Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 Fréttir Helgi Laxdal, formaðnr Vélstjðrafélags Islands: Málflutningur Krist- jáns ruglar almenning - hefur fengiö aðra sjómenn á móti vélstjórum „Þaö væri lítið mál að leysa þessa deilu ef Kristján Ragnarsson væri ekki af sinni snilld búinn að tefla þessu í þennan farveg. Hann opnar ekki kjaftinn án þess að halda því fram að okkar barátta sé í andstöðu við aðra í áhöfn. Hann er með þessu búinn að rugla al- menning i ríminu," segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, um stöðuna í kjaradeilu félagsins við útgerðarmenn. Sátta- fundir hafa reynst árangurslausir með öllu og sl. þriðjudag stóð fund- ur aðeins í hálftíma. Verkfall vél- stjóra skellur að óbreyttu á þann 17. janúar nk. þegar 80 stærstu fiskiskipin stöðvast vegna deil- unnar. Helgi segir málflutning Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, aUan vera á þeim nótum að hækkun á hlutaskiptum vélstjóra komi niður á kjörum annarra sjó- manna. Helgi segir þetta vera al- rangt en eigi að síður hafi þessi máiflutningur náð eyrum annarra sjómanna. „Honum hefur tekist að fá aðra sjómenn á skipunum upp á móti okkur þó það sé ekkert verið að taka frá þeim. Þá er hann einnig búinn að fá Sævar Gunnarsson og Guðjón A. Kristjánsson í þann hóp að vinna með sér í því verkefni að fá alla sjómenn upp á móti vél- stjórum," segir hann. -rt Millifærslumálið: Lögreglu- rannsókn lokið Lögreglurannsókn er lokið á miklu Qármunastreymi út úr dánar- búi Arons heitins Guðbrandssonar inn á bankareikninga manns sem er óvandabundinn því og ekkju Arons heitíns, sem situr í óskiptu búi þeirra hjóna. Að sögn Amars Jenssonar, sem stjómaði rannsókninni, em máls- gögn nú til athugunar hjá embætti ríkissaksóknara sem ákveður hvort höfðað verður opinbert sakamál. Eins og DV hefúr sagt frá er um mjög mikla fjármuni að ræða sem runnið hafa út úr búinu, eða tugi milljóna króna. Þegar venslafólk ekkjunnar komst að því hvemig hag búsins var komið kærði það málið og hefúr RLR og síðar eftia- hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakaö það undanfama mánuöi. Á meðan rannsókn málsins stóð var m.a. gjaldkera í Melaútibúi Búnað- arbankans vikið úr starfi. -SÁ Það gustar um Helga Laxdal, formann Vélstjórafélags íslands, þessa dag- ana. Eftir 10 daga stöðvast 80 stærstu fiskiskipin takist ekki samningar við útgerðarmenn. DV-mynd Hilmar Þór Akureyri: Gísli Bragi Hjart- arson ætlar ekki í framboð DV, Akureyri: „Ég hef tilkynnt flokksfélögum mínum að ég muni ekki gefa kost á mér til framboðs við kosning- arnar í vor,“ segir Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins á Akureyri. Gísli Bragi hefur verið eini bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins undan- farið og hafa nú allir þrír bæjar- fulltrúar A-flokkanna tilkynnt að þeir hætti afskiptum af bæjarmál- um þegar kjörtímabilinu lýkur i vor, Sigríður Stefánsdóttir og Heimir Ingimarsson höfðu áður gefiö yfirlýsingar þar áð lútandi. Enn er unnið að sameiginlegu framboði A-flokkanna og Kvenna- listans fyrir kosningarnar í vor. Alþýðuflokksmenn munu innan skamms greiða atkvæði um hverj- ir úr þeirra röðum muni taka sæti á þeim sameiginlega lista. Alþýðubandalagiö mun þar fá 1. sætið en þó þurfa hinir flokkam- ir að gefa samþykki sitt varðandi hver leiði listann. Þau nöfn sem aðallega hafa verið nefnd varð- andi efsta sætið eru Sigrún Svein- björnsdóttir, Ásgeir Magnússon og Þröstur Ásmundsson. -gk Verðtryggð lán: Binditíminn lengdur Lágmarksbinditími verðtryggðra lána verður frá áramótunum fimm ár í staö þriggja ára áður. Þá lengist einnig lágmarksbinditími verð- tryggðra innlána úr einu ári i þijú. Reglur um þetta voru settar sl. sum- ar en tóku gildi nú um áramótin. I frétt frá Seðlabankanum segir aö breyting- amar séu annar áfangi aö því marki að draga úr notkun verðtryggingar á skuldbindingum tíl skamms tfma. Pyrsti áfanginn var í ársbyijun 1996 þegar lágmarksbinditími verðtryggðra innlána var lengdur i eitt ár og bindi- tími verðtryggðra útlána og skulda- bréfa í þijú ár. Seðlabankinn stefnir að þvi að lokaá- fangi breytinga á verðtryggingareglun- um verði árið 2000. Þá verði heimild til aö verötryggja innlán felld niður og lág- markstími verötryggöra útlána verði sjö ár. Endanleg ákvörðun um þetta síð- astnefhda hefúr þó ekki verið tekin.