Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Síða 37
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
49
Kenna mannasiði
í Flórens hafa yfirvöld skorið upp
herör gegn ósiðum ferðamanna þar
í borg. Það sem fer mest í taugam-
ar á Flórensbúum er þegar menn
nota marga gosbrunna borgarinnar
sem sundlaugar, borða nestið sitt
við kirkjudyr og ganga berir að
ofan í gegnum merkustu söín borg-
arinnar.
Nú hafa verið ráðnir sérstakir
leiðbemendur i mannasiðum sem
verða um alla borg, tObúnir að að-
stoða ferðamenn við að hegða sér
sómasamlega.
Þeir sem ekki láta segjast geta átt
von á að verða sektaðir um fjárhæð-
ir sem geta numið alit að 30 þúsund
íslenskum krónum.
Demantar í New York
Þeir sem leggja leið sína til New
York-borgar og hafa yndi af demönt-
um ættu að skoða nýja sýningu í
Náttúrufræðisafiii (Natural History
Museum) borgarmnar.
Aðstandendur sýningarinnar
hafa sankað að sér demöntum af öll-
um stærðum og gerðum frá öllum
heimshomum. Meðal annars er
hinn frægi Tiffany-demantur, sem
er 128 karöt, til sýnis þar. Sýningin
stendur til 26. apríl á næsta ári.
Lúxus í Las Vegas
Þrátt íyrir gríðarlegar vinsældir
Las Vegas og mikinn íjölda ferða-
marma þar á ári hverju ætla borgar-
búar sér mun stærri hlut af mark-
aðnum í framtíðinni. Undanfarin ár
hefúr verið unnið að því að gera
borgina hagkvæma fyrir fjölskyldur
en nú stendur til að reisa Qölda lúx-
ushótela víða um borgina. Það hef-
ur hingað til verið kostur við Las
Vegas að gisting og matur hefur
verið á viðráðanlegu verði, enda til
þess ætlast að fólk eyði peningun-
um sínum í spiiavítum í staðinn.
Það era risahótel á borð viö Ritz-
Carlton og Four Seasons sem hyggj-
ast byggja dýrastu og fegurstu hótel
heims. Tilgangurinn er auðvitað að
fá enn ríkari og frægari ferðamenn
en áður.
Nýstárleg herbergisþjónusta
Á hótelinu Nob Hiil Lambourne i
San Francisco er boðið upp á alla
venjulega herbergisþjónustu. Þar á
bæ hafa menn þó ákveðið að gera
betur og er hóteliö fyrst allra 1
heiminum að bjóða upp á sálfræði-
þjónustu. Rétt eins og menn hringja
og panta morgunverð upp á her-
bergi geta þeir óskað eftir aðstoð
sálfræðings.
Ekki verður annað sagt en að
hóteleigendur beri umhyggju fyrir
andlegri velferð gesta sinna en
hvort fleiri hótel fylgja í kjölfarið
skal ósagt látið.
Prag er vinsælasta ferðamannaborg Austur-Evrópu:
Ævintýraborgin
Prag, höfuðborg Tékklands, hefur
oft verið kölluð borg hinna hundrað
tuma. Það þykir þó vægt til orða
tekið því tumarnir em víst miklu
fleiri. Prag er vafalaust ein fegursta
borg Austur-Evrópu, þekkt fyrir
stórkostlegar byggingar og arki-
tektúr hvert sem litið er.
Það er mikill kostur hversu þétt
borgin er og í raun getur fólk farið
alh’a ferða sinna fótgangandi.
I miðborginni er elsta torg borg-
arinnar og þar ægir saman litríkum
áhrifum miðalda og byggingum i
anda barokk-tímabilsins. í kringum
torgið ríkir kyrrð því bílaumferð er
ekki leyfð, aðeins
heyrist hófatak
hesta sem draga
vagna sína um gö-
tumar.
Á torginu er
fom klukka sem
er stolt borgar-
búa. Hún hefur
gengið sleitulaust
síðan í upphafi 15.
aldar og þykir
einstök í veröld-
inni. Það er sann-
arlega þess virði
að skoða klukk-
una nánar.
Iðandi mannlíf
Fimmtán brýr
liggja yfir Vitava-
fljótið og þeirra
frægust er Karls-
brúin sem er
göngubrú. Á degi
sem nóttu er mik-
ið líf á brúnni
enda griðastaður
tónlistarmanna og
myndlistarmanna
sem reyna að selja
vegfarendum
myndir sínar.
