Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Qupperneq 43
LAUGARDÁGUR 14. MARS 1998
55
Gaui litli og Samvinnuferðir-Landsýn:
Feitir og fjörugir til Mallorca
Gaui litli er þekktur aö öðru en
að feta í troðnar slóðir. Nú vinnur
hann að undirbúningi sólarlanda-
ferðar í samvinnu við ferðaskrif-
stofuna Samvinnuferðir-Landsýn.
Þetta er engin venjuleg sólarlanda-
ferð því hún er einkum ætluð fólki
sem er í yfirþyngd og er kjörorð
ferðarinnar: Feitir og íjörugir i fjör-
unni. Ásamt Gauja mun Sigurbjörg
Jónsdóttir annast fararstjórn í ferð-
inni.
Nagandi samviskubit
Gaui segir tilganginn með þessari
ferð, sem verður á tímabilinu 20. maí
til 13. júní nk„ vera þá að gefa feitu
fólki tækifæri til að ferðast á þægi-
legan hátt og í góðum félagsskap.
„Það má rekja upphafið að þessu
til síðasta hausts en þá tók ég mér frí
í ágúst og það sama gilti mn það fólk
sem var á námskeiðum hjá mér fyrr
um sumarið. Þegar við svo hittumst
aftur í. september höfðu allir sömu
sögu að segja. Fólk hafði farið í frí og
ákveðið að hugsa ekki mikið um
í skoöunarferð til höfuöborgarinnar Paima.
finninguna að það sé eitthvað öðru-
vísi,“ segir Gaui.
En Gaui segir að það séu fleiri
fylgikvillar þess að vera feitur á
ferðalagi. Til dæmis passi fólk illa í
sæti flugvéla og oftar en ekki séu
sætisólar of stuttar.
„Á þessu ætlum við að taka fyrir-
fram þannig að enginn þarf að nið-
urlægja sig við að biðja um fram-
lengingu þegar i flugvélina er kom-
ið. Það er okkar mottó að fólki líði
vel alla ferðina," segir Gaui.
Sárstakt hlaðborð
í ferðinni verður boðið upp á
hefðbundnar skoðunarferðir en
einnig verður efnt til skemmtana á
kvöldin. Þá verða skipulagðar
gönguferðir svo fólk geti haldið sér
í formi. „Þá verðum við með sér-
stakt fitu- og sykursnautt hlaðborð
á hótelinu og eins látum við flytja
sérstaklega inn fyrir okkur fitu-
snauðan bjór frá Bandaríkjunum.
Þannig að það er hugsað sem best
fyrir öllu.
Allir velkomnir
hreyfingu eða matar-
æði á meðan
reyndu allir
slappa af og 1
það huggulegt
en með
þeim
Hópurinn hans Gauja litla mun hafa nóg fyrir stafni á Mallorca og meöal annars fara
formerkjum að samviskubitið
kraumaði undir niðri allan tímann.
Fólk var jafnvel að fá kvíða-
köst vegna heimkomunn-
ar og hugsaði mikið
um það hvernig það
yrði að þurfa að
byrja aftur eftir
að hafa
kannski
bætt á sig
Gaui litli veröur fararstjóri á Mallorca í apríl.
nokkrum kílóum," segir Gaui.
Þá segir Gaui hugmyndina að
sameiginlegri ferð þeirra sem eiga í
baráttu við aukakílóm hafa kvikn-
að. Það sé líka gott að geta veitt
hvert öðru aðhald og stuðning þótt
fólk sé í sumarfríi.
Ekki meinlætaferð
Gaui ætlar með hópinn til Mall-
orca eins og fyrr segir og um er að
ræða venjubundna sólarlandaferð
að mestu leyti.
„Þetta verður engin meinlætaferð
heldur munum við gera í því að
hafa það gott og skemmta okkur.
Það er nefnilega eitt að vera feitur
eða vera feitur á sólarströndu innan
um allar mjónumar. Ég er ekki í
vafa um að fólki mun líða betur í
hópi jafningja og það fær síður á til-
Tólf þúsund flugvélar koma á flughátfð-
ina í Lakeland árlega
/s
Gaui leggur á það ríka áherslu að
allir sem geta hugsað sér að ferðast
með feitu fólki séu velkomnir í ferð-
ina. „Þessi ferð er öllum opin og er
langt frá því að vera einhver sérferð
fyrir þá sem sækja námskeiðin hjá
mér. Það eru allir feitir og fjörugir
velkomnir," segir Gaui að lokum.
