Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Side 22
22
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998
jfþróttir
Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason lœt-
ur mjög vel að veru sinni hjá enska stórliðinu
Liverpool. Haukur Ingi gekk í raöir liðsins
skömmu eftir síðustu áramót og skrifaði hann
undir þriggja og hálfs árs samning við liðið.
Það vissu allir að það tœki einhvern tímafyrir
þennan 19 ára gamla leikmann, en bráðefni-
lega, að sanna sig og festa sig í sessi hjá einu
besta liði Bretlandseyja. Fyrstu mánuðirnir
lofa að minnsta kosti góðu í þeim efnum.
Haukur Ingi er metnaðarfullur og ákveðinn í
að standa sig vel á Anfield Road
á sig sem einhverjar súperstjömur
sem eru eitthvað ööruvísi."
- Finnst þér að þú hafir tekið
framförum og styrkst llkamlega
eftir að þú fórst utan?
„Já, ég er á því og ekki hvað síst
líkamlegi þátturinn. Leikurinn hér
er miklu hraðari og maöur er kom-
inn í bakiö um leiö og maður fær
boltann. í dag er ég reiöubúnari að
höndla það eins og mörg önnur smá-
atriði. Það er ekki hægt annað en að
taka framfórum þegar maður er að
æfa með góðum knattspymumönn-
um. Undir þannig kringumstæöum
hlýtur manni að fara fram.“
- Hvað segja menn almennt um
árangur liðsins á þessu tímabili?
Varla eru menn sáttir.
„Liðiö datt út úr deildarbikar- og
bikarkeppninni en þrátt fyrir það er
engin neúcvæöni í hópnum eða neitt
þannig. Svo virðist sem leikmenn
ætli bara aö gera betur næst og
ljúka tímabilinu með sæmd. Það er
jákvætt að mannskapurinn sé ekki
að svekkja sig á því sem liðiö er
heldur líta þess í stað björtum aug-
um til framtíöarinnar.“
- Eru fyrirsjáanlegar miklar
breytingar á liöinu fyrir næsta
tímabil?
„Ég veit það ekki en þó er nokk-
uð líklegt að Patrick Berger yfirgefi
herbúöir liðsins. Það er einnig
spuming hvort David James veröi
áfram. Ég hef þá trú að annar hvor
þeirra fari. Ég held svona í fljóti
bragöi að breytingar á liðinu verði
ekki umtalsverðar."
- Hver heldur þú að verði lík-
legur arftaki Roy Evans í
stóli knattspymustjóra?
„Það er alltaf veriö aö
nefna einhver nöfn í
þessu sambandi og í
síðustu viku nefhdu
menn til sögunnar
Frakka nokkurn. Ég
veit ekki hver
I
veröur niðurstaðan í þessu máli. Ef
liðiö næði t.d. ööra sæti í deildinni
verður Roy Evans kannski bara
áfram. Það er rosaleg pressa á hon-
um frá almenningi og stuðnings-
mönnum."
Roy Evans er alveg
toppnáungi
Evans er alveg toppnáungi og
góður karl og innst inni langar
mann ekkert til að hann fari. Bent
hefur veriö á að hann sé ekki nógu
harður en málið er að hann er góð-
hjartaður karl.“
- Þú telur kannski allt stefha 1
það að Manchester Unlted hreppi
titilinn?
„Ég hef trú á því enda gríöarlega
sterkt liö þar á ferð. Þaö getur vel
verið að meistaradeildin eigi eftir
að há þeim eitthvaö en liðiö leggur
einnig þunga áherslu á árangur í
þeirri keppni. Samt sem áöur held
ég að United hafi þetta. Liðið á eftir
aö tapa fleiri leikjum í deildinni
sem getur oröiö til þess aö spenna
skapist á lokasprettinum."
- Ertu kominn í þá vinnu sem
þig dreymdi alltaf um?
„Mig dreymdi þessa stöðu oft.
