Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Síða 12
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 rír 15 árum „Ákveðinn að rjúfa 21 m múr- inn.“ Þetta var haft eftir Óskari Jak- obssyni, þá frjálsiþróttamanni í ÍR, í fyrirsögn i DV laugardag- inn 8. janúar 1983. Tilefnið var að Óskar hafði verið kjörinn íþróttamaður ársins 1982 á ís- landi af Samtök- um íþróttafrétta- manna. Það ár komst hann í röð fremstu kúlu- _ varpara heims, kastaði lengst 20,61 metra, en var einnig sterkur kringlu- og spjótkast- ari. Þá tók hann þátt í kraftlyfting- um með góðum árangri. Þegar Óskar var kjörinn íþrótta- maður ársins hafði hann um nokk- urra ára skeið stundað nám í há- skólanum í Austin í Texas. Hvar skyldi Óskar vera niður- kominn í dag? Margir spyrja þessar- ar spumingar því lítið hefur heyrst af honum á undanfornum árum. Kannski eðlilegt þar sem Óskar varð að hætta í keppnisíþróttum vegna meiösla eigi löngu eftir fyrrnefnt kjör. Við eftir- grennslan helgarblaösins : vikunni kom fljótlega í ljós að Óskar er enn í Texas í Bandaríkjunum. Býr í smá- bænum Burleson skammt suður af Dallas og rekur þar stóra líkamsræktarstöð ásamt bandarískri eigin- konu sinni, Angelu. Þau eiga saman þrjú börn, 4 ára son og 6 ára tvíbura, strák og stelpu. Fyrir á Óskar 21 árs gamlan son sem býr á ís landi. kanna aðstæður í Austin. Hóf þar síðan nám í janúar 1979. Eftir nám- ið var mér boðin vinna við skólann sem ég átti erfitt með að hafna. Það var um það leyti sem ég hætti að keppa. Ég var að- stoðarþjálfari í líkams- og kraftþjálfun íþróttamanna skólans í nærri 12 ár eða þar til við Angela fluttum til Burleson, þar sem hún ólst upp og hennar nánustu búa,“ sagði Óskar þegar við slógum á þráðinn til hans. Hann var þá nýbúinn að þjálfa nokkra morgunhana úr hópi fastakúnna líkamsræktarstöðvar- innar. Hann sagði gamlan draum frá því í æsku hafa ræst í Burleson - að starfrækja líkamsræktarstöð. Þau Angela byrjuðu smátt fyrir tveimur og hálfu ári en vegna mikillar að- sóknar urðu þau að stækka við sig. Fluttu starfsemina í stærra og betra húsnæði á miðju síðasta ári. fli Óskar í faðmi fjölskyldunnar í Texas, ásamt eiginkonunni Angelu og börnum þeirra þremur, Lukasi, Blake og Ástu. an sú önnur uppgangsmesta í Texas, þannig að það er um að gera að nýta sér það,“ sagði Óskar sem hefur nokkra starfsmenn í vinnu við líkamsræktarstöðina. „Ég er ekkert á heimleið í bráð til að setj- ast þar að, þótt auðvitað langi mig stundum til þess. Það er bara flóknara þegar börnin eru lítil og fjölskyldan stór.“ Hætti á toppnum Þegar Óskar var kjörinn íþróttamaður ársins var hann á hátindi ferils síns, rétt að verða 28 ára. Búinn að vera í keppnisíþróttum hálfa ævina og framtíðin björt. í umræddri frásögn DV í kjörinu var haft eftir honuin að hann stefndi ótrauður á Ólympíuleikana í Óskar Jakobsson hampar bikarnum í hofi a Hotel Loft- Los Angeles 1984. 