Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Side 11
DV LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
11
Paradísarmissir
Fiskilaust haf, ískaldir straum-
ar, fárviðri og stormar, gróður-
laust land. Ekki er þetta ísland? -
spyr vantrúaður lesandi. Lýsingin
minnir að sönnu á ragnarök
Eddukvæða fremur en íslenskan
veruleika. Þó er hún fráleitt út í
hött. Við stöndum á tímamótum.
Staðreyndin er sú, að loftslags-
breytingar af völdum mannsins,
gróðurhúsaáhrifin svokölluðu,
ógna tilvist heilla þjóða. Gangi
verstu spár eftir gæti ísland hæg-
lega breyst í draugalandið sem
lýst er að ofan.
Straumur
að sunnan
Lífgjafl íslendinga er einstök
sérviska hafstrauma, sem flytja
okkur hlýsjó langt sunnan úr höf-
um. Hin ósýnilega varmaveita,
Golfstraumurinn, líður kyrrlátur
undir yfirborði hafsins norður
undir suðvesturhluta íslands,
ræðst gegn köldum straumum frá
norðurskautinu, og þvingar þá til
að leggja leið sína fjarri ströndum
landsins. Vegna Golfstraumsins
er ísland byggilegt.
Við lifum á fiski. En hvar verð-
ur fiskurinn til? Þar sem heiti
sjórinn að sunnan mætir köldum
straumum norðursins skapast
einstakar aðstæður fyrir örsmá
dýr, þörunga og smásæja krabba,
sem eru undirstaða rammflókinn-
ar lífkeðju. Svifið, sem lifnar á
fundi straumanna, er lífgjafi
fiskanna. Allt sem rýrir umhverfi
svifsins, grefur undan tilvist fiski-
stofnanna, og þarmeð tilvist hins
íslenska samfélags.
Verstu spár
Verstu spár gera ráð fyrir að
árið 2100 verði andrúmsloftið allt
að 3,5 gráðum heitara en það er í
dag. Afleiðingarnar? Vísinda-
menn telja ekki útilokað að breyt-
ingar á veðurfari í kjölfarið breyti
straumakerfi jarðar. Fyrir vikið
kynni bæði þungi og lega
Golfstraumsins að breytast líka.
Það hefur áður gerst í sögulegri
nálægð. Seinni hluti átjándu ald-
arinnar einkenndist af miklum
kuldum, fiskleysu og hallærum á
íslandi. Skýringar seinni tima
fræðimanna á orsökum „litlu ís-
aldarinnar" eins og skeiðið var
nefnt, lúta einkum að þvi að
Golfstraumurinn hafi annað
tveggja rénað eða breytt að ein-
hverju leyti um farveg.
Gangi verstu spárnar eftir er
ekki útilokað að Golfstraumurinn
sveigði frá landinu eða úr honum
drægi. Yrði kólnunin mikil væru
áhrifin á gróðurfar og þar með
hefðbundinn landbúnað veruleg.
Sama gildir um fiskistofnana. Út-
breiðsla þeirra, göngur og hrygn-
ingarstöðvar myndu gjörbreytast
og miðin gætu orðið fisklaus.
Það hljómar því þverstæðu-
kennt, en hækkun hitastigsins
gæti gert ísland að köldum og
óbyggUegum hólma í fiskilausu
hafi.
Löndin sökkva
Mun verri yrðu þó afleiðingam-
ar fyrir löndin sem rísa örlágt yfir
yfirborð sjávar. Þegar sjórinn
hlýnar þenst hann út. Rúmmáls-
aukningin, ásamt bráðnun jökla
og hafíss, framkallar þvi hækkun
á yfirborði sjávar, sem nú þegar
er fjórðungur úr metra. Verstu
spár gera þó ráð fyrir að hækkun-
in nemi fast að heilum metra þeg-
ar þarnæsta öld kveður dyra.
Hækkun inn heilan metra felldi
gríðarleg landflæmi undir yfir-
borð sjávar. Það, ásamt aukinni
tíðni fárviðra og fellibylja leiddi
til tíðra flóða á strandsvæðum,
þar sem hundruð milljóna búa í
dag. Dæmi: Sjórinn mim gleypa
hluta Hollands, og fimmtungur
Bangla Desh hverfur.
Verstu útreiðiná hljóta þó ey-
ríki í Indlandshafi og suðurhluta
Kyrrahafs. Þau munu hverfa af yf-
irborði jarðar. Heilar þjóðir munu
því nauðugar viljugar hrökklast
frá löndum, sem þær hafa byggt
um þúsundir ára, og sjá á eftir
þeim i ofan í djúpið.
Hlýnun andrúmsloftsins sunn-
ar á hnettinum mun stórauka
Laugardagspistill
Össur Skarphéflinsson
ritstjóri
tíðni sjúkdóma, þegr aukinn hiti
gerir snikjudýrum og sjúkdóma-
berum kleift að leggja undir sig
ný svæði. Hitinn mun jafnframt
búa til nýjar eyðimerkur og þenja
út gamlar. Sums staðar verða
skordýr að faraldri í ætt við hinar
egypsku plágur Mósebókanna.