-SÁ Sjálfstæöismenn í ísafjaröarbæ íhuga frestun prófkjörs: Jónas Ólafsson hættir í pólitík Jónas Ólafsson, annar tveggja bæjarstjóra í ísafjarðarbæ, mun ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins sem fram fer á næstunni. Jónas stað- festi þetta í samtali við DV og sagðist ekki hætta vegna uppnáms- ins í bæjarstjórninni heldur hafi hann verið búinn að ákveða þetta Jyrir löngu. Brotthvarf Jónasar úr sveitar- stjómarpólitíkinni gef- ur sjálfstæðismönnum vonir um að hægt verði að beija í þá bresti sem urðu þegar meirihlutinnn sprakk í haust og tveir fulltrúar sjálfstæðis- manna, Jónas og Kolbrún Halldórs- dóttir, gengu til liðs við nýjan meirihluta. DV hefur heimildir fyrir þvi að sérframboð hafi borið á góma meðal óánægðra sjálfstæðismanna í ísa- I í \■ 1 Jónas Ólafsson. fjarðarbæ en talið er að slíkt sé meira í orði en að það verði ofan á. Sú staðreynd að Jónas Ólafsson ætlar að hætta gerir óánægjuöflunum erfitt fyrir þar sem ekki er sjáanlegt leiðtogaefni í hans stað. Áformað var að Sjálf- stæðisflokkurinn héldi prófkjör meðal flokks- manna þann 31. janúar nk. en nú em hugmynd- ir um að því verði fre- stað um óákveðinn tíma. Guðmundur Mar- inósson, formaður kjör- dæmisráðs SjáÖstæðis- flokksins, segir að verði af frestun prófkjörsins sé það vegna þeirra hugmynda sem uppi em innan bæj- arstjórnar um að fækka bæjarfull- trúum úr 11 í 9. Ákvörðun um frest- un verður tekin á fundi fulltrúa- ráðsins í kvöld. -rt Dagfari Fimmtíu manna atvinnubótavinna Alltaf em þeir að koma manni á óvart í stjómkerfmu. Og þó. Maður hefur svo sem alltaf haft gmn um aö skrifstofur hins opinbera væra yfirfylltar af fólki sem þar hefði að- allega atvinnu af því að mæta til vinnu, án þess endilega að þurfa að vinna. Né heldur þurfi aö mæta. Nema þá til að stimpla sig út og inn til að sækja launin sín. En nú hefur það gerst aö sér- stakt ráðgjafarfyrirtæki hefur tek- ið saman skýrslu um hagræðing- una við það að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Og þá kemur í Ijós að fimmtíu störf hjá þessum stofnun- um eru óþörf! Einhver hefði nú kannske getað sagt borgaryfirvöld- um frá þessum mannskap öllum og kannski hefði verið hugsanlegt að yfirmenn þessara stofnana hefðu verið búnir að koma auga á allt þetta fólk, sem ráfar þar um ganga og skrifstofur, án þess að hafa mik- ið fyrir stafni. Hvað þá, þegar búið verður að sameina þessa starfsemi. Borgarstjóm Reykjavíkur og veitustjóm borgarinnar þurftu hins vegar ráðgjafafyrirtæki úti í bæ til aö láta segja sér þetta, enda á bæði borgarstjómin og veitu- stjómin fullt í fangi með að stjóma þessum stofnunum, þó þeir séu ekki líka að velta því fyrir sér hvort of margt fólk sér þar að störf- um. Enda skiptir það ekki svo miklu máli hvort spara megi á ann- að hundrað milljónir króna í mannahaldi, þegar auðveldast er og einfaldast að hækka afnotagjöld- in til að mæta svona útgjöldum. Nema hvaö. Borgaryfirvöld em búin að fá þessa skýrslu ráðgjafar- fyrirtækisins í hendur og maður hefði haldið að það væri næsta skref að vinda sér í sameininguna til að losa sig viö fimmtíu starfs- menn sem hafa þar laun við að gera ekki neitt. Viðbrögð forystumanna meiri- hluta og minnihluta em aftur á móti afar athyglisverö í þessu sambandi. Bæði Ingibjörg Sólrún og Árni Sigfússon em sammála um að ekki komi til greina að segja upp þessu starfsfólki, á þeirri forsendu að borgaryfirvöld hafi skyldum að gegna gagnvart starfsfólkinu. Skítt veri með neyt- endur og viðskiptavini Hitaveit- unnar og Rafmagnsveitunnar, sem þurfa að borga hvort sem er. Og eiga að borga áfram, vegna þess að borgaryfiröld geta ekki sagt upp fólki, sem vinnur hjá borginni og missir störf sín hjá borginni, ef því er sagt upp af því að það hefur ekkert að gera í starfinu. Jú, jú, það getur vel verið að Reykavíkurborg láti sameina veitustofhanimar, en það má ekki segja fólki upp af þeim sökum. Fólkið verður að halda vinnunni hvaö sem öðra líður og hvað sem allri sameiningu líður. Fólkið gengur fyrir sem þama vinnur og það hefur enginn rétt til að spara á þess kostnað, vegna þess aö borgin hefur skyldum að gegna gagnvart fólki sem að öðru leyti hefur ekkert að gera og missir vinnuna og fær ekkert annað að gera ef því er sagt upp. Við verðum að standa vörð um starfsfólkið, segja frambjóðendum- ir til næstu borgarstjómar enda hefur þetta fólk kosningarétt, þótt þaö hafi ekkert að gera og atkvæð- in eru meira virði heldur en sparn- aðurinn sem fæst fram við að segja því upp. Alla vega em menn sammála um að segja því ekki upp fýrir kosning- ar án þess að segja til um það hvað veröi gert eftir kosningar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.