Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 JÖV 26 I%Hglingar Herranótt sýnir Vorið kallar eftir Frank Wedekind: Herranótt, leikfélag Menntaskól- ans í Reykjavík, sýnir um þessar mundir leikritiö Vorið kallar eftir Frank Wedekind, í leikstjóm Hilm- ars Jónssonar. Uppfærslan heppn- aðist mjög vel og segir Silja Aðal- steinsdóttir m.a. í leikdómi í DV: „Þau þrjú sem bera sýninguna uppi eiga sérstakt hrós skilið, Þorsteinn B. Friðriksson (Melkíor), Hulda Dögg Proppé (Wendla) og Jóhannes Benediktsson (Morits)“. Undirritað- ur mælti sér mót við þau í leikmynd Finns Arnars Arnarsonar síðasta fimmtudag. Það var leikstjórinn sem stakk upp á því að sýna Vorið kallar. „Þetta verk fannst honum passa, bæði út af málefnunum, það er ver- ið að tala um ungt fólk, þægilegum fjölda fólks og svo er þetta skemmti- legt verk. Og úr varð skemmtileg þeim vandamálum sem allt ungt fólk í dag er að glíma við og var líka þá. Mál i sambandi við kynhvötina, kynlíf og að vakna til lífsins. Þá mátti ekki tala um það,“ sagði Þor- steinn og Huida Dögg bætti við: „Nú má hins vegar tala um það og þess vegna á verkið vel við núna. Þess vegna var þetta verk svona framúr- stefnulegt á sínum tíma“. Verkið hefur mjög fyndna spretti en undirtónninn er alvarlegur. Ör- lög Wendlu og Morits eru dauði en Melkíor lifir. „Þau deyja bæði, ég vinn,“ sagði Þorsteinn og hló. Þau telja að leikararnir passi vel í hlut- verkin en að þau sjálf myndu breyta öðruvísi en persónumair sem þau leika. „Ég fila Wendlu alveg, það er ekki það. Samt myndi ég aldrei taka eins á málum og hún,“ sagði Hulda Dögg. Hulda Dögg og Þorsteinn í hlutverkum sínum sem Wendla og Melkíor. DV-mynd Pjetur sýning, þannig að við getum ekki kvartað," sagði Þorsteinn þegar spurt var af hverju þetta verk hefði verið valið. Sumir þeirra sem séð hafa sýninguna segja að svo virðist sem ungt fólk hafl ekkert breyst á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því verkið var samið. Þremenn- ingarnir tóku að nokkru leyti undir það. „Þegar verkið var samið var það mjög framúrstefnulegt og tók á Ífn hliðin it ------------------- Þorsteinn og Hulda Dögg segja að leikhúsið freisti þeirra og Hulda stefnir jafhvel á leiklistarnám. „Maður fer í prufur, það er pottþétt. En maður veit ekki hvort maður kemst inn,“ sagði hún en Jóhannes sagði það af og frá að leiklistin freistaði hans. „Er það ekki alveg hræðilegt, ömurlegur vinnutími, lé- leg laun?“ sagði hann og hristi hausinn. Það eru engir aukvisar sem standa að sýningunni með Herra- 100 ara gamalt verk Wedekinds tekur að mati leikaranna á þeim vandamálum sem ungt fólk í dag er að fást viö. Þor- steinn Baldur Friðriksson, Hulda Dögg Þroppé og Jóhannes Zoéga Benediktsson leika aðalhlutverkin í sýningu Herranætur á Voriö kallar. DV-mynd Sveinn nótt. Hilmar Jónsson leikstjóri, Margrét Örnólfsdóttir tónlistar- Það má því segja að Hafnarfjarðar- Finnur Arnar leikmyndahönnuður, stjóri hafa öll verið meira og minna leikhúsið hafi tímabundið flust til Kjartan Þórisson ljósahönnuður og viðriðin Hafnai-fjarðarleikhúsið. Reykjavikur. -sm Rapparinn Ragna Kjartansdóttir í Subterranean: Leiðinlegast að vera veik „Viðtökumar sem við höfum fengið eru miklu betri en við þorðum nokkum tímann að vona. Þetta er búinn að vera virkilega skemmtilegur tími og verðlaunin auðvitað ánægjuleg," segir söngkonan í rappsveitinni Subterranean, Ragna Kjartansdóttir (Cell 7 heitir hún öðru nafni), sem var kosin bjart- asta vonin á íslensku tónlistarverðlaunun- um 1998. Því miöur gat sveitin ekki verið viðstödd afhendinguna vegna spilamennsku sama kvöldið. Ragna er íslendingur í aðra ættina en Fil- ippseyingur í hina, fædd og uppalin í Kópa- vogi. Flutti reyndar í vesturbæ Reykjavíkur 6 ára en kom aftur „heim“ í Kópavog áður en hún lauk skyldunámi. Nú stundar hún nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hefur sungiö með Subterranean alveg frá því sveitin var stofnuð fyrir einu og hálfu ári síöan. Fullt nafn: Ragna Kjartansdóttir. Fæðingardagur og ár: 10. júní 1980. Maki: Árni Kristinn Gunnarsson. Böm: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Er í hljómsveit og á öðru ári í MH. Laun: Mismunandi. Hefur þú unnið í happdrætti eöa lottói? Nei, aldrei. Hvaö finnst þér skemmtilegast að gera? Spila í hljómsveitinni, vera með kærasta og vinum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Læra undir próf og liggja veik heima. Uppáhaldsmatur: Pitsa með pepperoni og sveppum. Uppáhaldsdrykkur: Enginn sérstakur. Hvaða íþróttamaöur stendur fremstur í dag? Ég fylgist svo lítið með íþróttum að mér dettur enginn í hug. Uppáhaldstímarit: Hipp Hopp Connection. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Ef ég nefndi einhverja þá yrðu svo margir móðgaðir. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórninni? Ég er gjörsamlega ópólitísk. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Rapparann Canibus. Uppáhaldsleikari: Lawrence Tate. Uppáhaldsleikkona: Jada Pickett, Uppáhaldssöngvari: Canibus. Uppáhaldsstjómmálamaður: Enginn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield (Grettir). Uppáhaldssjónvarpsefni: MTV Raps og Base á sömu stöð. Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Pizza 67. Hvaða bók langar þig mest til að Mér dettur engin í hug að svo stöddu. Hver útvarpsrásanna finnst ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Robbi Kranik X inu. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú á? MTV. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það svo margir að ég vil ekki nefna neinn einn. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Þeir em allir svo of- boðslega leiðinlegir. Uppáhaldsfélag í íþrótt- um: KR Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíð- inni? Að komast klakk- laust í gegnum lifið og ná góðum ferli með hljómsveitinni. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég ætla tO útlanda og fara á marga tónleika. Læra svolítið af öðrum áður en við verðum frægari! eru Subterranean var kjörin bjartasta vonin í poppinu á íslensku tón- listarverölaununum 1998 og hér er Ragna stolt meB verBlauna- gripinn sem hún fékk. DV-mynd Hilmar Þór mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.