Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 27
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 27 im - Jómundur Ólason, bóndi á Skarðshömrum í Borgarfirði, tekst á við líf án hægri handar Jómundur Ólason á Skarðs- hömrum í Norðurárdal varð fyrir hrikalegu slysi þann 17. september síðastliðinn. Hann lenti með hægri handlegg í rullubindivél með þeim afleiðingum að hann missti hand- legginn nánast við öxl. Hann bjargaði lííi sínu með því aö brjóta handlegginn af svo hann færi ekki allur inn í vélina. Jómundur er nú kominn með gervihandlegg og tekst á ný við bústörfm með konu sinni, Þórdísi Mjöll Reynisdóttur. Vilhjálmur Guðjónsson, stoð- tækjasmiður hjá Össuri hf., segir að Jómundur sé einstakur. Það sé mjög algengt að fólk, sem missir útlim, lendi í miklum geðlægðum en Jómundur hafi staðið allt af sér, hann sé ótrúlega jákvæður og bjartsýnn og það fleyti fólki yfir- leitt mjög langt. Það má því segja Stoðtækjasmiðir Össurar hf. segja að bjartsýni og jákvæðni Jomundar sé aðdáunarverð og það fleyti honum langt. DV-mynd E.ÓI. að það hafi verið andleg hæð yfir Borgarfirðinum það sem af er vetri. í janúar fékk Jómundur gervi- handlegg. Hann gerir honum kleift að halda um símtól, stýripinna og þess háttar. Fyrir hálfum mánuði fékk hann síðan kló á handlegginn sem gerir honum kleift að stýra dráttarvél og taka upp hluti. Klónni stýrir Jómundur með axla- hreyfingum og er hann nú þegar, eftir aðeins tvær vikur, farinn að geta beitt henni sér til gagns. Kló- in er hönnuð af manni sem sjálfur missti handlegg og var mjög óá- nægður með þann gervihandlegg sem hann fékk. Jómundur er með verki í hand- leggsstubbnum en sagði að þeir vendust. Viihjálmur sagði að það væri mjög algengt að fólk fengi „draugaverki" eftir að hafa misst útlimi. í viðtali við DV í október sagöi Jó- mundur meðal annars: „Ég nenni bara ekki að hugsa um þetta, er að hugsa um allt annað - framtíðina." DV-mynd Brynjar Gauti Jómundur er með gervihandlegg sem gerir honum kleift aö leysa af hendi mörg þeirra starfa sem hann sinnti áður. Þaö er samt enginn hægöarleikur. DV-mynd E.ÓI. Jómundur segir að ekki sé auð- velt að stunda búskapinn eftir slysið. Hann segist geta notað klóna við mjaltir en hann vilji ekki taka þá áhættu því kýmar gætu stigið á gervihandlegginn eða sparkað í hann og þá væri handleggsstubburinn í hættu. „Það er alltaf þetta stóra EF...“ sagði Jómundur. -sm N«* FráL’ORÉAL. Nýi hármaskarinn sem Htar hárið nákvæmlega þar sem þú vilt. IHÍA: IIRÍMI AISICiAIRÍAi L’ORÉAL býður nú upp á nýjan hármaskara sem er auðveldur í notkun, með góðum bursta og fljótandi áferð. Nú geturðu sett ögrandi liti í hárið og þvegið þá síðan úr í næsta þvotti. Hármaskararnir fást í átta litum, sem taka sig vel út í hárinu þínu. L'ORÉAL PARiS - því þú átt það skilið. •fi- á dag alla ævi! ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.