Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Síða 16
16
Wk
„Nei, þetta er bara leti,“ segir
Andrés Magnússon geðlæknir og
eyðileggur allar vonir gestsins um
að það sé sjúklegt að drattast ekki á
lappir fyrr en klukkan níu á morgn-
ana i svartasta skemmdeginu.
„Er ég þá heilbrigður?"
„Núna er ég að borða hádegismat-
inn minn,“ svarar Andrés og breið-
ir úr nestinu sínu á litlu sjúkrahús-
borðinu.
„Jæja, þá það, bara leti! Það er
svona með þessa lækna, maður fær
ekki einu sinni að hafa viður-
kennda tískusjúkdóma í friði og
ekki er maður heilbrigður heldur.“
Ég tauta þetta við sjálfan mig en
Andrés borðar og fræðir mig á að á
hans heimili eru smurðar 16 brauð-
sneiðar á hvarjum morgni í nesti
handa fjölskyldunni. Er það heil-
brigt? Kannski. Það er í það
minnsta mjög norskt því í Noregi
hafa allir með sér nesti i vinnuna,
líka virðulegir geðlæknar.
Orðinn doktor
Reyndar snerist samtal okkar
Andrésar hvorki um meinta leti
mína né nestið hans. Hann er ný-
bakaður doktor í skammdegisþung-
lyndi frá háskólanum í Ósló og hef-
ur fengist við sjúkdóminn í meira
en áratug. Það er skammdegisþung-
lyndið sem ég hef áhuga á og um
það ætlum við að ræða.
„Ertu búinn með allt jóla-
konfektið," spyr Andrés.
„Nei,“ segi ég og það er alveg satt.
„Bara fáeina mola og öll neðri hæð-
in i kassanum er eftir.“ Ég hef sjald-
an verið svona saklaus áður.
„Þá er þetta örugglega bara leti
og ekki skammdegisþunglyndi,“
heldur Andrés áfram. Hann getur
frætt mig á því að eitt fyrsta ein-
kenni skammdegisþunglyndis sé
mikil löngun í sætindi - sykur og
meiri sykur. Fólk með skammdeg-
isþunglyndi vill helst liggja i rúm-
inu allan sólarhringinn og borða
konfekt.
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 DV
í meira en tíu ár hefur Andrés Magn-
ússon geðlæknir fengist viö <
skammdegisþunglyndi og er nú orð-
inn „doktor í sjúkdómnum". {
DV-mynd Gísli Kristjánsson
stundu og nú er hann orðinn doktor
í sjúkdómnum. Hann lauk í fyrra
einnig sérfræðiprófi sínu í geðlækn-
ingum i Noregi og kallar sig núna
„útkastara" á Ulleválsjúkrahúsinu í
Ósló. Skammdegisþunglyndið er
ekki helsta viðfangsefhi hans held-
ur gamalkunnir geðsjúkdómar eins )
og þunglyndi sem ekki er árstíða-
bundið og ekki verður læknað með (
ljósum.
Ástæðan fyrir því að Andrés kall-
ar sig útkastara er að vegna ára-
langs sparnaðar í norska heilbrigð-
iskerfmu er svo komið að aðeins er
boðið upp á bráðaþjónustu og sjúk-
lingunum „kastað út“ við fyrsta
tækifæri.
„Það sem ég geri er að meta hve-
nær sjúklingamir eru ferðafærir til
að hægt sé að senda þá heim og taka (
við nýjum bráðasjúklingum," segir |
Andrés. Sökin á þessu ástandi er
ekki bara ríkisvaldsins því innan
fræðanna var það tíska fyrir nokkr-
um árum að segja að geðsjúkdómar
ættu sér félagslegar orsakir og að
það væru geðsjúkrahúsin sem gerðu
fólkið sjúkt.
Mannlegra á Islandi
„Allir áttu að sjá um sig sjálfir og (
ríkisvaldið tók þessum hugmyndum t
fegins hendi og sá þarna færi á að '
skera niður,“ segir Andrés, gagn-
rýninn á ástandið. „Sannleikurinn
er hins vegar sá að þaö er til alvar-
lega geðsjúkt fólk sem við vitum
ekki af hverju er sjúkt, fólk sem
aldrei getur séð um sig sjálft og
aldrei verður að virkum þegnum í
þjóðfélaginu á ný.“
Andrés segir að ástandið sé (
sýnu skárra á íslandi og heilbrigð- (
iskerfið manneskjulegra. Þar er ,
reynt að gera eitthvað fyrir geð- *
sjúka en í Noregi er kerfið hrunið
og það tekur tíma að byggja það
upp aftur.
