Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 34
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 -f 34 ffielgarviðtalið j-' hjélgarviðtalið 47v' K!i§S „Hún fyllir að vissu leyti það tómarúm sem varð við fráfall Svönu. Okkur er þó alveg ljóst að hún kem- ur ekki í staðinn og minning Svönu systur hennar lifir alltaf með okkur. Þetta er yndislegur sólargeisli inn í líf okkar og það er óhætt að segja að í tvennum skilningi höfum við eign- ast nýtt líf þar sem við fluttum í nýtt hús í janúar,“ segir Ragna. Þau segjast hafa tekið sameigin- lega á sorginni og þannig náð að vinna úr tilfinningum sínum. „Við höfum talað mikið saman og þetta hefur fært fjölskylduna saman. Það er ekki hægt að segja að við séum trúað fólk í hefðbundnum skilningi en við erum mjög kirkju- rækin. í tómstundum okkar höfum við sungið í kirkjukórum og það gef- ur okkur mikið. Við vorum í kórn- um heima á Flateyri og hér fyrir sunnan syngjum við með kór Óháða safnaðarins. Þá syngjum við einnig með Snæfellingakórnum," segja þau. Börnin send burt Þau hjónin segja að þrátt fyrir að vera flutt frá Flateyri hvarfli ekki að þeim eitt andartak að halda því fram að þeim hafi liðið illa fyrir vestan. Ástæður þeirra fyrir flutningnum hafi einfaldlega snúist um þá ógnar- atburði sem urðu. „Við ræddum seinustu árin okkar í milli um þetta los sem var á fólki á landsbyggðinni. Við gerðum í því að horfa á þá kosti sem eru samfara því að búa á stað eins og Flateyri en forðuðumst að einblína á galla þess að búa þar. Þannig stunduðum við mikið gönguskíði og keyptum okkur snjósleða. Á sumrin stunduðum við sjóstangaveiði og veiddum okkur þannig til matar. Vandi dreifbýlisins er sá að fólk blindast af ljóma höfuð- borgarinnar og sér ekki þá kosti sem eru allt í kringum það,“ segir Eirík- ur. Tálsýn Eiríkur er fæddur á Flateyri og bjó þar allt þar til þau fluttu suður haustið 1995. Ragna er aftur á móti fædd í Reykjavík og ólst upp í Berg- staðastræti þar sem hún bjó þar til leiðir hennar og Eiríks lágu saman fyrir vestan. Hún segist hafa verið orðin jafnmikill Flateyringur og hann ef ekki meiri. Hún bendir á að landsbyggðarfólk sé of upptekið af meintum kostum þéttbýlisins á suð- vesturhorni landsins. Hennar reynsla sé sú að allt það sem fólk sér í hillingum svo sem leikhús, veit- ingastaðir og mikið framboð af alls kyns menningu sé oftar en ekki tál- sýn, allt eins til þess fallin að fólk flytji á röngum forsendum. „Þann tíma sem við höfum búið á höfuðborgarsvæðinu höfum við að- eins farið nokkrum sinnum í leik- hús. Árin sem við bjuggum á Flat- eyri vorum við þátttakendur í flestu sem þar gerðist á menningarsviðinu. Þarna var öflugt leikfélag starfandi og auðvitað mætti maður á allar upp- ákomur, annaðhvort sem þátttak- andi eða áhorfandi. Þá fórum við reglulega til Reykjavíkur gagngert í þeim tilgangi að njóta þess sem borg- in hafði uppá að bjóða í menningu og skemmtunum. Niðurstaðan var því sú að við nutum þess besta sem uppá var boðið bæði heima og í borginni. Það eru alltof margir sem láta glepjast af því sem er í boði annars staðar og sjá ekki skóginn fyrir trjám,“ segir Ragna. Svana Eiríksdóttir fyrir framan heimili unnnar viö Unnarstíg á Flateyri. Franskar aðferðir Eiríkur bætir við að vandi lands- byggðarinnar snúist að miklu leyti um fiskveiðistjórnun og það ranglæti sem felst í kvótakerfmu. Þannig eigi almenningur í sjávarplássum ekkert tilkall til fiskistofnana