Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Side 40
48 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 Dublin er ekki bara verslunarborg: Þúsundir íslendinga hafa tekið upp þann sið að skjótast í nokkurra daga ferðir til útlanda að haustlagi og hafa þá jafnan að meginmark- miði að gera hagstæð innkaup, þá yfirleitt meö jólahátiðina í huga. Borgir í norðurhluta Evrópu njóta þar mestra vinsælda en þó engin eins og Dublin á austurströnd ír- lands, en ferðaskrifstofan Sam- vinnuferðir-Landsýn skipuleggur ferðir landans þangað. Ef Dublinarfarar væru spurðir að því hvaö drægi þá til þessarar skemmtilegu borgar myndu senni- lega flestir svara að verðlag væri svo einstaklega hagstætt í borginni. Fjölmargir aðrir myndu nefna hið vingjamlega viðmót borgarbúa og bæði sjónarmiðin eiga rétt á sér. Verslunarferðir íslendinga til Dublin og annarra borga eru þyrnir í augum íslenskra verslunareig- enda, sem telja sig bjóða vörur á jafn hagstæðu verði. í sumum tilfell- um er það rétt en öðrum alls ekki. Munurinn á verðlagi er sérlega slá- andi þegar kemur að barnafatnaði og margs konar íþróttavörum, aðal- lega skófatnaði. Verð á bamafotum (sem ekki bera virðisaukaskatt i ír- landi) getur munað allt að helmingi miðað við það sem gildir á íslandi. í sumum tilfellum munar litlu eða engu á verði á vörum. Merkjavara er í flestum tilfellum dýrari í Dublin en á íslandi. Nýir geisladiskar kosta 15 írsk pund í Dublin (rúmlega 1600 krón- ur) en um 2000 hér heima. Úrval geisladiska er mikið í Dublin. Stærsta plötuverslunin í borginni er sennilega Virgin Megastore sem er við götuna Aston Quay við ána Liff- ey, örstutt frá Temple Bar Hotel, einu hótela S/L. Þar fæst ótrúlegt úrval af geisladiskum, myndbönd- um og hljóðsnældum. Sérvitringar í tónlist eiga heldur ekki í vandræðum með að finna plötur við sitt hæfi. Á Temple Bar- svæðinu er fjöldinn allur af minni plötuverslunum sem selja sérhæfða tónlist, ekki bara á geisladiskum heldur og gömlum vinylplötum. Göngugatan vinsæl Helstu verslunargöturnar í Dublin eru báum megin við ána Liffey, sem rennur þvert um borg- ina. Göngugatan Grafton Street nýt- ur sennilega mestra vinsælda hjá ís- lendingum, en hún liggur sunnan Liffey. Norðan Liffey eru verslunar- götumar O’Connell og Henry Street, heldur stærri í sniðum og sennilega er verðlagið eilítið hagstæðara þeim megin árinnar. Mörg af hótelum Samvinnuferða- Göngugatan Grafton Street í Dublin er mörgum íslendingum aö góöu kunn. Jólaskreytingarnar eru þegar orönar áberandi. Landsýnar eru i nágrenni við þess- ar götur. Temple Bar Hotel liggur í samnefndu hverfi og sömuleiðis Bewleys Hotel, þriggja stjörnu prýöileg hótel. Til hliðar við Grafton Street er fimm stjörnu hót- elið Westbury, stórglæsilegt og gæti ekki verið betur staðsett. í göngu- færi eru hótelin Grafton Plaza og Mespil, en eitt vinsælasta hótelið er Burlington sem einnig er fimm stjömu. Það tekur örfáar minútur að taka leigubifreið inn í miðbæjar- kjarnann frá Burlington en fast að hálftíma á fæti. Tónlist og dans Það hefur viljað brenna við hjá ís- lendingum sem leggja leið sina til Dublin að þeir geri lítið annað en að versla. Greinarhöfundur hefur átt þess kost að kynnast þessari skemmtilegu borg nokkrum sinn- um. í samtölum viö landann hefur oft komið í ljós að allri orkunni hef- ur verið eytt í tímafrekt verslunar- æði um daginn. Aigengt er að kvöld- inu sé