Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Page 46
54
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
lil hamingju með afmælið 17. janúar
95 ára
Anna Hansen, Kleppsvegi 64, Reykjavík.
85 ára
Ingibjörg L. Þorsteinsdóttir, Kleppsvegi, Hrafnistu, Reykja- vík.
75 ára
Guðbrandur Loftsson, Hveravík, Drangsnesi. Svavar Pálsson, Árbraut 19, Blönduósi. Valdimar Hjartarson, Gullsmára 11, Kópavogi.
70 ára
Axel Guðjónsson, Munaðarhóli 9, Hellissandi. Guðmundur Einar Sveins- son, Furugrund 42, Akranesi. Halldóra Hjálmarsdóttir, Gnoðarvogi 36, Reykjavik. Svandís Jónsdóttir, Selsstöðum, Seyðisfirði. Svanhvít Hannesdóttir, Brávöllum III, Egilsstööum.
60 ára
Hjalti Guðmundsson, Bæ, Finnbogastöðum. Louis, V. Pétursson, Þórsmörk 6, Selfossi. Sævar Bjömsson, Engjasmára 9, Kópavogi.
50 ára
Borghildur Stefánsdóttir, Klettahrauni 17, Hafnarfirði. Borghildur tekur á móti gest- um í Skútunni að Hólshrauni 3 í Hafnarfirði í dag milli kl. 14 og 17. Dóra S. Bjamadóttir, Berugötu 14, Borgamesi. Guðný Alfreðsdóttir, Blikahjalla 2, Kópavogi. Hjördís Ingólfsdóttir, Skólavörðustíg 17, Reykjavík. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Laugalæk 14, Reykjavík. Jóhann Kristján Ragnars- son, Höfðavegi 3, Vestmannaeyjum. Jónína Friðfinnsdóttir, Oddeyrargötu 15, Akureyri. Kristján Þór Jónsson, Karfavogi 31, Reykjavík. Lilja D. Michelsen, Ofanleiti 19, Reykjavík. Magnús Rúnar Dalberg, Nesbala 106, Seltjarnarnesi. Már Jónsson, Birtingakvísl 11, Reykjavík. Ragnar Óskarsson, Hrauntúni 22, Vestmannaeyj- um. Reynir Einarsson, Sunnubraut 10, Garði. Sigurður Högni Hauksson, Vestmannabraut 6, Vest- mannaeyjum. Vilmundur Árnason, Álfaskeiði 104, Hafnarfirði. Þórey Ketilsdóttir, Lönguhlíð 9a, Akureyri.
40 ára
Jón Smári Jónsson, Skeiði, Svarfaöardalshreppi. Jón Þórður Andrésson, Suðurengi 24, Selfossi. Kristinn Reynisson, Melabraut 32, Seltjarnamesi. Kristófer Helgi Pálsson, Hólavatni, Austur-Landeyja- hreppi. Sæunn Sigríður Jóhanns- dóttir, Ólafsvegi 30, Ólafsfirði.
Davíð Oddsson
Davíð Oddsson forsætisráðherra,
Lynghaga 5, Reykjavík, er fimmtug-
ur í dag.
Starfsferil!
Davíð fæddist í Reykjavík og ólst
upp á Selfossi og í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR 1970 og
embættisprófi í lögfræði við HÍ1976.
Davíð var leikhúsritari LR
1970-72, þingfréttaritari Morgun-
blaðsins 1973-74, starfsmaður Al-
menna bókafélagsins 1975-76, skrif-
stofustjóri Sjúkrasamlags Reykja-
víkur 1976-78 og framkvæmdastjóri
þess 1978-82. Hann var borgarstjóri
í Reykjavík 1982-91 og hefur verið
forsætisráðherra frá 1991.
