Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Side 33
J>V LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
®ignfræði«
Hálfdánarhaugurinn hefur staðiö óhreyfður á akri við bæinn Stein á Hringaríki í 12 aldir. Reynist Snorri Sturluson hafa á réttu að standa hlóðu hringverskir bændur hauginn fyrir 1136 árum.
DV-myndir Gísli Kristjánsson
Hálfdán svarti í haugnum í Hringaríki í Noregi eður ei?
DV, Steini í Hringariki:__________
Er hann hér eða er hann ekki
hér? Þetta er spurningin sem brenn-
ur á mönnum á Hringaríki í Noregi.
Mann fram af manni, öld eftir öld
hafa bændur í sveitinni komið upp-
skeru akra sinna í hlöður vitandi að
árgæskan myndi haldast svo lengi
sem Hálfdán svarti var kyrr í haugi
sínum.
Nú vilja fornleifafræðingar - og
raunar allur almenningur - fá að
vita hvort Háifdán þessi var bara
hugarfóstur Snorra Sturlusonar eða
hvort hann var að rísla hér á ökrun-
um fyrir 1136 árum eða svo? Er höf-
uð konungs í haugnum eins og
Snorri segir?
Frétt aldarinnar
„Það yrði frétt aldarinnar hér í
Noregi ef upp úr haugnum kæmi
annað hvort hauslaus konungur eða
höfuð af konungi," segir Jón Viðar
Sigurðsson, dósent i miðaldasögu
við Óslóarháskóla, en hann fylgist
spenntur með framgangi málsins.
Næsta sumar kemur kannski frétt-
in.
Snorri Sturluson vissi mikið og
sagði í það minnsta stundum rétt og
satt frá. Fræðimenn hafa þó lengi ef-
ast um að Snorri hafi vitað með
nokkurri vissu að Hringaríkiskon-
ungurinn Hálfdán svarti hafi ekið í
vök í sólbráð og sæmilegu veðri á
vatninu Rönd vorið 861 og drukkn-
að.
Höfuð konungs
Og bjó Snorri ekki til þá sögu að
austumorskir höfðingjar hafi hlut-
að líkið í fjóra staði og heygt höfuð-
ið á kornakri nærri bænum Steini í
Hringaríki? Snorri segir að afgangn-
um af konungi hafi verið komið fyr-
ir í þremur Hálfdánarhaugum í ná-
grannaríkjunum.
„Hálfdán er mjög goðsagnakennd
persóna og ég tel litlar
líkur á að höfuðið af
honum komi upp úr
haugnum. Hins vegar
bendir margt til að
haugurinn hafi að
geyma skipsgröf sem
gæti jafhast á við þær
stærstu sem áður hafa
fundist. Það gerir mál-
ið óneitanlega spenn-
andi,“ segir Jón Viðar.
Eitthvað í
haugnum
í sumar og haust
hefur hópur fornleifa-
fræðinga unnið að
rannsókn haugsins án
þess þó að grafa hann
upp. Borað hefur verið
í hauginn og sýni tek-
in úr innihaldi hans og
undirlagi. Vegna við-
varandi fátæktar
norska ríkisins hefur
stórblaðið Aftenposten
borgað brúsann.
Nú þegar frumrann-
sóknum er lokið liggur
eftirfarandi fyrir:
* Haugurinn er gerður af manna-
höndum.
* Haugurinn hefur verið orpinn á
sléttum akri á 8. eða 9. öld.
* Haugurinn hefur að geyma tré-
verk úr eik.
Ef til vill hafði Snorri þá á réttu
að standa. Hann segir í
Heimskringlu að bændum hafi þótt
svo mikið um árgæsku í tíð Hálf-
dánar að allir vildu hafa hann dauð-
an með sér heim og grafa í sínum
ökrum.
„Þótti þar vera árvænt," segir
Snorri og á við að nærvera konungs
hafi átt að tryggja góða uppskeru.
Hálfdán konungur var bókstaflega
notaður eins og áburður.
Nýttu manninn til fulln-
ustu
„Frásögnin af greftrun Hálfdánar
bendir eindregið til frjósemisdýrk-
unar. Menn töldu að konungurinn
stæði nær guðunum en venjulegir
menn og þökkuðu honum góða upp-
skeru. Eins og frásögnin er hjá
Snorra vildu menn nýta þennan
mann til fulinustu," segir Jón Við-
ar.
