hress aftur en hef ekki alveg fullkom- lega náö valdi á talinu á ný.“ Guðmundur er vel skýrmæltur þrátt fyrir háan aldur og gæti vel, útlitsins vegna, verið 20 árum yngri. Hugsunin er ennþá skýr, sjón og heym i ágætu lagi. „Ég þakka það fyrst og fremst góðri og hollri hreyfíngu og þeirri staðreynd að ég hef alveg haldið frá mér „eiturlyfj- um“. Ég hef aldrei reykt á ævinni og smakka afar sjaldan á áfengmn drykkjum. Það má heldur ekki gleyma því að langlífi er mikið í ættinni. Móðir mín var til dæmis 106 ára þegar hún lést, kalkaðist aldrei og var málhress fram í and- látið,“ sagði Guðmundur. Guðmundur gerir lítið úr háum aldri sínum og góðri heflsu. „Þegar ég var ungur þótti merkflegt þegar einhver náði því að verða áttræður. í dag þykir minn aldur ekkert tU- tökumál og margir verða miklu eldri,“ sagði Guðmundur að lokum. Guðmundur Daðason er ótrúlega hress þrátt fyrir að vera 97 ára gamall og fer á hverjum degi í röska göngutúra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.