Davíð var Inspector scholae í MR
1969-70, sat í stjórn Stúdentafélags
HÍ 1970-73 og formaður þess 1973, í
stjóm SUS 1973-75, í stjóm Varð-
bergs 1973-77, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík 1974-91,
sat í borgarráði Reykjavíkur
1980-91 og formaður þess 1982-91,
sat í umferðarnefnd Reykjavíkur
1974-78, í stjórn Kjarvalsstaða
1974-82 og varaformaður þar
1974-78, í Æskulýðsráði Reykjavik-
ur 1974-82, í stjórn Vinnuskóla
Reykjavíkur 1974-82, í veiði- og
fiskiræktarráði Reykjavíkur 1974-82
og varaformaður þess 1974-78.
Davið sat í stjóm Almenna bóka-
félagsins 1975-89, í byggingarnefnd
Borgarleikhúss 1975-79 og 1982-92
og varaformaður 1975-79 og formað-
ur 1982-92. Hann sat í samninga-
nefnd
Trygginga-
stofnunar
fréttir
ríkisins 1976-81, var for-
maður framkvæmda-
stjómar Listahátíðar í
Reykjavík 1976-78,
Framkvæmdaráði
Reykjavíkur 1978-80, í
flokksráði Sjálfstæðis-
flokksins frá 1979, og í
miðstjórn flokksins frá
1979, formaður nefndar
vegna 200 ára afmælis
Reykjavíkur, formaður
almannavarnanefndar
Reykjavíkur 1982-91, for-
maður stjómar Lífeyris-
sjóðs starfsmanna Reykjavikurborg-
ar 1982-91, í stjórn Landsvirkjunar
1983-91, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins 1989-91 og formaður
flokksins frá 1991.
Eftir Davíð liggja nokkur ritverk.
Fyrst er að nefna handrit að út-
varpsþáttunum Útvarp Matthildur
sem hann samdi ásamt Hrafni
Gunnlaugssyni og Þórami Eldjám.
Þættirnir voru á dagskrá Ríkisút-
varpsins á ámnum 1968-75. Hann
hefur samið tvö leikrit. Annars veg-
ar Ég vil auðga mitt land, sem hann
samdi ásamt þeim Matthildingum
og Þjóðleikhúsið sýndi leikárið
1974- 75, og hins vegar íslendinga-
spjöll sem hann og Hrafn sömdu og
Leikfélag Reykjavíkur sýndi
1975- 76. Þrjú sjónvarpsleikrit liggja
eftir hann, þ.e. Róbert Elíasson
kemur heim frá útlöndum (1977),
Kusk á hvítflibbann (1981) og Allt
gott (1991). Svo var það núna í ný-
liðnu jólabókaflóði að Davíð sendi
frá sér smásagnasafnið Nokkrir
góðir dagar án Guðnýjar.
Fjölskylda
Davíð kvæntist 5.9. 1970
Ástríði Þorsteinsdóttur
Thorarensen, f. 20.10. 1951,
B.Sc. i hjúkrunarfræði.
Hún er dóttir Þorsteins
Skúlasonar Thorarensen,
f. 12.5. 1917, d. 11.1. 1997,
borgarfógeta í Reykjavík,
og k.h., Unu Hansdóttur
Thorarensen, f. Petersen,
f. 11.3. 1921, d. 2.10. 1987,
húsfreyju.
Sonur Davíðs og Ástríð-
ar er Þorsteinn, f. 12.11. 1971, laga-
nemi við HÍ.
Systkini Davíðs, samfeðra, eru
Ólafur, f. 13.5. 1943, menntaskóla-
kennari í Reykjavík, kvæntur Hall-
dóm Ingvadóttur; Haraldur, f. 15.4.
1951, d. 24.1. 1972; Lillý Valgerður, f.
27.6. 1952, ritari starfsmannastjóra
Reykjavíkurborgar, gift Ingimar Jó-
hannssyni fískifræðingi; Runólfur, f.
29.6. 1956, verslunarmaður í Reykja-
vík; Vala Agnes, f. 24.4. 1965, skrif-
stofumaður í Reykjavík.
Systkini Davíðs, sammæðra, em
Björn Snorrason, f. 26.11.1946, mjólk-
urfræðingur í Reykjavík; Logi Gunn-
arsson, f. 1.11. 1963, heimspekingur,
búsettur í Þýskalandi.
