Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Síða 36
. 44 Uaðamennska LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 JjV Saga fjölmiðlunar á Islandi kemur út í byrjun næsta árs: Fjölmiðlar eins og veðrið - segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem skráir söguna inum. Stefnt er að „Við lifum á gríðarlegum bylting- artímum í sambandi við fjölmiðla. í útlöndum er til stofnun sem gerir könnun á því hversu góðir fjölmiðl- ar eru í einstökum löndum og þar hefur ísland jafnan fengið góða ein- kunn. Hættumerkin sem þeir sjá hér eru að fjölmiðlarnir séu í raun það veikir að þeir geti orðið um of háðir fjármálavaldinu, auglýsend- um. Fákeppnin verði of mikil og að viðskiptamenn úti í bæ færu að hafa of mikil áhrif,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem vinnur nú við að skrá sögu fjölmiöl- unar á íslandi. Handritið hefur ver- ið tilbúið í á þriðja ár en nú vinnur Guðjón við að færa inn allra síðustu tiðindin i fjölmiðlaheim- að þetta um 700 blaðsíðna ritverk með um 800 myndum komi út strax á nýju ári. Langt á eftir Guðjón segir hér vera um afar yf- irgripsmikla sögu að ræða sem nái allt aftur til ársins 1773 er fyrsta blaðið kom út hér á landi, sögu sem sé í raun miklu meira en bara saga fjölmiðlunar. Inn í hana fléttist t.d. saga prentlistar, samgangna, tjarskipta, póstþjónustu og pólitíkur. „Mér var það reynd- ar vel Ijóst en þegar ég fór að skoða þessa hluti í samhengi sá ég enn betur hvað fjölmiðlar á íslandi voru langt vægi þess á eftir öðrum þjóðum á Vesturlönd- um. Það eru ekki nema 20-30 ár síð- an fjölmiðlun hér á landi komst í svipað horf og hún var í næsta ná- grenni við okkur um síðustu alda- mót. Þar á ég við flokkspólitísk tengsl. Dagblöðin einkenndust af föðurlegri umhyggju, voru að boða ákveðna stjórnmála- stefnu og vemda um leið les- endur fyr- ir óæski- legum * skoðun- > um.“ Guð- 'í' jón seg- ir þó skemmti- legt að /ífy geta þess á. */ að fyrstu f ' varanlegu * dagblöðin, Vísir, sem Ein- ar Gunnarsson stofnaði 1910, og Morgunblaðið, sem Vilhjálmur Finsen stofnaði 1913, hafi bæði verið stofnuð undir merkjum óháðrar blaða- mennsku. Ein- ar hafi gert sér grein fyrir mikil- Guðjón Friöriksson skrifar sögu fjölmiðlunar á íslandi sem kemur út strax á nýju ári. DV-mynd E.ÓI. standa fyrir utan pólitíkina en leyfa skoðanaskipti í aðsendum greinum á síðum blaðsins. Vilhjálmur hafi hins vegar lært nútímablaða- mennsku hjá Cavling, dönskum rit- stjóra Politiken í Danmörku. Hann hafi fengið brennandi áhuga á að stofna blað á íslandi, lét verða af því og stofnaði Morgunblaðið sem frjálst og óháð. Allt til andskotans „Þetta skeið varði ekki nema til 1916. Þá urðu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur til, boðuðu strax mikil ríkisafskipti af öllum hlutum og hin borgaralegu öfl, sem eigendur stóru blaðanna voru hluti af, óttuðust að hér væri allt aö fara til andskotans. Þau snerust gegn nýju flokkunum og urðu um leið flokkspólitísk. Það var því aðeins allra fyrsta skeið dagblaða á íslandi sem var undir þeim merkjum sem við viljum nú að þau séu, frjáls og óháð.