Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Síða 53
TVV LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997
onn 65
0'Á
Snæfellingakórinn syngur í Fella-
og Hólakirkju í dag.
Þjóðlög frá
Slóvakíu
Snæfellingakórinn í Reykjavík .
heldur tónleika í Fella- og Hóla- '
kirkju í dag, kl. 16. Á efhisskrá
eru meðal annars íslensk þjóðlög )
og þjóðlög frá Slóvakíu. Kórinn
var að koma úr vel heppnaðri i
söngferð um Ungverjaland og
Slóvakíu. Kom kórinn meðal |
Tónleikar
annars fram á menningarhátíð í
Eger og sams konar hátíð í
Székesfehervár. Stjórnandi kórs-
ins er Friðrik S. Kristinsson.
Undirleikari er Péter Máté.
Matreiðslunám-
skeið í jurtaréttum
Dagana 9., 10., 11. og 12 nóvem-
ber verður haldið matreiðsl-
unámskeið í jurtaréttum í Suður-
hlíðarskóla, Suðurhlíð 36. Nám-
skeiðin hefjast kl. 19.45 hvert
kvöld. Leiðbeinandi er Gabrielle
Calderara, næringarfræðingur
við sjúkrahús/heilsustofnun
skammt frá Genf í Sviss. Nám-
Námskeið
skeiðin byggjast þannig upp að
fyrst verður stuttur fyrirlestur,
síðan sýnikennsla í matreiðslu
og að lokum fá þátttakendur að
bragða hina ýmsu jurtarétti og fá
í hendur uppskriftir og fleira. Öll
námskeiðin verða þýdd á ís-
lensku. Upplýsingar er hægt að
fá í sima 5546850 eða 8966026.
Hér leynist fólk
Umsjónarfélag einhverfra
stendur fyrir málþingi undir
nafninu Hér leynist fólk. Er það
haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur á
morgun kl. 13. Þingið er opið al-
menningi. Einhverft fólk og að-
standendur munu flytja erindi.
Hver á kvótann? - Hver
ætti að eig’ann?
er yfirskrift fundar sem Sjávarút-
vegsstofnun Háskóla íslands
heldur í stofu 101, Odda í dag kl.
14. Frummælendur verða fimm.
Kristniboðsdagurinn
Kristniboðsdagurinn er á
morgun. Verður kristniboðsins
minnst í fjölmörgum kirkjum og
víða tekin samskot. Þá verða al-
Samkomur
mennar samkomur í félagshús-
um KFUM og K í Reykjavík,
Hafnarfirði og Akureyri þar sem
kristniboðar taka til máls.
Hollvinasamtök Háskólans
Fyrsti fyrirlesturinn í fyrir-
lestraröð fyrir almenning á veg-
um Hollvinafélags læknadeildar
verður í sal 3 í Háskólabíói kl. 14
í dag. Ámi Björnsson ræðir um
skottulækningar í erindi sem
hann nefnir Skal at maðr rúnir
rista nema ráða vel kunni.
Félag eldri borgara í Reykjavík
Félagsvist í Risinu kl. 14 á
morgun og bridge kl. 20.
Svalt á Norðurlandi
Skammt suðvestur af landinu er
nærri kyrrstæð 975 mb. lægð og
önnur álíka er á vestanverðu Græn-
landshafi og þokast suðsuðaustur.
Þriðja lægðin, 982 mb., er síðan
Veðríð í dag
milli Færeyja og Noregs og þokast
hún í norðnorðvestur. 1019 mb. hæð
er yfir Norðaustur-Grænlandi.
Það verður frekar svalt á landinu
í dag og kólnar þegar líður á daginn.
Sums staðar verður allhvasst eða
hvasst. Éljagangur eða snjókoma
verður um mestallt Norður- og Aust-
urland. Suðvestanlands styttir hins
vegar upp að mestu þegar líða tekur
á daginn. Hitinn verður undir frost-
marki á Vestfjörðum og Norður-
landi. Heitast verður á Suðurlandi,
um 5 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 16.49
Sólarupprás á morgun: 9.37
Síðdegisflóð í Reykjavík: 1.01
Árdegisflóð á morgun:1.01
Veðrið kl. 12 á hádegi í gær:
Akureyri alskýjaö 1
Akurnes rigning 4
Bergsstaöir skýjaö 2
Bolungarvík snjóél 0
Egilsstaöir úrkoma í grennd 1
Keflavíkurflugv. rigning 3
Kirkjubkl. skýjaó 3
Raufarhöfn snjóél -0
Reykjavik rigning 3
Stórhöföi rigning 4
Helsinki súld 3
Kaupmannah. rigning 9
Osló alskýjaö 4
Stokkliólmur þokumóöa 2
Þórshöfn skýjaö 6
Faro/Algarve rigning og súld 17
Amsterdam rigning á síö.kls. 12
Barcelona léttskýjað 18
Chicago alskýjaö 7
Dublin léttskýjað 8
Frankfurt skýjaö 13
Glasgow þoka 5
Halifax skýjaö 3
Hamborg skýjaö 13
Jan Mayen alskýjaö -6
Las Palmas léttskýjaö 24
London mistsur 12
Lúxemborg skýjaó 10
Malaga skýjaö 20
Mallorca léttskýjaö 19
Montreal alskýjaö 4
París skýjaö 13
New York alskýjaö 11
Orlando skýjaö 16
Nuuk heiöskírt -7
Róm rigning 18
Vln skýjaö 18
Washington rigning 9
Winnipeg heiöskírt -2
Sossa sýnir í bókasafni Haskól
ans á Akureyri.