Raunar ber heimildum ekki sam-
an um hvar höfuðið af Hálfdáni er
grafið. Snorri segir það vera á
Steini á Hringaríki. Aðrar heimild-
ir segja að höfuðið hafi verið flutt til
Vestur- Foldar, innyflin í annan
Hálfdánarhaug en afgangurinn graf-
inn á Steini. Því vita menn ekki
hvort konungur er hauslaus í
haugnum eða hvort hausinn er bara
þar. Þvi er heldur ekkert vit í að
sverja nokkuð við höfuð konungs
fyrr en búið er að grafa út hauginn.
Ekki bara skáldskapur
„Ég trúi ekki að Snorri hafi
skáldað upp það sem hann segir um
Hálfdán og aðra konunga en hann
hefur örugglega fært í stílinn. Sagn-
fræðingar taka frásögnum hans yf-
irleitt með varúð en hróður Snorra
myndi óneitanlega aukast ef haus-
inn væri í haugnum," segir Jón Við-
ar.
Fyrir marga Norðmenn skiptir
það verulegu máli hvort Snorri
reynist traustur heimildarmaður.
Mikið af því sem vitað er um sögu
Noregs er frá Snorra komið og leit-
in að höfði Hálfdánar er því próf-
steinn á hvort Snorri var meira
skáld en sagnfræðingur.
Jón Viðar segir að i frásögn
Snorra komi fram gamlar heiðnar
hugmyndir sem raunar hafi verið
þekktar úti um alla Evrópu. Ár-
gæska og friður fylgdi sumum kon-
ungum og því voru jarðneskar leif-
ar þeirra eftirsóttar. Sömu áráttu
gætti í kristni þegar menn slógust
um líkama og eigu dýrlinga. Frá-
sögn Snorra gæti því verið rétt - og
Noregssagan gæti verið rétt.
Til að vera viss
„Við verðum að sjálfsögðu að
komast til botns í málinu. Það virð-
ist vera sem haugurinn geymi forn-
minjcir, grafhýsi eða skip,“ segir
Einar 0stmo hjá norska forngripa-
safninu en hann hefur unnið að
frumrannsóknum á haugnum.
Forvitnin rekur því á eftir mönn-
um að grafa í hauginn en einnig það
að miðhluti haugsins virðist vera að
falla saman. Því getur verið að forn-
minjar liggi undir skemmdum.
Enn bætist við að ferðafrömuðir á
Hringariki vildu gjarnan geta boðið
upp á víkingaskip til að lokka að
ferðamenn. Höfuð Hálfdánar svarta
á sýningu myndi og sist draga úr
áhuga ferðafólks.
Bjarnargreiði?
„Áhuginn á þessu máli er mikill
og það setur fræðimenn í klemmu.
Almenningur vill sjá hvað er í
haugnum en það eru ekki aðstæður
í Noregi nú til að varðveita víkinga-
skip ef það kemur skyndilega upp
úr jörðinni. Styrkur Aftenposten til
að rannsaka hauginn kann því að
reynast bjamargreiði," segir Jón
Viðar.
Norskir fræðimenn hafa enn ekki
tekið afstöðu til þessa vanda. Til
greina kemur að halda rannsóknun-
um áfram næsta sumar og ef endan-
legar sannanir fást fyrir því að í
haugnum sé skip verður að undir-
búa uppgröftinn betur en til þessa.
„Ef við finnum víkingaskip í
haugnum stöndum við frammi fyrir
verkefni sem ríkisvaldið verður að
standa straum af. Við getum eins og
nú stendur hvorki beðið né haldið
áfram. Ef haugurinn bíður óhreyfð-
ur kunna fomminjar að eyðileggj-
ast. Það sama kann að gerast ef
haugurinn er grafinn upp,“ segir
Einar 0stmo. Gísli Kristjánsson
Norski sagnfræöingurinn Siv Abrahamsen og
blaöamaöurinn Anna Astad reyna aö átta sig á
stærö vikingaskipsins.
Kíkt eftir Háifdáni konungi svarta! Er hann í haugnum eöa var hann bara
hugarfostur Snorra Sturlusonar.