-aþ
r
Utígeim
Fjöldi fyrirtækja vinnur nú
að hönnun geimflauga sem
ætlað er að flytja góðglaða
ferðamenn út fyrir lofthjúp
jarðar. Ferðaskrifstofan Zeg-
hrahm Space Voyages áætlar
sína fyrstu geimferð árið 2001;
á meðan flest geimferðafyrir-
tækin eru aö gera áætlun sem
gerir ráð fyrir ferðum ein-
hvern tíma á næstu tíu árum.
[ Fyrir þá sem vilja ekki biða
: svo lengi stendur nú til boða
að prófa loftleysi í Stjörnu-
borginni svokölluðu sem er
staðsett nálægt Moskvuborg.
Þar eru farþegar leiddir um
borð í geimflaugarlíki sem
hingað til hefur gegnt hlut-
verki æfingastöðvar rúss-
neskra geimfara. Það þykir
mesta upplifun að hanga í
lausu lofti í orðsins fyllstu
merkingu. Hægt er að nálgast
upplýsingar um geimferðir á
slóðinni www.spacea-
idventures.com á Netinu.
Jákvæð áhrif Titanic
Skemmtisiglingar um
■ heimsins höf eru ferðamáti
sem nýtur síaukinna vin-
sælda. Árið 1997 þótti gjöfult
fyrir þá sem reka slík skip en
1 frá Bandaríkjunum einum
fóru 5 milljónir manna í
| skemmtisiglingu. Bókanir það
f: sem af er þessu ári virðast
| ætla að fara fram úr björtustu
vonum manna og ekki þykir
stórmyndin Titanic spilla fyr-
ir þessum áhuga. Raunar ótt-
Iuðust sumir að sjóslysamynd
myndi spilla fyrir skemmti-
siglingum almennt en það er
öðru nær.
Hefja flug til
Brasilíu
Belgíska flugfélagið Sabena
gerði nýverið samning við
brasilíska flugfélagið VASP.
Samningurinn felur í sér tíð-
ari flug frá Belgíu til þriggja
áfangastaða i Brasilíu, Sao
Paulo, Salvador de Bahia og
Recife. Forsvarsmenn Sabena
segja að í fyrstu verði um
fimm ferðir á viku og fyrsta
ferðin er áætluð 4. maí næst-
komandi.
<
A flughátíð í Flórída
Flughátíðin SUN ’N FUN er næst-
stærsta flughátíð heims, haldin í
borginni Lakeland í Flórída. Fyrsta
flugs félagið, sem er félag íslenskra
flugáhugamanna, skipuleggur nú
hópferð, dagana 20.-27. apríl, á þessa
miklu flughátíð.
Flughátíðin verður hápunktur
ferðarinnar en þar er reiknað með
um 12 þúsund flugvélum og 650
þúsund gestum. „Það má líkja
þessu við áfengislausa þjóðhátíð
þar sem flugið er aðalatriðið. Á
hverjum degi á milli 14 og 16 er
snilldarleg flugsýning í lofti en þess
utan er hægt að skoða flugvélamar
á jörðu niðri,“ segir Gunnar Þor-
steinsson, formaður Fyrsta flugs fé-
lagsins.
Vöktu athygli í fyrra
Fyrsta flugs félagið efndi einnig
til ferðar á hátíðina í fyrra og þá
vakti íslenski hópurinn mikla at-
hygli og munu skipuleggjendur
SUN ’N FUN ætla að taka sérstak-
lega á móti íslendingunum i ár.
„Þetta er önnur ferðin okkar á
þessa hátíð og við búum að ákveð-
inni reynslu frá þvi í fyrra þannig
að ýmislegt verður gert betm- í ár.
Það er gríðarlega margt um að vera
á sýningarsvæðinu; tugir fyrir-
lestra um flug á degi hverjum,
kvikmyndasýningar, útimarkaður
með flugvarning, áhugavert flug-
minjasafn og margt fleira. Við ætl-
um að blanda saman í réttum hlut-
föllum flugáhuga, sólböðum og
annarri skemmtan þannig að allir í
fjölskyldunni geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. Frekari upplýsingar
um flughátíðina og ferðina þangað
eru veittar hjá Fyrsta flugs félag-
inu. -aþ
Tölvur, Netið,
tækni og
vísindi
Alla mánudaga
segir allt sem segja þarf