Hverjir munu fara verst út úr
loftslagsbreytingunum? Þeir sem
eru verst staddir fyrir. Þannig
lætur Guðmundur Bjarnason um-
hverfisráðherra svo um mælt í
nýlegri skýrslu til þingsins: „Þeir
jarðarbúar sem búa við mestan
skort og fátækt munu væntanlega
verða mest fyrir barðinu á afleið-
ingum loftslagsbreytinga af
mannavöldum."
ísland og Kýótó
Orsök hækkandi hita er aukið
magn lofttegunda í andrúmsloft-
inu, aðallega koltviildi, sem
gleypa í sig hitann úr innrauðum
geislum sem jörðin kastar frá sér.
Þessar lofttegundir verða til við
margs konar iðnaðarferli manns-
ins, aðallega bruna eldsneytis á
borð við olíu og kol.
íslendingar eins og aðrar þjóðir
gengust á hinni frægu ráðstefnu í
Ríó undir þá skuldbindingu að
draga úr losun koltvíildis, þannig
að magnið sem við losum árið
2000 verði ekki meira en við los-
uðum árið 1990. Þó samningurinn
í Ríó hafi þjóðréttarlegt gildi, fól
hann ekki í sér lagalegar kvaðir
fyrir þjóðirnar.
Nú stendur hins vegar fyrir
dyrum merkur fundur í Kýótó 1
Japan, þar sem þjóðir heimsins
hafa afráðið að gera með sér laga-
lega bindandi samning til að tak-
marka skaðlegar lofttegundir. Þar
er stefnt að því að ná samkomu-
lagi um allt að 30-50% niðurskurð
á losun koltvíildis og skyldra
efna. Ákveðin losunarmörk verða
sett sérhverri þjóð, sem hún verð-
ur að standa við, en sæta viður-
lögum ella.
íslendingar munu hins vegar
eiga mjög erfitt með að standa við
þau mörk, sem þeim verða líklega
sett í Kýótó.
Slæm frammistaða
Fram að þessu hefur okkur
nefnilega ekkert gengið að tak-
marka loftmengunina. Áriö 1990
var útstreymi koltviildis 2.15
milljónir tonna. Það dró að vísu
lítillega úr losuninni milli
1993-95. Síðan hefur sigið hratt á
ógæfuhliðina, ekki síst vegna
stóraukinnar stóriðju,
I skýrslu sem Guðmundur
Bjamason umhverfisráðherra gaf
þinginu í síðustu viku kom
þannig fram, að losun gróður-
húsalofttegunda mun árið 2000
verða 26% meira en við ákváðum
í Ríó, og 35% árið 2010.
Inni i þeirri spá eru ekki talin
stóriðjuver, sem ýmist eru í und-
irbúningi eða í athugun, sam-
kvæmt skýrslu sem Finnur Ing-
ólfsson iðnaðarráðherra hefur
kynnt á Alþingi. Samanlagt
myndu þau meira en tvöfalda nú-
verandi losun á óæskilegum loft-
tegundum. Þó ekki sé hægt að
gera ráð fyrir að nema hluti
þeirra verði að veruleika er þó al-
veg ljóst, að losun vegna stóriðju
verði veruleg á næsta áratug,
nema stjórnvöld breyti um stefnu.
Það stefnir því allt í að við
keyrum langt fram úr skuldbind-
ingunni frá Ríó og enn torveldara
verði að standa við samninginn í
Kýótó.
Sárstaða íslands
Helsta von íslendinga er að í
Kýótó verði tekið tillit til ríkrar
sérstöðu þeirra. í hverju felst
hún?
íslendingar hættu að nota olíu
til kyndingar og tóku upp meng-
unarlausa orkugjafa í formi hita-
veitu og rafmagns úr fallvötnum
löngu fyrir viðmiðunarárið 1990.
Þeir munu þvi eiga mjög erfitt
með að auka hlut slíkra orku-
gjafa.
Helsta lífsbjörg okkar tengist
fiskveiðum, sem losa þriðjung alls
koltvíildis sem fellur til hér á
landi. Það er vægast sagt erfitt að
draga úr þeim, nema með miklum
kostnaði fyrir þjóðina.
Sömuleiðis er þjóðin fámenn í
stóru landi, og strjálbýlið leiðir til
þess að erfitt er að draga úr sam-
göngum. En frá þeim kemur ann-
ar þriðjungur losunarinnar.
í þessum þáttum felst sérstaða,
sem sjálfsagt er að nota til að fá
eins ríkar undanþágur og hægt
er. Spurningin er hins vegar
þessi: Eiga íslendingar að standa
utan við samninginn í Kýótó, ef
þeir telja hann ekki nægilega hag-
stæðan?
Það verður þjóðinni mjög erfitt.
Viðskipti íslands með fisk og
ferðaþjónustu byggjast á hreinni
ímynd landsins. Þeir sem munu
sitja hjá í Kýótó verða settir á
bekk með rummungum heimsins
sem vilja menga á kostnað ann-
arra.
íslendingar eru ein þeirra þjóða
sem gætu átt mest á hættu, ef ekki
tekst að stemma stigu við losun
lofttegundanna sem hita upp and-
rúmsloftið. Það verður því afar
erfitt fyrir ísland að segja pass í
Kýótó.