Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Side 58
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 TIV
66 nt.yndbönd
Jim Carrey leikur lögfræöinginn Fletcher Reede
ekki getur logið þótt hann feginn vilji.
sem óvænt sló í gegn. Á eftir fylgdu
myndimar The Mask, Batman Fore-
ver, Dumb and Dumber, Ace
Ventura 2: When Nature Calls og
Cable Guy. Með hverri myndinni
jukust laun hans og er hann nú orð-
inn með þeim allra dýrustu í
Holiywood. Stíll hans er einstök
blanda af spunaleik, eftirhermum
og uppfinningasemi, ásamt hinum
ótrúlegustu andlitsgeiflum og hreyf-
ingum, en margir hafa líkt honum
við Jerry Lewis. Mörg af fyndnustu
atriðunum hans koma upp úr óund-
irbúnum spuna' og leik-
stjórinn lét því myndavél-
ina oft bara rúlla áfram
eftir að hafa tekið upp
| atriði í von um að fá
einhver gtdlkom.
Saman á ný
Jim Carrey er hér
að endurnýja kynni sín
við leikstjórann Tom
Shadyac, sem leikstýrði
honrnn í myndinni sem
gerði hann frægan, Ace
Ventura Pet Detective,
sem jafnframt var fyrsta
mynd leikstjórans. Næst
leikstýrði hann Eddie
Murphy í The Nutty Pro-
fessor og Liar Liar er þriðja
mynd hans. I hlutverk fyrr-
verandi eiginkonu Fletcher
Reede var fengin sjón-
varpsstjarnan Maura
Tierney úr hinum
vinsælu New-
sRadio sjónvarps-
þáttum, en meðal
kvikmynda sem
hún hefur leikið í
era White Sands
og Primal Fear.
Eftir að hafa skoð-
að hundruð
stráka var Justin
Cooper valinn í
hlutverk sonar
Fletcher Reede.
Liar Liar er fyrsta
kvikmyndin hans
en hann er þó
ekki alveg ný-
sem græðingur í leik-
listinni, því hann
hefur leikið í
sjónvarpsþáttum um nokkurt skeið.
í öðmm hlutverkum em Jennifer
TiUy (The Fabulous Baker Boys,
Bullets over Broadway, Bound),
skjólstæðingur lygalaupsins, Am-
anda Donohoe (Lair of the White
Worm, The Madness of King Geor-
ge), undirfórull yfirmaður hans,
Swoosie Kurtz (The World Accor-
ding to Garp, Reality Bites, Citizen
Ruth), andstæðingur hans í réttar-
salnum og Cary Elwes (The
Princess Bride, Bram Stoker’s
Dracula), nýi kærastinn hennar
• §••••
Liar Liar:
Sannleikurinn er
sagna verstur
Fletcher Reede hefur byggt lif sitt
á lyginni. Hann á velgengni að
fagna í lögfræðistarfi sínu hæfileika
sínum til að hagræða sannleikan-
um. Enginn kann betur en hann þá
list að ýkja, teygja sannleikann eða
hreinlega ljúga eins og liann er
langur tU. En sömu hæfileikar sem
greiða honum braut í dómsalnum
gera hann i besta faUi óáreiðanleg-
an föður.
Hann á aUtof annríkt til að sinna
syni sínum og lofar hvað eftir ann-
að upp í ermina á sér. Nánast tak-
markalausa þolinmæði sonar hans
þrýtur þegar faðir
hans mætir ekki í af-
mælisveisluna hans
og áður en hann blæs
á kertin á af-
mæliskökunni óskar
hann sér þess að í
einn sólarhring geti
faðir hans ekki logið.
Eins og Fletcher
Reede kemst fljótlega
að næsta dag rætist
óskin og tímasetning-
in gæti varla verið
verri.
Hann á þann dag
að mæta í dómsalinn
í erfiðu máli sem
krefst allra hans
blekkingarleikja og
gæti fært honum
stöðu meðeiganda ef
hann vinnur málið.