21 m múr- leiðum sem íþróttamaður ársins 1982. Frá þessu var inn skyl(ij rnfinn eins og greint í helgarblaði DV 8. janúar 1983, eða fyrir 15árum. áður sagði gn séx vikum „Það má segja að ég sé búinn að „Þetta hefur gengið mjög vel. Um fyrir leikana kom reiðarslagið. Ósk- dvelja i Texas í nærri 19 ár. Ég kom 20 þúsund manns búa í Burleson en ar sleit liðbönd í handarbaki og þar hingað fyrst haustið 1978 til aö svæðið hérna er mjög vaxandi. Sýsl- með var draumurinn úti. Gamall draumur rættist „Það var eins og rýtingur hefði verið rekinn í handarbakið og snú- ið, svo mikill var sársaukinn. Tím- inn til stefnu var of skammur og ég varð að hætta við þátttöku á leikun- um. Auðvitað voru þetta vonbrigði. Ég var reyndar búinn að ákveða að árið 1984 yrði líklega mitt síðasta í frjálsum íþróttum. Þá var skólinn í Austin búinn að bjóða mér vinnu, nokkuð sem fáum útlendingum hafði verið boðið. Ég var líka búinn að vera lengi í íþróttum og orðinn dálítið þreyttur. Ég greip tækifærið í Austin og iðrast þess ekkert," sagði Óskar þegar hann rifiaði þessa tíma upp. „Ég átti mína góðu daga. Titillinn iþróttamaður ársins var líklega toppurinn á mínum ferli. Hafði mik- ið út úr þeim góða félagsskap sem ég var í. Ég fékk mikla og góða um- fiöflun í fiölmiðlunum allan minn feril, bæði heima og hér úti, og fyr- ir það er ég mjög þakklátur. Það er kannski langt síðan ég sagði takk fyrir það en ég segi bara takk aft- ur,“ sagði Óskar Jakobsson að end- ingu í símtali okkar frá Texas. -bjb bókaormurinn yfir jólabókunum, þeim sem hún fékk í jólagjöf, og lýsir sérstakri ánægju sinni með bók Einars Más. Af öðr- um höfundum sem hún las yfir há- tíðarnar nefnir hún Kundera og Gabriel Garcia Marquez og síðan Nokkra góða daga án Guðnýjar og Hanami af þeim íslensku verkum sem eru nýkomin út. „Ég les bæði á íslensku og ensku, kannski meira á ensku þessa dagana en yfirleitt reyni ég að lesa það markverðasta sem kemur út. Ég hef dálæti á Laxness og las nýlega mér til mikillar ánægju Innansveitarkróniku. Sag- an af brauðinu dýra er alveg frá- bær og ég kann vel að meta húmor- inn hjá Laxness. Þá hef ég yfirleitt bók eftir afa minn, Björn J. Blön- dal, á náttborðinu,“ segir Elin sem gaf foreldrum sínum Lífsins tré og Híbýli vindanna eftir Böðvar Guð- mundsson í jólagjöf. Þær ætlar hún örugglega að lesa. Elín skorar á Áslaugu Friðriksdóttur sálfræð- ing að vera bókaormur næstu viku. -sv Elín Blöndal kann vel að meta húmor Laxness: Greifinn af Monte Christo í uppáhaldi bækur Astrid Lindgren, Bróðir minn Ljónshjarta og Elsku Míó minn, sem eftirminnilegar bækur frá sínum yngri árum. Hún hefur nýlokið við að lesa bók eftir Aung San Suu Kyi, handhafa friðarverð- launa Nóbels frá Burma. Bókin heit- ir Letters from Burma og segir frá baráttu hennar fyrir lýðræði í landi sínu. Hún fléttar saman lýsingar af menningu og lífinu í Burma, fyrir og eftir að einræðisstjórnin tók völdin. Allende í uppáhaldi „Ég hef mjög gaman af pólitisk- um átakasögum og bókum sem lýsa mismunandi menningu þjóða. Þar er t.d. bókin um Mandela ofar- lega í huga mér. Nú er ég að lesa eina, Mukiwa, A White Boy from Africa eftir Peter Goldwin. Þar er lýst lokum yfirráða hvita manns- ins í Ródesíu,“ segir Elín og bætir við að vissulega lesi hún marga er- lenda höfunda. Sérstakt dálæti seg- ist hún hafa á Isabellu Allende og nefnir bókina Paulu sérstaklega þar sem þar kemur fram merkileg fiölskyldusaga höfundarins frá Chile. Elín segist vitaskuld hafa legið „Ég hugsa að Greifinn af Monte Christo sé sú bók sem er mér efst í huga ég lít til baka