og örfáir aðil- ar ráði ferðinni og fari með forræði yfir fiskimiðunum. Þetta ástand megi fyrst og fremst rekja til stjóm- málamanna á borð við Halldór Ás- grímsson sem lagt hafi ofurkapp á að koma á og viðhalda kvótakerfinu. „Fólk á ekki að sætta sig við að láta skera sig niður við trog undir formerkjum hagræðingar. Ragna hef- ur stundum bent á að fólk þurfi að taka upp aðferðir franskra bænda og sjómanna og berja á stjómvöldum til að þau láti af þessum óhæfuverkum gagnvart almenningi." „Trúlega er eina ráðið að beita hörku í því að koma stjómvöldum í skilning um að þau geti ekki vegið að afkomu byggðanna og lífsafkomu fólksins sem þar býr. Það er ekki \ hægt að ráðast á útgerðarmenn sem vinna einfaldlega eftir þeim reglum sem settar eru. Það ríkir algjört skilningsleysi stjómvalda á ástæðum þess að fólk flýr landsbyggðina. Þetta snýst ekki um skort á þjónustu eða lélegar samgöngur þetta snýst um að það þarf að vera næg atvinna og fólk þarf að eiga möguleika á að þéna vel. Við höfðum á Flateyri alla þá þjónustu sem við þurftum en vandinn þar er nú sam- dráttur í atvinnu. Ég sé sem fyrstu viðbrögð að krókaveiðar verði gefn- ar frjálsar og þannig fái fólk að nýta þá kosti sem fylgja nálægð við gjöful fiskimið," segir Eiríkur. Þau segja að visst ranglæti sé fólgið í þvi að landsbyggðarfólk þurfi að senda börn sín á unglingsaldri að fjolskyld- heiman til mennta. Þau hafi rætt það árin áður en snjóflóðið féll að hugs- anlega yrðu þau að flytja til að geta verið áfram í samvistum við börn sin sem komin voru á þann aldur að sækja framhaldsskóla. „Það er ekki ásættanlegt að þurfa að senda börnin sin í annan lands- hluta til náms. í okkar tilviki höfum við getað sent bömin okkar til ömmu og afa í Kópavogi. En auðvitað geng- ur ekki upp að ætla þeim að taka við uppeldishfutverkinu," segir Ragna. Eiríkur starfar nú hjá Marel hf. í Reykjavík eftir að hafa starfað sem sjálfstæður atvinnurekandi nánast alla starfsævina. Hann segist mjög ánægður hjá fyrir- tækinu og andinn sé góður meðal starfsfólks. Ragna er í fæðingarorlofi en starfar annars sem skrifstofumað- ur. Hjónin ráku saman trésmíðafyr- irtækið Sporhamar hf. sem hafði næg verkefni alLf fram á síðustu ár. Með sameiningu fyrirtækja og hreppa fyrir yestan fækkaði svo verkefnum. Þaú ráku fyrirtæki sitt í risastórum lýsistanka sem stendur á sama svæði og hvalstöð Hans Ellefsens var. Tankanum var breytt í verkstæði á frumlegan hátt. Þegar þau fluttu af staðnum bundu þau vonir við að geta selt húsnæðið en sú von brást þegar ákveðið var að reisa snjóflóðagarða ofan staðarins. „Lega garðanna er þannig að hugs- anlegum snjóflóðum er beint í farveg sem liggur á verkstæði okkar. Það er ekkert við það að athuga að garðarn- ir skyldu hannaðir með þessum hætti en við töldum eðlilegt að þar með yrði húsnæðið keypt af okkur. Það liggur í augum uppi að menn kaupa ekki þetta hús i ljósi snjóflóða- hættunnar," segir Eiríkur. Hann segist hafa staðið í bréfa- skriftum við ísafjarðarbæ vegna þessa máls auk þess að hafa rætt við þau ráðuneyti sem hafi með uppkaup að gera en allt komi fyrir ekki. „Því hefur verið hafnað að kaupa af okkur þetta húsnæði og við sitjum þess vegna uppi með þessa fjárfestingu án þess að hafa af henni arð. Það þarf að greiða af skuldum og allt kostar þetta peninga sem fara í súginn. Ráðuneyt- ismenn bera fyrir sig að eigi að grípa til uppkaupa þá verði ósk um það að koma frá