Þetta er samt ofsalega harður
heimur, bæði líkamlega og andlega
og ekki síst þegar á móti blæs. Ég
hef aldrei lent í henni sjálfur en
sjálfsagt á eftir aö koma tímabil þar
sem hlutimir ganga ekki upp hjá
mér. Ég vildi ekki skipta um at-
vinnu í dag. Þetta er í einu oröi sagt
meiri háttar lifsreynsla."
- Það hlýtur einnig að
vera draumur þinn
aö leika meö
A-landsliði ís-
lands?
„Auðvitað er það takmark. Ég
ætla að standa mig hér og vonandi
kemur að því að ég verði valinn í
A-landsliöið. Ég myndi koma heim
ef kallið kæmi og ábyggilega yröi
þaö frábær stund. Þaö var alltaf
draumur þegar ég var yngri og sá
landsliösmennina hlýöa á þjóösöng-
inn aö einhvern tímann stæði ég í
sömu sporum."
- Hvemig var fyrir þig að koma
inn í breska menningu, hefur það
gengið vel?
„Það hefur orðið seinkun á því að
ég fengi mitt eigiö húsnæði en von-
ir standa til að það geti oröiö að
veruleika núna á allra næstu dög-
um. Síöan ég kom út hef ég verið
með herbergi hjá fjölskyldu. Það var
gott að byrja þannig en með því
komst ég fyrr inn í umhverfið og
var fljótur aö kynnast fólki. Það má
því segja að mér hafi gengið vel að
komast inn í breska menningu en
það verður gott að fá sitt eigið hús-
næöi.“
Kemstvonandi
í frí til íslands
„Ég er aö gera mér vonir um að
komast í stutt frí til íslands í næstu
viku en hún er frátekin fyrir enska
landsliðið og liggur því keppni niöri
af þeim sökum. Ég er aö gera mér
vonir um að fá nokkurra daga frí og
komast þannig til íslands. Kærasta
mín er í skóla á íslandi en hún hef-
ur heimsótt mig einu sinni og kem-
ur líklega síðan aftur um páskana,"
sagði Haukur Ingi Guðnason í viö-
talinu við DV.
-JKS
r«.
Haukur Ingi segir lífið á Anfleld Road helmilislegt. Hann segist vera kominn I draumavinnuna og íhenni ætlar hann
aö standa sig. Hann segir enn fremur ab stórstjörnur liösins á borö viö Robbie Fowler og Steve McManaman l(ti ekkl
stórt á sig og þeir séu einfaldlega venjulegar persónur.
„Ég verð að viöurkenna aö þetta
hefur gengið framar vonum. Þegar
ég hélt utan til Liverpool var mark-
miö mitt að komast i leikmanna-
hópinn eftir 1-2 ár. í dag er ég bú-
inn að fá búning og fá að leika.
Þetta er því alveg frábært í mínum
huga. Það var alls ekki raunhæft aö
gera sér vonir um þetta því barátt-
an hér er geysilega mikil," sagði
Haukur Ingi eftir æfingu liösins á
fimmtudag.
- Þú hefur verið að leika með
varaliðinu fram til þessa og það
er að sjá aö þar hefur þú verið að
leika vel.
„Mér hefur gengið vel með vara-
liðinu, verið aö skora og leggja upp
mörk. Þeir hata verið ánægðir með
mig. Við verðum að hafa í huga að
þetta er alltaf spurning um heppni
og hún hefur verið með mér til
þessa. Mér líður vel hjá Liverpool,
allir vinalegir og passaö er upp á
það aö manni líði vel.“
- Hvemig hefur liðið komið þér
fyrir sjónir? Þetta hlýtur að vera
stórt og mikið fyrirtæki?
„Jú, þaö er rétt en samt er um-
hverfið mjög heimilislegt. Manni
líður bara alveg eins og heima hjá
sér og aðstandendur liðsins sjá til
þess að öllum líði vel.“
-Hvemig líður venju-
legur dagur hjá þér?
