Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Qupperneq 43
DV LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
tilkynningar «
Björk meðal 100 bestu:
Debut selst í
3 milljónum
DV, Akranesi:_________________________
í nýjasta hefti hins virta breska
tónlistartímarits, Q, er greint frá
niðurstöðum skoðunarkönnunar
tímaritsins sem staðið hefur yfir í
nokkurn tíma á 100 bestu geisla-
diskum allra tima.
Þar kemur í ljós að Debut, fyrsti
sólódiskur Bjarkar eftir Sykurmol-
ana, er í 74. sæti af þeim 100 geisla-
diskum sem lesendur tímaritsins
völdu sem 100 bestu allra tíma. Nýj-
asta plata hljómsveitarinnar Radio-
head, OK Computer, lenti í fyrsta
sæti. Elsti diskurinn er frá 1965 en
sá nýjasti frá síðasta ári. Nýleg verk
eru í meirihluta á listanum. Þar eru
öll stærstu nöfn rokksögunnar, svo
sem Elvis, Bob Dylan, David Bowie,
Led Zeppelin, Bítlamir og Rolling
Stones.
Debut komst i þriðja sæti á
breska topp 20-listanum og hefur
samkvæmt blaöinu selst í 624.000
eintökum í Bretlandi og í 3 milljón-
um um allan heim. Blaðið segir í
umsögn sinni um Debut að þetta sé
ekki fyrsta sólóverk Bjarkar en sá
diskur sem varð til þess að hún
varð fræg um allan heim.
Á honum kemur í ljós að hún er
miklu meira en bara heillandi og
sérvitur. Söngkona sem kom með
nýjungar í poppinu, hljóð og form
sem ekki sé hægt að gagnrýna, tón-
list sem heillaði heiminn.
-DVÓ
Mikil ólga er meðal starfsmanna Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði vegna
einhliða ákvörðunar framkvæmdastjórnar um breytt vinnufyrirkomulag.
Starfsmenn sjúkrahússins á ísafirði hættir eða á förum:
Sparnaður nær ekki
upp fyrir gólflista
- segir Pátur Sigurðsson, forseti ASV
„Við höfum skrifað samninga-
nefnd ríkisins bréf þar sem við
heimtum skýringar hjá þeim. Við
teljum þetta vera algjört brot á þeim
samningi sem við erum búnir að
gera og þeim væntingum sem menn
töldu sig undirrita. Með því að
sætta sig við lág laun þá gerðu
menn ekki ráð fyrir að það yrði
ffamhaldið að fólk yrði pínt til að
taka á sig tvöfóld störf,“ segir Pétur
Sigurðsson, forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða, um þær deilur
sem eru milli starfsfólks og yflr-
stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á
fsafirði vegna breytinga sem sjúkra-
hússtjórnin gerði á vinnufyrir-
komulagi. Deilumar hafa leitt til
þess að starfsfólk í ræstingum er
þegar hætt störfum og starfsmenn í
eldhúsi ætla að ganga út við fyrsta
tækifæri.
„Þessi spamaður nær ekki upp
fyrir gólflista því að þama er byrjaö
á ræstingarfólkinu. Helmingurinn
af þeim sparnaði sem áætlað er að
ná í ár er tekinn af átta mönnum.
Við fömm með þetta mál eins langt
og hægt er. Við vitum auðvitað að
það er ekki ákvæði í samningum
um hvaö má leggja á fólk en það
vinnuálag sem starfsmenn hafa
búið við undanfarin ár er það sem
skrifað var undir í nýja kjarasamn-
ingnum í júlí,“ segir Pétur.
Hann segir að málið einkennist af
ómannúðlegri meðferð á starfsfólki
sem í áratugi hefur starfað við góð-
an orðstír á sjúkrahúsinu.
„Síðan er aðferðin sú að leggja
ffam nýtt vinnuplan þar sem fækk-
að er um 2,5 stöðugildi. Starfsfólki
sem ekki vill una þessu er bara sagt
upp og bent á að það geti sótt um
þessi nýju störf. Sá framburður
framkvæmdastjórans að rætt hafi
verið við starfsfólk um þetta er bara
haugalygi. Þetta mál einkennist af
siðleysi miðað við gerða kjarasamn-
inga,“ segir Pétur. -rt
Mótorhjóli stolið
Mótorhjóli af gerðinni Honda CR 250 árgerð 1996. Þeir sem geta gefið upplýs-
var stolið úr kjallara í húsi við Berg- ingar um hjólið eru vinsamlegast beðn-
þórugötu aðfaranótt sunnudags sl. ir að láta lögregluna í Reykjavík vita.
Hjólið er hvítt með rauðum brettum,
ÍMARK
Félag íslensks markaðsfólks
ÍMARK, í samráði við Samband ís-
lenskra auglýsingastofa, efnir nú í
tólfta sinn til samkeppni um athygl-
isverðustu auglýsingu ársins. Sam-
keppnin er öllum opin er stunda
gerð og/eða dreifingu auglýsinga.
Tekið verður á móti innsendingum
á skrifstofu ÍMARK í Skeifunni lla
dagana 15.-16. janúar og 19.-20. jan-
úar kl. 13-16.
Fálag eldri borgara
Félagsvist verður í Risinu kl. 14
sunnudag, allir velkomnir. Dansað
verður svo í Goðheimum, Sóltúni 3,
kl. 20 sama kvöld. Námskeið í fram-
sögn hefst í Risinu 2. febrúar nk.
Leiðbeinandi er Bjarni Ingvarsson.
Skrásetning á skrifstofu félagsins s.
552 8812.
Félagsvist í Gerðubergi
Mánudaginn 19. janúar eru
vinnustofur opnar frá kl. 9-16.30, frá
hádegi verður spilasalur opinn og
þar verða spiluð vist og bridge. Há-
degishressing og veitingar í teríu.
Rússnesk kvikmynd
Sunnudaginn 18. janúar kl. 15
verður rússneska kvikmyndin
„Mexíkaninn" sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð í
Moskvu árið 1955 og er byggð á
einni af skáldsögum bandaríska rit-
höfundarins Jacks London. Aðgang-
ur er ókeypis og öllum heimill.
Breiðfirðingafélagið
Félagsvist verður spiluð sunnu-
daginn 18. janúar kl. 14 í Breiðfirð-
ingabúð, Faxafeni 14. Kaffiveiting-
ar. Allir velkomnir.
Viltu styrkja stöðu þína ?
Námið er 260 kennslustunda skipulagt starfsnám og er
sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Nemendur
útskrifast sem tölvu- og rekstrartæknar að námi loknu.
Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta
þekkingu á tölvunotkun, bókhaldi, tölvubókhaldi og rekstri.
Námið hentar þeim sem vilja :
Q Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum
0 Annast bókhald fyrirtækja
0 Öðiast hagnýta tölvuþekkingu
Q Auka sérþekkingu sína
0 Starfa sjálfstætt
Umsagnir nemenda um namio:
Var byrjandi á tölvur, vinn nú í tölvuumhverfi“
Frábært nám og frábær kennsla“
Tölvu- og rekstrarnámið gerði mérkleift að skipta um starf
Ég sýndi lokaverkefnið mitt í viðtalinu og fékk vinnuna“
Sé um bókhald í fyrirtækinu, gat það ekki áður“
HH
Boðið er upp á morgun- og kvöldtíma.
Sveigjanleg greiðslukjör.
*
RAFIÐNAÐARSKOLINN
Skeifan 11 b • Sími 568 5010