Með sannleikann ein-
an að vopni stendur
hann frammi fyrir
erfiðasta málarekstri
ferils síns og jafn-
framt þeim mögu-
leika að fyrrverandi
kona hans, Audrey Reede, flytjist á
brott í aðra borg og taki son hans
með sér.
Maðurinn með
gúmmíandlitið
Það er maðurinn með gúmmíand-
litið, Jim Carrey, sem fer með aðal-
hlutverkið í Liar Liar. Hann er
Kanadamaður að uppruna og var
byrjaður með uppistand 15 ára gam-
all í Toronto. Eftir flutning tU Los
Angeles 1981 fékk hann hlutverk í
sjónvarpsþáttunum Duck Factory
Fletcher Reede (Jim Carrey) f réttarsalnum ásamt
einum skjóistæðingi sínum (Jennifer Tilly).
og náði í sitt fyrsta kvikmyndahlut-
verk í vampírugrínmyndinni Once
Bitten. í kjölfarið lék hann í mynd-
unum The Dead Pool, Earth Giris
Are Easy og Peggy Sue Got Married.
MiUi þess sem hann lék í kvikmynd-
um vann hann í sjónvarpi, m.a. lék
hann drykkjurút í sjónvarpsmynd-
inni Doing Time on Maple Drive og
þá lék hann í vinsælum grínþáttum,
In Living Color og Jim Carrey’s
Unnatural Act.
Árið 1994 skaust hann upp á
stjömuhimininn með myndinni Ace
Ventura, Pet Detective, ódýrri mynd
UPPÁHAIDSMYNDBANDIÐ MITT
Unnur Steinssnn:
Hrifin af Robjn Williams
„Almennt fmnst mér mjög
an að horfa á grínmyndir.j
finnst margar myndir sem
WiUiams leikur í alveg frábærar.
En heima hjá mér er mest horft á
Walt Disney-myndir. Ein af þeim
betri í þeim kantinum er myndin
Toy Story. Hún stendur upp úr
því hún er alveg þrælfyndin. Svo
get ég nefnt myndina Mrs. Doubt-
flre með Robin Williams.
Hann fór alveg á kost-
um þar.
Það skiptir
mig ekki máli
hvort myndirn-
ar eru evrópsk-
ar eða amerí-
skar ef þær em
góðar. Ég fór í
bíó um daginn
á bresku
myndina Full
Monty og
ég held ég
hafi sjald-
an hlegið
jafnmikið.
f henni er
þessi fini,
dæmigerði
breski húmor
og raun-
sæiskímni.
Við fór-
um tals-
vert í bíó.
Þá annað-
hvórt j^skemmtUegar grínmyndir
eða j^pennumyndir. Mér finnst
’ spfflínumyndimar aUar voðalega
■imlíkar en þær em bara tU af-
reyingar og maður fær ákveðið
adrenalinkikk út úr þeim.
Mér finnst að sumar myndir sé
bara hægt að horfa á í bíói. Það á
t.d. við áUar íslenskar myndir.
Tvær af mínum uppáhaldsmynd-
um eru annars vegar Agn-
es, sem mér fannst
mjög góð, og
hins vegar
Veggfóður
sem var al-
veg frá-
bær. Mér
finnst
skemmti-
legt hvað
það er
mikU fjöl-
breytni í
þessum ís-
lensku
myndum.
Síðan sá
ég Perl-
ur og
svín um
i daginn
og fannst
hún
ágæt.“
-glm
Shining
Jack Nicholson hefur leikið á
glæsUegum leikferli mörg hlutverk
sem eftirminnUeg era, þar á meðal
er Jack Torrance í Shining, sem
Stanley
Kubrick gerði
eftir sam-
nefndri skáld-
sögu Stephens
Kings. Þótt
The Shining
fengi yfirleitt
frábæra dóma
gagnrýnenda
þá var King
sjálfur aldrei
ánægður með
útfærslu Kubricks. Hann hefur því
sjálfur skrifað kvikmyndahandrit
eftir sögunni og er árangurinn af
því verki á tveimur spólum, Shin-
ing I og Shining II.