eytt á hótelinu í afslöppun til að safna kröftum fyrir verslunar- ferðir morgundagsins. Það er sár- grætilegt að hlusta á þannig lýsingar, því Dublin hefur upp á svo margt að bjóða annað en hagstæða verslun. Miðbærinn og þá sérstaklega Temple Bar-svæðið iðar af lífi öll kvöld vikunn- ar. Hin kunna írska tónlist dunar á hverju götuhorni og fiölmargir staðir bjóða upp á danssýn- ingar með hinum heimsþekktu „River- dance“ atriðum (Margir íslendingar kannast við River- dance af myndbands- spólum sem Sjón- varpsmarkaðurinn hefur boðið til sölu). Á krám í Dublin, þar sem boðið er upp á lifandi írska tónlist og dans, eru dansaramir oft ekki margir (á bilinu 2-8), en þess ávallt gætt að þeir séu fyrsta flokks. Hinn frábæri skemmtistaður The Oliver St. John Gogarty í næsta ná- grenni viö Temple Bar Hotel Samvinnuferða-Landsýnar býöur upp á írska tónlist og Riverdance-sýningar öll kvöld vikunnar. DV-myndir ÍS Stemnirigin á þessum stöðum er ólýsanleg. Á fiölmörgum krám geta gestir fengið að taka undir og jafn- vel fengið að spreyta sig á dansspor- unum. Einn af þessum stöðum er í um aðeins 100 metra fiarlægð frá Temple Bar Hotel (við Fleet Street) og heitir „The Oliver St. John Gog- arty“. Þar er reyndar einnig veit- ingastaður með hefðbundnum írsk- um mat, en greinarhöfundur mælir ekki með matnum þar. Tónlistin og dansinn er hins vegar fyrsta flokks. Töluvert stór hópur tónlistar- manna sér um að skipta með sér verkum öll kvöld vikunnar og spilar á ótrúlegan fiölda hljóðfæra, gítar, banjo, flautur, fiðlur, skemmtara, trommur, svo eitthvað sé nefnt. Söngvarar eru nokkrir, allir góðir og með sín sérkenni. Flestallir gestimir kneyfa hinn stórgóða mjöð, Guinnes, og hljómsveitarmeðlimimir láta sitt ekki eftir liggja í því efni, nema síð- ur sé. Bjórdrykkja hljómsveitarmeð- limanna virðist, furðulegt nokk, ein- ungis hafa jákvæð áhrif á tónlistar- flutninginn. Guinnes-mjöðurinn er greinilega ráðandi á flestum krám borgarinnar. Skoðunarferðir Einfalt mál er að finna fleiri skemmtistaði með lifandi tónlist. í plötuverslunum er að finna rit í dagblaðs- formi, sem gefið er út í hverjum mánuði og hefur að geyma upplýs- ingar um alla tónlistar- viðburði borgarinnar. Þeir sem em í vand- ræðum með enska tungu geta nýtt sér þjónustu Samvinnu- ferða, sem bjóða meðal annars kvöldferð á „ís- lendingastaðinn" Fox’s, sem er gömul sveitakrá uppi í Wicklow-fiöllum, skammt frá Dublin. Þar geta menn kynnst stór- góðri írski hljómsveit og Riverdance-flokki. Ferðin á Fox’s er ekki sú eina sem S/L býður upp á, hinn fagri Glendalough-dalur er skoðaður í einni ferð- anna. Skoðunarferð um miðborg Dublin með heimsókn í víkingaset- ur nýtur einnig mikilla vinsælda. Á írlandi eru einnig margir af bestu golfvöllum heims og til- valið fyrir marga að sameina verslunar- og golfferðina, því margir bestu vellimir em rétt utan borgar- marka Dublin. -ÍS Margmiðlunarbúnaður 24x geisladrif BTC 3D hljóökort 80 W Surround hátalarar 33,6 innbyggt mótald Hugbúnaður (ekki innifalinn f verði) Microsoft Home Word 97, Works 4.0, Money 97, Encarta 97, World Atlas, MSN, Football. Verð: 14.900,- Intel 166 Mhz MMX 32 MB Ram élbúnaður: ^sS®,XPression |mr 15" Hyundai skjár 3,2 GB diskur Lyklaborð og mús ^ Windows 95 istand'ö Skeifunni 17 108 Reykjavík Sími 550 4000 Reykjavikurvegi 64 220 Hafnarfirði Sími 550 4020 www

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.