Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1998 Fréttir Mokveiði á sársvöngum þorski inni á íjörðum og flóum: Þorskurinn nálg- ast Gullinbrúna - gríðarlegt hungur, segir skipstjórinn á íslandsbersa HF „Þaö vantar allt æti og það er greinilega gríðarlegt hungur hjá þorskinum. Það er annar hver fisk- ur með sporð út úr sér svo sjálfrán er á fullu,“ segir Ólafur Karlsson, skipstjóri á netabátnum íslands- bersa, sem stundar veiðar á þorski á Faxaflóa. Hann vísar til þess að þorskurinn étur í hungri sínu bræð- ur sína og systur. Eins og DV hefur greint frá er gríðarleg þorskveiði á Vestfjaröa- miðum þar sem þó er sá galli á gjöf Njarðar að fiskurinn er horaður og býr augljóslega við svelti. Þá drapst nýlega fjöldi þorskseiða inni á Súg- andafiröi eftir að hafa hörfað í ætis- leit inn á fjörðinn. Mikil veiði hefur verið á þorski inni á Sundunum við Reykjavík og á Kollafirði. Samkvæmrt heimild- um DV er líklegt að þorskurinn sé nú kominn langleiðina að Gullin- brú. Ólafur segir undarlegt að ekki skuli leyfð meiri veiði í ljósi þess að mikið sé um þorsk á öllum miðum hringinn. „Það mætti halda að það væri hagkvæmt að láta hann éta eigin stofn,“ sagði Ólafur. Benedikt Ágústsson, skipstjóri á netabátnum Ágústi RE, hefur að undanfömu verið að veiðum innst á Kollafirði. Hann segir fiskinn liggja þar í síli og þannig vera bærilega haldinn. „Við höfum verið að veiðum innst í Kollafirði undir raflínunni og það aflast vel,“ segir Benedikt. „Það er bara eitt sem á að gera þegar fiskur horast og er farinn að stunda sjálfrán í meira mæli en eðlilegt getur talist og það er að veiða hann. Þá skapast meira rými H vaLQ ar ðar göngin: Metfjöldi starfsmanna DV, Akranesi: Aldrei hafa fleiri verið við störf í Hvalfjarðargöngunum en nú, 120 starfsmenn verktakans Fossvirkis og ýmissa undirverktaka. Það er því allt rauðglóandi í Hvalfirði um þess- ar mundir á hápunkti verksins. Núna í vikunni verður lokið við að steypa vegsvalir að norðan- verðu. Verið er að ryðja jarðefnum yfir vegsvalir að sunnan og undir- búa frágang ofanjarðar þar. Allt drenkerfið í göngunum er tilbúið með brunnum. Það er kerfið sem tekur við vatni sem seytlar inn í göngin eftir að þau verða tekin í notkun. Víða um göngin er verið að vinna í lofti með þéttidúk, frauðplasti og sprautusteypu. Það er lokafrágangurinn. Allar fjórar spennistöðvarnar í göngunum hafa verið steyptar upp, svo og vatnsþróin mikla í botni ganganna. Byrjað er að vinna við dælukerfi og 18. mars var byrjað að malbika í suður- hlutanum. Malbikslögin verða tvö. Byrjað er að setja upp kapalstiga í loftin til að hengja á margvíslegan búnað. -DVÓ fyrir þá einstaklinga sem eftir lifa þannig að þeir hafa nóg að éta,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann segir tillögur fiskifræð- inga, þegar svona stendur á, um að draga úr veiðum, vera lygilega vit- lausar. „Ég held að það sé alveg óhemju- magn af þorski í sjónum í kringum landið og meira en oft áður á öld- inni. Fiskifræðingar eru hins veg- ar kolfastir í reikniformúlum sem eru rangar. Fyrir vikið munu hvorki fiskimenn né þjóðin njóta góðs af því náttúran sér sjálf um sveifluna og að taka hana niður aftur,“ segir Arthur. -rt Mikil þorskveiði hefur verið að undanförnu. Áhyggjur sjómanna snúast um að þorskurinn er í mörgum tilvikum horaður og stundar því sjálfrán með því að éta eigin bræður og systur. Hér er Jóhann Gunnlaugsson, starfsmaður Faxamarkaðar, með þorsk og ýsu. DV-mynd Sveinn Toomas Hendrik Ilves, utanríkisráöherra Eistlands: Vill rækta íslenska hesta - segir ísland vera ofarlega í huga Eistlendinga Toomas Hendrik llves, utanríkisráðherra Eistlands, til vinstri, afhendir Jóni Sigurðarsyni, ræðismanni Eistlands á íslandi, innsigli sitt. DV-mynd E.ÓI. „Konan mín vakti athygli mína á íslenska hestinum. Ég hef verið að lesa mér til um hann og skoðaði nokkra hesta á ferð minni nú um ís- lenskar sveitir. Ég verð að segja að ég er mjög hrifinn og hef mikinn áhuga á að eignast íslenska hesta og rækta þá heima í Eistlandi," sagði Toomas Hendrik Ilves, utanríkis- ráðherra Eistlands, í samtali víð DV í gær. Ilves er í opinberri heimsókn hér á landi til að opna aðalræðismanns- skrifstofu Eistlands á íslandi og til að hitta íslenska ráðamenn. Ilves hefur verið utanríkisráðherra í tæpt eitt og hálft ár. Auk mikils áhuga á stjómmálum er eitt aðalá- hugamál ráðherrans að rækta bú- garð sinn heima í Eistlandi þar sem hann er m.a. með hesta. „Búgarðurinn