Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Qupperneq 60
v.» <:J> t ■2. LT5 < v> O hLn •> 2 lo FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Margrét Frímannsdóttir á landsfundi AB: Hundskammaði harölínuna - Hjörleifur einangrast enn meir Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, var mjög hvassorð á landsfundi flokksins i gær. Margrét var með skrifaða ræðu sem dreift hafði verið meðal fundarmanna en í miðjum klíðum henti hún frá sér ræðunni og talaði blaðalaust. Hún þrmnaði yfir þeim harðlínumönn- um í flokknum sem hafa haft uppi stór orð vegna hugmynda um samvinnu við aðra flokka á vinstri vængnum. Það varð uppi fótur og fit á þinginu og ritarar innkölluðu upphaflegu ræðuna. Það þótti ljóst að Margrét var með ræðu sinni að svara þeim harð- linumönnunum í flokknum sem ekki mega heyra minnst á sam- Margrét Frímannsdóttir í ræðustóli í gær. DV-mynd S vinnu eða samrnna við Alþýðu- flokkinn eða aðra flokka á vinstri vængnum. Víst er að þar beindi formaðurinn sérstaklega spjótum sínum að Hjörleifi Guttormssyni sem beinlínis hefur spáð klofn- ingi. Fundarmenn sátu hljóðir undir eldmessu leiðtogans sem uppskar mikið klapp í lokin. Margrét er talin hafa styrkt sig mikið á lands- fundinum og mikill meirihluti fulltrúa er talinn að baki henni í báðum stóru málunum, samein- ingarmálinu og veiðileyfagjalds- málinu. Á sama tima er það túlk- un manna að Hjörleifur hafi ein- angrast enn meira en áður. Margrét sagði í samtali við DV eftir ræðu sína að það væri henn- ar mat að mikill meirihluti væri að baki hugmyndum rnn samein- ingarviðræður. Hún segir þá andstöðu sem fram hefur komið á fundinum við samvinnu á vinstri vængnum koma seint fram. „Mér finnst þessi andstaða koma seint fram miðað við sam- þykkt landsfúnda 1993 og 1995. Þessi andstaða kemur þó ekki á óvart. Ég er sannfærð um að hér verður eining að lokum,“ segir Margrét. Landsfimdi Alþýðubandalags- ins lýkur á sunnudag eftir að gert hefur verið út um stóru málin. -rt ■■■■■ mQ; -■ ■ ÞreMdur i. vinningur Manninum hafði verið sleppt út af Litla- Hrauni sama morgun og slysið varð. Lést í um- ferðarslysi 39 ára gamall maður lést í umferð- arslysi um klukkan 8 í gærmorgun. Slysið átti sér stað við veginn skammt norðan við Eyrarbákka. Maðurinn hafði afplánað refsivist í fangelsinu á Litla-Hrauni og hafði verið sleppt fyrr um morguninn. Maðurinn varð fyrir bifreið og er talið að hann hafi látist samstundis. Aðstæður voru slæmar á slysstað, dimmt, rigning og lítið skyggni. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -RR LAUGARDAGUR 8. NOVEMBER 1997 Bruni í íbúðarhúsi á Sogavegi: íbúi komst út úr eldinum Jón Baldvin slasaöin*: Saumuð 18 spor Jón Baldvin Hannibalsson al- þingismaður, sem um áramót tekur við sendiherra- embætti í Was- hington, slasaðist illa á höfði í vik- unni. Sauma þurfti 18 spor í hnakka hans. Jón Baldvin hélt nokk- urs konar kveðju- ræðu á Alþingi í gær í umræðum um skýrslu utanrík- isráðherra. Eftir því var tekið að Jón Baldvin var með stórar sáraumbúðir á hnakka. Samkvæmt upplýsingum DV slasaðist Jón Baldvin í sundi þegar honum skrikaði fótur. í samtali við DV í gær sagðist Jón Baldvin ekki vilja ræða málið í f]öl- miðlum. Því má bæta við að stjóm Alþýðuflokksins og vinir og félagar Jóns Baldvins og Bryndísar Schram eiginkonu hans halda þeim kvöldfagnað í kvöld í Rúgbrauðsgerðinni. Eins og fyrr segir hverfa þau brátt til annara starfa innan utanríkisþjónushmnar. Jón Baldvin Hannibalsson hlaut höfuð- meiðsl. BRYNPIS KYSSA Á SÁTTIÐ! er gamalt og allt einangrað með spónum. Þetta var tæpt þvi það munaði engu að húsið fuðraði upp,“ sagði Þráinn Tryggvason, aðalvarð- stjóri hjá slökkviliðinu, en hann var á vettvangi í gærkvöld. Miklar skemmdir urðu á húsinu. Eldsupptök em ókunn en málið er í rannsókn. -RR Alfa með novemberrósina. Bruni varð í íbúðarhúsi við Sogaveg í gærkvöld. Lögregla og slökkvilið sjást hér á vettvangi. DV-mynd S Eldur varð laus í íbúðarhúsi við Sogaveg á sjöunda tímanum í gær- kvöld. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði mikill eldur í rishæð hússins. Fullorðinn maður, sem býr í hús- inu, komst út úr eldinum ómeiddur. „Eldurinn kom upp í herbergi í risinu. Þetta var mikill eldur en slökkvistarf gekk ágætlega. Húsið Nóvemberrós „Ég setti þessa rós niður í vor. Ég var aðeins of bráðlát að setja hana út því að skömmu síðar kom kuldakast. Ég hélt að hún hefði jafnvel drepist. Fyrir nokkrum dögum var ég á ferð í garðinum og sá þá sá blómaknúpp. segir Alfa Malmquist sem býr á Digranesheiði 33 í Kópavogi. Rósin lifir enn í garðinum þrátt fyrir að nú sé kominn nóvember. -RR Veðrið á sunnudag og mánudag: Snjókoma fyrir vestan og norðan Hvöss norðaustanátt um landið vestanvert, en talsvert hægari austan- og suðvestantil. Gera má ráð fyrir snjókomu á Vestfjörðum og Norðulandi, en rigningu eða slyddu austan- lands. Úrkomulaust að mestu sunnan- og suðvestanlands. Vægt frost á Vestfjörðum, en hiti 4 til 5 stig suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 65 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.