András Magnússon, doktor í skammdegisþunglyndi:
Veikir af Ijósleysi
Innan geðlæknisfræðinnar er
raunar ósætti um hvort telja eigi
skammdegisþunglyndi til sjúkdóma
og flestir geðlæknar vilja ekki flokka
það með hefðbundnari útgáfum af
þunglyndi. Sjúkdómurinn er skil-
greindur sem atorkuleysi á veturna
vegna skorts á sólarljósi. Það er hægt
að eyða einkennunum með Ijósameð-
ferð og hefur verið gert um árabil.
„Langflestir finna ekkert fyrir
skammdegisþunglyndi meðan aðrir
verða varir við að þeir eru ekki eins
framtakssamir í skammdeginu og á
sumrin. Hjá einstaka fólki verða
einkennin sjúkleg," segir Andrés og
þeir sem leggjast í rúmið verða að fá
hjálp.
Hjá verstu innidýrunum er al-
gengt að fyrstu einkennin komi
fram í nóvember og sjúkdómurinn
herjar þar til dag tekur að lengja að
ráði, í febrúar eða mars. Andrés
segir að aðrir nái að halda dampi
fram yfir jólin en leggist svo í rúm-
ið þegar grámi hversdagsins tekur
við í janúar.
Sykur í stað Ijóss
Sjúklingamir reyna oftast fyrst
að hressa sig við með sætindum og
sykurinn hefur áhrif skcimman tíma
í senn. Vandinn er hins vegar sá að
það vantar melankton í heilann og
til að framleiða það þarf sjúklingur-
inn ljós.
„Skammdegisþunglyndi er einn
fárra sjúkdóma þar sem lækningin
fannst áður en menn vissu um sjúk-
dóminn," segir Andrés um undur
þessarar veiki. Það var fyrir fimmt-
án árum að bandarískir geðlæknar
voru að reyna að stilla líkams-
klukku manna með ljósum. Nokkrir
þátttakendur í tilrauninni sögðust
vera miklu hressari og sprækari en
áður.
Þá var auglýst sérstaklega eftir
fólki sem taldi sig vera þunglynt í
skammdeginu og það hresstist líka
við ljósameðferðina. Og úr því að
lækningin var fundin hlaut sjúk-
dómurinn að vera til.
Skammdegishressir
Andrés segir að hann hafi fyrst
séð skrifað um sjúkdóminn árið
1984 meðan hann var við læknanám
heima á íslandi. Hann ákvað að
kynna sér málið betur undir leið-
sögn læriföður síns, Jóhanns Axels-
sonar prófessors. Báðir eru enn að
fást við sjúkdóminn, sem raunar
varð landsfrægur á íslandi árið 1988
eftir að Andrés byrjaði að bjóða
ljósameðferð fyrir skammdegis-
þunglynda landsmenn. Þá flutti DV
fyrstu fréttir af þessum nýfundna
sjúkdómi.
Um sama leyti kannaði Högni
Óskarsson geðlæknir tíðni sjúk-
dómsins á íslandi og niðurstaðan
kom á óvart. Islendingar virtust síð-
ur þjáðir af sjúkdómnum en annað
fólk á norðlægum slóöum.
Þetta varð til þess að Andrés og
Jóhann ákváðu að bera saman
skammdegisþunglyndi meðal Vest-
ur-íslendinga í Winnipeg í Kanada
og annarra íbúa borgarinnar. Nið-
urstaðan var á sama veg; fólk af ís-
lenskum uppruna þoldi skammdeg-
ið betur en aðrir.
Síðari rannsóknir benda allar í
sömu átt og nú er verið að skoða
málið enn frekar. Rannsóknir í
Norður-Noregi sýna aö þar eru hlut-
fallslega fleiri þjakaðir af skamm-
degisþunglyndi en á íslandi. Norska
rannsóknin nær þó aðeins til nema
í hjúkrunarfræðum við háskólann i
Tromsö en nú er verið að kanna
ástandið nánar.
Arfgengur sjúkdómur
Á Islandi eru innan við 4% þjóð-
arinnar með skammdegisþunglyndi.