Þegar komið er
yfir brúna er stutt
í frægasta kastala
borgarinnar,
Pragkastalann,
sem stendur á
hæð skammt frá.
Kastalinn er þúsund ára gamall
og hefur tekið mörgum og misjöfn-
um breytingum í aldanna rás. 1 dag
er hann að mestu í gotneskum stíl
en glöggir greina áhrif eldri bygg-
ingarstíla.
Frá því á 10. öld hefur kastalinn
gegnt mikilvægu hlutverki fyrir
þjóðarsál Tékka. Þar bjuggu kon-
ungar landsins þangað til 1918 að
kastalinn varð bústaður forseta eft-
ir að landið varð lýðveldi. Ferða-
mönnum gefst tækifæri að skoða
stóran hluta kastalans.
Aldagömul
bjórmenning
Prag státar af
blómlegu menn-
ingarlífi og af
nógu er að taka,
hvort sem menn
sækjast eftir leik-
húsi, ballett eða
klassískri tónlist.
Bjórmenning
Tékka er einstök
enda byggist hún
á þúsund ára
gömlum grunni.
Frægasta klukka Prag er á Gamla torg-
inu. Hún hefur gengiö frá því á 15. öld.
Matarmiklar súpur
og sætabrauö
í Prag er einnig mikið af
góðum veitingahúsum
sem bæði bjóða upp á
tékkneskan mat og svo er
fjöldi alþjóðlegra veitinga-
staða. Verðlagið í borg-
inni er enn frekar lágt.
Kaffi og meðlæti fyrir tvo
á kaffihúsi kostar um 200
krónur og bjórinn innan
við eitt hundrað.
Tékkneskur matur
Bjórinn er þjóðardrykkur og slá
Tékkar öðrum við í ahflestu er lýt-
ur að þeim drykk. Þeir drekka
meira af bjór en aðrar þjóðir og
státa af elsta bjórsafni veraldar, svo
eitthvað sé nefnt.
Tékkar voru fyrstir til að brugga
pilsner og Budweiser er upprunn-
inn í landinu. Það skal því engan
undra þótt kráarlíf Prag-borgar sé
með miklum ágætum. Krárnar eru
margar, stórar og smáar, og oft er
boðið upp á lifandi tónlist og aðra
skemmtan á þeim.
nokkuð sem ferða-
menn ættu að
smakka. Klassískir
réttir eru til dæmis
steikt svinakjöt með
kartöflum, súrkáli
eða rauðkáli. Matar-
miklar súpur og
reykt kjöt og pylsur
eru einnig þjóðarrétt-
ir. Þá þykir tékk-
neskt sætabrauð afar
Ijúffengt.
Land kristalsins
Þegar kemur að
verslun hefur Prag
upp á mikið að bjóða
og stendur öðrum
stórborgum lítt að
baki í þeim efhum.
Sérstaka athygli
ferðamanna vekja hinar fjölmörgu
listaverka- og handverksbúðir.
Skemmtilega markaði er einnig að
finna víða í borginni.
Eins og flestir vita er landið
þekkt fyrir postulín og kristal. Það
má gera góð kaup í þessum hlutum
enda framboðið mikið í Prag. Eins
er margt fahegra glerhluta framleitt
í borginni og smáverslanir með slík-
an varning eru á hverju strái. Á
mörgum stöðum gefst einnig tæki-
færi til að fylgjast með handverks-
Dykja klassfsk-
ar hljóm-
plötur á
afar hag-
s t æ ð u
verði í
borginni.
Prag hefur
margt að
b j ó ð a
f e r ð a -
mönnum
og óþarfi
að láta sér
leiðast í
borginni.
Borgarbú-
ar þykja
vingjarn-
legir og
opnir. Lit-
ið er um al-
varlega
glæpi í
borginni
en þó
s k y 1 d u
ferðamenn
vera á
varðbergi
gagnvart
vasaþjóf-
um.
-aþ
Á degi sem nóttu er mikiö um aö vera á Karlsbrúnni.
Tilboð baðherbergissett! Kr. 23.000,- stgr.
Salerni með stút í vegg
eða gólf. Hörð seta og
festingar fylgja.
Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem
tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari.
Forðist ósamstæða litatóna!
VERSLUN FYRIR ALLA !
Handlaug á vegg.
Stærð 55 x 43 cm
Baðkar. 170 x 70 cm.
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14