Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Qupperneq 21
UV LAUGARDAGUR 14. MARS 1998
21
H//í
strýkur kviðinn og segist meira að
segja hafa fitnað.
Aldrei bakslag
Aðspurð hvort erfitt hafi verið
að trúa því að þetta gengi svo vel
sem raun hefur orðið segir Kolbrún
að á meðan á lyfjameðferðinni stóð
hafi hún hugsað í hverri skoðun að
ef útkoman yrði slæm myndu þau
bara takast á við það. Þau séu hins
vegar þakklát fyrir að ekkert
bakslag hafi komið allan tímann og
þess vegna séu þau svo bjartsýn.
Staðreyndin sé engu að síður sú að
meinið sé ólæknandi. Læknamir
bakki ekki með það.
Egill segir konu sína hafa fylgt
sér í gegnum allt ferlið. Hún hafi
alltaf komið með hon-
um til Reykjavíkur og
verið honum ómetan-
leg stoð. Hann segir
samband þeirra hjóna
hafa verið mjög gott
áður en hann veiktist
og það hafi ekkert
breyst. Þau eru þakk-
lát fyrir þá íbúð sem
þau leigja af Krabba-
meinsfélaginu á Rauð-
arárstígnum. Þar hafi
þau allt til alls og geti
því notið þess að vera
saman eins og fjöl-
skylda. Þessar íbúðir
séu ómetanlegar krabbameinsveiku
fólki sem þarf að koma utan af
landi. Álagið sé nóg þótt ekki þurfi
það að búa inni á vinum og ættingj-
um. Þama hafi þau húsnæði alger-
lega út af fyrir sig og reyni að hafa
heimilislífið eins eðlilegt og frekast
er unnt. Bömin em að vísu í skóla
á Akureyri.
Lán að ég tryggði mig
„Við heyrum í þeim daglega og
fáum klögur frá þeim á víxl, rétt
eins og við værum heima. Við fór-
um svo norður um hverja helgi og
þau hafa komið til okkar hingað á
Rauðarárstiginn," segir Egill.
Ferðirnar til borgarinnar em
orðnar fjölmargar og fólk vinnur
ekki við þessar aðstæður. Hvemig
er hægt að halda þetta út fjárhags-
lega?
„Ástæðan fyrir þvi að við erum
ekki í mjög vondum málum fjár-
hagslega er sú að ég var slysa- og
sjúkratryggður. Ég myndi ekki vilja
hugsa þá hugsun til enda ef ég hefði
ekki verið tryggður þvi þeir fjár-
munir sem ég hef fengið þar hafa al-
gerlega haldið okkur uppi. Það sem
kemur frá Tryggingastofnun em
smápeningar sem skipta litlu máli.
Konan borgar farmiðann sinn sjálf í
fluginu en ég fæ hann greiddan frá
Tryggingastofnun. Það fyndna í
þessu er þó að ég þarf að borga þús-
und krónur af hverjum miða og
þeim er alveg sama hvernig miða ég
kaupi, hvort ég kaupi dýrasta far-
gjaldið á um 14 þúsund krónur eða
það ódýrasta sem er um helmingi
ódýrara."
Egill er ekki sáttur
við samskipti sín við
Tryggingastofium.
Hann segir að í
Reykjavík sé þetta svo
mikið bákn að starfs-
fólkinu virðist finnast
það vera hlutverk
sjúklinganna að kom-
ast að því hverju þeir
eigi rétt á. Geri þeir
það ekki sé það þeirra
sjálfra mál. Á Akur-
eyri hafi hann mætt
öðru viðmóti. Þar hcifi
honum verið sagt
hvað honum bæri og hvað hann
ætti að fá. Þessi munur á milli staða
finnst honum óeðlilegur.
Bænin hjálpar
„Ég hef alla tíö verið trúaður og
finn mikinn styrk í bæninni. Vinir
og ættingjar hafa beðið fyrir mér og
það finnst mér gott. Ég er ekki í
nokkrum vafa um að góðri heilsu
minni í dag geti ég þakkað það að
ég hef getað leitað til guðs,“ segir
Egill Stefánsson, sem reiknar með
að ljúka geislameðferð í bili eftir
þrjár vikur. Hvað þá tekur við seg-
ir hann tímann verða að leiða í ljós
en með bjartsýnina, baráttuþrekið,
umhyggju fjölskyldunnar og trúna á
guð að vopni er vonandi að hann
nái að sigrast á óvini sínum. -sv
(
Lærdómnum verður að halda áfram þrátt fyrir allt og mamman segist vera
strangur kennari.
ir. Því miður eru þær bara fjórar og
því þurfti t.a.m. að vísa 30 manns
frá á síðasta ári.