Meðal hvítra manna á norðurslóð-
um í Ameríku er sjúkdómurinn tvö-
falt algengari. Enginn veit þó með
vissu hvort eskimóar fá skammdeg-
isþunglyndi og ekki heldur hvernig
ástandiö er meðal Sama í Norður-
Noregi. Samar í Norður-Finnlandi
eru hins vegar líkir íslendingum og
verjast skammdeginu vel.
„Ef það er rétt að sumar þjóðir á
norðurslóðum verjist skammdegis-
þunglyndinu betur en aðrar þá
bendir það til að sjúkdómurinn sé
arfgengur," segir Andrés en leggur
áherslu á að ennþá viti menn ekkert
um hvemig sjúkdómurinn erfist og
ekki heldur hvers vegna þessi mun-
ur sé milli þjóða. Þarna þarf meiri
rannsóknir.
„Við túlkum fjórar rannsóknir á
þann veg að skammdegisþunglyndið
sé fátíðara á íslandi en í öðmm
löndum. Þessu ætti að vera öfugt
farið og í Bandaríkjunum er
skammdegisþunglyndi því algeng-
ara sem norðar dregur," segir Andr-
és og nú verður að leita á náðir
óstaðfestra kenninga til að útskýra
muninn.
Kynbætur ráða mestu
Hvítir menn á norðurslóðum em
alltaf innflytjendur og íslendingar
hafa verið innflytjendur í sínu landi
í meira en þúsund ár. Þetta hefur
veriö erfiður tími lengst af, með
mannfelli af hungri, kulda og sótt-
um. Það er hugsanlegt að þeir sem
þjáðir vora af skammdegisþung-
lyndi hafi síður gifst en aðrir og ef
þeir giftust þá hafi þeir átt erfiðara
með að sjá afkomendum sínum far-
borða en aðrir. Náttúraval hafi
þannig smátt og smátt orðið til þess
að skammdegisþunglyndum fækk-
aði í hlutfalli við þá sem voru hress-
ir og kátir allan veturinn.
Núna er höfúðáhersla lögð á að
finna út hvernig frambyggjar á
norðurslóðum bregðast við skamm-
deginu. Andrés segir að rannsóknir
þar séu vandkvæðum bundnar
vegna þess að hvítir vísindamenn
njóta ekki mikils trausts. í Noregi
mistókst rannsókn á skemmdegis-
þunglyndi í Finnmörku af þessum
orsökum en nú er Jóhann Axelsson
að kanna ástandið meðal Eskimóa
eftir að hafa áunníð sér traust
þeirra.
„Útkastari"
Andrés segir að sér hafi þótt þetta
viðfangsefni spennandi frá fyrstu
„Ég var heima við afleysingar .
síðasta sumar og kynntist þessu af
eigin raun. Kjör læknanna eru (
miklu betri hér í Noregi en sjúk- (
lingarnir hafa orðið útundan," seg-
ir hann.
Læknisráð á fótunum
Andrés hefur búið í Noregi síð-
ustu fimm árin ásamt konu sinni,
Áslaugu Gunnarsdóttur lækni.
Bömin era nú orðin fjögur og Andr-
és segir að það sé „viðkvæmt mál“ '
hvort fjölskyldan sé á heimleið eða (
ekki. t
„Ég kann mjög vel við mig ’
héma,“ segir Andrés sem nú er að
byggja við einbýlishús fjölskyldunn-
ar á besta stað í Ósló. Og þegar Is-
lendingar eru spurðir um kosti þess
að búa í Noregi koma alltaf sömu
svörin. Fjölskylduvænt þjóðfélag,
minna stress, styttri vinnutími og
mildari veðrátta.
„Hér er gengið út frá því sem {
sjálfsögðum hlut að fjölskyldan (
verji tíma sínum saman. Á íslandi <
verða bömin oft eins konar afgangs- '
stærð í öllu stressinu," segir Andr-
és. Og í Ósló hefur aldrei hvesst svo
heitið geti. Andrés spilar tennis í
blíðunni á sumrin og fer á skíði á
vetrum. Skíðalöndin ná alveg upp
að dyrum á hverju húsi.
„Besta ráðið við skammdegisþung-
lyndi er að fara á skíði. Snjórinn
endurkastar ljósinu og áhrifm tvö- (
faldast," segir Andrés. Læknirinn <
mælir þvi með skíðum til að vinna
bug á bæði leti og skammdegisþung- 1
lyndi. Gísli Kristjánsson