“ Aðspurður um framhaldið segir Guöjón Vísi hafa haldið áfram að vera málgagn Sjálfstæðisflokksins, þó oft í stjómarandstöðu öfugt við Mogga, allt þar til Jónas Kristjáns- son hafi komið til sögunnar 1966 og Sveinn R. Eyjólfsson skömmu síðar. Jónas hafi lagt ofurkapp á að brjót- ast undan Sjálfstæðisflokknum og það hafl gert það að verkum að Vís- ir hafi orðið ofan á í baráttunni við Tímann um að verða annað stærsta blaðið hér á landi. Lesendum hafi við þetta þótt Vísir sannferðugra en framsóknarblaðið Tíminn. Mogginn seinn til „Þetta er löng saga en segja má að hún endi með þvi að Jónas og félag- ar kljúfa sig út úr Vísi og stofna Dagblaðið. Það eru mikil tímamót því þar kemur aftur blað sem er frjálst og óháð, blað sem leyfir full skoðanaskipti," segir Guðjón. Að- spurður um stöðu Morgunblaðsins í þessu segir hann að þegar Matthías Johannessen hafi komið þar inn hafi þeir Eyjólfur Konráð Jónsson smátt og smátt reynt að losa um flokkshöftin. „Það gekk hægt og við sjáum að allt fram að síðustu alþingiskosn- ingum, 1994, birti Morgunblaðið ávarp formanns Sjálfstæðisflokks- ins á forsíðu. Þá varð hann hins vegar í fyrsta skipti að gera sér það aö góðu að vera innan um hinar að- sendu greinarnar," segir Guðjón og bætir við að eins og menn viti hafi litlu flokksblöðin átt mjög erfitt uppdráttar síðustu árin og lagst af eitt og eitt. Er bara þarna Guðjón segir öllu máli skipta fyr- ir fjölmiðla að vera frjálsa og óháða. Þannig sé best farið með þetta svo- kallaða fiórða afl sem fiölmiðlamir eru sagðir vera, til viðbótar við lög- gjafar-, framkvæmdar- og dómsvald- ið. „Fjölmiðlun er gríðarlega stórt at- riði í nútíma samfélagi, líklega eitt af aðalatriðunum, en kannski gerir fólk sér ekki almennt grein fyrir mikilvæginu. Hún er bara þama, rétt eins og veðrið. Það er bara þarna en hefur vissulega geysimikil áhrif á allt líf fólks,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. -sv Ómar Ragnarsson og Jón Hákon Magnússon, gamlir refir úr fjölmiðlaflór- unni, höföu frá nógu aö segja, sögurnar bokstaflega ultu upp úr þeim, hver annarri lygilegri! Jón sagðist t.a.m. sannfærður aö enginn heföi veriö rekinn eins oft og hann án þess aö þaö kæmi til framkvæmda. Indriði G. Þorsteins- son, þáverandi ritstjóri á Tímanum, rak hann oft og iðulega en bara einu sinni, fjórum sinnum sama daginn! DV-mynd S Blaöamannafélagiö stóö fyrir ýmsum uppákomum í vikunni á Sólon Islandusi í tilefni af aldarafmælinu. Fyrsta kvöldiö var boöiö upp á söng- og sagnaskemmtun. Kór Frjálsrar fjölmiölunar tók m.a. lagið. Hér stjórnar Sigvaldi Kaldalons meö tilþrifum. Kór íslenska útvarpsfélagsins sýndi einnig hvaö í honum býr. DV-mynd S Lúövík Geirsson, formaöur Bl, er hér meö fjórum kemp- um úr bransanum. Þær voru heiöraöar fyrir meira en 40 ára veru í félaginu. Atli Steinarson er lengst til hægri, þá Björn Jóhannsson, Gfsli Sigurösson og svo Lúövík. DV-mynd Þjetur Eitt kvöldiö var blaöaljósmyndun rædd. Gunnar Andrés- son, yfirljósmyndari DV, sem hér er lengst til hægri, haföi sitthvaö til málanna aö leggja og þeim Ingva Hrafni, Ás- geiri Friögeirssyni, Sigmundi Erni og Ómari Valdimars- syni var greinilega skemmt. DV-mynd S Afmæli BÍ á Sólo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.