bæjarfélaginu. Forsvars- menn bæjarins vilja svo ekki kaupa og telja sér það ekki skylt. Það hefur staðið í þessu þrefi allt fram undir þetta og nú virðist eina leiðin sú að ná uppkaupum fram með málaferl- um. Manni er þetta gersamlega óskiljanlegt og þá ekki sist í ljósi þess að hús sem þó standa í skjóli garðanna hafa verið keypt upp,“ seg- ir Eiríkur. Þau segjast ekki vera haldin neinni þráhyggju varðandi þá at- burði sem gerðust þegar snjóflóðið rústaði stórum hluta byggðar á Flat- eyri og hreif með sér líf dóttur þeirra og 19 annarra Flateyringa. Þó vakni auðvitað spumingar um viðbrögð stjórnvalda við þeim ógnaratburðum sem orðið hafi þegar snjóflóð falla á byggð. Engin rannsókn „Alltaf þegar slys verða á sjó kemur til skjalanna rann- sóknarnefnd sjóslysa og skoðar hvað hafi farið úr skorðum og hvort eitthvað hefði getað fyrir- Hér er fjölskyldan á sorgarstundu skömmu eftir snjóflóöiö. Myndin hlaut verölaun sem fréttamynd ársins en hana tók Þorkell Þorkelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins. byggt slys. Þegar um er að ræða nátt- úruhamfarir kemur engin slík rann- sókn til. Það er svo vitlaust að halda því fram að þetta séu bara slys sem ekki geri boð á undan sér. Allt á sér einhverjar orsakir og á árinu 1995 kostuðu náttúruhamfarirnar á ís- landi 35 mannslíf. Ríkisvaldið gerir enga tilraun til þess að læra af þess- um atburðum með því að standa fyr- ir rannsókn á því hvað hafi gerst og hvers vegna. Það er greinilegt að við lærðum ekkert af Súðavíkurslysinu og það sem er enn verra er að við virðumst ekkert hafa lært af Flateyr- arslysinu," segir Eiríkur. Hann nefnir að nýverið hafi orðið járnbrautar- slys í Finnlandi þar sem mannskaði varð og fyrsta frétt um málið hafi verið að finnska ríkisstjórn- in hafi sett á lagg- irnar rannsóknar- nefnd. „Þetta er auð- vitað það sem á að gera á íslandi. Við lifum í landi þar sem náttúru- hamfarir eru hluti af tilveru okkar. Aðalatriðið er að fólk sé meðvitað um það hvað geti gerst og kerfið læri af því sem gerist," segir hann. í nógu að snóast Þau segja seinasta árið hafa farið í að undirbúa komu Svönu Bjargar í heiminn og síðan hún fæddist hafi verið í nógu að snúast í kringum hana. Þannig hafi ekki verið mikið um að þau færu út að skemmta sér eða tækju þátt í því sem upp á er boðið í borginni. Þó hafi þau gert nokkuð af því um helgar að fara á ýmsar uppákomur sem í boði hafi verið hjá fyrirtækjum sem eru að kynna sig eða vörur sínar. Eiríkur er með skemmtilega kenningu hvað varðar þá þúsundir borgarbúa sem um helgar steðja á slíkar uppákomur og þiggja eina tertusneið eða annað sem í boði „Eg held að fólk fari á þessar uppákomur af sömu ástæðum og fólk sótti kirkjur reglu- lega á sunnu- dögum í gamla daga. Fólk fer fyrst og fremst af félagslegum ástæð- um til að sýna sig og sjá aðra. Við höfum gert þetta nokkrum sinnum og haft gaman af. Þetta er þó kannski áminning til presta þjóðkirkjunnar, sem á sama tíma messa í hálftómum kirkjum, um að gera betur,“ segir hann og hlær. Komin heim Fjölskyldan við Sæbólsbraut í Kópavogi er komin heim. Ragna seg- ist hafa búið með manni sínum á hans heimaslóðum hátt í tvo áratugi og ekki sé nema sanngjarnt að þau eyði saman næstu áratugum þar sem hún eigi uppruna sinn. Þau segjast - líta sátt til áranna á Flateyri á sama hátt og þau líti fram á veginn með bjartsýni. „Við erum komin til að vera og hér munum við búa þar til sá tími kemur