Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 9 r Vargöldin í Alsír ætlar engan enda aö taka: Sonny Bono Þorpsbúar á f lótta frá morðsvæðunum Hundruð þorpsbúa hafa lagt á flótta frá afskekktum fjallahéruðum í vesturhluta Alsírs í kjölfar morða á að minnsta kosti sex hundruð körlum, konum og börnum þar í síð- ustu viku. Fréttir sem bárust til Algeirs- borgar, höfuðborgar Alsírs, í gær- kvöld hermdu að íbúar í Relizane- héraði væru að flýja til bæja þar sem er meiri öryggisgæsla. Þeir fáu sem urðu eftir hafa fengið vopn frá öryggissveitunum til að verja hend- ur sínar. Fólksflóttinn hófst eftir fjöldamorð fyrir viku þar sem rúm- lega fjögur hundruð manns týndu lífi. Enn fleiri eru á faraldsfæti nú vegna morða á rúmlega tvö hundr- uð manns aðfaranótt siðastliðins mánudags. Alsírska dagblaðið La Tribune skýrði frá því í gær að hundruð manna hefðu verið brennd lifandi og að 117 hefði verið slátrað í tveim- ur árásum um helgina. Blaðið kenndi skæruliðum bókstafstrúaðra múslíma um verknaðinn. Alsírsk yfirvöld hafa ekkert tjáð sig um þessi síðustu fjöldamorð. Þau hafa þó sagt að 78 manns hafi fallið í fyrri árásinni. Enginn hefur lýst ábyrgð á voða- verkunum á hendur sér. Tugir þús- unda óbreyttra borgara hafa fallið fyrir morðingja hendi á undanföm- um ánnn. Skæruliðum múslíma, sem vilja steypa stjóm landsins, er Þetta smábarn slapp lifandi undan morövörgunum í Alsír. kennt um. Upphaf vargaldarinnar má rekja til ársins 1992 þegar stjóm- völd aflýstu kosningum sem næsta víst var að bókstafstrúarmenn hefðu unnið. Sendiherra Bandaríkjanna i Al- sír, Cameron Hume, var kallaður í utanrikisráðuneytið i Algeirsborg þar sem því var mótmælt að banda- risk stjómvöld skyldu hvetja til þess að alþjóðleg nefnd fengi leyfi til að rannsaka fjöldamoröin. Vesturlönd og ýmsar alþjóða- stofnanir hafa vaxandi áhyggjur af ástandinu í Alsír og hafa hvatt stjómvöld til að veita borgurunum meiri vemd. Á fyrstu sex dögum ársins hafa meira en eitt þúsund manns verið myrt í Alsír. Reuter beið bana á skíðum Bandaríski þingmaðurinn Sonny Bono, sem var heims- frægur söngvari á sjöunda ára- tugnum ásamt þáverandi eigin- konu sinni Cher, lést í gær eftir að hafa skíöað á tré við Tahoe- vatn i Nevada. Bono hafði farið út af merktri braut og skíðaði í skóglendi er slysið varð. Chastity Bono, dóttir Sonnys og Cher, sagði í gær að þótt þau feðgin hefðu ekki haft sömu stjórnmálaskoðanir hefði hann alltaf stutt hana og verið ástrík- ur faðir. Cher var harmi slegin við fregnina um andlát Sonnys og hélt frá London heim til Bandaríkjanna. Sonny lét eftir sig eiginkonu og gögmr börn sem hann eignað- ist með þremur konum. Við svörum í símann Danska lögreglan veit enn ekki hverjir söguöu af höfuö Litlu hafmeyjunnar á Löngulínu í Kaupmannahöfn í fyrrinótt. Tveir ungir menn, sem Ijósmynd- ari sjónvarpsstöövar sá renna sér á hjólaskautum viö Löngulínu, liggja und- ir grun. Hringt haföi veriö í Ijósmyndarann um nóttina og hann hvattur til aö skoða styttuna. Símamynd Reuter Bandarískur vísindamaöur: Ætlar að klóna börn fyrir barnlaus hjón Læknir í Chicago er tilbúinn að hefja tilraunir á því að klóna mann- verur til að búa þannig til böm fyr- ir ófrjósöm hjón. Richard Seed, sem hefur stundað frjósemisrannsóknir