„Æfingarnar byrja alltaf
klukkan hálfellefu alla
morgna. Leikmenn þurfa
samt alltaf að vera komnir á
æflngasvæðið korter fyrir
tíu. Æfingin stendur til tólf
og einstaka sinnum eru
lyfti- og sprettæfingar eftir
hádegiö. Allur mannskapur-
inn æfir saman en þegar
nálgast í leik era 16 leik-
menn teknir út til frekari
imdirbúnings. Menn fara
ekki heim til sín á milli æf-
inga heldur borða saman i
mötuneyti sem er á svæð-
inu.“
- Þú hefur ekki enn ver-
ið í leikmannahópi fyrir
deildar- eða bikarleik?
„Ekki enn þá en ég lék
hins vegar með aðalliðinu
gegn Glasgow Rangers á
dögunum. Mér var sagt að
vera tilbúinn fyrir leikinn
gegn Bolton um síðustu
helgi. Redknapp og fleiri
leikmenn vora vafasamir
vegna meiðsla en þegar á
reyndi var ég ekki valinn í
hópinn. Ef koma upp
meiðsli aftur á ég fastlega
von á því að vera á bekknum í
einhveijum leik á þessu tímabili."
- Það hlýtur að hafa verið
meiri háttar upplifun fyrir þig að
taka þátt í leiknum gegn Rang-
ers?
„Það var í einu orði sagt frábært.
Það var smá munur á því aö leika
heima í Keflavík frammi fyrir
nokkrum hundruöum áhorfenda
eða á Ibrox þar sem yfir 50 þúsund
manns fylgdust með.“
Kominn með
hlaupasting eftirtvær
mínutur
Ég kom inn á þegar tuttugu mín-
útur voru eftir af leiknum,
og þvilík upplifun! Ég var
kominn með hlaupasting |
eftir tvær mínútur," segir i
Haukur Ingi og skellihlær.
„Þetta var frábær
reynsla. Ef ég fæ tæki-
færið aftur veit mað-
ur alveg við hverju
maöur á að búast.“
- Nú varst þ
búinn að horfa
á þessar
stjörnur í
sjónvarpi.
Hvemig
var svo
tilfinn-
ingin að
vera allt
í einu í
návígi við
þær?
„Þetta eru
allt samanfíriir
náungar. Ég man
aö þegar ég kom á fyrstu æfinguna
fannst mér ótrúlegt að vera kominn
á æfingu með leikmönnum á borö
við Robbie Fowler og Steve
McManaman. Núna finnst mér þeir
vera ósköp venjulegar persónur.
Þeir era bara venjulegir og ekkert
merkilegri en hver annar. Þessir
strákar era ekki með neina stjömu-
stæla, heldur mannlegir og líta ekki
Markmiðið var að
komast í hópinn eftir
1-2 ár
Af því sem sjá hefiir mátt á
prenti til þessa um Hauk Inga má
ljóst vera að hann er að vinna vel og
hefur framganga hans hjá varaliö-
Haukur Ingl Guönason klæddist búningi
Liverpool þegar Ijóst varð aö hann gengi f
raöir „rauöa hersins". Hann skrifaöi sföan
undir þriggja og háifs árs samning.
inu vakið athygli. Þar hefur Haukur
Ingi verið að skora nokkur mörk og
margir vilja meina að þess verði
ekki lengi að bíða að hann fái að
spreyta sig með aöalliðinu. Hann
lék aö vísu með aöalliðinu á
dögunum þegar það lék ágóðaleik
sem haldinn var fyrir Walter Smith,
knattspymustjóra Glasgow Rang-
ers, en hann lætur af störfum hjá
liðinu í vor.
Það var mikil lífsreynsia fyrir
Hauk Inga að verða þátttakandi í
þessum leik en rúmlega 50 þúsund
áhorfendur troöfylltu Ibrox í Glas-
gow.
DV átti í vikunni viðtal við Hauk
Inga og lá beinast við að spyrja
hann hvernig honum líkaöi lífið
innan um stórstjömumar á Anfield
Road?
Meiri háttar
lífsreynsla
- segir Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason hjá enska stórliðinu Liverpool