Foreldrar Davíðs; Oddur Ólafsson,
f. 11.5. 1914, d. 4.1. 1977, læknir i
Reykjavík, og Ingibjörg Kristín Lúð-
víksdóttir, f. 28.4. 1922, fyrrv. banka-
fulltrúi í Reykjavik.
í tilefni afmælisins er opið hús í
Perlunni í dag á milli kl. 16 og 18. í
kvöld býður Davíð til einka-
samkvæmis í Perlunni.
Davíð Oddsson.
Vetrarólympíuleikarnir i Naganó:
Átta keppendur frá íslandi
Búið er að ákveða hverjir keppa
fyrir hönd íslands á vetrarólympíu-
leikunum í Naganó í Japan sem hefi-
ast í næsta mánuði. Að tillögu Skíða-
sambands Islands samþykkti íþrótta-
og ólympíusambandið að senda eftir-
farandi keppendur á leikana;
Arnór Gunnarsson, ísafirði, Brynja
Þorsteinsdóttir, Akureyri, Haukur
Arnórsson, Reykjavík, Jóhann Hauk-
ur Hafstein, Reykjavík, Kristinn
Björnsson, Ólafsfirði, Sigríður Þor-
láksdóttir, ísafirði, Sveinn Brynjólfs-
son, Dalvik og Theodóra Mathiesen,
Reykjavík.
Á blaðamannafundi sem íþrótta- og
ólympíusambandið hélt í gær kom
fram að kostnaður við þátttökuna er
17 milljónir króna. Stefán Konráðs-
son, framkvæmdastjóri ÍÓ, sagði að
vel gengi að safna peningum vegna
þátttökunnar sem kæmu meðal ann-
ars frá Alþingi, afreksmannasjóði, Al-
þjóða ólympiunefndinni og styrktar-
aðilum og sagði Stefán að engar skuld-
Búningar þeir sem keppendur koma
til með að nota. DV-mynd BG
ir ættu að hvíla á íþrótta- og ólympíu-
sambandinu vegna þátttökunnar.
„Þátttaka þessa fólks á fullan rétt á
sér. Allt þetta fólk hefur lagt hart að
sér og náð lágmörkum fyrir leikana
og það ætti að verða þeim enn meiri
hvatning að fá að keppa á ólympíu-
leikum. Við viljum breyta hugarfar-
inu og ekki einblína bara á að þetta
fólk eigi að komast á verðlaunapall
heldur að leggja upp með það að ís-
lendingar sendi frambærilega þátttak-
endur sem verði landi og þjóð til
sóma,“ sagði Ellert og hann staðfesti
að ákveðin stefnubreyting hvað varð-
ar val á keppendum á ólympíuleika
hefði átt sér stað.
„Við viljum gefa þeim íþróttamönn-
um sem hafa náð lágmörkum tæki-
færi til að keppa á stórmótum sem
þessum. Hingað til hefur verið lagt
upp með það að ná ákveðnum árangri
sem er að lenda í kringum miðjan hóp
en nú er tilgangurinn fyrst og fremst
sá að gefa krökkunum tækifæri tO að
áskotnast reynslu sem nýtast mun
þeim í framtíðinni," sagði Ellert.
-GH
Samgöngunefnd Alþingis:
Vissum ekki hverjir borguðu
- segir Einar K. Guðfinnsson
Boð samgöngunefndar til Brussel
kom frá samgönguráðuneyti og sam-
gönguráðherra. Einar K. Guðfinns-
son, formaður nefndarinnar, segir
þingmenn ekki hafa vitað að Lands-
síminn og íslandspóstur hefðu greitt
fararkostnað fyrr en eftir að heim var
komið. Einar tekur þó fram að hann
telji ekkert óeðlilegt við það fyrir-
komulag.
„Þessi ferð var farin á forsendum
stjórnsýslunnar. Samgöngunefnd var
að kynna sér lög, tilskipanir og gerðir
á Evrópska efnahagssvæðinu, og ég sé
ekki að það skerði á nokkurn hátt til-
gang ferðarinnar hvernig var greitt
fyrir hana,“ segir Einar. „Boðið kom
frá ráðuneytinu, en ekki frá íslands-
pósti. Mér finnst þetta ys og þys út af
litlu tilefni."
