Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Side 29
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
r
• Jt
helgarviðtalið
37
ið fer hann yfir ferilinn í stórum dráttum:
- Hvenær var það sem þú
ákvaðst að fara út í pólitík?
„Ég held að ég hafi aldrei ákveðið
það, það hafl verið svona óviljandi.
Þetta gerðist þegar hringt var í mig á
árinu 1974, við bjuggum þá í lítilli
íbúð að Lynghaga 20. Það var fulltrúi
kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins
vegna borgarstjórnarkosninganna
sem spurði hvort ég vildi fara í próf-
kjör fyrir flokkinn. Þorsteinn, sonur
minn, þá þriggja ára, var að hjóla
framhjá á þríhjólinu sínu. Það voru 5
mínútur eftir af framboðsfrestinum
og ég spurði hann hvort ég ætti að
fara í prófkjör. „Já, já,“ sagði hann
og ég sagði því „já“ í símann. Þar
með var ég kominn af stað.
Síðan lenti ég í 10. sæti í prófkjör-
inu og var svo sem ánægður með
það. Mál þróuðust þannig að tveir
læknar, Páll Gíslason og Úlfur Þórð-
arson, höfnuðu í 8. og 9. sæti. Kjör-
nefnd vildi ekki hafa tvo lækna sam-
an og fékk „þennan með hárið úr Há-
skólanum", eins og konan í kjör-
nefnd sagði og nefndi mig ekki einu
sinni á nafn, til að vera á milli þeirra
á listanum í 9. sætinu. Við höfðum 8
borgarfulltrúa áður og fengum 9 í
kosningunum. Ég var þar með orð-
inn borgarfulltrúi. Ég held að þessi
þriggja ára hefði nú átt að hugsa sig
betur um!“
„Strikaðu yfir
helvítið með hárið"
- Þú varst nú áður búinn að
vasast í stúdentapóltíkinni með
Vöku?
„Jú, reyndar var ég einn af for-
ystumönnum í Vöku og tapaði öllum
kosningum sem ég kom nálægt. Var
samfelldur „lúser“ á þeim árum og
hafði ágætt af því.
- Þannig að það hefur ekki ver-
ið hringt í þig út af þessari
reynslu?
„Það getur vel verið að menn hafi
viljað breikka listann. Ég hafði verið
í vinsælum útvarpsþætti með þeim
Matthildingum og það hefur líklega
skipt meginmáli. Ég man að ég var
uppi í Valhöll þegar síminn hringdi
einu sinni fyrir kosningar. Þá vorum
við borgarfulltrúarnir í þvi að svara.
Þá segir einhver maður: „Ég hafði
nú hugsað mér að kjósa listann því
mér líkar svo vel við Albert Guð-
mundsson. En ég er eiginlega hættur
við út af þessum með hárið.“ Ég
sagði við manninn: „Strikaðu bara
yflr helvítið með hárið.“ „Ég geri
það,“ sagði hann um hæl og vissi
greinilega ekki við hvern hann var
að tala. Hárið mitt var vandamál á
þessum árum. Það óx alltaf upp í loft-
ið þegar ég var að reyna að safna því
niður eins og aðrir.“
- Þinn bakgrunnur er talsvert
frábrugðinn þeim sem margir aðr-
ir forystumenn í stjórnmálum
hafa átt. Telurðu að þetta hafi
haft áhrif á þinn feril?
„Ég hugsa að minn frami sé að
sumu leyti óvenjulegur. Nú veit ég
ekki hvernig mál hefðu þróast ef
Sjálfstæðisflokkur hefði t.d. ekki
misst meirihlutann árið 1978. Þá er
sennilegt að Birgir ísleifur hefði
engu að síður hætt árið 1980 og þá
hefði Ólafur B. Thors væntanlega
tekið við sem borgarstjóri. Hann var
búinn að vera lengi í borgarstjórn og
virðulegri og eldri maður heldur en
ég. Hins vegar lentum við i minni-
hluta og ég var strax „aggresífur" í
stjómarandstöðu. Hópurinn var orð-
inn innstilltur á að ég gæti sennilega
unnið borgina aftur. Það að Sjálf-
stæðisflokkurinn tapaði borginni
1978 var mér pólitískt til góðs með
þessum hætti. Svona eru örlögin nú
undarleg og pólitíkin óút-
reiknanleg."
Sumir muna
ekkert
Afmælisbarnið ásamt eiginkonu, Ástríöi Thorarensen, og heimilishundinum Tanna, tveim-
ur helstu ráögjöfum sínum.
- Hefurðu á þessum
tíma komist að því
hvernig uppskrift að
góðum stjórnmála-
manni eigi að vera?
„Ég held að það sé ekki
til nein ein uppskrift, eins
og það eru til margar upp-
skriftir að góðum kökum.
Menn þurfa að hafa eitt til
að bera, meginhugsjónin
þarf að vera klár. Ekki
endilega að vera þrælles-
inn í einhverjum pólitísk-
um kenningum. Auðvitað
er gott að einhver sé það
en meginlínan þarf að
vera klár. Sumir þekktir
stjórnmálamenn hér á
landi, sem ég vil ekki
nefna á nafn, muna ekk-
ert hvað þeir sögðu í
fyrradag eða hvað þeir
sögðu fyrir 2 árum. Ég
segi fyrir mig að ef ein-
hver kemur og segir að ég
hafi sagt þetta fyrir 2 ár-
um þá man ég það
kannski ekki frá orði til orðs. En ég
veit út frá mínum meginlífsskoðun-
um hvort það sé líklegt að ég hafi
sagt það eða ekki.“
- Áttu þér einhverja uppáhalds
andstæðinga i stjórnmálum, ein-
hverja sem hefur verið gaman að
„í borgarstjórninni líkaði mér
alltaf vel við Sigurjón Pétursson.