undanfarin ár, sagði í viðtali við bandarísku út- varpsstöðina NPR að hann væri að búa sig undir að setja á laggimar miðstöðvar þar sem böm yrðu klón- um fyrir væntanlega foreldra. „Það er ætlun mín að stofna stofnun til að klóna mannverur á Chicago-svæðinu og gera úr henni arðvænlegt fyrirtæki. Þegar það gerist ætla ég að opna 10 til 20 aðr- ar eins víðs vegar um Bandaríkin og kannski fimm eða sex erlendis," sagði Seed í viðtalinu við NPR. Útvarpsstöðin sagði að Seed hefði átt í samningaviðræðum við sjúkra- stofnun á Chicago-svæðinu sem ætti allan nauðsynlegan tækjabúnað fyr- ir tilraunimar. Ekki var skýrt frá því hvaða stofnun það væri. Seed starfar með lækni, sem ekki vill láta nafns síns getið en sagðist ekki mundu taka þátt í þessu nema samtök frjósemislækna gæfu grænt Ijós. Samtökin hafa til þessa lýst sig andvíg klónun manna. Clinton for- seti hefúr lagt til að slíkar rann- sóknir verði bannaðar í fimm ár. Reuter Hvalavinafélag Pauls Watsons: Sonur Bastesens heiðursfélagi DV, Ósló: Hvalavinurinn Paul Watson hef- ur gert Stein-Erik Bastesen að heið- ursfélaga í samtökum sínum, Sea Shepherd. Stein-Erik er sonur norska hvalfangarans og þing- mannsins Steinars Bastesens og hlotnast heiðurinn fyrir að hafa sökkt hvalbáti þeirra feðga í haust. Þeir Bastesen-feðgar eru lítið hrifnir af nafnbótinni en norska lög- reglan telur það sannað að Stein- Erik hafi sökkt bátnum fyrir vangá. Watson er reyndar ekki sannfærður um að niðurstaða lögreglunnar sé rétt og segir að félagar í norsku hvalavinasamtökunum Agenda 21 fullyrði enn að þeir hafi sökkt bátn- um. „Ég held að það sé ekki hægt að sökkva svona bát fyrir einskæran klaufaskap," segir Watson. „Ef Stein-Erik ber ábyrgð á að báturinn sökk þá gerði hann það með viija. Mér fmnst því rétt að hann fái heiðurssess í samtökum okkar." -GK rukkum, hringjum, tökum pantanir og tímapantanir fýrir þig! Viö erum einkaritararnír þínir þegar þér hentar SimaÞlónusian 52C 6123 Hjálpar þér að: Verða hæfari í starfi. i/ Öðl ast meiri eldmóð. Verða betri í mannlegum samskiptum. SLosna við áhyggjur og kvíða. V Setja þér markmið. Dale Carnegie® ÞJÁLFUN s Fólk- Arangur- Hagnaður Dale Carnegie® námskeiöiö gaf mér aukiö sjálfstraust og opnaöi nýjar víddir. Ég lít bjartari augum á lífið og er tilbúin til aö takast á viö dagleg vandamál meö jákvæöu hugarfari. Anna Steinsen Líf mitt hefur tekiö miklum breytingum til hins betra, ég lít björtum augum á framtíðina og er hætt aö velta mér uppúr fortíöinni. Sjálfstraustiö hefur aukist til muna og ég á betur meö aö koma skoðunum mínum á framfæri. Dale Carnegie® var svariö. Björg Ólöf Bjarnadóttir Ég mæli eindregið meö Dale Carnegie® námskeiöinu. Þaö hefur aukiö sjálfstraust mitt og einnig kennt mér aö lifa í „dagþéttri veröld". Ég er óhræddari viö aö standa upp og tjá mig og halda tölu í áheyrn fjölda manna. Elín Þorbergsdóttir Samskipti mín viö yfirmenn mína hafa gjörbreyst auk þess sem áhyggjur mínar af bókstaflega öllu hafa minnkaö verulega. Trausti Jónsson KYNNINGARFUNDUR fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.30 aö Sogavegi 69, 108 Reykjavík STJORNUNARSKOLINN Konráð Adolphson - Einkaumboð á íslandi 581-2411 FJARFESTING I MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.