Einar segist þó geta fallist á að Al-
þingi gæti , sjálft efnt til ferða sem
þessara þar sem löggjafanum veittist
tækifæri til að kynna sér þær reglu-
gerðir sem settar væru úti í Brussel,
og því ferli sem þar ætti sér stað.
„Þessi ferð var farin í þeim tilgangi
að fræða samgöngunefnd Alþingis og
starfsmenn Landssíma og íslands-
pósts um það starf sem unnið er í
Brussel og þær ákvarðanir sem tekn-
ar eru í EES. Það er mjög mikilvægt
fyrir okkur að fá að heyra og sjá það
nýjasta sem er að gerast á sviði fjar-
skipta og póstsamgangna með þessum
hætti. Það er ekkert athugavert við
það að þessi fyrirtæki, Landssíminn
og íslandspóstur hf., greiði-ferðir sem
þessar,“ segir Guðmundur Björnsson,
forstjóri Landssímans. „Ég tel það
ekki óeðlilegt gagnvart hugsanlegum
samkeppnisaðilum okkar að við tök-
um þátt i kostnaði slíkra ferða, því
það er öllum í greininni fyrir bestu að
löggjafinn sé vel upplýstur um þessi
mál.“
Guðmundur segir að samgöngu-
ráðuneytið hafi skipulagt ferðina, og
haft samband við fyrirtækin um að
styrkja hana með þessum hætti. Ekki
náðist í Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra út af þessu máli. Hins vegar
gerir Póstmannafélag íslands alvar-
legar athugasemdir við þátt íslands-
pósts í kostnaði Brusselferðar sam-
göngunefndar. í yfirlýsingu frá félag-
inu segir að mikill niðurskurður hafi
verið innan póstþjónustunnar allt sið-
astliðið ár og félagsmenn eigi því
erfitt með að sýna skilning á slíkum
fjárútlátum. Auk þess sé i hæsta máta
óeðlilegt að fyrirtækið leggi fjármagn
til ferðar nefndar sem á að vera að-
halds- og eftirlitsaðili með starfsemi
fyrirtækisins.
-Sól.
Til hamingju með
afmælið 18. janúar
80 ára
Sigríður’ Amlaugsdóttir,
Öldugötu 25, Reykjavík.
75 ára
Dóra Magnúsdóttir,
Nökkvavogi 12, Reykjavík.
Hjálmtýr Jónsson,
Kirkjuvegi lb, Keflavík.
Hólmsteinn Valdimarsson,
Kirkjubraut 25, Akranesi.
70 ára
Tryggvi Ámason,
Álfabrekku 13, Kópavogi.
60 ára
Edda G. Óskarsdóttir,
Víðivangi 10, Hafnarfirði.
Sigrún Sigurðardóttir,
Kambsvegi 32, Reykjavík.
50 ára
Anna Björgvinsdóttir,
Ásenda 11, Reykjavík.
Anna S. Carlsdóttir,
Eyjabakka 1, Reykjavík.
Eiríkur Helgason,
Skarðshlíð 33e, Akureyri.
Hera Kristín Hermannsdótt-
ir,
Árholti 10, Húsavík.
Jóna Guðmundsdóttir,
Móaflöt 51, Garðabæ.
Sigurbjöm R. Helgason,
Breiðvangi 12, Hafnarfirði.
40 ára
Ásdís Leifsdóttir,
Staðarbakka 18, Reykjavík.
Ebeneser Aðalsteinn Jóns-
son,
Nesvegi 11, Súðavík.
Hafdís Magnúsdóttir,
Túngötu 11, Vestmannaeyjum.
Ingi Bjarnar Guðmundsson,
Krókabyggð 26, Mosfellsbæ.
Magnús Marel Garðarsson,
Háaleiti 9, Keflavík.
Magnús Rúnar Erlingsson,
Hlíðarhjalla 16, Kópavogi.
Stefán Steinsson,
Hellisbraut 16, Reykhóla-
hreppi.
Sævar Skaptason,
Birkigrund 70, Kópavogi.