Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Qupperneq 4
4
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 JjV
Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík:
Hyggst kaupa dans-
húsið í Glæsibæ
- gluggalaust svarthol, segja andstæðingar kaupanna
Stjórn Félags eldri borgara í
Reykjavík hefur nndanfarið átt í
viðræðum við eiganda danshússins
í Glæsibæ og veitingahússins Öl-
vers um að kaupa af honum hús-
næði veitingastaðanna fyrir félags-
miðstöð eldri borgara í Reykjavík.
Páll Gíslason, formaður félagsins,
staðfesti þetta í samtali við DV í
gær og sagði að málið væri að kom-
ast á lokastig og yrði trúlega lagt
fyrir borgarráð á þriðjudag en gert
er ráð fyrir því að Reykjavíkurborg
og öldrunarráð borgarinnar taki
þátt í kaupunum.
Innan Félags eldri borgara er
ekki eining um þessi kaup. Þeir sem
leggjast gegn þeim benda á að hús-
næðið sé niðurgrafið og gluggalaust
aö mestu og kalla það gluggaiaust
svarthol og telja að húsnæðið sé lítt
fýsiiegt til að veröa félagsmiðstöð
aldraðra af þeim sökum. Þá sé það
auk þess verðlagt of hátt en sam-
kvæmt óstaðfestum fregnum er
kaupverð húsnæðisins um 95 millj-
ónir króna. Að sögn Páls Gíslasonar
er ætlunin að láta húsnæði félags-
ins í Risinu við Hverfisgötu ganga
upp í kaupin.
Almennur félagsfundur verður í
Félagi eldri borgara um helgina og
hyggjast andstæðingar þessara fyr-
irhuguðu kaupa láta þar til sín taka.
Andstaða þeirra er bundin við þetta
tiltekna húsnæði en ekki við það að
félagið afli sér heppilegs framtlðar-
húsnæðis þar sem skrifstofu- og fé-
lagsaðstaða Félags eldri borgara
verði sameinuð á einum stað. Hún
er nú bæði í Risinu og Sóltúni 3.
Auk Danshússins og Ölvers fylgir
með í kaupunum stórt mötuneytis-
eldhús sem framleitt hefur mat fyr-
ir nokkra vinnustaði á Reykjavíkur-
svæðinu. Reksturinn hefur gengið
misjafnlega og sl. miðvikudag átti
að fara fram nauðungaruppboð á
eigninni að kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavík, Leikfélags Reykjavíkur
og minningarsjóðs Helgu og Sigur-
liða Kristjánssonar. Samkvæmt
upplýsingum sýslumannsembættis-
ins í Reykjavík var uppboðinu
frestað. -SÁ
Tölvunefnd
með tvo til-
sjónarmenn
Tveir tilsjónarmenn starfa nú við
eftirlit fyrir tölvunefnd. Sigrún Jó-
hannesdóttir, starfsmaður Tölvu-
nefndar, segir tilsjónarmennina
fara reglulega á 4-5 staði sem krefj-
ist viðvarandi eftirlits og þörf sé á
sérstakri sérfræðikunnáttu. Þeir
eru þó ekki í fostu starfi hjá nefnd-
inni.
Viðkomandi fyrirtæki eða stofh-
anir greiða eftirlitsmönnum þókn-
un fyrir heimsóknimar, en Sigrún
segir að í flestum tilfellum sé nóg að
taka staöi, sem geymi persónuupp-
lýsingar, aöeins einu sinni út. Hins
vegar er oftar farið á þá staði sem
geyma mjög viðkvæmar persónu-
upplýsingar eins og sjúkraskýrslur.
Tilsjónarmennimir hafa því mest
afskipti af fyrirtækjum og stofnun-
um innan heilbrigðiskerfisins, s.s.
Krabbameinsfélaginu, Hjartavemd,
Tryggingastofnun, íslenskri erfða-
greiningu auk hinnar ýmsu þjón-
ustu við aldraða og sjúka sem veitt
er á sjúkrastofnunum. -Sól.
Steindór Hjörleifsson leikari átti 50 ára leikafmæli i gær. Þórhallur Gunnarsson, varaformaður Leikfélags
Reykjavíkur, afhenti Steindóri blóm og koníaksflösku með kveðju frá samstarfsfólki. Steindóri var afhent
viðurkenningin á sýningu í kjallara leikhússins þar sem stendur yfir sýningin Krókar og kimar og þar sem eru tii
sýnis gamlír munir úr sögu leikféiagsins. Haft var á orði að leikfélagið væri orðið 100 ára og Steindór heföi starfað
f 50 ár hjá félaginu og því ætti hann eiginlega sess hjá safngripunum. DV-mynd ÞÖK
Endurskoðun ríkisreiknings 1996
Arðgreiðslur til ríkissjóðs:
Póstur og sími skilaði mestu
Póstur og sími skilaði mestum
arði til ríkissjóðs árið 1996 sam-
kvæmt skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar, eða 860 miiijónum króna. Þessi
upphæð er sú sama og gert var ráð
fyrir á fjárlögum. Næstmestu arð-
greiðslur til ríkissjóðs eru hluti af
hagnaði Seðlabankans sem nema
805 milljónum króna en á fjárlögum
ársins var gert ráð fyrir 800 milljón-
um króna. Þá skilar Fríhöfnin á
Keflavíkurflugvelli 502 milijónum
króna en gert hafði verið ráð fyrir
470 milljónum á fjárlögum ársins.