að elliheimili verður okkar dvalarstaður. Það er sama hvar mað- ur býr, hamingjan er ekki í umhverf- inu eða ytri aðstæðum heldur kemur hún innan frá og það er á valdi hvers og eins að viðhalda hamingjunni með því að rækta garðinn sinn,“ seg- ir Ragna. „Við stefnum að því að láta okkur líða vel í framtíðinni og fjölskyldan verður hér eftir sem hingað til núm- er eitt,“ segja þau Eiríkur og Ragna. -rt 01' ,v Eiríkur Guðmundsson og Ragna Óladóttir misstu Svönu dóttur sína í snjóflóðinu á Flateyri: Nýtt heimili á nýjum stað og nýtt barn eftir erfiða tíma. Hjónin Eiríkur Guðmundsson, 47 ára, og Ragna Óladóttir, 41 árs, bjuggu í einbýlishúsi við Unnarstíg á Flateyri í tœp 20 ár þar sem þau undu glöð við sitt ásamt þremur börnum sínum. Eina óveðursnótt í októ- ber 1995 hrundi tilvera þeirra þegar snjóflóð rústaði heimili þeirra og elsta dóttirin, Svana, 19 ára, fórst í hildarleiknum. Sóley, yngri dóttir þeirra, 12 ára, var grafin undir snjófargi í rústunum í 9 klukkustundir áður en björgunarmenn fundu hana heila á húfi. Þriðja barnið, Óli Örn, 16 ára, var við nám í Reykjavík og þau hjónin höfðu brugðið sér í helgarferð til Akureyrar og voru veðurteppt þegar ósköpin dundu yfir. Það var döpur heimkoma þegar þau komu heim í síðasta sinn til að tína saman persónulega muni úr rústunum. Þau fóru síðan alfarin í burtu og settust að í Kópavogi. „Okkur var hreinlega sparkað í burtu af staðnum. Þegar snjóflóðið féll og Svana dóttir okkar fórst var ekki um annað að ræða en fara. Skuggi þessara atburða mun alltaf hvíla yfír staðnum í hugum okkar og þrátt fyrir að okkur hafi alltaf liðið vel þar getum við ekki hugsað okkur að snúa til baka,“ segja hjónin Eirík- ur Guðmundsson og Ragna Óladótt- ir. Það hafa verið erfiðir tímar í lífi þeirra síðan Svana fórst. Ragna seg- ir missi barns vera eitthvað sem alltaf búi með fólki. Þeim hafi þó tek- ist að vinna úr sorginni svo sem hægt er. Eiríkur rifjar upp sögu af dóttur sinni. „Svana var alla tíð afskaplega lifs- glöð stúlka og við eigum ótal minn- ingar um hana. Okkur er til dæmis minnisstætt þegar hún var sex ára að þá var hringt í okkur innan úr sveit í Önundarfirði og sagt að hún væri komin 15 kílómetra leið á hjól- inu sínu. Við fórum strax akandi og spurðum hana hvað þetta ætti nú að þýða. Þá leit hún á mig og sagði: „Pabbi, það er komið vor og ég varð að fara að sjá litlu lömbin.” Þetta var einfaldlega hún og hún var mikið náttúrubam," segir hann. „Það fór ekkert á milli mála þegar hún var á ferðinni. Hún náði yfirleitt strax athygli allra þar sem hún kom aðvífandi. Það fylgdi henni oftast her krakka á sama aldri og hún var yfir- leitt foringi í hópnum,“ bætir Ragna við og brosir þegar hún rifjar upp barnæsku dóttur sinnar. Eiríkur og Ragna eignuðust dóttur í desember sl. sem heitir Svana eins og dóttirin sem fórst. Til viðbótar heitir hún Björg sem er táknrænt. Ragna segir að Svana Björg hafi komið eins og sólargeisli inn í líf fjöl- skyldunnar og tilkoma nýs barns í fjölskylduna hafi breytt miklu. Þau segjast hafa ákveðið að eignast eitt barn enn og tilkoma dótturinnar hafi breytt miklu í lífi þeirra. Sólargeisli t Iverunni Svana Eiríksdóttir var 19 ára þegar hún fórst í snjóflóöinu á Flateyri. Fjölskyldan saman komin á heimili sínu á Sæbólsbraut í Kópavogi. Frá vinstri Óli Örn, Ragna, Svana Björg, þriggja mánaöa, Eiríkur og Sóley. DV-mynd Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.