yfir það sem ég hef lesið um dag- ana. Ætli það sé ekki vegna Elín Blöndal ætlar að lesa bæk- ur Böðvars Guðmundssonar, Lífsins tré og Híbýii vindanna. DV-mynd BG hversu lengi ég var að komast í gegnum hana, byrjaði aftur og aft- ur og gafst yfirleitt upp á sama staðnum, þ.e. þegar hann hafði verið hnepptur í fangavist og var þar köfl- um saman. Líklega hef ég verið of ung þegar ég las hana,“ segir Elín Blön- dal, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu og bóka- ormur. Elín segist hafa lesið mikið frá því hún var smákrakki og nefnir METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Helen Reldlng: Bridget Jone's Diary. 2. Mary Wesley: Part of The Furniture 3. Colin Forbes: The Cauldron. 4. Dick Francls: To the Hilt. 5. Sally Beaumann: Sextet. 6. Terry Pratchett: Hogfather. 7. Rlchard North Patterson: Silent Witness. 8. Louls de Bernleres: Captain Corelli's Mandolin. 9. Robert Goddard: Beyond Recall. 10. Mlchael Crichton: Airframe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 2. Blll Bryson: Notes from a Smail Island. 3. Frank McCourt: Angela's Ashes. 4. Griff Rhys Jones: The Nation's Favourite Poems. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Penny Stallings: Previously on Friends. 7. Ýmslr: The Little Book of Love. 8. Michael Drosnln: The Bible Code. 9. Penelope Sach: Take Care of Yourself. 10. Nlck Hornby: Double A-Side. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Terry Pratchett: Jingo. 2. Andy McNab: Remote Control 3. Colln Forbes: The Sisterhood. 4. Patricla D. Cromwell: Unnatural Expos- ure. 5. Arundhati Roy: The God of Small Things. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Andrew Morton: Diana: Her True Story in Her Own Words. 2. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 3. Michael Palln: Full Circle. 4. Ýmslr: They Think It's All Over. 5. Dlckle Blrd: My Autobiography. (Byggt á The Sunday Tlmes) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Sue Grafton: M is for Maiice. 2. Greg lles: Mortai Fear. 3. Nora Roberts: Sea Swept. 4. David Baldaccl: Total Control. 5. Kathleen E. Woodiwlss: Petals on the River. 6. James Petterson: Jack And Jill. 7. Steve Martlnl: The List. 8. Tom Clancy: Politika. 9. Llnda Howard: Kill And Tell. 10. Stella Cameron: The Best Revenge. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff. 2. Rlc Edelman: The Truth about Money. 3. Ann Rule: In The Name of Love. 4. Ýmslr: The World Almanac and Book of Facts 1998. 5. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 6. Stephen E. Ambrose: Undaunted Courage. 7. Ýmslr: Chicken Soup for the Teenage Soul. 8. Ýmslr: Chicken Soup for the Mother’s Soul. 9. James McBrlde: The Colour of Water. 10. Robert Atkln: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Charles Frazler: Cold Mountain. 2. Davld Baldaccl: The Winner. 3. James Patterson: Cat & Mouse. 4. P.D. James: A Certain Justice. 5. Jonathan Kellerman. Survival of The Rttest. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 2. Sarah Ban Breathnach: Simple Abund- ance. 3. Irma S Rombauer: The Joy of Cooking. 4. Frank McCourt: Angela's Ashes. 5. Jon Krakauer: Into Thin Air. (Byggt á Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.