Alls námu arðgreiðslur til ríkis-
ins 2.506 milijónum króna en gert
var ráð fyrir á fjárlögum að þær
skiluðu 2.280 milijónum. Arðgreiðsl-
ur minnkuðu frá árinu 1995 um
þriðjung, eða 357 milljónir og mun-
Raunvísindastofnun Háskólans:
Skuld varð hlutafé
án heimildar
Ríkisendurskoðun gerir í skýrslu
sinni fyrir árið 1996 athugasemd við
að Raunvísindastofnun Háskóla ís-
lands hafi breytt skuldakröfum á
hendur Fjölnemum hf. að upphæð 2,3
milijónum króna í hlutafé. Þetta hafi
verið gert án formlegrar heimildar
háskólaráðs og menntamálaráðherra
sem Ríkisendurskoðun segir að eigi
að liggja fyrir svo Raunvísindastofn-
un megi eiga hlutaféð.
Gerð er athugasemd við framúr-
akstur stofnunarinnar á árinu um-
fram heimildir fjárlaga sem nemur
6,8 milljónum króna. Loks gerir
Ríkisendurskoðun athugasemd við
að aðeins hluti starfsmanna noti
stimpilklukku og eftirliti með við-
veru starfsmanna sé því ábóta-
vant. ítrekað er að stimpilklukka
verði notuð af öllum starfsmönn-
um. -rt
ar þar mestu lægri arðgreiðsla frá
Seðlabankanum.
Ríkisendurskoðun átelur aö arö-
greiðslur frá íslenska jámblendifé-
laginu skuli að hluta innihalda 5
prósenta tekjuskatt af arðgreiðslum
félagsins til erlendra eignaraðila
sem hefðu átt að bókast sem tekju-
skattur á árinu 1996. -rt
Kvikmyndasj óður:
Vanáætlun
Útgjöld Kvikmyndasjóðs fóru
29,2 milljónir króna fram úr ijár-
heimiidum eða sem nemur 26,6
prósent, samkvæmt skýrslu Ríkis-
endurskoðunar. Bæði tekjur og
gjöld fóru fram úr íjárheimildum.
Orsökin fyrir því að tekjur fóru
fram úr er í skýrslunni sögð van-
áætlun við fjárlagagerð. Skýring
þess að gjöldin fóru fram úr er sú
aö ráðist var í verkefni sem ekki
var gert ráð fyrir í fjárlögum. Þá
var gjaldfærður kostnaður að fjár-
hæð 10 miiijónir króna sem staðið
hafði um árabil á viðskiptareikn-
ingi fjármálaráðuneytisins. -rt
Stimpilklukkan óvinsæl
Ríkisendurskoðun gerir í skýrslu
sinni fjölda athugasemda vegna ríkis-
fyrirtækja þar sem stimpilklukka er
annaðhvort ekki til staðar eða snið-
gengin af starfsfólki. Þannig átelur
Ríkisendurskoðun fjölda stofnana fyr-
ir að hafa ekki eftirlit með viðveru
starfsmanna og tilgreind eru dæmi
um að þrátt fyrir stimpilklukku hand-
skrifi starfsmenn sig inn og út. Þar er
embætti ríkislögmanns sérstaklega
tiigreint sem dæmi þar sem blýantur-
inn er tekinn fram yfir klukkuna.
Hvatt er til þess að stofnanir geri úr-
bætur hið bráðasta. -rt
Norræna eldfjallastöðin:
Laun greidd af
styrkjum
Ríkisendurskoðun gerir athuga-
semdir við að árið 1996 hafi tveimur
lausráðnum starfsmönnum verið
greidd laun af styrkjum Vísinda-
sjóðs. Styrkimir hafi ekki dugaö
fyrir launum og kostnaöi og munur-
inn, 1,4 milljónir króna, því tekinn
af almennum fjárveitingum stofnun-
arinnar. Bent er á að hvorki norræn
né íslensk fjáriög geri ráð fyrir
launum til lausráðinna starfs-
manna. Ríkisendurskoðun mælist
því tii þess að fylgst sé með að rann-
sóknarstyrkir nægi fyrir þeim út-
gjöldum sem þeim er ætlað að
standa undir.
Athugasemdir eru gerðar við að
eftirlit vanti með viðveru starfs-
manna þar sem stimpilklukka eða
annað sé ekki til staðar. Þá er vak-
in athygli á því að innra eftirliti
stofnunarinnar sé ábótavant þar
sem sami starfsmaður annist bók-
hald og smni gjaldkerastörfum. Þá
segir Ríkisendurskoðun vanta skrif-
legar reglur um það hveijir megi
annast innkaup og fyrir hvaða há-
marksupphæðir. -rt