Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Side 22
Honum fannst allt minna sig á
móður sína. Hana sem var honum
svo kær en hann hafði nú verið skil-
inn frá. Meira að segja nafnið hans.
Hann hét Christian en hún
Christine. En það hafði ekki hjálpað
honum að vera nátengdur henni, dá
hana og elska og vilja gera allt fyrir
hana sem hún bað um. í raun hafði
það haft þveröfug áhrif. Og það
gerði aðskilnaðinn enn óbærilegri.
Christian hafði hins vegar fátt
gott um foður sinn að segja. Og það
var ekki vandskilið, því hans þáttur
í því hvemig komið var hafði vegið
þungt. Reyndar ráðið úrslitum.
„Hann skammaði mig og bróður
minn að ástæðulausu," sagði Christ-
an um föðurinn, Peter Budt.
„Reyndar held ég að honum hafi
stundum ekki gengið annað til en
að sjá okkur gráta,“ sagði hann. „Og
þegar hann var fullur barði hann
mömmu. Við bræðumir vorum of
litlir til að geta hjálpað henni, og
reyndar líka of hræddir."
Á þennan veg vora frásagnir
Christians eftir að þeir atburðir
gerðust sem áttu eftir að valda
þáttaskilum í lifi hans, og reyndar
allrar íjölskyldunnar.
Skilnaður
Saga Budt-hjónanna spannaði
ijórtán ár þegar Christine gafst upp
og fór fram á skilnað. Þá var sem
heimur Christians hryndi saman.
Faðirinn, þá fjörutíu og sex ára,
fékk forræði yfír honum, fimmtán
ára gömlum, og það nýtti hann sér
til fulls.
„Faðir minn sagði að það væri
mín sök að til skilnaðarins kom,“
sagði Christian. „En hvað gat ég
gert að því þótt ég væri líkur
mömmu, bæði í útliti og hugsun? Ég
var bara svona. Og hvers vegna var
hann að sækjast eftir forræði yflr
mér ef stærsti gallinn við mig var
hve líkur ég var mömmu? Hann
hefði þá átt að vilja vera laus við
mig.“
Og það virtist nokkuð til í því
sem Christian sagði, þótt ef til vill
væri það ekki alveg eins og hann
hugsaði það. Verið gat að faðirinn
væri að láta soninn gjalda fyrir það ,
að móðir hans hafði farið fram á
skilnað. Hann var svo líkur henni.
Harka
„Hann sagði að mömmudrengir
eins og ég yrðu að fá hart uppeldi.
Þess vegna fékk ég skammir á næst-
um hverjum degi. Ég reyndi hins
vegar að gera mitt besta en það
dugði ekki til.“
Það var margt sem benti til að
þessi orð Christians ættu fyllilega
við rök að styðjast. Húsið sem aust-
urríska fjölskyldan hafði búið í var
í Stuhlfelden. Það var farið að láta á
sjá og þess vegna ákvað faðirinn að
gera á því allvíðtækar endurbætur.
En hann skorti fé til framkvæmd-
anna og þess vegna féllst Christian
ekki aðeins á að hjálpa honum held-
ur lagði jafnvirði sjö hundmð og
fimmtíu þúsund króna af sparifé
sínu til framkvæmdanna en hann
var um þær mundir að læra bakara-
iðn.
í staöinn fyrir fjárframlagið og
vinnuna skyldi hann fá inni á neðri
hæð hússins þar sem hann hugðist
stofna heimili með vinkonu sinni,
Heike. En faðirinn lét hann aldrei í
friði og var stöðugt að gera lítið úr
honum.
„Hann sagði að ég væri iðjuleys-
ingi og til einskis nýtur,“ sagði
Christian. „Og þannig var hann bú-
inn aö koma fram við mig um ára-
bil.“
ók siðan burt af bílastæðinu á mikl-
um hraða. Með honum var orðin til
áætlun um á hvern hátt hann
myndi koma fóður sínum fyrir katt-
arnef, ef hann v'æri þá enn á lífi.
Nokkuð frá Stuhlfelden rennur
áin Salzach. Þar eð vetur var er
þetta gerðist var ísrek á henni en
hún kom ofan úr fjöllum. Árvatnið
var því ískalt.
Enn rifist og svo farið
Og þannig lét Peter skammaryrð-
in dynja á syni sínum frammi fýrir
gestunum í veitingahúsinu. Að lok-
um var hávaðinn orðinn svo mikill
og illskan að gestgjaflnn sneri sér
að þeim feðgum og bað þá að ganga
á dyr.
Þeir sáust ganga út að bílastæð-
inu en þar bauðst Christian til að
aka fóður sínum heim.
„Ég læt þig ekki
aka mér neitt, aum-
inginn þinn, “svar-
aði Peter og sló til
sonar síns.
Að þvi sem nú
gerðist voru engin
vitni en ljóst er að á
þessari stundu
brast þolinmæði
Christians endan-
lega. Reiðin sem
hafði búið um sig
með honum um
langt árabil sagði
loks til sín á þann
hátt að hann missti
stjóm á sér. Hann
sló á móti en réðst
síðan á foður sinn
af öllu afli og tók að
sparka i hann. Og
hann hætti ekki að
sparka þótt hann
lægi meðvitundar- Christian Budt.
laus á jörðinni.
Hann hélt áfram að
láta spörkin dynja á honum og þar
á meðal nokkrum sinnum á höfði
hans.