Sagan segir frá Jack Torrance
sem tekur að sér starf vetrargæslu-
manns á afskekktu lúsushóteli i
KlettafjöUum. Með honum í for er
eiginkona hans, Wendy, og sonur
þeirra, Danny, en hann hefúr frá
upphafi Ulan bifur á þessum stað.
Fljótlega kemur í ljós að hótelið er
umsetið Ulum öndum úr fortíðinni,
sem ná að yfirbuga vilja Jacks og
snúa honum gegn eiginkonu sinni
og syni.
Með aðalhlutverkin fara Rebecca
DeMomay, Melvin van Peeples,
EUiot Gould, Pat Hingle og
Courtland Mead, sem leikur Danny
Torrance.
Warner-myndir gefa út The Shin-
ing og er hún bönnuð börnum
innan 16 ára. Útgáfudagur er 24.
nóvember.
In the Gloaming
Leikarinn þekkti Christopher
Reeve lenti eins og kunnugt er í al-
varlegu slysi og lamaðist upp að
hálsi. Hann hefur þó ekki látið bug-
ast og sýnt
einstakan
viijastyrk í að
ná bata. Með-
al þess sem
hann hefur
gert, auk þess
að vera ötuU
talsmaður
lamaðra, er að
hann leik-
stýrði sjón-
varpsmynd-
inni In the Gloaming.
Myndin fjaUar um ungan mann,
Danny, sem snýr tU fóðurhúsanna
þegar hann kemst að því að hann er
smitaður af eyðni. Samband hans
við foreldra sína hefur aldrei verið
náið og ekki batnar það þegar hann
kemur heim haldinn eyðni sem
miklir fordómar em gegn. Forðast
fjölskyldan að tala um málið. Þegar
Danny veikist alvarlega og dauða-
stundin nálgast er ráðin hjúkrunar-
kona honum tU handa og hún verð-
ur nokkurs konar tengUiður mUli
fjölskyldumeðlima og fær fjölskyld-
una til að endurskoa afstöðu sína tU
sjúkdómsins.
Meðal aðalhlutverkin fara Robert
Sean Leonard, Glenn Close, Bridget
Fonda, Whoopi Goldberg og David
Strathairn.
Bergvík gefur In the Gloaming út
og er hún leyfö öllum aldurshóp-
um. Útgáfudagur er 25. nóvember.
Trial and Error
Einhver vinsælasta sjónvarpsser-
ían um þessar mundir er Seinfield
sem Stöð 2 sýni
sónur er aðaU
þar er ekki
sístur Kramer
sem Michael
Richards leik-
ur. í Trial and
Error er Ric-
hard í sínu
fyrsta stóra
hlutverki í
kvikmynd.
Myndin
ijaUar um fé-
lagana Char-
les Tuttle lögfræðing, sem er á leið í
hjónaband, og Richard, sem tekur á
móti honum í Nevada, þar sem
Charles ætlar að verja frænda tU-
vonandi tengdafóður. Richard, sem
hefur frétt af brúðkaupinu, heldur
vini sínum heljarmikið partí. Þegar
Charles vaknar tU lífsins er hann í
engu formi til að fara i réttarsalinn
svo Richard hleypur í skarðið. Upp
úr þessu hefst fyndin atburðarás.
Michael Richards leikur Richard,
Jeff Daniels leikur Charles. í öðram
hlutverkum em Rip Torn, Austin
Pendleton og Jessica Stern. Leik-
sfjóri er Jonthan Lynn.
Myndform gefur Trial and Error út
og er hún leyfö öllum aldurshóp-
um. Útgáfudagur er 25. nóvember.