Börnin sakna vinanna
„Mér hefði reynst þetta miklu erf-
iðara ef ég hefði ekki getað haft
bömin með mér og þau er sátt við
að vera hvar sem er, svo fremi ég sé
með.“
Jóhanna segir að bömin fái send
verkefni úr skólanum í Eyjum og
hún láti þau læra. Þrátt fyrir fjar-
vem á hún ekki von á að börnin
muni dragast aftur úr þótt þau þurfi
að dvelja þessar vikur í Reykjavík
meðan mamma er í geislunum. Og
mamman viðurkennir að líklega sé
hún frekar strangur kennari.
„Börnin sakna vitaskuld vina
sinna að heiman en þau hafa félags-
skap hvort af öðru. Þau em dugleg í
náminu og síðan reynum við að
gera eitthvað saman, fara í laugam-
ar eða slíkt.“
Jóhanna segir að fræðsla um
krabbamein skipti mestu máli að
sínu mati. Henni hafi t.d. verið mjög
mikilvægt að fá að hitta konur sem
höfðu fengið sams konar krabba-
mein og sjá hversu vel þeim famað-
ist þrátt fyrir það.
„Mér var mjög fljótt sagt hversu
miklar líkur væm á því að að ég
fengi bata. Ég er þreytt eftir geisl-
ana en að öðra leyti er ég mjög
hress. Ég hef mikla ánægju af lífinu
og mér hefur lærst að maður á að
lifa á meðan maður lifir, hversu
lengi sem það er, og njóta þess,“ seg-
ir Jóhanna Finnbogadóttir og brosir
breitt.
-sv
49.900)
’ 59r3W,-s,s
NSX-AV65
■
Þessum
hljómtækjum
fylgja
5 hátalarar
3-Diska geislaspilari • Magnari 15-1-15 W RMS • SUPER T-BASSI • Hægt er að
tengja myndbandstæki við stæðuna • Fyrirfram forritaður tónjafnari með ROCK-
POP-JAZZ • Al leiðsögukerfi með Ijósum • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka,
timer og svefnrofi • Tengi fyrir aukabassahátalara (Super Woofer) • Tvöfalt
segulband Fjarstýring • Segulvarðir hátalarar.
LÆKKUN
lOOOt-
3-Diska geislaspilari • DOLBY PRO-LOGIG Surround magnari 40+40 W RMS
á framhátalara, 25 W RMS á miðjuhátalara, 25 W RMS á bakhátalara • 5 hátalarar
fylgja • SUPER T-BASSI (3ja þrepa) • Hægt er að tengja myndbandstæki við
stæðuna • KARAOKE hljóðkerfi með DIGITAL ECHO og sjálfvirkum radddeyfi
Hægt er að tengja 2 hljóðnema við stæðuna • Fyrirfram forritaður tónjafnari með
ROCK-POP-CLASSIC • Nýr fjöllita skjár • Al ieiðsögukerfi meö Ijósum
32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi • Tengi fyrir aukabassahátalara
(Super Woofer) • Jvöfalt auto reverse segulband • Fullkomin fjarstýring fyrir
allar aðgerðir • D.S.P. „Digital signal processor" fullkomið surround hljómkerfi
sem líkir eftir Disco-Hall-Live • Segulvarðir hátalarar.
1998 hljomtaekin fra aiwa cru kraftmikil,
hljómsóð og nýstárleg í útliti. Tækin eru
k hlaðin öllum tækninýjungum sem
§1 völ er á. Komiö og kynnist
i hljómtækjum í algjörum
sérflokki.
38 •Sími 5531133
www.xnet.is/rb
biíim
Í,LlT: ReýKíávik: Heimskririglán Krihgluhni - HafnarfjSraur: Rafbúö Skúla -'GriridáVfkí HStölriöÉlþJöhOífta'
Guðmundar - Keflavík: Sónar - Akranes: Hljómsýrmorgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga - Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga
Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur: Skagfirðingabúð - Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar
Bolungarvik: Vélvirkinn - ísafjörður: Ljónið / Frummynd - Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Tölvutæki Bókval - Húsavík: Ómur
Vopnafjörður: Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind - Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður: Rafvirkinn - Seyðisfjörður:
Turnbræður - Höfn: Rafeindaþjónusta BB - Hella: Gilsá - Selfoss: Radíórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradló
3-Diska geislaspilan • Magnari 45+45 W RMS • SUPER T-BASSI (3ja þrepa)
Hægt er að tengja myndbandstækr við stæðuna • KARAOKE hljóðkerfi með
sjálfvirkum radddeyfi • Hægt er að tengja hljóðnema við stæðuna • Fyrirfram
forritaður tónjafnari með ROCK-POP-CLASSIC • Nýr fjöllita skjár
Al loiðsögukerfi meö Ijósum • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og
svefnrofi • Tengi fyrir aukabassahátalara (Super Woofer) • Tvöfalt auto reverse
segulband • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir • Segulvarðir hátalarar.