Burt í bílnum
Er Christian hætti loks að sparka
virti hann illa leikinn og meðvit-
undarlausan föðurinn fyrir sér. En í
því æði sem runnið hafði á hann
fannst honum ekki nóg að gert.
Hann .skyldi losa sig við manninn
sem haföi gert honum lífið svona
leitt. Og það í eitt skipti fyrir öll.
Hann dró máttlausan líkamann, um
níutíu kílógrömm, að bílnum. Hann
opnaði síðan farangursgeymsluna
og tróð fóður sínum í hana.
Sveittur og móður settist Christi-
an undir stýri. Hann ræsti vélina og
Líkt og í leiðslu
Christian var margspm'ður um
það sem gerðist næsta hálftímann
eða svo en öll frásögn hans bar með
sér að hann heföi nánast verið í
leiðslu. Reiðin og hatrið sem braust
fram á bílastæðinu virðast hafa tek-
ið öll völd og honum gengið það eitt
til að Ijúka því ætlunarverki sem
þar var hafið.
Er að ánni kom opnaði Christian
farangurs-
geymsluna, dró
föður sinn út úr
henni og niður
á árbakkann.
Þar safnaði
hann kröftum í
mikið átak en
fleygði honum
síðan út í ána. í
nokkur augna-
blik stóð hann
og horfði á föð-
ur sinn berast
burt með
straumnum.
Hann heyrði
hann rekast á
einn eða tvo
steina i ánni en
svo hvarf hann
út í myrkrið.
Christian
settist inn í bíl-
inn og þar sat
hann um stund.
Hugsunin var að
skýrast og honum orðið ljóst að það
sem hann hafði gert yrði ekki aftur
tekið. Hann hafði drepið föður sinn.
Heim
Hægt og rólega ók Christian af
stað. Og hann hafði ekki ekið langt
þegar honum varð ljóst að aðeins
væri um eitt að ræða úr því sem
komið var. Hann yrði að gera hreint
fyrir sínum dyrum.
Heike, konan hans, var vakandi
þegar hann kom heim. Hann bað
hana að koma með sér fram í stofu
því hann þyrfti að segja henni dálít-
ið. Og þar gerði hann játningu sína
fyrir henni en hún hlustaði skelfd á.
Þau urðu sammála um að kalla á
lögregluna og þegar hún kom sagði
Christian sögu sína á ný. Hann var
færður i varðhald en tilraunir til að
finna lík Peters Budt þá nótt urðu
árangurslausar. Er birti vom fengn-
ir kafarar til að leita að því og ekki
leið á löngu þar til það fannst. Það
var fært til réttarlæknis sem komst
að þeirri niðurstöðu að fjögur rif-
bein hefðu brotnað, innri líffæri
skaddast og blætt inn á heila. Dán-
arorsökin hefði hins vegar verið
drukknun.
Fyrir rétt
Málið vakti mikla athygli í
Stuhlfelden og komst á siður blaða í
Austurríki, enda þykja fóðurmorð
ætíð sérstök.
Réttarsalurinn var þéttsetinn þeg-
ar Christian Budt var leiddur í
hann til að svara til saka en eins og
áður segir færði forsagan og fram-
koma hans honum veralega samúð.
Ljóst þótti að faðir hans heföi árum
saman farið illa með hann andlega
og líkamlega og meinað honum að
rækta sambandið við móður sina
sem var honum mjög kær. Þess var
því beðið með nokkurri eftirvænt-
ingu hvern dóm sakborningurinn
fengi.
Christian Budt fékk vægan dóm,
þriggja ára fangelsi, þar af tvö ár
skilorðsbundin.
Salzach-áin. Á innfelldu myndinni er Peter Budt.
Kvæntur
Er það gerðist sem olli straum-
hvörfunum í lífi fjölskyldunnar var
Christian orðinn tuttugu og sex ára
og kvæntur Heike sem hann hafði
þá eignast tvö börn með. Þeir sem
ekki þekktu til sambands hans og
föðurins töldu hann hamingjusam-
an ungan mann. Það var því ekki
fyrr en hann kom fyrir rétt að al-
menningi varð kunnugt um hvernig
hefði farið á með þeim feðgum. Þá
fékk Christian strax samúð flestra
sem með réttarhöldunum fylgdust.
Hann var snyrtilega klæddur, í blá-
um fötum, hvítri skyrtu og með silf-
urgrátt slifsi.
Forsagan var sú að kvöld eitt
höfðu þeir feðgar farið á veitinga-
hús. Tilefnið var aö ræða bréf sem
faðirinn hafði komist yflr en það
var frá móður Christians til hans.
Peter Budt hafði fundið það og það
var ljóst að hann þoldi ekki sam-
band sonarins og eiginkonunnar
fyrrverandi nú frekar en fyrri dag-
inn.
„Hvað er það sem tengir ykkur?“
spurði hann Christian.
„Mérjþykir vænt um
hana.
Það fór ekki fram hjá neinum
sem sátu á veitingahúsinu þessa
stund hvað til umræðu var því Pet-
er lá hátt rómur og leyndi ekki reiði
sinni. Reyndar sögðu sumir viö-
staddra síðar að hann hefði ábyggi-
lega slegið son sinn hefði hann ekki
verið á mannmörgum stað. En þess
í stað lét Peter sér nægja að úthúða
fyrrverandi eiginkonu sinni og
banna syni sínum, nú rúmlega hálf-
þrítugum, að hitta móður sína.
„Þú getur ekki leyft þér að banna
mér það,“ svaraði Christian.
Stuhlfelden.