Olíumálverk
Sossu
í dag, kl. 16, verður opnuð sýn-
ing á olíumálverkum Sossu í
bókasafni Háskólans á Akureyri
á Sólborgarsvæðinu. Sossa (Mar-
grét Soffía Bjömsdóttir) stundaði
framhaldsnám í Kaupmannahöfn
og síðan í Boston þar sem hún
lauk mastersgráðu í myndlist.
Frá 1989 hefur Sossa aðallega
unnið með olíu á striga en var
áður nær eingöngu í grafik. Hún
hefur haldið fjölda sýninga hér
heima og erlendis en þetta er
fyrsta sýning hennar á Akureyri.
Sýningin er opin á sama tíma og
bókasafnið.
Sýningar
Hallgrímskirkja:
i
Karlakórinn Fóstbræður
efhir til tónleika í dag, kl.
17, í Hallgrímskirkju. Efh-
isskráin verður að þessu
sinni nokkuð frábrugðin
hefðbundnum tónleikum
Fóstbræðra. Orgelið mun
leika veigamikið hlutverk
á tónleikunum og þar mun
góður gestur M Ákureyri,
Bjöm Steinar Sólbergsson,
organisti Akureyrarkirkju,
koma við sögu.
______________________
Skemmtanir
Tónleikarnir hefjast á
einleiksverki fyrir orgel
eftir Cesar Frank. Þá mun
kórinn flytja nýtt íslenskt
tónverk eftir Hróðmar Inga
Sigurbjömsson en kórinn
frumflutti þetta verk í Ak-
ureyrarkirkju 25. október.
Verkið er samið sérstaklega fyrir
Fóstbræður og nefnist De Ramis
Cadunt Folia. Á efnisskránni
verða einnig bænir heilags Frans
karlakór
Fóstbræður munu syngja í Hallgrímskirkju í dag.
frá Assisi eftir franska tónskáldið
Francis Poulenc. Þá mun kórinn
syngja tvo þekkta óperukóra, Píla-
grímakórinn úr Tannhauser eftir
Wagner og Prestakórinn úr
Töfraflautunni eftir Mozart.
Stjórnandi Fóstbræðra er Ámi
Harðarson.
Gunnar sýnir
í Listhúsi 39
í dag opnar Gunnar í. Guðjóns-
son myndlistarsýningu í Listhúsi
39, Strandgötu 39, Hafnarfirði.
Sýningin stendur til og með 23.
nóvember.
Er guð kona?
Sýningu Önnu Gunnlaugsdótt-
ur í Gallerí Listakoti að Lauga-
vegi 70 lýkur á mánudag. Sýning-
in ber yfirskriftina Er guð kona?
Öll verkin em unnin með
akrýllitum, kísil og fmmuldu
j gleri á masonít. Þetta er áttunda
einkasýning Önnu.
Ka-Lasko
Stóri atburður helgarinnar í
íþróttum innanlands er viðureign
handknattleiksliðs KA við Lasko
frá Slóveníu í Evrópukeppni
meistaraliða og fer sá leikur fram
kl. 14 á Akureyri. KA þarf á öll-
um sínum styrk að halda þvi
Lasko er eitt sterkasta félagslið í
heiminum.
Myndgátan
Tumspíra
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Iþróttir
Það er að venju mikið um að
vera í körfuboltanum bæði í dag
og á morgun. Leikið er í 1. deild
kvenna í dag og í úrvalsdeildinni
á morgun.
Gengið
Almennt gengi LÍ
07.11.1997 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 70,610 70,970 71,190
Pund 119,300 119,900 119,320
Kan. dollar 50,280 50,590 50,390
Dönsk kr. 10,8400 10,8970 10,8160
Norsk kr 10,1070 10,1620 10,1040
Sænsk kr. 9,4710 9,5230 9,4910
Fi. mark 13,7050 13,7860 13,7340
Fra. franki 12,3190 12,3890 12,2900
Belg. franki 1,9993 2,0113 1,9972
Sviss. franki 50,5400 50,8200 50,4700
Holl. gyllini 36,6000 36,8100 36,5400
Þýskt mark 41,2600 41,4800 41,1800
ít. lira 0,042100 0,04236 0,041920
Aust. sch. 5,8590 5,8950 5,8520
Port. escudo 0,4039 0,4065 0,4041
Spá. peseti 0,4882 0,4912 0,4875
Jap. yen 0,570500 0,57390 0,592600
irskt pund 106,800 107,460 107,050
SDR 96,730000 97,31000 98,460000
ECU 81,3900 81,8800 81,1200
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270