Hann gat verið ansi harðsnúinn og
fylginn sér. Á móti kom að hann var,
eins og það heitir, veikur fyrir stað-
reyndum. Ef staðreyndir voru ein-
hverjar þá átti hann mjög erfitt með
að ganga gegn þeim líkt og sumir
stjórnmálamenn gera vandræða-
laust. Hann gat auðvitað lamið á
manni - eins og hann átti að gera
auðvitað. Mér líkaði vel við hann
sem andstæðing. Harðsnúinn og fylg-
inn sér en jafnframt prinsippmaður.
Mér líkar það vel.“
- En á þingi, einhverjir and-
stæðingar sem hafa heillað þig
þar?
„Ég er nú ekki búinn að vera það
lengi á þingi að flestir eru þar enn þá
sem ég vil ekki vera að gefa ein-
hverja einkunn. Jón Baldvin var
minn samherji í fjögur ár, sem var
langur tími, og siðan hafði hann sig
lítið í frammi sem andstæðingur. En
hann gat út af fyrir sig verið hættu-
legur andstæðingur, ekki síst Sjálf-
stæðisflokknum, þvf hann talaði
mjög frá hægri. Kom hægra megin
að flokknum sem var svolítið erfitt.
Ungt fólk, sem var hallt undir okkur,
var líka dálitið veikt fyrir Jóni.
Hann virkaði á það sem frjálslyndur
íhaldsmaður á köflum. Það er mun
þægilegra núna að lifa í andrúms-
lofti þar sem verið er að tala um að
sameina allt til vinstri. Það er kjörið
andrúmsloft fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn.“
- Nú átt-
uð þið Ólaf-
ur Ragnar
oft hörð
orðaskipti á
þingi. Hann
kemst ekki
í hóp uppá-
haldsand-
stæðinga?
„Nú gegn-
ir Ólafur
embætti for-
seta og það
myndi ekki
passa fyrir
mig sem for-
sætisráð-
herra að
rifja upp
sennur okk-
ar í milli. Þær eru þekktar. Við tók-
umst auðvitað á en það er ekki við
hæfi að ég fari að gefa honum ein-
hverja einkunn núna. Á hinn bóginn
er það svo að okkar samstarf í þeim
embættum sem við gegnum er með
miklum ágætum. Við látum fomar
væringar ekki hafa nein áhrif þar á.
Ég er mjög ánægður með það. Ég
ætla ekki að tala fyrir hans hönd en
ég þykist vita að sama máli gegni um
hann.“
- í gegnum tíðina hefur þú starf-
að með fjölda fólks. Hvemig fólk
er það sem þér líkar best að um-
gangast?
„Bjartsýnt fólk og baráttuglatt.
Það hentar mínum karakter. Hvort
sem menn standa frammi fyrir erfið-
leikum eða hinu. Að þeir líti á erfið-
leikana sem skemmtilega ögrun og
kunni að taka gleði þegar vel gengur.
Sumir era þannig að þeir fara alltaf
í baklás þegar vel gengur. Eru sann-
færðir um að þá hljóti allt að fara í
steik fyrst eitthvað gekk upp. Sumir
segja að þetta séu þjóðareinkenni ís-
lendinga. Síðan eru aðrir sem lypp-
ast niður ef á móti blæs.“
Langlokur pirra mann
- Hvað er það í fari fólks sem
beinlínis fer í taugarnar á þér?
„Það er ekki margt sem pirrar
mann. Langlokur um lítið fara þó í
taugarnar á mér. Þegar menn flytja
langar ræður um einhverja sjálf-
sagða hluti. Þá get ég orðið óþolin-
móður. Svo ég tali nú ekki um þegar
menn flytja sömu ræðuna aftur og
aftur. Sumir gera þetta af góðu,
meina ekkert illt með þessu, en þetta
er afskaplega hvimleitt og þreytandi.
Menn sem taka málum ekki með
opnum huga heldur með opnum
munni.“
- Ef við víkjum aftur að fjöl-
skyldunni og frúnni. Samband
ykkar Ástríðar er sterkt og náið.
Ráðfærir þú þig t.d. við hana þeg-
ar taka þarf pólitískar ákvarðan-
ir?
„í vissum þáttum geri ég það. Hins
vegar forðast ég að ræða mikið um
pólitík heima hjá mér. Við ræðum
aðra hluti þar, eins og t.d. um sam-
eiginleg áhugamál; trjárækt, menn-
ingarmál, bridge, og það sem snýr að
fjölskyldunni. Þegar einhverjar
ákvarðanir liggja fyrir ber ég þær
undir hana en geri hana aldrei
ábyrga.
Þegar ég ákvað að gefa út bókina
fyrir jólin bar ég það undir atkvæði
á heimilinu. Það var samþykkt með
einu atkvæði gegn tveimur aö gefa
hana út. Ég vann talninguna, taldi
mitt atkvæði þrefalt!"
- Ástríður slær aldrei á puttana
á þér?
„Jú, hún gerir það iðulega. Bæði
þegar hún biður mig að taka mér
hvíld, sendir mig hingað einan á
Þingvelli eða með hundinum, og eins
þegar hún telur mig of digran. Þá
minnir hún mig á gildi þess að ganga
hægt um matargleöinnar dyr. Þið sá-
uð líka hvað ég fór varlega í tertuna!
Hún styður vel við bakið á mér en
hefur aldrei sagt mér að gera nú
endilega þetta og hitt.“
Sjá framhald á
næstu síðu.
kljast við?
Þingvallaprestur og fyrrum útvarpsstjóri, séra Heimir
Steinsson, heilsaöi upp á Davíö og var aö sjálfsögöu boöin
afmælisterta.
DV-myndir GVA
h