hefur verið eign forfeðra minna í tæpar tvær aldir. Afi minn flúði Eistland í seinni heimsstyrjöldinni. Eina sem hann tók með sér á flóttanum voru papp- íramir af búgarðinum. Fyrst hann lagði svona mikið á sig ákvað ég að reisa búgarðinn við og hef unnið hörðum höndum að því nú á seinni árum,“ segir Ilves. Ráðherrann sagðist mjög ánægð- ur með að fá ræðismann á íslandi en Jón Sigurðarson hefur veriö skipaður í stöðuna. Þá var hann einnig ánægður með viðræður við íslenska ráðamenn. Þar bar hæst áform um stækkun NATO og vilja Eistlands til að ganga í bandalagið. „Við emm ánægðir með stuðn- inginn sem við fengum frá Islend- ingum við stækkun NATO. Við eram að vinna að því að færast nær því takmarki að fá aðild að banda- laginu. Ég tel að fyrr en síðar muni öll Eystrasaltsríkin verða aðilar aö NATÖ,“ segir Ilves. Hann segir uppbygginguna hafa gengið mjög hratt og vel fyrir sig í heimalandi sínu eftir sjálfstæði þess 1991. Þá hafði landið tilheyrt Sovét- ríkjunum í samfleytt 45 ár. íslendingar sýndu kjark „íslendingar hafa fjárfest í fisk- vinnslu heima í Eistlandi og hafa áðstoðað okkur í atvinnuuppbygg- ingu landsins. Ég vona að framhald verði á samstarfi þjóðanna á þeim vettvangi. ísland er ofarlega í huga Eistlendinga. íslendingar sýndu mikinn kjark þegar þeir fyrstir þjóða viðurkenndu sjálfstæði Eist- lands. Þessa staðreynd fá öll böm í Eistlandi að læra í skólanum," seg- ir Ilves. -RR Stuttar fréttir dv Þijár konur efstar Bima Lárusdóttir, Ragnheiður Hákonardóttir og Hildur Halldórs- dóttir verða í þremur efstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokksins á ísafirði samkvæmt tillögum uppstill- ingamefndar. Þorsteinn Jóhannes- son, oddviti sjáifstæðismanna, verð- ur í því fimmta, baráttusætinu. Forsetahjónin í Mexíkó Forsetahjón- in, Ólafúr Ragn- ar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, munu heim- sækja þrjú ís- lensk fyrirtæki í Mexíkó í ferð sinni til lands- ins á fyrstu dögum aprílmánaðar. Þar verða þau sér til heilsubótar í boði Mexíkóforseta. E-vrtamín vinsætt Eftir að fréttir bárust af lækning- armætti stórskammta af E-vítamíni gegn blöðruhálskrabbameini hefúr vítamínið selst eins og heitar lumm- ur hér á landi. Bylgjan sagði frá. Laun hindra endurnýjun Há laun sjómanna geta hindrað end- umýjun íslenska flskiskipaflotans, sem aftur mun minnka framleiðni í íslensk- um sjávarútvegi á næstu árum. Þetta sagði Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, á aðalfúndi þess í gær. RÚV sagði frá. isivnasamiimgdi Jóhanna Sig- urðardóttir og Svavar Gestsson alþingismenn hafa spurt íjár- málaráðherra á Alþingi um hvort starfsloka- samningar, sem gerðir hafa ver- ið við hátt setta ríkisstarfsmenn, séu í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hvort með gerð þeirra hafi verið brotnar jafiiræðisreglur. 100 leiguíbúðir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefúr lagt það til við borgar- ráð að Félagsbústaðir hf. kaupi hundrað leiguíbúðir tfl að leysa mál rúmlega 200 leigjenda sem ekki hafa efiú á dýrari húsaleigu eftir einka- væðingu leiguhúsnæðis borgarinn- ar. RÚV sagði frá. Drósérfé Dagur segir að forstjóri Landmæl- inga íslands hafi dregið sér fe. Hann hefur undanfarið verið í veikinda- leyfi meðan Ríkisendurskoðun fór yfir fjármál stofiiunarinnar. í hættu vegna asnagangs Sigurbjöm Bárðarson hesta- maður segir í Degi að landsmót hestamanna i sumar sé í hættu vegna asnaskap- ar yfirvalda og hestamanna sjálfra í sam- bandi við hrossahitasóttina, sem í raun sé ekki annað en flensuskítur og nátt- úran verði aö fá að hafa sinn gang. Hætta í Ameríku Stoðtækjasmiðjan Össur hf. hefúr hætt framleiðslu í Bandaríkjunum og framleiðslan verið flutt til íslands. Eft- ir breytinguna vinna 8 manns hjá fyr- irtækhiu vestra en þeir voru 18 áður. Viðskiptablaðið segir ffá. Ársuppgjör Búnaðarbanka Hagnaður Búnaðarbankans af reglulegri starfsemi á síðasta ári varð 540 milljónir. Óregluleg gjöld úpp á 403 mflljónir, einkum vegna eingreiðslu í eftirlaunasjóð starfs- manna, urðu 403 milljónir þannig að raunhagnaður bankans varð aðeins 137 milljónir. Fjarðarlistinn á flugi Fjaröarlistinn, samtök um sam- fylkingu felagshyggju- og jafiiréttis- sinna, heldur skoðanakönnun vegna uppstillingar á ffamboðslista þann 4. apríl. Allir sem búsettir eru í Hafti- aifirði og lýsa yfir stuðningi við ffamboð listans geta tekið þátt í könnuninni. -JHÞ/SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.